12 apríl 2008

Áhyggjur ... og maltið

Einhvernvegin virðist ég alltaf vera með áhyggjur af einhverju! Veit ekki hvers vegna í ósköpunum ég hef vanið mig á það. Kannski það sé vegna of lítils sjálfstrausts eða einhverra annara áíka þátta. 

Var hjá Stínu frænku um daginn þegar hún sagðir við mig: Harpa í guðana bænum farðu svo ekki að þamba Malt þegar þú ert búin að eiga.     Ha ha pínu skondið að með þessari setningu rifjaðist upp fyrir mér miklar áhyggjur sem ég hafði þegar ég var innan við tvítugt.

Nú þegar ég var unglingur þá bjóst ég alltaf við að ég væri að fara að hitta þennan kall sem ég ætti svo eftir að hanga með alla ævina. Nú þegar kallinn yrði fundinn þá myndu náttúrulega koma að minnsta kosti 5 börn og svona allt þetta venjulega. (ætlaði að vísu að eiga níu börn til að slá Siggu móðursystur minni við) EN mesta martröðin í sambandi við allar þessar barneignir var að ÉG GÆTI ÁBYGGILEGA EKKI HAFT BÖRNIN Á BRJÓSTI.
Hvers vegna? gætuð þið spurt og svarið er einfalt: ÉG DREKK EKKI MALT!!!! Nú ég gæti enganvegin komið mjólkinni af stað af því að ég drekk ekki þetta malt sem allir þamba sem eru með lítil börn á brjósti. Allar konur sem ég þekti og voru með barn á brjósti drukku þetta malt allan daginn. Því hélt ég að ef ég drykki ekki malt þá bara gæti ég alls ekki haft krakkana á brjósti.

Hversu fáránlegt sem það nú hljómar þá virðist ég læra voða mikið af umhverfinu, sama hvort að staðreyndirnar sem ég læri séu réttar eða rangar  :) 

Verst finnst mér bara að hafa verið að hafa áhyggjur af þessu daginn út og inn þegar ég var 17 því ég er nú ekki að koma með fyrsta barnið fyrr en tæpum TUTTUGU ÁRUM SEINNA ;) 

já ekki meira um maltið og áhyggjurnar í bili  

Góða helgi

Engin ummæli: