07 apríl 2008

Tónleikar og brjálæði

Fór á tónleika í Salnum Kópavogi um helgina. Tónleikarnir voru til minningar um Vilhjálm Vilhjálmsson. Get ekki annað sagt en tónleikarnir voru hreint frábærir. Söngvarar voru Stebbi Hilmars, Guðrún Gunnars, Pálmi Gunnars og Friðrik Ómar. Þau voru með hljómsveit sér til stuðnings og einnig var strengjakvartett í seinni hluta prógramsins. Já ég mæli með tónleikunum, mér skillst að  það eigi að vera tónleikar atur í haust. Friðrik Ómar kom mér mjög á óvart, hann var bara alveg ROSALEGA góður. Þau hin komu svo sem ekkert á óvart því ég vissi nú alveg að þau myndu rúlla þessu upp.  ... eða þannig.  ALLIR Á VILLA VILL TÓNLEIKA Í HAUST :)

Fór með mömmu og Svönu frænku að versla á laugaveginum, fórum að gamni  inn í útsölubúð frá Englabörnum. Mamma keypti flotta samfellu og Svana keypti frottebuxur og peysu á bumbus. Við bumbus voða heppin :) hvert stykki kostaði 1000 kr á útsölunni og eru í merkinu Olily. Já ok ég hef ekki mikið vit á barnafatamerkjum. EN KOMMM ON þegar ég kom heim var ég eitthvað að huga að því að taka merkimiðana af og þá kom í ljós að upphaflegt verð á flíkunum var alveg hrikalega hátt. Samfellan á 3690, peysan 3690 og buxurnar á 3290. Ég meina hvað er í gangi. Ég hef nú oft verið í þeirri stærð af fötum að þurfa að kaupa í búðum ætlaðar stórum stelpum (eða feitum konum) og þá er manni sagt að flíkin kosti SVONA MIKIÐ  af því að það þurfi MIKIÐ EFNI í flíkina. EN halló halló hvað þá með barnafötin. Tek nú bara buxurnar sem dæmi ... frotteefni (mjög mjúkt og gott) með 7 beinum saumum. 
Já ef einhver getur skýrt þetta út fyrir mér þá bara gjörið svo vel ...

bæjó í bili

2 ummæli:

brynjalilla sagði...

Hefði viljað vera á þessum tónleikum, en sgðu mér er ekki farið að síga á seinnihltann, hvenær kemur bumbus? knús
Brynja

Guðbjörg Harpa sagði...

Hæ Brynja :)
Jú við erum farin að síga bæði ég og tíminn sem eftir er. Það eru víst 36 vikur á morgun. Eða það segja mælingar :) Þannig að 4 vikur eru eftir svona sirka. Annars er mér sagt að sykurkellingar séu oftast settar af stað fyrr en ella ef þær fara ekki af stað áður en fertugasta vikan er liðin.