26 júlí 2007

Ása bloggar

Hér er stuðið...... Við Erla erum búnar að vera á hótel Hörpu í viku og er það með því besta hótei sem við erum búnar að vera á enda búið að stjana við okkur. Búið að keyra með okkur um næstum alla Californiu og sjá alla þessa fegurð og hvað það eru miklir þurrkar hér. Visakortið er líka vel notað þar sem nærföt eru mjög ódýr og aðrar nauðsynjavörur allavega það sem okkur finnst nauðsynjavörur :=) Við fórum í bíó í gærkvöldi og hlóum aveg hrikalega mikið enda mjög fyndin mynd :=
Harpa og Sóla eru að fara í afmæli og við Erla ætlum að fara á göngugötuna og það gæti verið að við myndum finna eina búð og rennt visakortinu einu sinni allavega hehehe.

Hanna mín ég fer alveg að fara koma með hana heim til okkar og við hleypum henni Hörpu aldrei aftur svona lengi frá okkur :)

Um von að eiga góða ættingja og vini sem leysa mig út úr skuldafangelsinu þegar visa kemur hehehe
Knús og kossar frá Oakland
Ása Hörpuvinkona

22 júlí 2007

Veisla, kirkja og Yosemite

Hæ það er brjálað að gera :)
Í dag var haldin veisa útaf því að bandaríkjamenn eru að losna við mig :)
Rosa grill og svaka kaka og nokkrir gestir

Á morgun er planið
Fara í messu í Glide
Koma heim pakka í bílinn
Taka bensín
Kaupa klaka í kæliboxið
Keyra til Yosemite

Hafa geggjað stuð :)

Knús verð að fara að sofa þarf að vakna eftir 6 tíma :)

bææææ
Harpa sem hefur nóg annað að gera en að blogga ;)

21 júlí 2007

Jarðskjalfti

Gleymdi að segja ykkur að ég vöknuðu allir klukkan 04.43 við jarðskjálfta í nótt. Frekar óþægilegt við rumskuðum við svona lita skjálfta hrinu og svo bara kom einn öflugur sem að vakti mann alveg, ja nema Erlu Hrönn, hún snéri sér bara á hina hliðina og hélt áfram að sofa. Ég sofnaði ekki alveg strax og þegar ég sofnaði fór mig bara að dreyma jarðskjálfta :(
EN já hann var eitthvað um 4.2 þessi skjálfti og mér fannst það bara alveg nóg

Jæja ekki meira í bili
Allt í lagi hér

Harpa

Eniga meniga eg a enga peninga

Vá hvað það er gamna hjá okkur :)
I gær vorum við að passa Sólu og Sascha og fórum svo þegar það var búið ti Napa og fórum í búðir. Þar gátum við sko eitt nokkrum dollurum. Ég keypti mér fleiri gallabuxur og stelpurnar keyptu sér ýmisegt. Já og ég keypti mér puma skó.
Fórum svo til baka, villtumst pínulítið en EKKI MIKIÐ. Fórum í Berkeley á voða góðan hamborgarastað og borðuðum afmæismat því á Ása pæja átti afmæi. Í Dag fórum við svo í North Face, REI og Target og eyddum MÖRGUM MÖRGUM dollurum í alskonar dótarí, mest þó í föt :) Geggjað góður eyðsludagur hehe. Komum svo heim stelpurnar slökuðu á en ég fór með Helgu til SF að vinna. Við vorum að taka myndir á snyrtistofu.
Á morgun er svo ætlunin að halda pínu kveðjupartý fyrir mig :) og einhverjar pæjur ætla að koma hingað um hádegið og boða og eitthvað :)

Núna er ég að fara að sofa, maður verður náttúrulega að fá bjútíblundinn sinn.

Ta ta


Ég

18 júlí 2007

klukutimi...

þar til ég fer að leggja af stað til þess að ná í stelpurnar :)

Hey veriði svo dugleg að kvitta fyrir komu ykkar :)

set kannski inn mynd af flugvellinum :) nei meina náttúrulega af stelpunum þegar þær komu LOKSINS til mín :)

bæ Harpa speeenta




HÆHÆ STELPURNAR KOMNAR :)´
GLEYMNDI MYNDAVÉLINNI EN ÞAÐ VORU TEKNAR MYNDIR AF ÞREYTTUM FERÐALÖNGUM ÞEGAR ÞÆR KOMU Í HÚS

ALLT GEKK VEL

GÓÐA NÓTT

ohhhh ég var klukkuð

Nú er Kiðlingurinn vitlausi búinn að klukka mig og er með þá fáránlegu hugmynd um að ég fari að segja frá 8 syndum.

Já ég er nú í vandræðum með þetta verð nú að segja það.

Kannski vegna þess að ég er svo mikill englabossi að ég hef ekki gert neitt sem kallast gæti synd.

Eða

Að ég er bara svo gleymin að ég man ekki neitt svona, heilinn er að verja mig og lætur mig gleyma öllu !!!!

Ég mun samt reyna að verða við þessu klukki !!!!

17 júlí 2007

Áfram um fyrirgefninguna


Með því að fyrirgefa öðrum
erum við oft að taka fyrsta skrefið
í að fyrirgefa okkur sjálfum

Já mig langar aðeins að spá meira í þetta fyrirbæri, fyrirgefninguna.
Hvernig förum við að því að fyrirgefa?
Hvað þýðir það að fyrirgefa?

Tökum sem dæmi (og athugið þetta er BARA dæmi)

Ég á vinkonu sem er mér mjög kær, ég treysti henni fyrir öllu sem góðri vinkonu ber. Svo kemst ég að því að þessi vinona er að svíkja mig, hún blaðrar öllu sem ég segi henni, talar illa um mig og er með falsheit við mig. Ég kemst aðeins að smá parti af þessu öllu og hugsa, æ öllum getur orðið á og held áfram vinskapnum.
Segjum sem svo að hún brjóti alvarleg gegn vinskapnum, ö dettur ekkert í hug en já er bara virkilega vond við mig. Hvað geri ég þá ? Ég hef ekki áhuga á að vera með þessari manneskju hvað þá að geta kallað hana vinkonu mína.
Slít öllu sambandi og hugsa djöfulsins tu... hún er ekki þess virði, hún er bara fáv... og svo framvegis.
Nú svo fer ég að hugsa minn gang og segi við sjálfa mig, heyrðu Harpa þú ferð nú ekki að druslast með þetta alla ævi. Fyrirgefðu henni og komdu henni út úr hausnum og hjartanu á þér.
Flott, komin ákvörðun, hún fer í fyrirgefningarbókina, ég reryni af öllu hjarta að fyrirgefa mistökin sem hún gerði.
En hvað svo ...
ég fyrirgef henni
og hvað þá
er ég búin að fyrirgefa henni ef ég vil ekkert með hana hafa eftir þetta?
eða verð ég að vera tilbúin til að segja hæ já hef það fínt hvað er að frétta hjá þér?
og er ég í raun búin að fyrirgefa henni ef mig langar bara að labba framhjá henni þegar ég sé hana og láta eins og ég hafi aldrei þekkt hana?

Hvað ef mér finnst ég í hjarta mínu hafa fyrirgefið einhverjum eitthvað, hafi meðaumkun með manneskjunni en hafi enga löngun til að hafa nokkur samskipti við hana???
Er ég þá búin að fyrirgefa, æ ég er ekki að skilja ...

Þarf ég, ef ég fyrirgef einhverjum eitthvað að kissa hann og kjassa til að sýna fram á það að fyrirgefningin sé fullkomin?
Af hverju ætti ég að vilja hafa í lífi mínu manneskju sem braut öll lögmál um traust og virðingu?

Æ hvað segið þið?
Veit að þú Björk mín átt eftir að koma með langann pistil um þetta :) og ég hlakka líka til að koma á Þórðargötuna, fá te, draga spil og tala og tala og tala :)

Vonandi hefur þetta vakið upp einhverjar spurningar, hugmyndir eða jafnvel svör í huga ykkar

knús elskurnar

Harpa

(hey ég held að neglurnar sjáist á myndinni)

Skritið skap



Jæja þá eru fimmtán dagar þar til ég kem til Íslands :)
Eins og ég hlakka mikið til þá er greinilega einhver kvíði í mér líka. Veit ekki hvers vegna
Kannski vegna þess :
að ég gæti lent í einhverju veseni á flugvellinum
að ég kvíði því að segja bless við Sólu mína sem kemur á hverjum morgni út til mín, bankar og kallar Happa mín góan dæinn.
Þessi stelpa á svo stóran hluta í hjarta mínu og mun ævinlega eiga hluta í mér og ég vonandi í henni.
að ég er að fara úr góða veðrinu
að hér hef ég alltaf einhvern til að koma heim til
að allt verður eins og var þegar ég kem heim
að ég náði ekki markmiðum mínum hér
að ég upplifði margt svo gott hér sem ég hefði ekki gert ef ég hefði sleppt þessu frábæra tækifæri
að hér er mexikanskur matur svo rosalega góður
að ég er með svo mikið dót sem ég verð að koma með heim
vegna þess að ég er á blæðingarrugli
... já hver veit
En skap mitt er sem sagt búið að vera upp og niður. Var að tala við Hönnu um daginn og hún sagði ég get ekki beðið eftir Versló, að hitta þig og ég fór að skæla. Ég hlakka svo til að hitta ykkur fólkið mitt ég er búin að sakna ykkar svo mikið.
Stundum er ég búin að vera svo þung að ég nenni ekki neinu og svo allt í einu breytist það og ég verð offvirk.
En já held ég þurfi að fara að tala við lækninn minn þegar ég kem heim, eða að fara til Bjarkar minnar til að koma öllu af stað og í rétt horf í skrokknum :)

EN ÉG HLAKKA SVO TIL AÐ KOMA HEIM OG:

faðma elsku pabba minn og mömmu líka þó að hún hafi nú fengið auka faðmlag um daginn :)
fara og hitta ömmu og gefa henni knús og vonandi vera pínu fyrir vestan
hitta Munda, Daniel og Alice sem koma viku á eftir mér, vá Daniel búinn að stækka og þroskast mikið síðan ég sá hann síðast
hitta vini mína, fá faðmlag og hlátur
djamma með ÁSU OG HÖNNU OG STEVE um versló
og hitta ættingjana
byrja að vinna
flytja í íbúðina
hjóla um alla Reykjavík, hahaha nei hlakka ekki til þess ætli ég kaupi ekki bíl mjög fljótt haha
fara í sund
fara í heilun
tala og tala og tala við vini mína þar með talið ættingjavini mína :)

jæja ekki meira í bili um þetta en á morgun býst ég við að skap mitt verði frábært því Ása og Erla eru að koma :)


tætæ
Harpa

14 júlí 2007

Hvernig er þetta hægt

jæja ok mín bara komin með langar neglur í fyrsta skipti :)
Já já ég fór í dag og lét setja á mig gelneglur. Er alveg svakalega flott eins og þið rétt getið ímyndað ykkur :)
Núna er bara spurningin hvernig gengur að vera með þessar neglur. haha er búin að sjá að það er gott að bora í nefið og eyrun með þessu. Haha en kannski er pínu hættulegt að taka stýrur úr augum :) Er líka búin að sjá að það er erfiðara að setja á sig hálsfesti og ekki veit ég hvernig ég ætla að smella níðþröngu nýjnu Levis gallabuxunum mínum haha, og annað það er sko ekki mér að kenna að það komi hér innsláttarvillur þvi að ég hitti ekki alltaf á rétta takka. EN kom on hvað gerir maður ekki fyrir pæjuútlitið. Hér kostuðu herlegheitin undir tvö þúsund krónum og finnst mér það nú alveg ótrúlegt :) EN svo er málið að ef ég ætla að vera svona mikil pæja áfram þá kostar það mun meira heima...

