12 apríl 2008

Strumpapróf

Ég tók strumpapróf og þetta er sá strumpur sem ég á mest sameiginlegt með :) Er einhver hissa á því hehe  :)

hér er strumpaprófið 

Áhyggjur ... og maltið

Einhvernvegin virðist ég alltaf vera með áhyggjur af einhverju! Veit ekki hvers vegna í ósköpunum ég hef vanið mig á það. Kannski það sé vegna of lítils sjálfstrausts eða einhverra annara áíka þátta. 

Var hjá Stínu frænku um daginn þegar hún sagðir við mig: Harpa í guðana bænum farðu svo ekki að þamba Malt þegar þú ert búin að eiga.     Ha ha pínu skondið að með þessari setningu rifjaðist upp fyrir mér miklar áhyggjur sem ég hafði þegar ég var innan við tvítugt.

Nú þegar ég var unglingur þá bjóst ég alltaf við að ég væri að fara að hitta þennan kall sem ég ætti svo eftir að hanga með alla ævina. Nú þegar kallinn yrði fundinn þá myndu náttúrulega koma að minnsta kosti 5 börn og svona allt þetta venjulega. (ætlaði að vísu að eiga níu börn til að slá Siggu móðursystur minni við) EN mesta martröðin í sambandi við allar þessar barneignir var að ÉG GÆTI ÁBYGGILEGA EKKI HAFT BÖRNIN Á BRJÓSTI.
Hvers vegna? gætuð þið spurt og svarið er einfalt: ÉG DREKK EKKI MALT!!!! Nú ég gæti enganvegin komið mjólkinni af stað af því að ég drekk ekki þetta malt sem allir þamba sem eru með lítil börn á brjósti. Allar konur sem ég þekti og voru með barn á brjósti drukku þetta malt allan daginn. Því hélt ég að ef ég drykki ekki malt þá bara gæti ég alls ekki haft krakkana á brjósti.

Hversu fáránlegt sem það nú hljómar þá virðist ég læra voða mikið af umhverfinu, sama hvort að staðreyndirnar sem ég læri séu réttar eða rangar  :) 

Verst finnst mér bara að hafa verið að hafa áhyggjur af þessu daginn út og inn þegar ég var 17 því ég er nú ekki að koma með fyrsta barnið fyrr en tæpum TUTTUGU ÁRUM SEINNA ;) 

já ekki meira um maltið og áhyggjurnar í bili  

Góða helgi

07 apríl 2008

Tónleikar og brjálæði

Fór á tónleika í Salnum Kópavogi um helgina. Tónleikarnir voru til minningar um Vilhjálm Vilhjálmsson. Get ekki annað sagt en tónleikarnir voru hreint frábærir. Söngvarar voru Stebbi Hilmars, Guðrún Gunnars, Pálmi Gunnars og Friðrik Ómar. Þau voru með hljómsveit sér til stuðnings og einnig var strengjakvartett í seinni hluta prógramsins. Já ég mæli með tónleikunum, mér skillst að  það eigi að vera tónleikar atur í haust. Friðrik Ómar kom mér mjög á óvart, hann var bara alveg ROSALEGA góður. Þau hin komu svo sem ekkert á óvart því ég vissi nú alveg að þau myndu rúlla þessu upp.  ... eða þannig.  ALLIR Á VILLA VILL TÓNLEIKA Í HAUST :)

Fór með mömmu og Svönu frænku að versla á laugaveginum, fórum að gamni  inn í útsölubúð frá Englabörnum. Mamma keypti flotta samfellu og Svana keypti frottebuxur og peysu á bumbus. Við bumbus voða heppin :) hvert stykki kostaði 1000 kr á útsölunni og eru í merkinu Olily. Já ok ég hef ekki mikið vit á barnafatamerkjum. EN KOMMM ON þegar ég kom heim var ég eitthvað að huga að því að taka merkimiðana af og þá kom í ljós að upphaflegt verð á flíkunum var alveg hrikalega hátt. Samfellan á 3690, peysan 3690 og buxurnar á 3290. Ég meina hvað er í gangi. Ég hef nú oft verið í þeirri stærð af fötum að þurfa að kaupa í búðum ætlaðar stórum stelpum (eða feitum konum) og þá er manni sagt að flíkin kosti SVONA MIKIÐ  af því að það þurfi MIKIÐ EFNI í flíkina. EN halló halló hvað þá með barnafötin. Tek nú bara buxurnar sem dæmi ... frotteefni (mjög mjúkt og gott) með 7 beinum saumum. 
Já ef einhver getur skýrt þetta út fyrir mér þá bara gjörið svo vel ...

