30 janúar 2007

Ekki alltaf jolin



JÁ það hefur sannast einu sinni enn að það eru ekki alltaf jólin. Þið spyrjið kannski af hverju ég sé að hugsa um jólin núna í blálokin á janúar. Ja það er nú bara vegna þess að þessir helv... danir sem við erum alltaf að kalla frændur okkar komu bara og stungu okkur í bakið alveg í blálokin á frábærum handboltaleik. Eða ég held að þetta hafi verið frábært leikur. Reyndi allt til að sjá eða heyra þennan leik en allt kom fyrir ekki. En engin tækni til að koma handbolta alla leiðina í hið frækna USA. Ja nema með góðum ráðum eins og ég komast að í dag. Fékk beina lýsingu frá Stínu frænku í gegnum msn. HA! segið þið kannski og þá segi ég bara já í gegnum msn. Hún skrifaði oftast stikkorð eins og:
djö
jááá´
við skoruðum
andsk
danir yfir
við jafna
frábært
ísl 2 yfir
og svo ég verð að fara fram er að kálast
jafnt
víti
veiiiiii
ohhhh þeir jöfnuðu
og svo í blálokin sagði hún helv........ og ég segi ekki meira frá því.

En ég var líka svo heppin að hafa Ásu á Skype í seinni hálfleik. Bara verst að hún er ekki með myndavél, heldur heyri ég bara röddina en hún sér mig og heyrir. Þannig að ég heyrði öll andvörpin hjá henni, blótið og húrrahrópin og svo var hún líka að lýsa stundum en oftat var það bara:
jájá já áfram djö hann varði
hey einhver liggur æ hann er meiddu neinei hann er í lagi
aaaaa helv þeir skoruðu
og svo mikið um svona sog hljóð sem ég get ekki stafsett, þá meina ég sko þegar hún var að súpa hveljur. Hefði nú frekar bar viljað súpa heitt kakó en hveljur en svona er þetta stundum :)

En já hver er svo að segja að danir séu eitthvað frábærir? Ég meina af hverju eru þeir eitthvað meira frændur okkar en bara Írar? Írar eiga þó Í eins og við og drekka mikið eins og við og kallarnir eru yfirleitt ljótir eins og kallarnir okkar. En já kannski eiga þeir ekki sameiginlegt með okkur, fallegustu konurnar. Ö já danir þeir eru náttúrulega bara pungar upp til hópa. Nema náttlega Daniel frændi minn og Mundi bróðir sem er pínulítill dani en mest ísl. Já og Henrý hennar Hrafnhildar enda er hann upphaflega allt annarsstaðar frá, held frá Afríku. Humm man ekki eftir fleiri góðum dönum! Jú! hey HC Andersen hann var fínn. Já ég þekki nú ekki fleiri góða sko. Þannig að þeir geta nú gleymt því að vera eitthvað að hrópa HEY FRÆNKA á eftir mér sko þessar baunir ha!!!

En aftur í annað
Marmelaðið var svona hrikalega gott. Helga svakaleg ánægð með sýna því að hún á svo mikið af MARMELAÐI núna. Hvorki ég né Lexi erum svaka hrifnar af marmelaði þannig að Helga fær bara allar krukkurnar :) Verð nú að taka mynd af þeim sko haha

jæja nóg af bulli

knús í krús
Harpa á náttbuxunum :)

29 janúar 2007

Handa Pabba



PAD myndin í dag er handa Pabba golfara og afmælisstrák. Til lukku aftur með daginn pabbi.
Ég var að vinna hjá Mickey í dag og ég var að vinna í garðinum hennar fyrir hádegi. Sko frá klukkan átta. Ætlaði aldrei að geta vaknað þarna um sjö leitið. Svo um hádegi fór ég að skanna myndir og var að því til klukkan fimm. Kom heim. Fór í sjóðandi heitt bað, pínu í tölvuna, borðaði, setti upp stúdíó og tók þessa mynd og nú er ég sko farin að sofa.
Góða nótt elskurnar mínar, eða þannig :)

knús Harpa þreytta

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ

ELSKU PABBI TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ Í DAG :)

MYND DAGSINS (SEM ÉG Á EFTIR AÐ TAKA) VERÐUR TILEINKUÐ ÞÉR :) (hún kemur einhverntímann í kvöld, að mínum tíma)

SKILAÐU AFMÆLISKVEÐJU TIL VALDA

NJÓTIÐ DAGSINS TVÍBBAR OG ÞIÐ HIN LÍKA :)


kveðja Harpa

28 janúar 2007

marmelaði martröð


Vaknaði bara hress í morgun. Maginn kominn þokkalega í lag. Helga bað mig að hjálpa sér pínu. VIð vorum að reyna að gera hlið hérna úti. Ég var að naglhreinsa nokkrar spítur og auðvitað gat ég barið klaufinni á klaufhamrinum af afli á mitt handarbakið. Ég er alveg að drepast í hendinni en held að það sé ekkert að þannig sko.
Jæja haldiði ekki að frænka mín hafi beðið mig að gera marmelaði úr mandarínum sem við áttum og einnig úr appelsínum hér úr næsta garði. Já já ég í það skera og skera sjóða og sjóða og ég held að hel.... marmelaðið sé ekkert að þykkna. Núna er klukkan hálf tíu og það búið að sjóða síðan ég veit ekki hvenær. Fór eftir einhverri uppskrift á netinu og ætli það hafi ekki bara verið einhver drullu uppskrift. Jæja sé til, kannski verður komið eitthvað í krukku áður en ég fer að sofa í kvöld.
Læt ykkur vita um framhaldið! Þið kannski sendið mér bara góða uppskrift hehe