Nú ég er byrjuð að pakka niður dótinu mínu. Já verið að undirbúa heimför. Stepurnar koma til mín á miðvikudagskvöld og hlakka égh mikið til. Held hreinlega að það verði enginn tími til að pakka þegar þær koma því að dagskráin verður stíf hjá okkur. Við erum endalaust að skipuleggja og þetta verður bara geggjað :)
Er búin að panta á farfuglaheimili rétt hjá Yosemite og ferð til Alcatraz, við förum til Santa Cruise og svo ætlum við kannski að reyna að fara og skoða sólblómaakur og þá er ég að fara að panta hótelherbergi í Boston.

Veðrið er búið að vera yndislegt og verður það vonandi áfram. Vonandi kemur ekki regntímabilið með Ásu og Erlu Hrönn hahaa
Það var svo fyndið þegar ég var að tala við Ásu um dagin þá sagði hún: já eigum við ekki bara að sjá til með ströndina, kannski verður rigning. Ég sagði bara: Ha rigning eins og það væri ekki í myndnni hér á þessu svæði, að visu mundi ég ekki hvenær það rigndi hér síðast það er svo langt síðan það var :) það skondna við þetta allt saman er að það rigndi hér (pínulítið) kvöldið eftir að við Ása vorum að tala um þetta og það var góð áminning um að hér getur líka rignt stundum.

Æ voðalega var þetta eitthvað fúlt blogg ! Æ afsakið það :)

Harpa langnögl

12 júlí 2007

Hvað getur maður sagt


Ég er hrygg.
Ég kíkti á moggan núna áður en ég ætlaði að fara að sofa.
Sá þá tilkynningu um að ung kona sem hefði verið að berjast við krabbamein væri látin og svo var linkur á slóð hennar.
Ég hugsaði æ endalaust ungt fólk að deyja úr krabbameini. Hugsaði enfremur æ, aumingja fólkið hennar og eiginlega hugsaði ég líka voðalega er ég heppin að ég þekki hana ekki.
Hvenær ætla þeir að fara að finna algjöra lausn á þessu helv.. krabbameini.
Veit ekki af hverju... en ég fór aftur inn á fréttina og fór inn á síðuna hjá þessari konu.
Ég get ekki annað sagt en að mér hafi brugðið.
Hér sig ég hágrátandi eftir að hafa lesið hluta af blogginu hennar. Sjúkdómssögu, ferðasögu og um daglegt líf. Komst að því að þetta er móðir drengs sem ég var með á Leikskólanum Geislabaugi, í Grafarholti.
Æ þetta er svo hræðilegt að ég get bara ekki ímyndað mér það. Að missa móður sína þegar maður er svona lítill. Sjálfsagt orðin 7-8 ára og á ekki mömmu.
Ég hef oft hugsað út í það að elskulegar vinkonur mínar tvær eiga ekki móður og mér finnst alveg óskaplega erfitt að hugsa til þess. Ég á svo gott samband við móður mína og reyndar föður líka. Að ég get bara ekki hugsað þá hugsun að ég geti bara misst þau. Ég vil bara að þau séu alltaf til en til þess er ekki ætlast. Það er ætlast til að foreldrarnir fari á undan börnunum.
En ég vil bara ekki sjá það svona snemma á lífsleiðinni.
Ég veit að þessi strákur á góða að og á eftir að plumma sig í lífinu bara af því að hann er eins og hann er, en þetta er samt svo hræðilega ósangjarnt.
MIg langar að biðja ykkur að taka Þórð Helga litla með í bænir ykkar og biðja Guð að gefa honum styrk.

Harpa

08 júlí 2007

E Cards

Hæ hó
Ef einhver ykkar er að senda mér tölvukort þá get ég ekki opnað þau!

Veit ekki hvort þetta er eitthvað rugl en hef verið að fá tilkynningar um þetta undanfarið og það fer allt í ruslið hjá mér núna því ég get ekki opnað þau.

Endilega bara sendið mér línu á email. (harpaingim@hotmail.com) ef þið hafið verið að reyna að senda þetta

knús
Harpa án Ecards

05 júlí 2007

Fyrirgefðu



Í starfi mínu sem leikskólakennari hef ég mikið notað setningu á borð við: segðu nú fyrirgefðu við hann/hana...
Með hangandi haus segir einhver fyrirgeðu og hinn segir allt í lagi og allir fara að leika.

En hvað þýðir eiginlega þetta FYRIRGEFÐU?

Og hver er meiningin á bak við það að segja fjögurra ára gömlu barni sem er alveg brjálað út í annað barn að segja Fyrirgefðu? Hvernig getur hitt barnið sem var (kannski) lamið með skóflu bara sagt já og haldið áfram að leika? Stundum reyndar vilja þau ekkert segja fyrirgefðu og þá eru þau eiginlega pínd til þess, eða þau látin sitja einhversstaðar þar til þau eru tilbúin til að biðjast fyrirgefningar á einhverju sem þau gerðu.

Hvernig er þetta með okkur fullorðna fólkið?
Getum við bara sagt fyrirgefðu strax og við gerum einhverjum rangt? Eða sagt jáið þegar við erum beðin fyrirgefningar.
Meinum við það þegar við segjum fyrirgefðu?

Getum við fyrirgefið okkur sjálfum þegar við vitum að við höfum gert mistök.

Ég er eitthvað búin að vera að velta þessu fyrir mér og er eiginlega á þeirri skoðun að ég á erfiðast með að fyrirgefa sjálfri mér. Ef ég geri einhvern asnaskap með gjörðum eða orðum.

Ég hef líka verið að hugsa þó að ég segist fyrirgefa einhverjum eitthvað, hvað þýðir það. Ég hef sagt já þegar einhver hefur sært mig og beðist fyrirgefningar á eftir. En ég er enþá að hugsa um viðkomandi atburð, orð... er ég þá í raun búin að fyrirgefa???

NEI

Ég held ekki. Maður er að dröslast með alskonar í farteskinu sem enginn annar man kannski eftir.

Um daginn var ég að tala við strák og hann sagði við mig. Ja ég þorði nú ekkert að reyna við þig eftir ferðina þarna frá Sauðárkróki. HA! sagði ég hvað meinarðu hvaða ferð??? Nú þegar ég var svo þunnur að við þurftum að stoppa á leiðinni og fá verkjatöflur og ég ældi og eitthvað!! Hey þá er hann búinn að vera með þetta í hausnum í MÖRG ÁR og ég mundi sko ekkert eftir því, hvað þá að ég liti hann hornauga...

Það segir manni eiginlega að maður fyrirgefur sjálfum sér síðast.

Í þessari ágætu bók sem ég er að lesa eru til dæmis leiðbeiningar um það að maður á að skrifa niður alla þá sem manni langar að fyrirgefa. Kannski ekki langar heldur þá sem maður þarf að fyrirgefa og manni er sagt að skrifa niður alla. Líka þá sem maður heldur að maður geti alls ekki fyrirgefið. Svo biður maður um hjálp til þess að fyrirgefa.


Vitiði ég verð bara að hafa framhald á þessu bloggi síðar.
Allt farið að hringsnúast í hausnum á mér ... en ég er á góðri leið held ég ...
skrifa meira á morgun vonandi

knús elskurnar mínar

Harpa

Hja Rock og Ron



Myndin er af Rock, myndarlegasta manninum sem ég hef séð hér í USA. Hann er alveg hreynt yndislegur og það var frábært að fá að kynnast honum. Við spjölluðum mikið saman í gær í afmæli Rons og meðal annars dáðumst við að hvoru öðru og það var mjög gaman haha

EN já þjóhátíðardagurinn var mjög skemmtilegur. Við byrjuðum á að fara niður að á og syntum þar og fórum í sólbað :) fyrst vorum við bara saman litla fjölskyldan og svo komu slatti af afmælisgestunum. Við syntum í ánni og sumur stukku af kletti sem er hinu megin við ánna. Ég var ekki ein af þeim, lét mér það barÞ nægja að synda og fannst það pínu háskalegt því áin er gruggug og bæði fiskar og selir sem synda þar um. Sá sem betur fer hvorugt í þetta sinn. uss held ég hefði fengið áfall ef svo hefði verið haha. En já Lexi, ég og Rock syntum yfir ánna og sátum á klettunum heillengi og spjölluðum og syntum svo yfir. Rock er gamall sundmaður og er flottur á sundi hehe. En bara svo að þið vitið það þá sagði hann að ég væri með bjútifúl æs (augu) og beinabyggingu. :) hvaða hól er nú betra en það. Hann sagði að ég væri falleg manneskja og að hann vissi að ég væri björt að innan. Já sem sagt voða voða góð. Er ekki gaman þegar fólk segir manni bara að það sjái að maður sé góð mannvera.
Það er það helsta sem ég vil vera. Að vera góð, gjafmild og skemmtileg kona. Já nú er ég komin í konugírinn nú er ég orðin kona og hana nú.

En já fjölskyld Rons og vinir komu í afmælið og þessi fjölskylda er ein af þeim þar sem allir kunna á hljóðfæri og kunna að syngja. Því var einstaklega skemmtilegt að vera þarna þar sem söngur glens og gaman var fram á kvöld.
Við fórum þegar tók að rökkva, sátum fyrst aðeins við arineldinn úti og getiði hvað, já fékk 5 druslu bit. Ég meina það ég er svo sæt að flugurnar vilja éta mig upp til agna. Verð að fara að kaupa mér áburð :(

Hey tók svo flottar myndir af blómum þarna uppfrá verð að sýna ykkur (endilega klikka á myndirnar til að sjá þær stærri) :

04 júlí 2007

Þjoðhatiðardagur i dag


Myndin er af ferskjunum yndislegu í garðinum mínum :)

Þjóðhátiðardagur Bandaríkjamanna í dag. Í gær voru flugeldar úti þegar ég var að fara að sofa. Fékk skemmtilegt símtal frá strák sem ég þekki ekki neitt og býr í Seattle. Töluðum saman í rúman klukkutíma um allt og ekki neitt. Það að fara heim, vera í usa, ljósmyndun, gítarspil og margt fleira :)
Í dag erum við að fara til Russian River og halda uppá þjóðhátíðardaginn og afmæli Rons :)
Það verður ábyggilega gaman og ég ætla að reyna að blogga um það í kvöld eða morgun. Á morgun og föstudag verð ég með Sólu og ég ætla að reyna að gera eitthvað skemmtilegt með henni. Veit bara ekki hvað!!!

Þarf að skrifa smá istil um að fyrirgefa. Ég er búin að vera lesa bók um fyrirgefninguna og er mikið búin að vera að spá í henni. Þetta er skrítið fyrirbæri og vert að hugsa um.

Í kvöld ætla ég líka að kíkja á videovél fyrir m og p og linsu handa mér :) ég á svo ótrúlega frábæra og gjafmilda foreldra. Þau ætla að gefa mér linsu í afmælisgjöf :) á bara eftir að panta hana :) og fá hana senda hingað til mín :) rosalega ánægð með það ta ta ta.

Jæja verð að bera á mig sólarvörn
bæjó

Harpa með som som brero

29 júní 2007

Helga 42 ara i dag :)

Til hamingju með afmælið elsku Helga mín

Helga á afmæli í dag 29 júní. Í tilefni dagsins fórum við þrjár í golf. Það er eitthvað sem Helgu finnst svo skemmtilegt en gefur sér ekki tíma til að gera. Hún fer sem sagt einu sinni á ári, á afmælisdaginn sinn.
Við fórum níu holur í dag og veðrið var geggjað. Við byrjuðum á að slá út á æfingarsvæði, fórum þaðan á lítinn púttvöll og svo fórum við á brautina. Mér fannst ferlega skemmtilegt en gat þó ekki rassgat. Sló frekar beint (sem er gott) en var ekki að hitta vel á kúluna og náði henni ekki nógu upp og nógu langt. Kannski er það vegna þess að ég lokaði augunum í stað þess að horfa á kúluna allan tímann. EN kommon þetta var nú bara til gamans, hvað er gaman við það að vera svo góður að maður slær kúluna bara tvisvar á braut. MIkklu skemmtilegra að gera eins og ég svona frá 5 til 11 sinnum á braut. Nóta bene fékk tvisvar sinnum 11 og það var þegar ég lenti í sandi og svo þegar ég lenti í vatni ætlaði aldrei að ná kúlunni uppúr vatninu sló og sló en ekkert gekk. Endaði á að stinga mér á eftir henni og gríta henni uppúr ... nei grín kúlan er í vatninu en ég þurfti fjögur högg til að ná kúlunni uppúr helv... sandinum. Þarf að læra góða tækni í sambandi við það eða bara skjóta ekki í sandinn.

vell ekki meira um daginn í dag nema það að það er einhver geggjuð kaka sem bíður okkar í kvöld :) vei vei

Mamma og Svavar farin

Það er aldeils búið að vera frábært að hafa Svavar Dór og Mömmugöggu hjá sér. Ekki laust við að það væri pínu skrítið að koma heim eftir að hafa keyrt þau á flugvöllinn. Við gerðum svo margt skemmtilegt og þau nutu sín svo vel hérna að það var frábært. Við fórum í Alcatraz og í dýragarðin. Helga fór með okkur í útsýnisferð um San Fran og svo fórum við náttúrulega búð úr búð að reyna að finna einhverjar geggjaðar vörur sem eru MIKLU ÓDÝRARI en heima. Eins og Erla Hrönn frænka mín sagði svo oft þegar hún kom með eitthvað heim sem var á afslætti "vá ég bara græddi helling í dag, ég þarf eiginlega að kaupa eitthvað fínt fyrir afganginn" ;) Æ hvað ég sakna þess að hitta hana ekki. En já aftur að mömmugöggu og svavari. Þau komu sem sagt á flugvöllinn í San Fran um 23 leitið í gær (fimmtudegi) og ég hjálpaði þeim að skrá sig inn. Töskurnar voru bókaðar alla leið til Íslands og átti þetta nú ekki að vera neitt mál :) þau áttu flug til Boston um 12 en það var þegar komin seinkun til klukkan 1 þannig að þau vissu af því áður en ég kvaddi þau. Nú svo hringdu þau í mig í dag og þá hafði flugið þeirra verið yfirbókað og þau komust ekki með vélinni klukkan 1 þurftu að bíða til klukkan 6 í morgun og fengu aur og afsökunarbeiðni frá flugfélgainu í staðin. Nú svo í morgun fyrir sexflugið þá var aftur verið að kalla í hátalaranakerfinu að það væru peningar í boði fyrir þá sem vildu bíða eftir næsta flugi. Þau fóru þó með því flugi og komust heil á höldnu til Boston.
Mér finnst alveg furðulegt að flugfélög geti bara gert það að venju sinni að yfirbóka vélarnar hjá sér og vona bara að það verði nú einhverjir sem mæti ekki í flugið. Það var að minnsta kosti skýringin sem þau fengu. Æ við áttum ekki von á að allir myndu mæta í flugið það er svo óalgengt. Þetta kallar maður nú bara að ganga á lagið!

En nú bíð ég bara spent að fá að vita hvort þau komist áfallalaust til Íslands og að þau fái töskurnar sínar og svona.

25 júní 2007

Va hvað timinn er fljotur að liða

Þegar gaman er þá getur tíminn verið svo ótrúlega fljótur að líða. Dagurinn búinn maður fer að sofa, vaknar aftur og fattar að maður er ekki búin að blogga um allt það skemmtilega sem verið er að gera :)

Elsku Hanna mín til lukku með daginn í dag :) orðin 35 eins og svo margt annað gott fólk :)

Nú þegar ég skildi við ykkur síðast þá vorum við búin að bralla ýmislegt og við höfum sko heldur betur haldið áfram að bralla.
mamma orðin pínulítið minna rauð, dises hvað hún brann, töluðum við pabba í dag og hann var ekki viss hvort hann myndi taka við svona gallaðri vöru :) en ætli hann sé nú ekki farinn að sakna spússu sinnar :)

En já við fórum í Glide kirkjuna og það var geggjað þar. Við vorum pínu sein í kirkjuna og svona 3 mínútum eftir að við komum inn þá sungu tveir svartir strákar lag og kórinn c.a. 50 manns sá um bakraddir. Þetta var svo stórfenglegt að ég táraðist og táraðist og þurkaði og þurkaði og það vakti svo mikla lukku að einn meðhjálparinn kom með tíssjú box handa mér og veifaði yfir allan salinn. Ég brosti bara mínu blíðasta og fannst ég vera í bíómyndaratriði :) En já kirkjan var bara alveg yndisleg og ég hlakka til að fara þangað aftur. Mamma og Svavar voru ánægð með ferðina þangað og hefðu ekki viljað missa af henni. Eftir kirkjuna var svo stunsað niður á Market Street og við fengum geggjað pláss alveg fremst við hliðið til að horfa á Gay Pride gönguna :) MIkið rosalega er til mikið af fólki sem finnst gaman að sýna sig og sjá aðra. Sumir vildu sýna meira en aðrir og voru þarna að minnsta kosti tveir gamlir kallar með kramin typpi á hjólum. Hjóluðu þarna um gjörsamlega naktir (að ég held, kannski voru þeir í skóm, ö ég leit ekki svooo neðarlega) svo voru konur með brjóstin uppúr einhverjum korsilettum eða hvað þetta nú heitir og aðrar berar á ofan og í nærbuxum. Nú svo voru nú margir í skemmtilegum búningum og ýmsum flottum farartækjum. Við höfðum öll mjög gaman af göngunni en hún var svo löng að við horfðum ekki einu sinni á öll atriðin.
Eftir Gayið fórum við að skoða í búðir. Svabbi sæti þurfti aðeins að kíkja meira í Levis og HM og Urban outfitters eða hvernig sem maður skrifar það. Hann skoðar og skoðar finnur og finnur en hættir svo við að kaupa meirihlutann. Pabbi hans segir að hann sé þá líkur pabba sínum en ekki mömmu sinni í kaupunum haha. Ætli það sé nú ekki bara alveg rétt híhí. En já eitthvað er nú búið að bætast við hjá dúllunum mínum. Þegar við vorum búin í Levis röltum við í kínahverfið og það var fínt. Margt að skoða og svona. Fórum svo heim og pössuðum sólu því Helga og Lexi fóru í bíó. Sólu lýst rosa vel á Svavar og Jöggu. Kallar Jagga Jagga og brosir undurblít til Svavars og fynnst hann hrikalega fyndinn og skemmtilegur þegar hann er að hamast með hana.
Í dag var bara letidagur sátum úti í sólinni og mamma reyndi að brenna pínu að framanverðu en það gekk lítið. Svavar sat að mestu í skugganum þegar hann var ekki í vatnsslagi með frænku sinni :) Held hann hafi þó fengið pínu lit í kinnarnar í dag því eins og mamma segir. Þá fær hann ekki að koma heim eins og hvítur hundaskítur :)

Hrikalega fyndið í dag var mamma eitthvað að stríða Svavari og ruglaðist og sagði við hann eitthvað að hann mætti nú ekki gera ömmu sinni þetta. Hún var að meina sig og að sjálfsögðu er hún ekki lögleg amma hans heldur ömmusystir hehe. Já fólk er bara farið að panta sér ömmubörn þegar enginn sér um að koma með þau :) jájá kemur allt í ljós ...

Hey dagurinn var nú ekki allur rólegur því að hér voru sko steiktar íslenskar kleinur að hætti Röggu og Helga skrifaði samviskusamlega niður allar kúnstirnar og tók herlegheitin uppá video. Þannig að næst þegar hún steikir kleinur þá horfir hún á kennslumyndbandið hennar Mömmugöggu og skellir sér svo í eldhúsið :)


Elsku Björk gaman að fá fréttir af fólkinu þínu, Stebba hlaupaóða, þér og krökkunum þínum. Takk fyrir að heila ömmu á Hóli, það hjálpar henni alveg pottþétt mikið. Vona að hún nái sér fljótt og að þetta hafi ekki mikil áhrif á heilsuna það sem eftir er. Það er svo líkt henni að vera að flýta sér og vera ekki með einhvern aumingjaskap. Hún var nú eitthvað að segja syni sínum næstelsta til. þegar hann var stífur eftir kanó róður. Já sagði amma, þú átt bara að hanga svona og teygja eins og ég og þá verðurðu ekki stífur í bakinu. Yndisleg
Umm hlakka til að fá fiskbúðing þegar ég kem heim, já eða fiskibollur í dós :)

Ása mín það verður BARA GEGGJAÐ þannig að þú getur bara alveg haldið áfram að láta þér hlakka til :)
Heyrðu já ég held að það sé best að þú komir með auka nærbuxur því það er ekki vísta að við getum farið í búð alveg um leið og þú kemur :) En annað þarftu ekki að koma með :)
Takk fyrir kveðjurnar :)

Þóra Jóna :) Já sumarfríin eru alltaf svo góð. Svo löng en samt svo stutt. Takk fyrir ég hlakka líka til að koma þó að tilhugsunin sé pínu skrítin :)

Hanna mín, afmælisstelpa, Já það er yndislegt að eiga góða að og frábært að fá þau tvö hingað til mín, ég er búin að vera svaka ánægð með dvölina og held að þau séu hæst ánægð líka :)
já amma er svo ótrúleg, hún er svo hraust og ég vona og held að hún nái sér fljótt og vel eftir fallið :)

Viktoría Rán, takk fyrir að knúsa ömmu okkar vel :) Hlakka til að sjá þig í sumar/haust :)

Björk aftur :) já ég er svo sammála þessu með hreyfinguna og heilsuna. Það hefur svo góð andleg áhrif að hreyfa sig, svo ég tali nú ekki um þau líkamlegu :) Þannig að sögurnar ykkar Bjálfabarns eru góður punktur í þá umræðu.

Jæja nú er klukkan að verða eitt og ég þarf að vakna til að fara með liðið í siglingu

Meira síðar

Harpa sem er farin að hlakka til að koma heim og knúsa svo marga :)

24 júní 2007

Gaman gaman

Byrjuðum morgunin snemma. Tókum til þrifum pínu. Færðum dótið okkar útí Hörpuhús. Því að í kvöld komu kellurnar heim úr sumarbústaðardvölinni. Fórum í útivistarbúð þar sem allt var skoðað og eitthvað verslað :)
Komum heim aftur fengum okkur skyr og flatkökur með hangikjöti :) ummm rosa gott :)
Fórum til San Fransisco og löbbuðum og löbbuðum og löbbuðum. Ég og Svavar fórum í Sædýrasafnið og Svavar klappaði hákarli og einhverju fleiru dóti :) Fórum og fengum okkur kaffi og svo skoðuðum við pínu í búðir. VIð sáum svona þrívíddarbíó og Svavari laaangaði svo hrikalega í það, þannig að frænka litla fór með honum. Ha ha ha ég veit ekki hvort að hann sá eftir því að fara með mér! því ég hló og öskraði allan tímann. Þetta var eins og að vera í hrikalegum rússibana hahaha (Ása við förum þangað). Fórum í Cable Car niður á Market og Svavar hékk utan á vagninum en við mamma vorum inni. Þegar við komum niður í bæ fengum við okkur Blondys pizza rooosa gott. Tókum bart heim og þar gerðist fyndnasta atriði kvöldsins. Ha haha. Það var einhver gæji sem stóð alla leiðina en var eins og hann væri hálfsofandi. Hann hélt á bók og öðru hvoru hélt hann sér í handfang eða var pínu valtur. Var alltaf með lokuð augun og við héldum að hann væri kannski pínu fullur eða reyktur. Svo allt í einu þar sem við situm öll og horfum á hann, tekur hann bókina fytlar eitthvað við hana að ofan (eins og hann væri að skrúfa tappa af) tekur svo bókina með báðum höndum og tekur sopa. Hahahaha við litum hvert á annað og fengum geðveikt hláturskast. Það er sem sagt kominn nýr frasi: Viltu ekki bara fá þér sopa úr bókinni! hahaha sjálfsagt fyndnara þegar þú ert á staðnum hehe. Svona had to be there brandari.
Þegar við komum heim voru Helga, Lexi og Sóla nýkomnar í hús og það var gaman að sjá þær aftur. Sóla var að vísu farin í háttinn en við spjölluðum aðeins við HogL og ég hlakka mikið til að sjá Sólu á morgun því að ég hef ekki séð hana í heila viku.