bæjó í bili

03 apríl 2008

bloggleti

Ég gæti skrifað um svo margt en ég bara nenni því ekki. Veit ekki hvað er í gangi bara nenni ekki að vera í tölvunni.
Átti yndislega viku með Ásu minni í kringum páskana. Var þar eins og prinsessa, Ása mín stjanaði við mig eins og hún gerir alltaf. Með mat, drykk og vinskap.
Ég er búin að kaupa vagn handa bumbus, búin að fá gjafapúða, vöggu og baðborð lánað. Á morgun fer ég að skoða barnarúm sem verið er að bjóða mér.
Amma og afi (eða sko mamma og pabbi) keyptu fínerí í Danaveldi fyrir bumbus og hann fékk snuddu senda frá Daniel stóra frænda, hún er gömul frá Daniel og hann sagði við ömmu sína að hún þyrfti að muna að þvo hana áður en babýið fengi hana. :) Mamma keypti Mansester galla sem er ferlega sætur en ég sagði henni nú ekki fyrr en við komum heim úr búðinni, að það stæði litle devil á húfunni sem fylgdi með gallanum haha. Hún varð ferlega svekt og sagðist sko ekki hafa keypt gallan ef hún hefði vitað það, kannski við sprettum bara merkinu af ... kannski ekki.
Fór á ferlega flotta BUBBA tónleika í kvöld með Ása. Við fórum fyrst á Ask og fengum okkur að borða og svo á tónleikana. Mjög skemmtilegt og gaman að hitta hann svona í rólegheitunum. :) Langar að fara aftur yfir tónleikamyndirnar mínar síðan Bubba tónleikarnir voru 0.06.06. 

Ekki meira í bili

01 apríl 2008

Ljóð!

Fékk ljóð frá manninum sem mér þykir vænst um af öllum. 

Væntingar

Vorið kemur með von í hjarta
og væntingar um litla sál.
Sólálfar með brosið bjarta, 
brosa hlýtt og er létt um mál.
Þeir bíða spenntir eins og allir 
því alltaf færist stundin nær.
En blómálfarnir, brattir snjallir, 
blikka Hörpu sem þeim er kær.


Takk fyrir ljóðið elsku pabbi minn 

06 mars 2008

Pirruð einsetukerling!?!?

Já góðan daginn held að ég sé að verða pínu biluð ... segi nú ekki meira ...

Lagði mig þegar ég kom heim úr vinnunni í dag. Svo var dyrabjöllunni hringt geðveikt lengi og hún er ferlega hávaðasöm hjá mér. Ég snaraðist úr rúmminu og fram og svaraði í kerfið.

Ég:  Halló
hann: hæ þetta er ???

ég setti tólið á og fór inn í herbergi aftur 

aftur hringdi bjallan 

ég: HALLÓ
hann: þetta er ????

ég opnaði með dyrasímanum og opnaði hurðina fram til að athuga hver væri að koma í heimsókn til mín, þá sá ég helv... kallinn sem býr einhversstaðar hérna uppi.

ég:  ÁTTU EKKI LYKIL? (ekki búinn að eiga lykil frá því á síðasta ári)
hann:  nei

ég: Á ÉG BARA AÐ VERA Í FULLRI VINNU AÐ OPNA FYRIR ÞÉR?
hann: nei þú þarft ekkert að svara 
ég: hvernig á ég að geta það þegar þú heldur niðri bjöllunni?


ég:  DRULLASTU TIL AÐ LÁTA GERA LYKIL FYRIR ÞIG ...

Hurð skellt

humm já pirruð pirruð pirruð 

vinsamlegast hringið í símann minn ef svo ólíklegt væri að þið ætluðuð að heimsækja mig því annars gæti ég étið ykkur í gegnum dyrasímann. hehe

Enn um bumbus :)

Jæja gott fólk þá er ég búin að fara í vaxtarsónarinn og hitta alla mögulega lækna. Það er gott að vel er fylgst með okkur og ég er pínu rólegri en ég var um síðustu helgi. 
Það kom allt vel út í skoðuninni. Bumbus er orðinn 8 merkur svona sirka og er það aðeins yfir meðal stærð. Hjartsláttur er sterkur og góður, legvatn eðlilegt og hreyfingar góðar. Þær voru því mjög ánægðar með þetta bæði ljósmóðirin og Hildur fæðingarlæknir. Ég fór svo til Ástráðs sem er sykursíkislæknir og hann var bara ánægður með árangurinn með sykurinn, segir að ég sé nú bara á einhverjum lúsaskammti af inúlíni. Sem er náttúrulega rétt því að Arna setti mig í byrjun á 6 einingar og sagði að það væri nú voða lítill skammtur en við skyldum byrja smátt. 
Ég fer næst í skoðun hjá ljósu í Grafarvogi þann 15 og svo aftur niður á Lansa þann 25. 
Já niðurstaðan er sem sagt að ég er bara ánægð með allt saman og við virðumst bæði vera hress með eindæmum.
Ég er byrjuð aftur í bumbusundinu og er mjög ánægð með það. Við erum á öllum aldri og á öllum stigum meðgöngunnar. Það er svo fyndið hvað við (fólk) er misjöfn. Sumar konur tala um sjálfan sig og meðgöngukvillana allan tíman meðan aðrar njóta þess að vera í vatninu og gera æfingar. Eftir sundið setjast svo sumar í heitan pott ( æ sem mér finnst nú bara vera hlandvolgur, en sit nú samt í ...) og spjalla um daginn og veginn og óneitanlega kemur upp umræðan um óléttuna. Hvernig gengur, hvenær hver á að eiga, hvort þetta sé fyrsta barn o.s.frv.

jæja ekki meira óléttutal 
sorry en þetta er bara líf mitt í dag :) 

03 mars 2008

Bumbumyndir






Æ veit ekki hvað er að þessu helv... drasli, get ekki sett myndirnar beint inn!!! en ef þið smellið á spurningarmerkin þá sjáið þið myndirnar, eða farið bara beint á myndasíðuna mína :) 

Hún Halla stórbóndi var að biðja um sónarmyndir en ég á eftir að skanna þær inn fyrir hana svo að ég geti skellt einhverju hér inn. En í gær fór ég í stórafmæli hjá vini mínum honum Jóni Skúla. Hann varð 4 ára og hélt stórveislu þar sem borðin svignuðu undan kræsingunum og sykurinn minn fór í hæstu hæðir humm humm. Þegar að veislan var búin bað ég Nönnu mína að taka af mér bumbumyndir því ég nenni ekki að standa í því ein heima :) Hún tók af mér og Jóni Skúla og svo aðra af mér og Ómari, þar sem þeir reyndu að sýna fram á einhverja bumbu en eins og alltaf þá kemst enginn í hálfkvist við mig hehe. ÉG ER EINFALDLEGA ALLTAF BEST!!! Maður verður að vera pínu jákvæður :) 
EN já hér er bumban á rúmlega þrítugustu viku :)

Á morgun þriðjudag fer ég sem sagt í þetta læknavesen og ég segi ykkur nú kannski bara betur frá því á morgun.

Um helgina fórum við mamma suður í Garð að heimsækja Þóru frænku og það var bara indælt hún er svo notaleg hún Þóra. Hún var uppeldissystir ömmu minnar. Var tekin þriggja ára gömul inn á heimilið. Þá var amma orðin 15 ára. Þóra var einmitt að segja okkur að hún hefði nú ekki leitt hugan að því fyrr en nýverið að langamma og langafi voru orðin sextug þegar þau tóku hana að sér þriggja ára gamla. Já það væri í raun eins og mamma og pabbi væru að taka að sér barn núna! En hún átti góða daga hjá þessu indæla fólki. Hafði samband við móður sína og systkin ásamt því að eiga svo ömmu og hennar systur líka. Já það er svo notalegt að vita af því að fólk hugsi vel um aðra án þess að ætlast til einhvers í staðinn. 


26 febrúar 2008

Ji dúdda mía

Tíminn líður og líður :) sem betur fer!

Ég er bara hress :) er ekki eins og flestir því insúlínið er í klikki eða þannig, hækkaði bara þegar ég fór á það og núna er ég búin að minnka skammtinn um helming og það er til prufu núna í 3 daga. Var bara eins og venjulega í morgun. Þannig að ég vona að ég verði rosalega flott í fyrramálið og verði undir mörkum ... glætan spætan

Fór til ljósu í gær og það gekk allt rosalega vel :) Blóðþrýstingurinn hjá mér er eins og hjá unglingi :) hjartsláttur barnsins kröftugur og frábær. Búin að léttast um 1 og hálft kíló þannig að ég er búin að þyngjast um 3 og hálft í allt, sem ég er bara ánægð með :) Allt í lagi að ég léttist núna því að ég er að borða minna (eða meira) en samt á tveggja tíma fresti. Er ekkert að svelta mig eða þannig sko. 
Eini mínusinn var að ég er orðin lág í blóði/járni og þarf að gera eitthvað í því. Borða slátur, rautt kjöt og spínat já eða taka járn. 
Hey já fyndið! bumbus er komin með höfuðið niður, spurning hvort að hann eigi eftir að snúa sér meira. Humm fór sko að hugsa: VÁ verður hann á hvolfi í tvo mánuði ... hvaða áhrif hefur það verður barnið með leðurblöku tendensa, þarf ég að halda á því á hvolfi svo því líði vel ... ja maður spyr sig :) hehe

Á að fara í sónarinn í næstu viku og hlakka til að sjá hvernig staðan er á bumbus þá, humm kannski ég spyrji lækninn út í þetta með leðurblökuna. 

Jæja er að horfa á skóla endurfundina á skjá einum 

ta ta meira síðar 

p.s Þóra og Elli PASA SIG Á SKÍÐUNUM.

23 febrúar 2008

Bíó og rólegheit :)

Ása mín kom til mín á föstudaginn og það var gott að fá hana í bæinn. 
Við fórum og fengum okkur að borða á Amerikan Style, skelltum okkur svo í bíó seinna um kvöldið, sáum myndina 27 kjólar. Sem er alveg bráðfyndin stelpu róman mynd. Kannski fannst okkur myndin svona fyndin af því að aftast í salnum sat eldri kona sem lýsti myndinni í örfáum orðum hér og þar og allur salurinn hristist af hlátri :) Frekar fyndið atriði.

Ég er enþá góð í sykrinum svona eftir matmálstíma en á morgnanna hef ég ekki batnað. Nú er ég búin að taka insúlín að kvöldi í nokkur kvöld. Þetta insúlín á að virka alla nóttina og fram eftir morgni. EN að sjálfsögðu er ég ekki eins og allir hinir og morguntalan ekki að breytast. Að vísu voru fyrstu tveir morgnarnir mun verri en fyrirrennarar þeirra. Þannig að ég hef aldrei verið eins há og þessa tvo morgna. Ég hringdi í lækninn og hann var alveg hissa, hafði nú ekki lent í þessu áður og núna er ég sem sagt að mæla mig líka á nóttunni til þess að sjá hvort að ég fari í sykurfall yfir nóttina. En já vonandi lagast þetta, á að tala aftur við doksa á mánudaginn.

Annars líður mér bara mjög vel. Er við hestaheilsu en bara aaaaðeins of sykruð.

Hlakka til að fara í sónar 4 mars til að sjá hvort það sé ekki allt í lagi með bumbus og svona :) 

Jæja við Ása erum að horfa á mynd í tv bið að heilsa í bili.

Rauður gemsi :)

Afmælisdagurinn var í rólegri kanntinum svona framanaf. Bara vinna og eitthvað rólegt. Mamma og Pabbi komu færandi hendi seinnipartinn með rauðar rósir og RAUÐAN GSM. Þannig að nú verður fólk að hætta að hlæja af mér þegar ég tek upp þriggja kílóa gemsann minn, sem er örugglega orðinn 10 ára . Já hann fer nú bara ofaní skúffu og bíður þess að koma að gagni ef að hinn rauði skildi nú bila. 
Við fórum svo út að borða á Austur Indíafélagið og fengum geggjað góðan mat og góða þjónustu. Það er voða notalegt að setjast þar niður og bragða á framandi réttum. Ætla þangað bráðum aftur :) Eftir kvöldmatinn fórum við heim og svindluðum svolítið en ég var svo heppin að mamma kom með eplaköku og annað góðgæti sem við gúffuðum í okkur. 

