29 júní 2007

Helga 42 ara i dag :)

Til hamingju með afmælið elsku Helga mín

Helga á afmæli í dag 29 júní. Í tilefni dagsins fórum við þrjár í golf. Það er eitthvað sem Helgu finnst svo skemmtilegt en gefur sér ekki tíma til að gera. Hún fer sem sagt einu sinni á ári, á afmælisdaginn sinn.
Við fórum níu holur í dag og veðrið var geggjað. Við byrjuðum á að slá út á æfingarsvæði, fórum þaðan á lítinn púttvöll og svo fórum við á brautina. Mér fannst ferlega skemmtilegt en gat þó ekki rassgat. Sló frekar beint (sem er gott) en var ekki að hitta vel á kúluna og náði henni ekki nógu upp og nógu langt. Kannski er það vegna þess að ég lokaði augunum í stað þess að horfa á kúluna allan tímann. EN kommon þetta var nú bara til gamans, hvað er gaman við það að vera svo góður að maður slær kúluna bara tvisvar á braut. MIkklu skemmtilegra að gera eins og ég svona frá 5 til 11 sinnum á braut. Nóta bene fékk tvisvar sinnum 11 og það var þegar ég lenti í sandi og svo þegar ég lenti í vatni ætlaði aldrei að ná kúlunni uppúr vatninu sló og sló en ekkert gekk. Endaði á að stinga mér á eftir henni og gríta henni uppúr ... nei grín kúlan er í vatninu en ég þurfti fjögur högg til að ná kúlunni uppúr helv... sandinum. Þarf að læra góða tækni í sambandi við það eða bara skjóta ekki í sandinn.

vell ekki meira um daginn í dag nema það að það er einhver geggjuð kaka sem bíður okkar í kvöld :) vei vei

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló Harpa
Takk fyrir spjallið í morgun hehe og vá þetta er búin að vera hrikalega erfiður dagur haha
en það verður ekki svona dagur á næstunni en djö.. hvað var gaman
En núna eru bara 17 dagar þangað til við sjáumst og vá hvað mig hlakkar til
Knús og kossar

Nafnlaus sagði...

Besti árangur minn í golfi er 24 högg (á eina holu sko, ekki allan völlinn). :-) Við hjónin sólbrunnum á Hólmavík um helgina. Þar voru Hamingjudagar, ég fór út að hlaupa og Björk heimsótti ömmu þína.
Hellingur af hlýjum kveðjum!
Stebbi

brynjalilla sagði...

kvittekvittkvíkví

Nafnlaus sagði...

hæ sæta mín
vona að þú hafir það gott í sólinni ég er farin að telja niður dagana fram til versló - hlakka geggjað mikið til:)
kossar og knús úr kvöldsólinni á Ak.

Nafnlaus sagði...

Afmæliskveðja til Helgu...til hamingju með holurnar 9.

Harpa þín var saknað um helgina...vantaði almennilegan myndatökumann. Geggjað gaman og mikil veðurblíða.

Ömmu fer fram á hverjum degi.

HEY, hvenær ferðu heim? Ertu einhvern tíman laus á tímabilinu 6.-16. ágúst?

Nafnlaus sagði...

Hó hó golfpía Takk fyrir barnið mitt hann er bara glaðastur í bænum, og værir þú til í að skila kveðju og þakklæti ti Helgu,Lexíar og Sólu spólu hann heldur ekki vatni yfir bílunum þeirra, en ú er hann farin +í sveitina enn og aftut takk fyrir hann kv Stína

Nafnlaus sagði...

Vantar ekkert. :o)
Á kannski bara 2-3 lausa daga á ferðalaginu mínu.
Það er aldrei langt á milli vina.

Kiðlinga knús

Nafnlaus sagði...

bara rétt að kvitta fyrir mig.
Er að skella mér út í sólina og góða veðrið.....nú og svo á auðvitað að fara að rigna um helgina því að ég er komin í sumarfrí þá GEGGJAÐ :o)

Knús
ég :o)