Á morgun er stefnan sett á Glide Kirkjuna klukkan 9 og svo er Gay Pride á morgun þannig að við ætlum á það húllum hæ

Bæjó Harpa, sú brenda og töffarinn

22 júní 2007

Tivoli strönd brunarust

Fórum til Santa Cruise í gær og áttum alveg geggjaðann dag :)
Byrjuðm á Tivolíinu. Fengum okkur ís og við Svavar fórum í eitthvert það hrikalegasta tæki sem að ég hef nokkurntíma farið í. Já fer ekki aftur í það. Það fór alveg himinhátt og sveiflaði manni til og frá þannig að maður endasendist í allar áttir. Mér var nú hálfbumbult þegar ég kom úr tækinu en það lagaðist þegar líða tók á daginn. Svavar hélt svo áfram í tækjunum en við mæðgurnar lögðumst á ströndina. Nú þremur tímum síðar stóðum við upp, því þá var mamma búin að tala um það í c.a. hálftíma að við værum örugglega búin að týna Svavari. Þannig að mamma settist á staðin sem við vorum búin að ákveða að hittast á, en ég fór og rölti um til að tjékka á því hvort að ég sæi hann einhversstaðar. Nú þegar ég kom til baka þá sátu þau bæði á bekknum góða, því að Svavar hafði farið að tjékka á okkur niðri á ströndinni. Við Svavar fórum svo í Laser Tag sem er svona stríðsleikur. Maður fer í vesti fær byssu og er svo lokaður inni í herbergi, þar sem lítið er um ljós, fullt af öðru fólki vopnað sömu tólum og við, og svo á maður að skjóta og passa sig á að vera ekki skotinn. Ég var nú skotin á mínútu fresti en náði líka að skjóta einhverja :) og svona til að geta montað mig aðeins þá rústaði ég Svabba. Ég fékk sem sagt 1350 stig og hann 650. Þannig að nú get ég farið að skrá mig í herinn eða þannig.
Við fórum svo út að borða á rosa góðum pizza stað, með alveg ferlega sætum þökkhærðum þjónum.... æ er ekkert að segja frá matnum. hehe

Lögðum af stað heim og allt gekk vel AAAAALVEG þar til ég tók EINA vitlausa beygju... keyrðum um í litlum bæ og ætluðum aldrei að komast á hraðveginn aftur... það gekk meira segja svo illa að það var komin Gerðarkotssvipur á Röggu Jóns.

Nú Ragga Jóns var eitthvað þreytt þegar við komum heim og voða kalt þannig að hún skreið uppí rúm og kannski var það ekkert skrítið því að hún er svo brunnin á bakinu að ég held svei mér þá að þetta sé bara nálægt því að vera eins mikið og MÝRAR ELDARNIR í fyrra.
Við Svavar horfðum svo á Karade Kid og svo var það bara háttatími :)

Úti er sól og blíða,
veit ekki hvað við erum að bíða,
ætlum eitthvað að gera
annað en okkur að bera
Gúdd bæ

p.s. það gekk vel að negla ömmu og er ég voða fegin því hún verður örugglega fljót að ná sér þessi elska :)

20 júní 2007

ja herna

Talaði við pabba aftur í dag. Hann hefur slæmar fréttir að færa á hverjum degi. Í dag hafði hann þær fréttir að færa að Amma á Hóli hefði dottið og lærbrotnað og hefði verið flutt norður á Akureyri til aðhlynningar. Vona að elsku amma nái sér fljótt. Heyri meira um það á morgun.

Nú af okkur þremenningunum er það að frétta að við vorum nú öll að dotta yfir sjónvarpinu rétt í þessu :) vorum rétt að vakna upp og ég að hleypa hundinum út áður en ég fer alveg að sofa.
Nú við fórum til SF í dag og kíktum í búðir. Þetta eru nú með lélegri sjoppurum þessir gestir en þau lofa að bæta sig á næstu dögum hehe. Við mæðgur erum búnar að vera í nærfata deildinni á meðan Svabbi gaur skoðar Levis og solles. Búinn að fá glænýjan Ipod og er rosa glaður með hann.

Á morgun er förinni heitið í sólina og sumarið á Santa Cruise og hlökkum við til að fara í tívolí og á ströndina :)


Nóg í bili

Góða nótt

Hundakonan.
Atsjúúú

Blendnar tilfinningar



Eins og mér var búið að hlakka til að fá hana mömmu mína og Svavar í heimsókn þá var það svolítið erfitt að ná í þau á flugvöllinn.
Pabbi talaði við mig á skype tveimur tímum áður en ég lagði af stað til að ná í þau og sagði mér frá því að Dísa hans Itta hefði dáið úr krabbameini að morgni 17 júní. Það var því erfitt að halda andlitinu þegar ég tók á móti þeim. Þó svo að Dísa hafi verið mikið veik þá einhvernveginn heldur maður alltaf í vonina um að allt gangi nú upp og að hún hressist aftur og maður er einvhernveginn aldrei tilbúinn því að einhver kveður þennan heim. En já þau eru búin að þekkjast síðan á Sauðárkróki í kringum 1970 og ég veit að mömmu þykir það leitt að vera ekki við jarðaförina hennar. En við ætlum að reyna að njóta okkar eins og við getum hér saman og sendum kveðjur heim.

Langar líka að senda þér Kristianna mín kveðju og ég samhryggist þér innilega.

18 júní 2007

Spennt



Svona er ég ánægð í dag :)

Vaknaði klukkan sex hleypti hundinum út að pissa. Skreið uppí aftur. Hringing klukkan níu morgunverðargesturinn á leiðinni. Fór í sturtu. Fengum okkur beikon og egg. Jarðaber og bláber og gúmmelaði. Sátum úti í garði í morgunsólinni.

Gesturinn fór. Ég ryksaug húsið og höllina skúraði svo allt klabbið ... bakið batnaði ekki.
Fékk bók sem ég pantaði í vikunni, lítur rosa vel út :)
Sit núna á brjóstarhaldaranum og stuttbuxum hlusta á Kenny Rogers og taka við Jóa vin minn á msn.
Er á leiðinni út í búð að kaupa blóm og eitthvað í matin.

Hlakka ótrúlega mikið til að fá mömmu og afmælisstrákinn, verst að ég veit ekki hvernig kaka honum þykir best! Veðja á súkkulaðið ... vonandi er það rétt

Vá hvað ég er spennt :)

17 júní 2007

Skritin sautjandi juni



I stað þess að vera pínd í fín föt og dregin niður í Skallagrímsgarð í misjöfnu veðri. Fór ég í ökuferð til þess að ath hvort ég rataði í eitthvað moll sem er hér rétt hjá, kom við í mexikönskum veitingavagni keypti burrito og fór svo heim og gúmmaði því í mig. Talaði við Hönnu Berglind á skype, Svavar minn á msn og sat úti í sólinni. Yndislegt veður búið að vera og verður vonandi áfram því að á morgun á ég morgunverðardeit og svo koma Mammagagga og Svavar til mín :) geggjað geggjað :) hlakka mikið til að rúnta með þau hér um og sýna þeim veröldina mína :)

Annars var ég nú að fá pínu hroll að ég sé að fara héðan eftir rúman mánuð. Hlakka ótrúlega mikið til að koma heim en kvíði jafnframt pínu fyrir. Já blendnar tilfinningar. En er það ekki alltaf þegar maður er að skipta algjörlega úr einu í eitthvað allt annað! Já letitímannum er að ljúka og harkan að taka við aftur.

Langar að kynna mér þegar ég kem heim Rope yoga eða einhverja slíka leikfimi. Held ég ætti að fara að spá aðeins í þessu líkamsræktardóti með hugann og heildina. Held ég þurfi að fara í eitthvað sem er ekki bara djöflagangur og læti heldur það sem er líka unnið með innri mann.

Tók nú eftir því núna í vikunni ...
Að ég beygi mig ekki rétt, ja stundum beygi ég mig rétt og vitiði hvenær það er??? Nei þið vitið það ekki. Það er BARA þegar ég fæ í bakið. Fékk eitthvað klikk í bakið í vikunni þegar ég var að taka Sólu upp, ættli ég hafi ekki gert það akkúrat eins og myndirnar sýna að maður eigi ekki að gera það. Svo þegar ég var að beygja mig niður eftir einhverju núna þá fannst mér það svo fyndið að ég gerði eins og litlu börnin gera ... beygði mig RÉTT!
En já ég er sem sagt að vinna í því að vera búin að ná þessu úr mér fyrir morgundaginn :)

Bæ Harpa skakka

Við frænkurnar!





Æ verð að segja ykkur að ég er alveg í vandræðum með hana Helgu hún kyssir mig alltaf svo fast á kinnina að mér finnst ég alveg beyglast!!!
Svo potar hún líka í mig og ég fer alveg í klessu

Njótið dagsins :)

10 júní 2007

Nautaat a laugardegi :)







Fór á nautaat í gær. Geegjað gaman en samt pínu blendnar tilfinningar á köflum. Hér er bannað að særa dýrin hvað þá að drepa þau. Þannig að nautin vorum með svona litlar ábreiður á knakkastykkinu eða akkúrat þar sem gæjarnir setja prikin á þau. Nú svo eru ekki notuð spjót heldur einvhvað annað í stað oddsins. En já þetta var skemmtileg upplifun og ég skemmti mér konunglega. Það eru ótrúlegar sermoníur í kringum þetta allt saman. Nú fyrst kemur hetjan (nautaatarinn, ef maður getur kallað hann það) og hneigir sig og beygir, eða hestamaðurinn og ríður hestinum aðeins svo að hann venjist svæðinu eða eitthvað. Svo er nautinu hleypt í hringinn og það erum nokkrir með svona rauðar skikkjur hér og þar í hringnum sem þeir sveifla til að láta nautið elta þá. Þetta er náttúrulega til að þreyta nautið pínu. Svo er alvöru nautaatarinn látinn sjá um að hlaupa í kringum nautið eða ríða í kringum það og gera það alveg brjálað. Þeir eru ótrúlega flottir í limaburði. Svo tignarlegir og sexy. Enda eru þessir menn mun frægari í löndum sínum, eins og spáni og portúgal heldur en kvikmyndastjörnur :) Vá hvað þeir eru frábærir. Nú nautið er lagt að velli, þ.e. það er þreytt og stungið þessum skrautspjótum þar til það í rauninni gefst upp. Þá koma inn á völlinn u.m.þ.b. 8 strákar. Einn þeirra fer í áttina að nautinu með fáránlega húfu á hausnum og egnir nautið. Það kemur náttúrulega brjálað á móti, hetjan (eða brjálæðingurinn, hirðfíflið) stekkur á það þannig að hann lendnir á milli hornanna. svo hleypur nautið áfram og hinir taka á móti því og halda nautinu þar til það lippast niður. Þá tekur einn í halann, og heldur og nautið hleypur í kringum sjálft sig þar til þessi eini nær að snúa því niður. Þá gengur sá hinn sami í burtu og snýr baki í nautið.
Þetta var erfiðasti parturinn fyrir mig. Mér fannst frábært að sjá nautið þegar það var alveg brjálað og reyndi að gera allt til að ná sé niðri á knapanum eða nautaataranum. En þegar nautið var niðurlægt þá leit ég undan. Ég bara gat ekki horft uppá að þessi stóra og flotta skepna var snúin niður alveg búin á því. Ég veit ekki hvað það er en ég þoldi það bara ekki samkendin var svo mikil. Ég veit að ég gæti aldrei farið á venjulegt nautaat og mun aldrei gera það. Mér fannst líka ótrúlegt að sjá að, þegar einn hesturinn blóðgaðist aðeins þá reið knapinn honum af velli og kom á nýjum hesti inn aftur og kláraði dæmið.
En já set hér inn nokkrar myndir frá atinu. Skemmtileg upplifun á góðum laugardegi :)

06 júní 2007

Ploma að verða tilbuin :)



Langaði bara að sýna ykkur hvað það er allt að blómgast hérna hjá mér. Fyrsta plóman að verða tilbúin og tréð er fult af plómum sem eru að þroskast og dafna bara svo að ég geti gætt mér á þeim.