Já góður afmælisdagur eins og við var að búast :) 
Takk mamma og pabbi :) 

17 febrúar 2008

Andskotans tölur :(

Jæja helgin hefur verið góð hjá mér NEMA þessar helvítis mælingar hafa verið djöfullegar. Það er alveg sama hvernig ég ét ég er alltaf of há, vakna of há og það bara helst yfir daginn næstum því. Ö já ég er að tala um sykurmælingarnar sum sé. Ég held að þetta sé vegna þess að ég er ekki á sama róli eins og vanalega, vakna, mæla,  borða fara í vinnu, borða, mæla og allt þetta venjulega, því að mið, fim og föstudagurinn voru allir "góðir" dagar. Þ.e. ég mældist góð frá morgni til kvölds, nema þessi morguntala sem ég ræð ekki við sjálf. 
Æ já ég er ferlega svekt yfir þessu, en ætli ég fái ekki bara insúlín á þriðjudaginn og þá er bara að læra vel á það þannig að þetta komi sem best út fyrir mig og bumbus. 

Er í Borgarnesi, sit í stofunni og horfi á bleiku túlipanana sem ég gaf múttu á föstudaginn. Rosalega fallegir og gleðja mig meira en helv... rigningin sem beljar hér á gluggunum.

Keypti tvo ungbarnasmekki á föstudaginn (já einmitt, það fyrsta sem ég kaupi handa bumbus) og er byrjuð að sauma út Bangsimonmynd á annan þeirra, að vísu er myndin af Eyrnaslapa :) ætla að sauma einhverja Bangsimon fígúru í hinn líka. Voða gaman að vera loksins farin að gera eitthvað annað en bara sofa og vinna.

Jæja ekki meira í bili 

14 febrúar 2008

éta éta éta

Fór á þriðjudaginn til fæðingarlæknis og sykursíkislæknis og það gekk bara vel. Var skoðuð í krók og kring og mælingarbókin mín skoðuð. 
Þær (læknarnir voru báðir konur) voru ekki ánægðar með morguntöluna hjá mér, sú tala er tekin á fastandi og ég ræð engu um hana. Hinar tölurnar eru teknar klukkutíma eftir mat og ef ég stend mig í mataræðinu þá get ég sjálf gert svolítið til að stjórna þeim tölum. Ég til dæmis fann það út á tveimur dögum að ég má ekki borða neitt cherios, en get borðað hafragraut eða brauð í staðin. Ég er búin að standa mig vel í að halda tölunum á réttu róli en morguntalan er enn of há :( 
Á þriðjudaginn fer ég aftur til sykursíkislæknisins og þá fæ ég að vita hvort ég þurfi insúlín eða ekki. 4 mars á ég að fara í fósturstærðarsónar til að ath hvort að sykurinn hafi haft áhrif á barnið þ.e. hvort það hafi stækkað of mikið. Vona bara að allt komi vel út úr því :) 
Þó að ég sé náttúrulega drullufúl yfir að vera að stinga mig í putta daginn úr og inn þá er ég samt fegin að þetta komst upp fyrr en síðar. Þetta bara hefur þau áhrif að ég passa meira hvað ég er að borða og að ég borða reglulega. Já eiginlega meira en reglulega því ég borða á tveggja tíma fresti og þykir mér stundum nóg um þegar klukku bjálfinn hringir á mig hehe. 
Ég er með símann stilltan fyrir hvenær ég á að taka prufu og svo aftur hvenær ég á að éta og mér finnst hann bara alltaf vera hringjandi.

Kalli vinur minn á skaganum hringdi í mig í gær og bauð mér í fertugsafmælið sitt á laugardaginn og ég ætla auðvitað að skella mér :)  hlakka til að komast í pínu stuð þar.

Var á rosalega góðum starfsmannafundi áðan, eiginlega langt síðan mér finnst fundurinn hafa verið svona skemmtilegur og fróðlegur. 
Það kom tónlistarkennari til okkar og tók okkur í tónlistartíma eins og hún hefur verið með krakkana okkar í og það var mjög gaman. Að vísu fer alltaf í taugarnar á mér þegar fólk tekur ekki þátt að fullu þegar eitthvað svona er. Já við vorum í einhverjum hringdansi og nokkrir starfsmenn gátu ekki verið með út af því að þeir gátu átt það á hættu að gera sig að fíflum eða eitthvað ... hvað veit ég 

EN já ég er hress og kát og hlakka til að lifa lengur  :)

Knús og bæ

11 febrúar 2008

Nýjustu fréttir af mér!



Klikkið á spurningarmerkið ef þið sjáið ekki myndina. Hún er af mér og Flore (æ veit ekki hvernig ég skrifa það) Börnin okkar verða sem sagt frændsystkin, af því að afar þeirra eru bræður. 
Jæja nýjustu fréttir af mér eru þær að ég er komin rúmlega 27 vikur á leið og er orðin ansi bumbótt :) eða þannig :)
Mér fellur það bara vel og þyngdin er ekkert að drepa mig (að minnsta kosti ekki enn) ég er pínu mæðin þegar ég er að gera eitthvað og þær hlægja mikið af mér í vinnunni þegar ég er búin að dröslast uppá kaffistofu (á annari hæð) sest niður og dæsi eins og ég væri búin í maraþonhlaupi. Ha ha ég var nú ekki búin að taka eftir þessu sjálf hvað ég ANDAÐI mikið fyrr en Björk og samstarfsmenn mínir fóru að hlægja að mér :) svona tek ég  nú ekki alltaf eftir því hvað ég  er að gera fyrr en mér er bent á það. 
Meðgangan hefur bara gengið vel hingað til og ég hef bara verið hraust. Ég hef fundið fyrir alveg ótrúlegri þreytu og er lítið að gera annað en vinna og sofa finnst mér. Það var nú orðið svo slæmt að ég hafði ekki samband við neinn nema múttu mína og vinkona mín ein var að hugsa um að hringja í hana og spyrja hvort að ég væri nokkuð að drepast úr þunglyndi. (það var að vísu áður en hún vissi að ég væri ólétt) 

Á mánudaginn í síðustu viku fór ég svona fyrir kurteisissakir (af því að mér var boðið uppá það) í sykurþolspróf og á fimmtudaginn fór ég svo til ljósunnar og hún skoðaði hvað kom út úr prófinu. Við urðum báðar steinhissa á því að ég er víst komin með meðgöngusykursýki og er ég í skoðunum vegna þess.  Kannski að þreytan sé út frá því, ég veit það ekki... en ég er ekki með nein önnur einkenni. Ég skil þetta bara ekki ég er aldrei með þessi týpísku einkenni þegar eitthvað er að mér.

Í morgun var ég svo send til heimilislæknis og hann skrifaði uppá vottorð að ég ætti að minka við mig vinnuna. Ég sagði nú að mér þætti það samt pínu aumingjaskapur því það væri ekkert að mér nema þreyta, ég væri í raun ekkert veik. En hann sagði bara suss ekki hugsa um það þú er komin 27 vikur og við minkum við þig. 

Þóra Jóna leikskólastjórinn minn er voða góð við mig og vill allt fyrir mig gera og er mjög skilningsrík. Já ég er heppin hvað allir eru almennilegir við mig. 
Ég verð kannski meira í verkefnum en inni á deild og mér lýst vel á það. Ég finn rosalega mikið fyrir hávaðanum núna sem er inni á deild. Það er enginn óeðlilegur hávaði, en þegar það eru 27 börn að leika sér í sama rýminu þá er það bara eðlilegt að einhver hljóð heyrist ekki satt! Það var orðið þannig að um hádegi var ég búin á því og bumban orðin grjóthörð og ég komin með hausverk. En já vonandi fer ég að verða hressari.

Á morgun, þriðjudag fer ég á landspítalann í skoðun, er að fara að hitta sykursýkislækni og fæðingarlækni vegna sykursýkinnar. Það er margt sem þarf að hafa í huga skillst mér þegar þetta kemur uppá . Ég er núna með mæli til þess að mæla blóðsykurinn og þarf að gera það klukkutíma eftir máltíðir. Ég vona bara að ég þurfi ekki að fara að sprauta mig með insúlíni, finnst nóg að gera hitt. En núna er ég búin að vera síðan á föstudag að mæla mig og passa mataræðið í samræmi við mælingarnar og það hefur gengið ágætlega. Vona bara að  ég fái pínu jákvætt á morgun frá læknunum. 

En eins og ég hef sagt þá er ég bara hress og bumbus virðist bara vera sprækur. Lætur mömmu sína vita af sér á hverjum degi og hreyfir sig mikið.  :)  (OG NEI ÉG VEIT EKKI KYNIÐ)


jæja ég læt nú kannski vita hvað læknarnir segja á morgun

annars var ég að spá hvort að ég ætti að fá mér nýja bloggsíðu sem ég gæti læst því það er víst ótúrlegasta fólk sem gúgglar mann og les bloggið ... og mér finnst ég bara vera að tala hér við vini mína og fjölskyldu... það kemur þetta engum öðrum við ... finnst mér 
En vefurinn er víst opinn öllum þannig að ég get ekki kvartað 

þar til næst 
Bless og hafið það gott og takk fyrir kommentin

Ótrúlega gott ummmmm

Ég er svo heppin að Björk og Stebbi bjóða mér út að borða á ÓTRÚLEGA FLOTTA veitingastaði. Ég sem fer aldrei neitt svona fínt út að borða.
Vá mér var boðið á alveg frábæran veitingarstað á laugardaginn var.
Björk gisti hjá mér um helgina og Stebbi hennar var með ráðstefnu í Hveragerði. Hann kom svo hingað á laugardaginn og við fórum öll út að borða í Sjávarkellaranum. Ummmmmmm rosalega flottur staður. Skemmtilega innréttaður og kósý. Maturinn borinn fram á órtrúlega flottum diskum og dúlleríi (pínu japanskt yfirbragð held ég) og BRAGÐIÐ MAÐUR VÁ !!! Þetta eru greinilega snillingar þarna í eldhúsinu hjá þeim. Við fengum okkur Hörpudisk í forrétt og ég fékk mér skötusel í aðalrétt. Maturinn er svo fallega skreittur hjá þeim að maður tímir varla að byrja að borða. En þegar maður byrjar þá er varla hægt að hætta.
Ég er alveg staðráðin að splæsa í þennan stað einhverntíma þegar eitthvað stórt tilefni er til :) því þetta er ekki með því ódýrasta sýndist mér. Já hey ætla ekki að kaupa staðinn bara fara þangað út að borða :)


Elsku Björk og Stebbi takk fyrir mig og bumbus :) maturinn og samveran fór virkilega vel í okkur :)

23 janúar 2008

Hvað sagði ég !!!

sagði ég ekki í fyrri pistli í dag að búningarnir skipta máli? Íslendingar spiluðu í bláum búningum í dag OG UNNU STÓRSIGUR

Vona bara að við spilum í bláu á morgun á móti Spánverjum :)

Íslendingar í handbolta !

Æ ég er búin að vera svo hrikalega svekt yfir þessu handboltamóti sem strákarnir okkar eru á í Noregi. Það er leikur í dag við Ungverja og ég veit að við vinnum þann leik. En ég vissi líka að við myndum vinna hina leikina, sem við töpuðum að vísu...
Strákarnir okkar eru annað hvort að spila illa allan leikinn eða að spila vel í c.a. 25 mín af 60 og það er ekki nóg. VIð verðum (eða sko þeir, ég bara sit og ét eitthvað gott á meðan þeir hlaupa þarna fyrir framan mig) að gera betur þeir verða að fara að vera svolítið grimmir strákarnir. En svo er það annað sem ég hef tekið eftir ... og held ég að það geti skipt höfuðmáli ... það er sko að strákarnir eru búnir að keppa í RAUÐU búningunum alla TAP leikina. Við erum búin að vinna einn leik og ÞÁ voru STRÁKARNIR OKKAR Í BLÁU BÚNINGUNUM. Miklu meira íslenskt að vera í bláu. Þeir halda örugglega að þeir séu Danir í rauðu búningunum og þeim er náttlega skítsama hvort að Danir vinni eða ekki. Finnst ykkur þetta ekki líkleg skýring eða ...

14 janúar 2008

Kjatfatifa eða löghlýðinn borgari?!

Jæja eins og þið lásuð kannski í fyrri pósti þá fór ég í ljósmyndaferð þar sem við komum við í Bláa lóninu.
Eg er alveg hrikalega hissa á að það er leyfð drykkja í lóninu. ÞÁ MEINA ÉG EKKI VATNSDRYKKJA NEI Á ALKOHÓLI. Ég er eiginlega bara alveg hlessa á þess. Þarna sat/flaut um ásamt félögum mínum og þeir ásamt öðrum sátu að sumbli. Þegar þú ferð í lónið þá fær maður band um hendina og má kaupa visst magn af áfengi á hvert band. Nú ef svo heppilega vill til að það er einhver sem nýtir ekki bandið sitt þá fær maður það einfaldlega lánað og getur þess vegna drukkið sig haugafullan og haft gaman af ... alveg þar til maður druknar í lóninu ...

