23 janúar 2008

Hvað sagði ég !!!

sagði ég ekki í fyrri pistli í dag að búningarnir skipta máli? Íslendingar spiluðu í bláum búningum í dag OG UNNU STÓRSIGUR

Vona bara að við spilum í bláu á morgun á móti Spánverjum :)

Íslendingar í handbolta !

Æ ég er búin að vera svo hrikalega svekt yfir þessu handboltamóti sem strákarnir okkar eru á í Noregi. Það er leikur í dag við Ungverja og ég veit að við vinnum þann leik. En ég vissi líka að við myndum vinna hina leikina, sem við töpuðum að vísu...
Strákarnir okkar eru annað hvort að spila illa allan leikinn eða að spila vel í c.a. 25 mín af 60 og það er ekki nóg. VIð verðum (eða sko þeir, ég bara sit og ét eitthvað gott á meðan þeir hlaupa þarna fyrir framan mig) að gera betur þeir verða að fara að vera svolítið grimmir strákarnir. En svo er það annað sem ég hef tekið eftir ... og held ég að það geti skipt höfuðmáli ... það er sko að strákarnir eru búnir að keppa í RAUÐU búningunum alla TAP leikina. Við erum búin að vinna einn leik og ÞÁ voru STRÁKARNIR OKKAR Í BLÁU BÚNINGUNUM. Miklu meira íslenskt að vera í bláu. Þeir halda örugglega að þeir séu Danir í rauðu búningunum og þeim er náttlega skítsama hvort að Danir vinni eða ekki. Finnst ykkur þetta ekki líkleg skýring eða ...

14 janúar 2008

Kjatfatifa eða löghlýðinn borgari?!

Jæja eins og þið lásuð kannski í fyrri pósti þá fór ég í ljósmyndaferð þar sem við komum við í Bláa lóninu.
Eg er alveg hrikalega hissa á að það er leyfð drykkja í lóninu. ÞÁ MEINA ÉG EKKI VATNSDRYKKJA NEI Á ALKOHÓLI. Ég er eiginlega bara alveg hlessa á þess. Þarna sat/flaut um ásamt félögum mínum og þeir ásamt öðrum sátu að sumbli. Þegar þú ferð í lónið þá fær maður band um hendina og má kaupa visst magn af áfengi á hvert band. Nú ef svo heppilega vill til að það er einhver sem nýtir ekki bandið sitt þá fær maður það einfaldlega lánað og getur þess vegna drukkið sig haugafullan og haft gaman af ... alveg þar til maður druknar í lóninu ...

Nú æ þetta var ekki það sem ég ætlaði að segja en þetta er samt upphafið af sögunni ...
Það voru þarna einhverjir strákar og ein kona, orðnir frekar léttir með okkur þarna í lóninu og við vorum eiginlega samferða út úr húsinu líka.
Nú þau löbbuðu að litlum sendiferðabíl sem var akkúrat við hliðina á jeppanum okkar. Tveir fóru í skottið, einn í farþega sætið og einn í bílstjóra sætið.
HUMMMM hugsaði ég voru þau ekki öll að drekka ...

og ... ég hringdi í vin minn í löggunni í Keflavík og lét hann vita af þessu og bað hann að tjékka.

Nú þegar ég var búin að kjafta frá æ þá fannst mér það eitthvað svo tíkarlegt ... en svo kom þetta upp í hugann:

Ef að ég gerði ekki neitt og myndi svo frétta af slysi af völdum þessarar manneskju myndi ég aldrei fyrirgefa mér, fullt fólk á ekki að vera í umferðinni, fleira og fleira kom upp í hugann og núna er ég bara rosalega sátt við að hafa hringt því að vinur minn hringdi síðar um kvöldið og sagði mér að maðurinn hefði verið blindfullur og væri búinn að missa prófið og fengi góða sekt.

Takk fyrir takk góðverki dagsins var lokið :)

Selurinn síkáti



Fékk þessa fínu mynd frá honum Ása mínum. VIð fórum nefnilega í ljósmyndaferð á laugardaginn ásamt tæplega 30 öðrum. Að vísu vorum við mest ein ég, Ási og kona sem heitir Íris. Við vorum sem sagt á jeppanum hans Ása og svo voru 15 aðrir bílar eða eitthvað svoleiðis. Við keyrðum um Reykjanesið og fórum í bláa lónið þar sem ég bað hann um að taka af mér eina bumbumynd. Hann gerði það auðvitað og svo þegar ég sá myndina gat ég nú ekki annað sagt en : DÍSES ÉG ER EINS OG STRANDAÐUR SELUR ... híhí já svona er lífið þessa dagana.
En þó að bumban sé stækkandi og ég sé að þyngjast þá hef ég sjaldan fengið jafn mikið hrós fyrir að líta vel út :) þetta er pínu fyndið því það er nú svo oft sagt við mig alveg í rosalega miklum trúnaði. HARPA MÍN ÞÚ VÆRIR SVO SÆT EF ÞÚ VÆRIR BARA AAAAAÐEINS GRENNRI ...

10 janúar 2008

að gráta eða ekki gráta

Auðvitað grætur maður í skýrn ...

Var í svo frábærri veislu áðan. Var boðið í skýrnarveislu hjá Jóni Inga og Valborgu. Ég var nú aldeilis búin að finna út hvað litli frændi minn nýfæddi átti að heita enda búin að sitja heilt kvöld hjá Valborgu og fletta símaskránni. Samviskusamlega skrifaði ég niður öll nöfn sem komu til greina á litla frændann. Haha en mér var aldeilis komið á óvart :)
Séra Pálmi skýrði barnið og han er nú bara yndislegur. Við sungum skýrnarsálminn góða og allt gekk vel. Ég fann að ég var að verða pínu viðkvæm og hugsaði bara æ Guð minn kæri ekki láta mig fara að grenja núna. EN allt kom fyrir ekki. Þegar prestur bað um nafnið og nafnið var sagt, hann á að heita Sigvaldi Ingimundur þá leit ég á afann sem sat alveg stjarfur yfir því að fá nafna. Þá ... bara gat ég ekki meir og skældi það sem eftir var athafnarinnar :) já mér líkt. Pabbi var voða glaður að fá nafna og varð voða viðkvæmur sýndist mér. Já það er gott að vera viðkvæmur stundum :)

EN já stráksi var ánægður með nafnið og sofnaði vært eftir nafngiftina :) síðan var tekin mynda af Sigvalda afa, Sigvalda Ingimundi og Ingimundi afaafa (afabróður)

Já Jón Ingi minn og Valborg ástarþakkir fyrir daginn hann var yndislegur

02 janúar 2008

Svona endaði ég árið :)




Mynd handa pabba

Jæja ég er að hugsa um að fara að blogga pínu á nýju ári.
Miklar breytingar búnar að vera hjá mér á árinu 2007 og enn er breytinga að vænta á árinu 2008.

Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu. Vona að gæfan og gleðin blasi við ykkur öllum.