Nú það er það að frétta að ég er allt í einu orðin ólögleg í landinu stóra. Búin að vera það síðan í mars!!! Því að ég fékk neitun á vísa framlengingunni. EN ég er búin að ákveða að vera hér til 1 ágúst og verða samferða stelpunum heim :)
Hlakka mikið til að fá gestina til mín í sumar :)
En mér finnst einhvernveginn svo ótrúlegt hvað ég á stuttan tíma eftir hérna. Eiginlega allt of stuttan.

Bergur ég fór í hjálpartækjabúðina í dag og þeir áttu þessi stykki ekki á lager en þeir senda mér þetta hingað og svo sendi ég þér þau þegar þar að kemur. Læt þig vita þegar ég er komin með þetta í hendurnar :)

Stína hvað var það sem þig vantar í hestabúð???

Æ nenni ekki að blogga núna en kem með mjög fínt blogg brááááðum :)

Hey fékk nýja þrífótin í dag og myndavél í stað hinnar litlu myndavélarinnar minnar :)

knús Harpa dreki

03 júní 2007

Hypjaðu þer heim!!!


Well góðar fréttir slæmar fréttir og bla bla...

Góðu fréttirnar eru þær að Mamma og Svavar Dór eru að koma í heimsókn til mín :) 18-28 júní. Rosa gaman að fá þau til mín :D
Er að fara að plana hvert ég á að fara með þau. Ætli það verði ekki bara tekinn túrista hringurinn hehe :)

Nú slæmu fréttirnar eru þær að ég var að fá bréf frá Útlendingaeftirlitinu. Í bréfinu er mér synjað um landvistarleyfi til 1.ágúst. Ég á að koma mér úr landi fyrir 29 júní. Sem sagt ég fæ 30 daga í viðbót ekki 60. Þetta eru náttúrulega bara aular! En vell við Lexi erum að fara á fund á þriðjudaginn í sambandi við þetta allt saman og ath hvort að við etum gert eitthvað. Ath hvort að ég geti komið aftur ef ég fer úr landi, hvað ég þarf að vera lengi úr landi og eitthvað svoleiðis. Já við eigum eftir að taka spurningarnar saman sem við þurfum að spyrja.

Já það hefði náttúrulega ekki verið mikið mál að koma heim mánuði fyrr ef að ég ætti ekki von á gestum, Ásu og Erlu Hrönn, sem ætluðu að verða samferða mér heim 1 ágúst. Kannski kem ég bara heim með mömmu og Svavari og fer svo út með Ásu og Erlu og heim aftur hehe. Já þetta fer einhvernveginn. Þíðir ekkert að vera að æsa sig yfir þessu.

VIð vorum að dúllast í dag. Fórum í blómagarð og smá lestarferð með gufuknúinni lest. Svo komu Ari, Skott og Sascha í myndatöku. VIð tókum myndir af þeim, sem var eins og mynd af Ari og foreldrum hennar þegar hún er á sama aldri og Sascha er núna. Var bara voða gaman :) Svo var keyptur vietnamskur matur og hann var alveg geggjaður.
Eftir matinn fór ég svo út í stúdio og var að leika mér að taka myndir af sólblómi. Það heppnaðist ágætlega held ég bara. Kemur í ljós þegar ég fer að vinna myndirnar og sýna ykkur :)

Ég sendi eina mynd í keppni á lmk.is og var myndin í 3 sæti af 70 myndum þannig að það er bara fínt.

Jæja best að vera ekkert að hafa þetta lengra því þá nennir Mæja ekki að lesa bloggið mitt, því hún þolir ekki langt blogg :) hehe


knús
Harpa
sem Bandaríkjamenn vilja ekki hafa hjá sér

01 júní 2007

Reyklausir veitinga- og skemmtilstaðir


Set hérna eina mynd af elskunni minni. Tók hana í Karnivalinu um síðustu helgi :)



LANGAÐI BARA AÐ DEILA ÞVÍ MEÐ YKKUR AÐ

MÉR FINNST FRÁÁÁÁÁBÆRT AÐ VEITINGA OG SKEMMTISTAÐIR SÉU REYKLAUSIR FRÁ OG MEÐ DEGINUM Í DAG
1 JÚNÍ 2007

SKÚÚÚBÍÍÍDÚÚÚ

HARPA

31 maí 2007

Jesu broðir besti


KONA OG BER BOSSI!


Sit og hlusta á Sálma með Ellen Kristjáns.
í gær fór Lexi með Sólu og pops til grandpa og grandma G.
H og L fengu gefins sófa sem þær settu í þvottaherbergið og svo átti eitthvað að breyta því. Ég stakk uppá því við Helgu að við kæmum Lexi á óvart og gerðum þetta meðan hún og Sóla væru í burtu. Við keyptum því málningu í gær, máluðum herbergið, þrifum, settum sófann þar sem hann átti að vera, söguðum hillur og festum þær upp. Bárum að sjálfsögðu allt úr hillunum út í stúdíó, og svo allar bækurnar sem í stúdíóinu voru inn í litlu bókastofuna þegar við vorum búnar að setja all upp þar. Helga byrjaði að fara yfir dót sem hún hefur geymt í 100 ár og henti og henti. Á meðan fór ég í herbergið hennar Sólu og raðaði fötum og tók frá það sem ég hélt að væri orðið of lítið. Raðaði dóti og gerði allt fínt þar. Svo í dag fórum við að fella tré hjá Mickey og komum svo heim og ég ryksaug allt húsið og Helga fínpússaði eldhúsið. Lexi var voða glöð þegar hún kom heim úr sveitinni að sjá hvað allt var fínt og frekar hissa að sjá tilbúið herbergi :) þannig að áætlunin tókst hjá okkur frænkunum. Við eigum samt eftir að fara í stúdíóið taka þar til og Helga þarf að fara yfir allt dótið sem að hún hafði geymt í þvottaherberginu. Gamlar filmur, myndir og blöð og svona.

Daven er búinn að vera hjá okkur í nokkra daga og hann er bara yndislegur :) Hann gaf mér ljósmyndabók áður en hann fór, sögu ljósmyndunarinnar. Rosa flott bók. Hann ætlar að koma til Íslands og heimsækja mig. Vona að hann standi við það.

Lexi er frekar stressuð þessa dagana því hún er kannski að fara að skipta um vinnu. 98% líkur á því, hún er eiginlega bara stressuð yfir öllum sköpuðum hlutum þannig að við frænkurnar (stóru) látum bara eins og ekkert sé og erum bara rólegar við hana.

Sóla er farin að færa sig aðeins uppá skaftið og er erfiðari en hún hefur verið hingað til. En það er nú í fínu lagi mín vegna, ég ræð nú við einn pottorm sem er eitthvað að þykjast.

Á morgun er myndataka, innanhúss arkitektúr. Förum að ná í linsur í linsuleiguna á morgun og svo förum við að taka myndir. Ég leigði mér að gamni 100mm macro linsu og ætla ég að leika mér með hana um helgina. Taka myndir af blómum og svona :)
Hlakka til að fara að stússa í því.

Nú mamma er að bíða eftir því að fá staðfestingu á flugi hingað til mín og það verður alveg geggjað ef að hún og Svavar Dór frændi minn koma hingað til mín :)

Svo koma Ásbjörg og Erla Hrönn til mín í júlí og verða samferða mér heim.

Ég er svo heppin að Memo myndlistarkona ætlar að gera skál og staup fyrir mig í staðin fyrir myndirnar sem að ég er að láta hana fá í sambandi við Karnivalið :) Rosalega ánægð með það. Hún gerir svo geggjaða hluti :)

Ég er alveg svakalega ánægð með skómyndina frá karnivalinu og hún hefur fengið mikið lof á flickr og líka í LMK síðunni þegar ég setti hana í gagnrýni þar.

Ég var að panta mér þrífót fyrir myndavélina mína því ég á engan, fékk ráð frá strákunum mínum í bransanum :)

jæja gúdd bæ :)
Harpa

28 maí 2007

Karnival


Uppáhaldsmyndin mín frá Karnivalinu :) Hvað finnst ykkur :)

Fór í Karnival með Helgu, Lexi, Sólu, Daven, Ari og Sascha. Við fórum af stað um morguninn klukkan 9 og átti skrúðgangan eða karnivalið að byrja stuttu eftir það. Við Helga fórum að taka myndir af undirbúningnum og það var mjög fínt. EN skrúðgangan sem átti að byrja um níu byrjaði ekki fyrr en 11.45.
Það sem var öðruvísi fyrir mig við þessa skrúðgöngu var að ég var í henni en ekki að horfa á skrúðgönguna fara framhjá!!!
Já við vorum sem sagt að taka myndir fyrir konu sem heitir Elisabet. Hún var á stórum palli með hljómsveit og svo voru sem sagt sjóræningjar og sjóliðar allt í kring. Ég og Helga vorum sjóræningjar en hitt liðið í hópnum voru sjóliðar.
Það var bara rosa gaman :) Hentum perlufestum út í þvöguna sem var rosalega mikil :) allir að taka myndir og svona :)

Ætti náttúrulega að setja mynd af mér hérna.

Á spegli allra? Hvað finnst ykkur

Fékk þetta sent í pósti frá góðri vinkonu minni :)

Þetta ætti sennilega að vera límt á spegilinn á baðinu hjá þér þar sem þú getur lesið þetta á hverjum degi. Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því en þetta er 100% satt!

1. Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum heimi sem þú myndir deyja fyrir.
2. Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem elska þig á einhvern hátt.
3. Eina ástæðan fyrir því að einhver hati þig er, viðkomandi vill vera eins og þú.
4. Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.
5. Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa
6. Þú ert himinn og jörð hjá einhverjum.
7. Þú ert einstök og sérstök í þessum heimi
8. Einhver sem þú þekkir ekki, elskar þig.
9. Jafnvel þegar þú klúðrar málunum, verður eitthvað gott úr því.
10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið í þig baki, líttu aftur á.
11. Mundu alltaf eftir hrósum sem þú færð. Gleymdu dónalegum hreitum.