Nú æ þetta var ekki það sem ég ætlaði að segja en þetta er samt upphafið af sögunni ...
Það voru þarna einhverjir strákar og ein kona, orðnir frekar léttir með okkur þarna í lóninu og við vorum eiginlega samferða út úr húsinu líka.
Nú þau löbbuðu að litlum sendiferðabíl sem var akkúrat við hliðina á jeppanum okkar. Tveir fóru í skottið, einn í farþega sætið og einn í bílstjóra sætið.
HUMMMM hugsaði ég voru þau ekki öll að drekka ...

og ... ég hringdi í vin minn í löggunni í Keflavík og lét hann vita af þessu og bað hann að tjékka.

Nú þegar ég var búin að kjafta frá æ þá fannst mér það eitthvað svo tíkarlegt ... en svo kom þetta upp í hugann:

Ef að ég gerði ekki neitt og myndi svo frétta af slysi af völdum þessarar manneskju myndi ég aldrei fyrirgefa mér, fullt fólk á ekki að vera í umferðinni, fleira og fleira kom upp í hugann og núna er ég bara rosalega sátt við að hafa hringt því að vinur minn hringdi síðar um kvöldið og sagði mér að maðurinn hefði verið blindfullur og væri búinn að missa prófið og fengi góða sekt.

Takk fyrir takk góðverki dagsins var lokið :)

Selurinn síkáti



Fékk þessa fínu mynd frá honum Ása mínum. VIð fórum nefnilega í ljósmyndaferð á laugardaginn ásamt tæplega 30 öðrum. Að vísu vorum við mest ein ég, Ási og kona sem heitir Íris. Við vorum sem sagt á jeppanum hans Ása og svo voru 15 aðrir bílar eða eitthvað svoleiðis. Við keyrðum um Reykjanesið og fórum í bláa lónið þar sem ég bað hann um að taka af mér eina bumbumynd. Hann gerði það auðvitað og svo þegar ég sá myndina gat ég nú ekki annað sagt en : DÍSES ÉG ER EINS OG STRANDAÐUR SELUR ... híhí já svona er lífið þessa dagana.
En þó að bumban sé stækkandi og ég sé að þyngjast þá hef ég sjaldan fengið jafn mikið hrós fyrir að líta vel út :) þetta er pínu fyndið því það er nú svo oft sagt við mig alveg í rosalega miklum trúnaði. HARPA MÍN ÞÚ VÆRIR SVO SÆT EF ÞÚ VÆRIR BARA AAAAAÐEINS GRENNRI ...

10 janúar 2008

að gráta eða ekki gráta

Auðvitað grætur maður í skýrn ...

Var í svo frábærri veislu áðan. Var boðið í skýrnarveislu hjá Jóni Inga og Valborgu. Ég var nú aldeilis búin að finna út hvað litli frændi minn nýfæddi átti að heita enda búin að sitja heilt kvöld hjá Valborgu og fletta símaskránni. Samviskusamlega skrifaði ég niður öll nöfn sem komu til greina á litla frændann. Haha en mér var aldeilis komið á óvart :)
Séra Pálmi skýrði barnið og han er nú bara yndislegur. Við sungum skýrnarsálminn góða og allt gekk vel. Ég fann að ég var að verða pínu viðkvæm og hugsaði bara æ Guð minn kæri ekki láta mig fara að grenja núna. EN allt kom fyrir ekki. Þegar prestur bað um nafnið og nafnið var sagt, hann á að heita Sigvaldi Ingimundur þá leit ég á afann sem sat alveg stjarfur yfir því að fá nafna. Þá ... bara gat ég ekki meir og skældi það sem eftir var athafnarinnar :) já mér líkt. Pabbi var voða glaður að fá nafna og varð voða viðkvæmur sýndist mér. Já það er gott að vera viðkvæmur stundum :)

EN já stráksi var ánægður með nafnið og sofnaði vært eftir nafngiftina :) síðan var tekin mynda af Sigvalda afa, Sigvalda Ingimundi og Ingimundi afaafa (afabróður)

Já Jón Ingi minn og Valborg ástarþakkir fyrir daginn hann var yndislegur

02 janúar 2008

Svona endaði ég árið :)




Mynd handa pabba

Jæja ég er að hugsa um að fara að blogga pínu á nýju ári.
Miklar breytingar búnar að vera hjá mér á árinu 2007 og enn er breytinga að vænta á árinu 2008.

Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu. Vona að gæfan og gleðin blasi við ykkur öllum.