kveðja
marmelaðidrotttttningin

Laugardagur til magapinu


Fór í dag með Helgu og Sólu á bændamarkaðinn. Var með ógleði og ill í maganum. Kom heim svaf til að verða 20 um kvöldið. Borðaði pínu kjúkling og jarðaber. Annars var bara 1/2 lítri af kóki á matseðlinum í dag.
Tók þessa mynd af gamla hippanum á bændamarkaðnum.
Hey já fór ekkert að djamma :(

kveðja Harpa

Gleymin eða?


Hæ ég er nú bara alltaf að gleyma því að setja inn myndir dagsins hérna. Þetta er mynd föstudagsins. Var að taka arkitektúramyndir með Helgu og þetta var útsýnið bakdyramegin hjá þeim. Æ pínu öðruvísi mynd í tilefni dagsins er það ekki fínt? :)
Var svo að passa Sólu á föstudagskvöldinu og það var fínt við vorum bara að dúllast saman frænkurnar og svo glápti ég á sjónvarpið og fékk í magann. Eins og grjót, held það hafi verið hrísgrjónin sem ég borðaði í hádegi og kvöldmat. En það er voða langt síðan ég borðaði hrísgrjón síðast.

knús Harpa

25 janúar 2007

Skraning i skola!


Þetta er myndin frá því í gær. Enn að æfa mig í að taka myndir á ljósaborðinu. Getur verið pínu flókið og ekki alltaf eins og maður vill hafa það alveg 100% en æfingin skapar meistarann, tja allavega stundum :)

Fór í dag í Berkeley og skráði mig á fjögur námskeið. Voða voða gaman. Fór þar sem háskólinn þeirra er. Lagði bílnum og þurfti að leita að þessu litla verkstæði sem skráningin var í. ég spurði örugglega 10 manns á leið minni. Allir voru voða hjálplegir og ég komst að leiðarenda :)
Ég er sem sagt að fara á námskeið í documentary photography, Emulsion Transfer, Flash photography og Plastic camera. Eða sem sagt Skráningar ljósmyndun, flass/lýsing með leifturljósi, einn áfanginn er að setja myndir á efni og svoleiðis og síðasti er að myndataka með Holgu. Holga er plastmyndavél sem er að ég held frá Rússlandi. Þær eru allar misjafnar myndavélarnar, myndirnar úr þeim geta verið mjög áhugaverðar, því að Holgurnar eru ekki mjög ljósþéttar og linsurnar úr plasti eins og allt í vélinni. Ekki beint vél sem þú tekur brúðkaupsmyndir með :) en gaman að prófa svona.

Æ ég var voða svekt að Ísland tapaði í handboltanum í dag:(

Ása mín takk fyrir spjallið í dag og Hanna líka ;)
Mamma, pabbi og þið hin þið verðið að fá ykkur skype það er geggjaður munur að tala í gegnum tölvuna við liðið heima :)

Já nú þarf ég víst að fara að hlaða ljósmyndadótið því við Helga erum að fara í myndatöku á morgun til San Francisco og hún ætlar eitthvað að nota mína vél í það :)

Ég er búin að fá öll skjöl sem mig vantaði í sambandi við vegabréfsáritunina þannig að ég vona að ég klári umsóknina um helgina og svo er bara að bíða og sjá hvað þeir gera.
Ég læt ykkur vita strax hérna á netinu þegar ég er búin að fá jákvæða svarið mitt ;)

Er að reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að taka mynd af í dag. Stundum er maður alveg uppiskroppa með hugmyndir en það hlýtur eitthvað að koma fram í hugann :)


Knús til ykkar allra
Sakna ykkar

Harpa

24 janúar 2007

Leti og kaupæði




Hæ hó
Æ ég verð að skammast mín fyrir að vera svona ódugleg við að blogga. Tölvan var aðeins að stríða mér. Ég gat ekkert gert á myndasíðunni minni og gat ekki sett inn myndir hér. En ég fór svo áðan niður í tölvubúð og talaði við einhvern strák, hann gerði EKKERT og nú er tölvan komin í lag. kannski hún hafi bara verið með heimþrá eða eitthvað. Langað að hitta vini og kunningja og fjölskylduna sína. Kannast nú allir við það.
En já, þannig að nú vona ég að ég geti haldið áfram að setja inn myndir hér og þar og allsstaðar.