Já og mundu………þegar lífið afhendir þér Sítrónu /Lime, biddu þá um Tequila og salt!


Tók nú strax eftir því að þetta er skrifað til kvenna ekki til karla??? Þurfum við meira á þessu að halda en karlmennirnir???

Hvert er ykkar mat á því?

26 maí 2007




Hvort myndin þykir ykkur nú betri elskunar mínar??? Eða eru þær kannski báðar verri!!!

Knús Harpa sem fór og keypti sér vísdómsspil áðan því að einhver engill á Íslandi sagði henni að kaupa sér eitthvað fallegt :)

Alice sendi mér mynd af Daniel í email.

Held það sé bara rétt hjá Mömugöggu það eru bara allir hættir að gefa komment á þessa síðu. Já held bara að það sé nýju ríkisstjórninni að kenna. Hugsa að það sé samsæri sjálfstæðisfylkingarinnar sem er að koma berlega í ljós hérna á síðunni minni.
Annars er nú ekki uppi á mér typpið þessa dagana. Ég nenni hreinlega ekki neinu. Fór að vinna í gær hjá Mickey, það var bara fínt eftir tveggja vikna frí. VIð Helga fórum á föstudaginn að taka myndir í einu húsi. Það var fyrir Orit sem er málari, hún málar eitthvað spes. Hún notar leir en ekki málningu, aðferðin er mexikönsk að ég held :) En ok við sem sagt erum að taka fyrir hana myndir af veggjum í hinum mismunandi húsum. Flest eru húsin öll hrikalega stór og flott, æ kannski ekki öll flott en sýna mikið ríkidæmi.

Daven krútt er hjá okkur og ekki amalegt að hafa karlmann hjá sér í stúdíóinu :)

Á morgun er Karnival og við Helga erum ráðnar til að taka myndir fyrir ákveðinn hóp. Uss var að frétta að við verðum að vera mættar klukkan níu. Uss allt of snemmt fyrir mig. Ég og Helga verðum sjóræningjar og Lexi og Daven verða sjóliðar. Það verður alskonar lið því þetta er svon Brasilískt karnival. :) Gaman að því :) hlakka til :)

Vá var að fá símtal frá Munda bróður. Hann er kominn heill á höldnu til Holstebro og Daniel voða ánægður að fá pabba heim. Mundi sagði að Daniel (sem er nýbyrjaður að æfa fótbolta) var að keppa í fótbolta á Heimsmeistaramóti leikskólabarna í Holstebro. Haldiði ekki bara að strákurinn hafi ekki komið í sjónvarpinu því að hann skoraði mark :) Ekkert smá flott hjá honum :) Harpa frænka voða montin ;) og ég hlakka alveg hrikalega til að koma heim í sumar og hitta stráksa í ágúst :)

Ég ætla að fara í dag og kaupa mér jógamottu því ég er alltaf að drepast í hálsinum og herðunum og er að hugsa um að fara að teygja á hverjum degi og gera einhverjar æfingar. Nú svo er alltaf hægt að nota mottuna í sólbaðið hehe :)

knús og kossar

Harpa

23 maí 2007

Afmæli og klipping

Kristín mín til hamingju með afmælið í dag 23 maí. Orðin 35 eins og fleiri :)
Færð afmælisgjöfina í sumar kella mín þegar ég kem heim býst ég við :) hvað var það aftur sem var á óskalistanum í ár???
Ætlaði að reyna að finna eina góða mynd af okkur sem ég á hér á harða diskinum hjá mér. En ég reyni það kannski bara á morgun.

Fór í klippingu í dag. Fór ekki í kínahverfið eins og síðast. Rosa flott kona sem klippti mig. Hún smjattaði á tyggjói allan tímann var með gemsadót í eyranu ef að síminn myndi nú hringja. Puff mér finnst þetta vera algjörlega komið út í öfgar þetta símavesen á fólki. Getur maður ekki verið í vinnunni í friði án þess að fólk þurfi að vera að hringja í mann endalaust?!!
En já ég ætlaði sem sagt að stytta hárið pínu og núna er bara hægt að segja að ég sé STUTTHÆRÐ kræst kom heim leit í spegil og er í sjokki. En já kemur betur í ljós á morgun þegar ég vakna hress og kát fer í sturtu og greiði mér. buuuhuuuu, well það nær að vaxa áður en ég kem heim svo að Nanna mín hafi nú eitthvað að gera.


jæja ég er búin að vera eitthvað þung í dag, svaf bara seinnipartinn, kannski með einhverja pínu pest eins og Helga sem er búin að vera veik síðan í gær. En já vona að andinn verði betri á morgun


ELsku BJÖRK og ARNA DRÖFN takk fyrir löngu og góðu bréfin frá ykkur og ÞÓRA JÓNA takk fyrir emailið í dag. Ég læt heyra frá mér :)

knús og bæ

Harpa

22 maí 2007

Allt tekur enda!


Jæja þá er tíminn búinn sem við Mundi höfðum saman í bili. Áttum mjög góða daga saman. Skoðuðum ýmislegt borðuðum góðan mat og vorum í félagsskap hvors annars sem var gott. Við höfum eiginlega ekki verið svona lengi saman ein í mjög langan tíma. Ja bara ekki frá því að við áttum bæði heima á Íslandi fyrir svona 13 árum síðan! Auðvitað getur það nú verið pínu erfitt að hafa einhvern hjá sér 24 tíma sólarhrings í marga daga en ég fann ekki fyrir því að ég væri orðin þreytt. Hann kvartaði ekki þó að ég væri nú eitthvað að tuða stundum í honum eins og mér einni er lagið. Hann elskar Hörpu sína þó hún tuði pínu :)
Já við fórum í þjóðgariðinn Yosemite. Hriklega stór þjóðgarður og við sáum ca 1% af honum. Það er ca 99% af gestum þjóðgarðarinnst á þessu eina prósenti hehe. Þar eru risa tré, mörg tré, fossar og risa klettar. Já hér er allt risa bæði fólk og náttúra. Við fórum sem sagt með Lexi Helgu og Sólu í sumarbústað til vinkvenna þeirra sem voru með bústað í láni rétt hjá Yosemite.
Mundi fór svo í flugið í morgun og ég keyrði hann. Ég veit eiginlega ekki hvað er að mér en ég fór ekki heldur að grenja þegar ég kvaddi hann. Held ég sé að breytast í harðgerðann kana. hehe nei ekki alveg. EN já engin tár í dag ja jú annars kannski eins og tvö þegar ég var pínu að pirrast. En það lagaðist þegar ég fór í sturtu.
Það er eiginlega 100% ákveðið að ég fer að vinna í ljósmyndun þegar ég kem heim og vonandi líka eitthvað í leikskóla. Kannski svona 50/50 eða 60/50 eða eitthvað svoleiðis.En það á eftir að koma betur í ljós.

Já hér var steikjandi hiti í dag. 27gráður og mér var bara HEITT, er orðin eins og fínasti mexikani á litinn og fíla það nú bara vel. Fór og pantaði mér klippingu á morgun og núna fer ég sem sagt úr kínahverfisklippingunni í svertingjastofuklippinguna. Vona að það verði alveg ljómandi :)

Já ríkisstjórnin fallin og Ingibjörg Sólrún orðin ráðherra hahahahahahahah já verði okkur að góðu.

jæja æ eg er víst ekkert skemmtileg eins og stendur. Bið bara að heilsa í bili

þar til næst

Harpa

Miðlakirkja


Við systkynin og Helga fórum í miðlakirkju í síðustu viku. Messan (ef hægt er að kalla það svo ) byrjaði á heilun fyrir þá sem vildu. Ég fór í það.
Svo mátti maður skrifa spurningu á miða eða bara nafnið sitt, halda á miðanum í smá stund til að gefa orku í hann. Þá settumst við niður og athöfnin byrjaði. Fyrst kom ung kona (miðill) og hún var með skilaboð til nokkurra þarna. Svo voru miðarnir teknir og ég hafði skrifað spurningu á miðann. Henni var ekki svarað og nú er spurningin bara enþá gáta fyrir mig en það er bara gott því ekki vill maður vita allt fyrirfram. Miðillinn,gamall maður, sko eldgamall tók miðann minn og leit beint í augun á mér og sagði "þú sérð, þú sérð meira en þú heldur, leggðu hjartað í það, mundu það, þú sérð" humm hugsaði ég, já ég sé en ég held ég sjái ekki meira en aðrir. Ég sé bara með augunum, að vísu sáu þau eitthvað meira eftir að ég fór á heilunarnámskeiðið hjá Björk en ég held ég sjái nú ekki neitt :) nema það sem þið sjáið. Kannski er það bara þannig að ég gæti þjálfað upp einhverja sýn!!! Gamli maðurinn sem er kominn yfir nírætt minnti mig á kall úr hrillingsmynd, pínu tekin í andliti, dró fæturnar þegar hann gekk og horfði á mann með öðruvísi augum en maður er vanur. MInnti mig á einhvern sem gengur um með risastóra lykla á stóru hringlyklakyppunni sinni hehe en svo er hann bara alveg súper dúper yndislegur. Nú þegar allir miðarnir voru búnir þá skrifuðum við í gestabókina og á leiðinni út mætti ég þeim gamla, mér til mikillar undrunar horfði hann beint í augun á mér, potaði í nefið á mér og sagði: " mundu þú sérð mundu það" svo brosti hann og við héldum áfram okkar leið.

Helga tók mynd af okkur systkynunum fyrir utan kirkjuna :)
Þannig var nú þessi saga.

Harpa

15 maí 2007

Draumar eða martraðir


Veit nú ekki hvað var að mér í síðustu viku. Mig var bara að dreyma eitthvað algjört kjaftæði. Eina nóttina dreymdi mig að ljósmyndarinn sem ég var að spá í að fara að vinna hjá segði við mig: þú þarft ekkert að koma til mín, þú getur bara farið að passa þessa krakkaasna aftur. Sussu svei orðbragðið hjá manninum. Er nú búin að fá email frá honum þar sem hann biður mig að koma við hjá sér þegar ég kem heim. Vonandi kemur allt gott út úr því.

Aðra nótt dreymdi mig að ég væri að fara í Laufskálarétt. OG ég fékk ekki far með neinum. Átti ekki bíl og náði ekki rútunni og þegar ég spurði Ragga og Stínu hvort ég mætti fara með þeim hlógu þau bara að mér ... Hvers konar fólk er þetta :( en þegar ég sagði HB drauminn minn þá sagði hún bara: hey ég kem bara og næ í þig hehe þannig að það er búið að redda því :)

En já vona að þessum draumum sé lokið í bili. Ætli ég hafi ekki bara verið eitthvað stressuð :)

knús bæ

Alcatraz


Litlu dúllurassarnir saman á THE ROCK

Jæja við systkynin fórum á fangaeyjuna Alcatraz í gær. Það tekur ekki nema 12 mínútur að sigla út í eyjuna frá San Francisco. Samt er talið að þeir sem reyndu að strjúka frá eyjunni hafi druknað því að það er svo straumhart þarna.
Meðal fanga sem voru þarna er til dæmis Alcapone.

