17 júní 2007

Skritin sautjandi juni



I stað þess að vera pínd í fín föt og dregin niður í Skallagrímsgarð í misjöfnu veðri. Fór ég í ökuferð til þess að ath hvort ég rataði í eitthvað moll sem er hér rétt hjá, kom við í mexikönskum veitingavagni keypti burrito og fór svo heim og gúmmaði því í mig. Talaði við Hönnu Berglind á skype, Svavar minn á msn og sat úti í sólinni. Yndislegt veður búið að vera og verður vonandi áfram því að á morgun á ég morgunverðardeit og svo koma Mammagagga og Svavar til mín :) geggjað geggjað :) hlakka mikið til að rúnta með þau hér um og sýna þeim veröldina mína :)

Annars var ég nú að fá pínu hroll að ég sé að fara héðan eftir rúman mánuð. Hlakka ótrúlega mikið til að koma heim en kvíði jafnframt pínu fyrir. Já blendnar tilfinningar. En er það ekki alltaf þegar maður er að skipta algjörlega úr einu í eitthvað allt annað! Já letitímannum er að ljúka og harkan að taka við aftur.

Langar að kynna mér þegar ég kem heim Rope yoga eða einhverja slíka leikfimi. Held ég ætti að fara að spá aðeins í þessu líkamsræktardóti með hugann og heildina. Held ég þurfi að fara í eitthvað sem er ekki bara djöflagangur og læti heldur það sem er líka unnið með innri mann.

Tók nú eftir því núna í vikunni ...
Að ég beygi mig ekki rétt, ja stundum beygi ég mig rétt og vitiði hvenær það er??? Nei þið vitið það ekki. Það er BARA þegar ég fæ í bakið. Fékk eitthvað klikk í bakið í vikunni þegar ég var að taka Sólu upp, ættli ég hafi ekki gert það akkúrat eins og myndirnar sýna að maður eigi ekki að gera það. Svo þegar ég var að beygja mig niður eftir einhverju núna þá fannst mér það svo fyndið að ég gerði eins og litlu börnin gera ... beygði mig RÉTT!
En já ég er sem sagt að vinna í því að vera búin að ná þessu úr mér fyrir morgundaginn :)

Bæ Harpa skakka

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ rófan mín.
Verð bara að láta í mér heyra varðandi þessa umræðu þína með bakið. Hef verið alveg frá í bakinu síðan í prófunum og það endaði með því að ég fór til læknis því vöðvabólgan var orðin þannig að ég var læst í herðunum og með klemmda taug í baki sem gerði það að verkum að ég gekk hölt og alles. Læknirinn ráðlagði sjúkraþjálfun,sjúkranudd, heita potta, hitakrem og 3 töflur af íbúfen bólgueyðandi Á DAG ! Ég sagðist ætla að bíða aðeins og sjá til og fór svo 2 dögum seinna í nýja garðinn minn og sagaði þar niður nokkrar massa trjágreinar, sló svo 3 garða, og djöflaðist til kl. 01 um nóttina. Og viti menn; þegar ég hætti var klemman í bakinu farin og ég var bara með smá strengi daginn eftir en ekki vott af helv. vöðvabólgunni!! Það sem er sem sagt að fara með mann er þessi blessaða kyrrseta fyrir framan tölvuskjáinn og ekkert annað. Gott að vita að það nægir að hreyfa sig bara hressilega og þá þarf ekki að leggjast í lyfjameðferð og einhver herlegheit.