Við löbbuðum um eyjuna í skítakulda bæði á stuttbuxum og sandölum og ég þakkaði mínu sæla fyrir að hafa haft vit á því að vera í glænýja flýseitthvað pæju jakkanum mínum sem ég keypti um daginn þegar Kristianna kom hérna. Ég náttúrulega þurfti að kaupa mér eitthvað frá North face. (því að Jón Ingi uppáhaldið mitt segir að það sé flottast :) ) Nú já aftur að sögunni.
Þegar við komum í fangelsið var okkur boðið uppá að fara í svona hljóðtúr. Audio tour eða þannig. Þá færðu heyrnartól og eitthvað tæki og þú setur tækið af stað á ákveðnum stað og svo leiðir það þig í gegnum fangelsið. Raddir segja frá árum fangelsins hverjir voru þar og svona. Gamlir fangar segja frá hvernig vistin var og sagt er frá uppþoti sem var þarna og er þetta mjög vel gert hljóðband og maður er alveg að fá pínu fýling. Þó svo að maður geti náttúrulega ekki sett sig í spor þeirra sem frelsið er tekið af. En þetta er svo vel gert að það er eins og maður finni fyrir einhverju. Kannski er það bara ég en já ... get ekki útskýrt. Við sáum sko ekki eftir að hafa farið í þennan audiotúr því að hann gefur manni miklu meira en að rölta bara um fangelsið sjálfur. Að fá sögurnar hljóðin og allt það var súper dúper. Þeir sem fara með mér í Alcatraz hér eftir fara sko í audiotúrinn annars er mér að mæta hehe. En annars fékk hann einhver verðlaun, veit ekki hvernig verðlaun en einhver mjög virt :) gaman að því.

Þegar við komum svo aftur til borgarinnar fórum við í LANGA biðröð eftir því að fara í Cabel car og ég hélt að við myndum umþaðbil deyja úr kulda. En nei víkingarnir höfðu það af og komust niður að lestarstöð :) Helga og Lexi sóttu okkur svo á stöðina og við fórum öll út að borða á Eþjópiskan veitingarstað. Það var ferlega skemmtilegt. Allir fengu disk með einhverskonar brauði og svo fengum við stóran og þá meina ég STÓRAN disk á mitt borðið og þar var alskonar gúmmelaði. Svo tók maður alskyns mat með brauðinu og át. Mjög fínn matur og þetta er fyrsta skipti sem ég fer á veitingarstað þar sem ekki er boðið uppá hnífapör, bara slatta af servíettum :)

Fórum svo heim og ég fór í sjóðandi heitt bað horfði á Desperat houswifes og CSI og svo var bara kominn háttatími :)

Í dag erum við svo búin að vera í algjöru letikasti :) Ætlum að taka stúdíómyndir í kvöld :)

Knús elskurnar
Harpa

13 maí 2007

Mæðradagurinn


Myndin er af okkur systkynunum þegar við vorum að japla á harðfiski frá Mömmugöggu og pabbanabba. :)

Díses maður loksins þegar ég ætlaði að fara að vera hrikalega dugleg að blogga þá bara ætlaði ég aldrei að komast hér inn. He he mín ekki alveg að muna öll þessi leyniorð sem þarf að muna í dag. Já það er nú ekkert smá af leyniorðum sem maður þarf að muna, Ha. Nú til dæmis bankareikningar, heimabankinn, bloggið myndasíðan, hin myndasíðan, humm er þetta allt það getur ekki verið en ég bara man ekki fleiri í bili hehe. Kannski er það bara minnið mitt en ekki að ég þurfi að muna svona margar tölur .)

En jæja ég er með hann Munda minn hérna hjá mér. Finnst það voða gott, skrítið en gott.
Við höfum nú ekki verið mikið saman undanfarin ár. Rétt bara svona til að segja hæ og bæ í Danmörku og svo heima á Íslandi. EN hann ætlar að vera hjá mér í nokkra daga og það er mjög gott.
Við erum búin að vera að versla svolítið eða hann sko. Kaupa föt á hann og Daniel. Dót handa Daniel og svona eitthvað bráðnauðsynlegt.

Í dag fórum við í messu á Mæðradeginum. Við fórum í Glide og ég held að það sé bar uppáhalds kirkjan mín. Tja nema Borgarneskirkja (með Þorbirni Hlyni) á jólunum. Dagurinn var helgaður mæðrum, ja eða bara konum almennt. Það var ekki þessi venjulega messa heldur voru til dæmis 4 konur sem sögðu frá því hvernig þær hefðu upplifað að vera móðir. Ein þeirra á þrjú börn (það er fæddi þrjú börn) og u.m.þ.b. 70 fósturbörn. Hugsið ykkur fórnfýsina. Slatti af börnunum hennar voru í kirkjunni og komu einhver upp á svið til hennar og færðu henni blóm.
Það kom þarna kona og var með smá tölu. Hún sagði frá því að hún hefði komið í Glide fyrir 10 árum síðan. Heimilislaus og alslaus. Í mikilli neyslu vímuefna og með ungann strák sem var með mikla félagserfiðleika. Hún kom fékk ráðgjöf í kirkjunni. Tók þátt í ýmsum hópum þar sem hjálpuðu henni mikið.
Hún er núna án vímuefna, búin að ljúka námi í viðskiptafræði, á helminginn í Limmósíu bílastöð og það allra besta er að strákurinn hennar var að fá einhver verðlaun í skóla og var að fá lærlingapláss í lögfræði. :) er ekki lífið yndislegt þegar maður kemst uppúr drullunni og í sönginn og blómin :)

Eftir kirkjuna fengum við okkur hina heimsþekktu blondispitsu. Þaðan var haldið í Kínahverfið. Sáum skóbúð á leiðinni og haldiði bara ekki að drengurinn hafi gengið út með tvenn skópör :) Suss duglegur þegar hann fær svona góða hjálp :)

Við röltum um kínahverfið og skoðuðum í búðir. Það er ein kirkjubúð þarna og hún er bara geggjuð. Ég fer nú alveg að hallast að því að íbúðin mín litla sæta verði öll í krossum og englum svona í framtíðinni. Þetta er alveg ferlegt ég er bara svo hrifin af þessu dóti. Ekki það að það sé eitthvað slæmt en öllu má nú ofgera. Ég líka tými ekki að henda neinu því allir hlutir eiga sína sögu (hehe þó svo að ég muni þær kannski ekki allar) en já ég sá þarna svakalega flottan keltneskan kross, sem mig laaaangar svo í, kaupi hann bara í næstu kínahverfisferð. Hljóta að koma fleiri tækifæri :)

Nú eftir Kínahverfið fórum við í Hippahverfið :) Já gerðum bara það sama þar. Skoðuðum fólkið og búðirnar. Skemmtilegt að koma þangað.

já dagurinn og síðast liðnu dagar búnir að vera okkur systkynunum mjög góðir. Vona að Mundi samþykki það :)
Við erum bæði búin að vera hress fyrir utan eitthvað bakkjaftæðis í mér.
VIð ætlum á morgun til Alcatraz, hlökkum mikið til þess. Vonandi koma einhverjar myndir inná Flickr af því annað kvöld. Tja að minnsta kosti mynd dagsins. :)

knús í krús
ég ætla að lesa pínu og hlusta á sálma með Ellen.

Sá að ekkert hefur breyst heima :) þ.e. við að skíta á okkur í Júróvísíon og Ríkistjórnin hélt velli.

Skrítið í dag hugsaði ég ekki um annað en að fara á hestbak.
MIG LANGAR SVO ÓSKAPLEGA AÐ FARA Á HESTBAK AÐ ÉG ER AÐ HUGSA UM AÐ KAUPA MÉR VOÐA FLOTTA HESTASKÓ TIL AÐ VERA NÚ Í GÓÐUM SKÓM ÞEGAR ALLT HESTAFÓLKIÐ MITT FER AÐ BJÓÐA MÉR Á BAK. :)
Á buxurnar góðu...

knús bæ

08 maí 2007

Hvað ætlarðu að kjosa

Ég fékk sendan tölvupóst með spurningunni hvað ætlarðu að kjósa og svo fylgdi linkur sem ég fór inná og gerði einhverja könnun :) http://xhvad.bifrost.is/
þetta kom út úr könnuninni hjá mér:


Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 60%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 16%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 20%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Framsóknarflokksins!



Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem hefur verið hvað lengst starfræktur en hann var stofnaður árið 1916. Uppruna flokksins má rekja til þess er tveir flokkar runnu saman; Bændaflokkurinn og Flokkur óháðra bænda. Flokkurinn var fyrst og fremst hagsmunaflokkur bænda og var aðallega skipaður af þeim. Tvær meginstoðir voru lengst af kjarninn í flokknum. Annarsvegar hagsmunahópur bænda og hinsvegar menn er tengdust vikublaðinu Tímanum sem hafði sterk tengsl við ungmennahreyfinguna og samvinnufélögin. Hreyfingin vildi ekki að flokkurinn væri einskorðaður við það að vera hagsmunahópur bænda heldur ætti hann að hafa áhrif á fleiri þætti hins íslenska samfélags. Stjórnmál á Íslandi, á þeim tíma sem Framsóknarflokkurinn var stofnaður, snérust fyrst og fremst um sjálfstæðismál og var krafist algjörs fullveldis í fyrstu stefnuskrá flokksins. Það sem Framsóknarflokkurinn vildi þó leggja hvað mestu áherslu á var efling landbúnaðar á Íslandi svo sem nýtingu vatnsafls og verslun sem byggði á samvinnuhreyfingunni.
Framsóknarflokkurinn hefur í gegnum mest alla 20. öldina verið næst stærsti flokkurinn á þingi, á eftir Sjálfstæðisflokknum. Eftir mikla fólksfækkun í sveitum landsins hefur flokkurinn þurft að leita á önnur mið í leit eftir atkvæðum. Fylgi hans hefur aldrei verið mjög mikið í Reykjavík og sækir hann sitt mesta fylgi á landsbyggðina. Framsóknarflokknum hefur jafnframt reynst auðvelt að mynda ríkistjórn með flestum flokkum. Hann hefur bæði getað starfað til vinstri og hægri. Þess vegna er ekki auðvelt að staðsetja hann á hinum línulega kvarða. Einn áhrifamesti formaður flokksins, Hermann Jónasson, sagði að....,,stefna flokksins væri hvorki til hægri né vinstri heldur beint áfram.” Að skilgreina Framsóknarflokkinn sem bændaflokk væri ef til vill óviðeigandi í dag þar sem eðli flokksins hefur breyst. Hann hefur þurft að aðlaga sig að breyttri
samfélagsskipan og hefur því færst nær frjálslyndum og íhaldssömum flokkum í seinni tíð.


ha ha ha nú hlýtur pabbi að vera glaður :) já endilega takið prófið og sjáið hvar þið standið :) Ég hélt fyrst að ég væri með 62% með sjálfstæðisflokknum og fékk alveg sjokk en sjúkket NEI ENGINN SJÁLFSTÆÐISBULLA HÉR SKO :)

EN JÁ BÆJÓ Í BILI ER AÐ FARA AÐ BERA Á MIG SÓLARVÖRN :)

HARPA

06 maí 2007

Heilunarmessa i Glide :)


Fór aftur í Glide í dag. Í dag var tveggja tíma heilunarmessa. Mikið var yndislegt að koma þangað. Það voru sungin þrjú af mínum uppáhaldslögum. Ave María, Amazing Grace og Bridge Over Troubled Water. Öll voru þau sungin af einlægni en þau voru líka pínu öðruvísi en maður á að venjast. Það er það skemmtilega við það að vera hér. Það þarf ekki allt að vera eins og það hefur alltaf verið, maður þarf ekki að gera nákvæmlega sama og allir hinir. Það var til dæmis ungur strákur sem söng Ave María á spænsku og spilaði undir á gítar, var með mjög fallega útsetningu á laginu. Heilunarmessan fór þannig fram að fyrst voru pínu tölur haldnar og svo var fólki boðið að koma uppá svið og segja sýna bæn. Það gat verið fyrir þeim sjálfum, einstaklingum eða hverju sem var. Ein bað til dæmis fyrir öllum sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Það kom maður sem sagði frá því að dóttir hans dóttursonur og frændi hefðu dáið í bílslysi fyrir ári síðan. Brotnaði nánast niður og þakkaði Glide kirkjunni fyrir alla hjálpina og bað um heilun til að ná sér. Hræðileg saga sem hann sagði. Hann þurfti að bera kennsl á barnabarn sitt og frænda en því miður voru engar jarðneskar leifar eftir af dóttur hans, það fannst honum hræðilegast að hafa þrjár kistur við greftrun og í einni kistunni var enginn. EIn konan var greinilega ekki í góðu sambandi við dóttur sína og hún kom uppá svið talaði í míkrafónin og hélt gsm síma upp að eyranu. Hún sagði vitiði að ég er með dóttur mína í símanum. Mig vantar hjálp til að yfirstíga erfiðleika í samskiptum okkar. Já það var margt skrítið sem gerðist. Margt mjög ánægjulegt og ég var með táraflóð svona um það bil helming tímans myndi ég halda. Já þið þekkið mig :) Ef ég heyri að einhver á svona bágt þá verður samkenndin bara eitthvað svo voðalega sterk og ég bara ræð ekkert við það. Fer að hugsa um fólkið mitt og þá leka fallegu tárin mín í stríðum straumi. Fæ meira að segja tár núna þegar ég er að skrifa þettal. (humm þetta fer nú bara að vera fyndið)
EN það skrítnasta og óvæntasta í athöfnini var stelpa á mínum aldri sem fór upp. Sagði að hún vildi senda heilun til vinkonu sinnar sem væri að kveðja heiminn hún væri með krabbamein og ætti heima á Íslandi. Ég hugsaði bara strax vá þekkir einvhern á Íslandi. Svo sagði hún mig langar að fara með bæn sem að amma mín kenndi mér. Faðir vor, þú sem ert á himnum ...
Já var þá ekki bara komin Íslensk stelpa í Glide :) Ég að sjálfsögðu fór og talaði við hana og hún var þarna með vinkonu sinni :) við skiptumst á símanúmerum og ég ætla að hringja í þær bráðum. Þær eru hér í skóla. Önnur í skiptinámi frá háskólanum en hin í rannsóknarstarfi hér.
En ég meina hverjar eru líkurnar þegar maður fer í svertingjakirju í Ameríku að heyra Faðirvorið á Íslensku?!!

Veðrið í dag var yndislegt. Sól og heiðskýrt og um 30 stiga hiti. Á morgun á að vera svipað gott veður :) og mér finnst það bara æðisleg tilhugsun tra la la .
Núna er alveg ótrúlega stutt þar bróðir minn kemur að heimsækja mig og ég hlakka alveg rosalega til :)

Talaði við Nönnu mína á Skype í dag, sá Ómar og Jón Skúla :) Já Nanna ekki alveg búin að gleyma mér. Hún var nú með pínu samviskubit kellingin mín því við höfum ekki heyrst svo lengi.
Var einmitt að hugsa að þegar maður bloggar svona þá heyrir maður ekki í neinum. Allir vita hvað ég er að gera þó að ég viti ekki neitt hvað þið eruð að gera! Já tæknin eins og hún er frábært getur stundum dregið úr samskiptum, ö eða þannig.
Ég gæti nú ekki talað svona oft heim ef ekki væri fyrir skypið. En maður fær heldur engin bréf eða póstkort eða svoleiðis.
Jú ég lýg því nú... því að í dag fékk ég einmitt voða skemmtilegt bréf :) Takk fyrir bréfið Björk mín :)
Pabbi og Mamma ég var líka að fá póstkortið frá ykkur :) frá Tallin.
Hvað er ég að kvarta ég er bara alltaf að fá póst hehe.

Fékk mitt fyrsta moskítóbit í gær :( sá bara að fluga sat föst á mér og ég þurftir kúbein til að ná henni af mér ... svo í dag sá ég að ég er með rosa kýli á hendinni. Helvítið af henni, ég hélt þær drykkju blóðið en settu ekki eitthvað í mann í staðinn. Ég hef alveg nóg með mitt sko, þarf engar auka kúlur hér og þar. puffff

jæja nú er ég farin í háttin. Þið svona um það bil að vakna og fara í vinnuna, þarna hinu megin á hnettinum.

Ætli ég hlusti ekki fyrst á hann Ella minn Prestley syngja Amazing Grace

já og bara svo þið vitið það þá líður mér yndislega eftir heilunarmessuna og sólina í dag

knús elskurnar

Harpa

05 maí 2007

05.05.07


Góður laugardagur að kveldi kominn. Var í leti allan fyrripartinn. Fór svo með Helgu og Sólu á ljósmyndasýningu með myndum Richards Avedon. Alveg snilldarsýning. Mjög flottar risastórar myndir, sumar sem ég hef séð áður í bókum en aðrar óséðar. Allt voru þetta portrait myndir, eða sko myndir af fólki :) Hann var sá fyrsti sem byrjaði með hvítan bakgrunn. Ferðaðist um með bakgrunn og var með fólk í vinnu við að finna módel fyrir sig :) sniðugur kall. Margvíslegar týpur sem hann náði myndum af og margar alveg stórkostlegar.
Við fórum svo og borðuðum á veitingarstað og ég fékk mér rosa góðan kjúlla með hrísgrjónum og svaka góðu salati :)
Kvöldið fór svo að mestu í rólegheit, tja nema að Helga gerði við rúmmið mitt. Það er ekki alveg búið að vera nógu gott. Það brakaði rosalega í því og svo var það ekki nógu stíft fyrir mig og ég með hálfgerðann bakverk útaf því. En núna er þetta orðið rosa gott og það er nú aldeilis fínt fyrir alla Íslendingana sem koma og heimsækja stelpurnar þegar ég fer heim :)

Jæja nú eru bara 3 dagar þar til Mundi kemur :)

ég ætla að fara í heilunarmessu í Glide á morgun. Hlakka til að heyra strák úr kórnum syngja Amazing Grace :) og svo verður náttúrulega mikið um söng :)
Það á víst að vera rosa blíða á morgun og Helga var eitthvað að tala um að fara á ströndina :) en ég hugsa að ég fari bara í sólbað hér í garðinum ef ég verð ekki í borginni allan daginn :)

jæja allt í góðu hér
knús

Harpa
p.s Jón Ingi takk fyrir samtalið á skype í dag :)

04 maí 2007

Ut með draslið

Jæja maður er alltaf að henda eins og þið vitið
Ég er nú búin að losa mig við alskonar drasl á meðan ég hef verið hér. Ég er að hugsa mín mál og hreynsa út úr hjartanu og huganum og gengur bara vel.
Ég ákvað að prufa að fara í smá hreinsun í skrokknum líka. Er því að fasta í tvo daga. Drekk bara einhvern ógeðsdrykk (hann er samt ekkert hrikalegur), þamba vatn og tek vítamín. Þetta er ég að gera til að hafa áhrif á skrokkin, er að vonast til að ég nái að hreynsa út þessa miklu sælgætislöngun sem ég er með. Ég gæti bara borðað súkkulaði í öll mál. En það er víst bannað svo ég komi ekki með hamborgararassinn heim (ja eða súkkulaði rassinn) humm svona þegar ég hugsa það betur eru þá ekki súkkulaði gæjar svo flottir!!! Kannski ég gerist bara súkkulaði gella hehe.
EN já ég var sem sagt með afeytrunarkvilla í gær. Var bara með hausverk dauðans. Held að það sé af því að ég var rosalega dugleg í kókinu og skyndibitanum. Ég er nú bara nývöknuð núna og ég er ekki með hausverk, ég vona bara að ég verði ekki að drepast í dag. Er að fara að vinna pínu hjá Mickey, taka myndir af baðherberginu hennar og setja inn á síðuna hennar og eitthvað mosaik sjálfsagt.

Já og núna eru bara 5 dagar þangað til hann brósi minn kemur til mín. Það verður gaman að fara með hann hérna um allt. Vonandi verður jeppinn kominn í lag...

jæja bæ í bili

Harpa hreyna

Kristianna og eg


Mikið rosalega var gaman að fá hana Kristíönnu til mín. Við vorum eins og engisprettur um alla borg :)
Fórum í skoðunarferð um SF og með cabel car, fórum út að borða á ýmsum stöðum og löbbuðum út um allt. Alveg hreynt súper dúper. Á kvöldin var svo hvíld. Verið að spjalla, horfa á imbann eða legið í rúmminu og lesið. Síðasta kvöldið hérna fór náttúrulega í það að pakka öllum fínu fötunum sem hún keypti og svo náði ég að pranga inn á hana nokkrum bókum og einhverju dótaríi sem á að fara uppí Borgarnes í geymsluþjónustuna mína þar :)
Við grilluðum svo nautakjöt og alskonar gúmmelaði sem við nutum að borða og drukkum Smirnof Ice með. Ummm voða voða gott. Svo horfðum við á Amerikan Idol og þeir þættir eru bara super duper skemmtilegir.

Jæja svo fórum við Helga og Sóla með Kristíönnu á flugvöllin og þá er sagan búin, ja fyrir utan það að ég var voða fegin að hún komst heil heim.
Núna er hún örugglega að klífa Hvannadalshnjúkinn, akkúrat í þessum töluðu orðum. Vona að það gangi vel hjá þér í öllum nýju fötunum frá North Face og með nýja hitadótið á höndunum :)

knús
eg

29 apríl 2007

Tæ tæ tæ og amen

Vá hvað það er gaman að hafa hana Kristiönnu hérna hjá mér. Við erum búnar að vera að snúllast mikið og erum bara dauðþreyttar. Við leigðum okkur bílaleigubíl í gær. Fórum að versla hér rétt hjá fórum í bíó og gengum göngugötu í Berkeley. VIð erum búnar að fara til San Francisco og skoða þar og versla. Keyrðum yfir Golden Gate brúnna og löbbuðum svo á henni líka :)
Nú og í morgun vöknuðum við snemma og fórum í Glide kirkjuna ( http://www.glide.org/ )í messu. Það er bara frábært að fara þangað í messu. Þar eru allir velkomnir, mikill söngur og skemmtilegheit. Fórum í REI og North Face og hún er búin að kaupa sér útivistarfatnað því hún er að fara að klífa Hvannadalshnjúk stelpan :) dugleg maður tekur 9 tíma að fara upp og 4 að fara niður. Ég svitna nú bara við tilhugsunina þannig að ég læt mér bara nægja að hugsa en ekki framkvæma, svona í bili allavega.
Já svo fórum við aftur í bíó í kvöld. Rosalega gaman hjá okkur. Æ já og svo sofnuðum við pínu hér í garðinum í dag í sólbaði ummm búið að vera geggjuð blíða. Gleymdi nú að minnast á skyndibitann. Ha ha ég held ég hafi ekki farið eins oft út að borða eins og síðastliðnu daga. Endalaus skyndibiti.

Jæja ætla að hvíla kroppin við erum víst að fara af stað klukkan níu í fyrramálið :)

Meira síðar

Harpa

27 apríl 2007

Gaman gaman


Vá hvað það var gaman að hitta Kristiönnu á flugvellinum. Kom þangað og fékk þá að vita að það væri nærri 40 mínútna seinkun á vélinni. En þegar að hún kom loksins þá var ég orðin svo spent að ég fékk bara tárin í augun haha já Harpa litla viðkvæma híhí.
Við fórum svo bara heim að kjafta og borða nammi og flatkökur með hangikjöti. ummmm það var svoooo hrikalega gotttttt.

Takk mamma mín fyrir sendinguna :)

Við Kristianna fórum svo til Berkley í gær, fórum á göngugötu og löbbuðum þar og skoðuðum í búðir og fórum svo í bíó. Rosalega góður dagur og svo erum við núna að fara til San Francisco :)

Bæjó