Ég fór um helgina í sumarhús sem vinir stelpnanna eiga. Það var geggjað gaman. Þeir Rock og Ron eru báðir algjör æði og var mjög notalegt að vera hjá þeim. Við fórum niður á strönd og borðuðum geggjaðan mat og svo um kvöldið þá var spilað, ja eiginlega langt fram á nótt. Rosalega sakna ég þess að spila. Ég spila aldrei hérna og heima var svo sem langt síðan ég gerði það síðast. Þannig að núna langar mig bara að stofna spilaklúbb :) híhí.

Ég var með Sólu í dag, hún er eitthvað hálf pirruð, svaf bara til 4 í morgun og við höldum að hún sé kannski að fá tennur eða eitthvað. Hún svaf svo í 3.20 hjá mér. Þannig að ég var bara að glápa á sjónvarpið og fíflast í tölvunni í dag.

Á morgun er svo tvíburadagur hjá mér, vona að það gangi betur en síðast. Kemur allt í ljós.

Hey og Íslendingarnir bara að vinna á HM :) ætlaði að reyna að sjá þá hér í sjónvarpinu. EN það er sko ekki neitt sem heitir handbolti hér. Meiri lúðarnir þessir bandaríkjamenn horfa ekki á HM.

Svo sá ég að maður getur horft á netinu, en þá vill talvan mín sko ekki gúddera það. Ætla að prófa í Helgu tölvu kannski er hún ekki með þessa stæla. Ef ég hefði keypt mér PC þá hefði þetta ekki verið málið sko. ... ekki það að ég sjái eftir neinu ...

Ég keypti mér í gær svona tölvubakpoka. Fékk pening frá Svönu frænku í jólagjöf og keypti pokann fyrir hann :) Takk Svana mín :)

Kristín mín hringdi í dag og það var nú gaman. Töluðum lengi saman, um fermingu, hesta sem traðka á tærnar á manni, kalla, árextra og ást. Voða voða gott að heyra í þér og takk fyrir að ætla ekki að senda mér afmælisgjöf. Vinsamlegast ekki senda mér afmælisgjafir. Það er sko komið nóg að bera heim :)
smellið bara á mig kossi þegar ég kem heim :) JÁ OG EKKI GLEYMA ÞVÍ

Hey Bergur fékkstu jólakortið frá mér??? (hann er sko ekki í símaskránni) æ vona að ég hafi ekki gleymt einhverjum, sko að senda jólakort, sum fóru að vísu seint af stað en...

Var ég búin að segja ykkur að ég fékk nærbuxnaæði? sko ætli ég verði ekki með umþb 365 nærbuxur þegar ég kem heim hehe

núna er nýjasta æðið náttföt og kort
er búin að kaupa mér geggjuð bleik náttföt og svo líka bleik og brún

já já alltaf að kaupa eitthvað.

Ég er að bíða eftir pappírum frá mömmu og þegar þeir eru komnir þá ætla ég að sækja um framlengingu á visanu mínu. :) verður gaman að sjá hvað blessaðir aularnir segja núna.

Ætla að stefna á það að vera fram í ágús. Langar að vera komin heim þegar mamma verður 60 ára. Pæliði í því mamma sem mér finnst bara vera stelpa er bara að verða pínu oggu gömul híhí. En eins og allt annað þá eldist maður víst líka, humm styttist í 35 sko.

Vá ég man nú pínu eftir því þegar pabbi átti afmæli á Kleppjárnsreykjum. Humm já eins og allt annað hjá mér þá man ég ekki alveg... hann var örugglega 40 eða eitthvað. Nei getur ekki verið 35 ha vá eða ...
Hann fékk man ég íslenska orðabók í brúnu leðri (eða þykjustu leðri) já voðalega er maður muninn

knús og kossar Harpa sem er að fara á pósthúsið á morgun með pakka :)

19 janúar 2007

Hlustandi á Bylgjuna í beinni!

Geggjað ;)
Fékk sent forrit til að getað hlustað á íslensku útvörpin.
Finnst samt skrýtið að sitja að morgni og hlusta á síðdegisútvarp Bylgjunnar. Minnir mig á það þegar ég var að keyra heim frá Iðnskólanum eða úr Carat á Laugarveginum. Segi nú bara, eins gott að ég var ekki komin með þetta á Þorláksmessu, vá þá hefði ég nú grenjað yfir jólakveðjunum á rás eitt.

Einhverra hluta vegna er búið að breyta þessari bloggsíðu og nú sé ég ekki hvar ég set inn myndir. Alltaf verið að breyta þessu drasli.

Nú er pabbi farinn til Þýskalands að horfa á HM í handbolta. Djö hvað ég öfunda hann, fer bara næst :) vona samt að ég sjái einvherja leiki hér í sjónvarpinu. Hæpið samt :(

Mundi bróðir hringdi í mig áðan. Mjög gaman að heyra í honum. Hann hefur aldrei hringt áður og ég ekki oft í hann síðan að ég kom út. Við heyrðumst þó um jólin og það var notalegt. Hann er að smíða gripi úr beinum og gengur það bara vel og svo er hann að gera hnífa og hnífskefti. Hann sendi mér nokkra hluti um jólin og ég ætla að taka myndir af þeim fyrir hann. Hann var með Daniel í dag. Pjakkurinn orðinn svo stór, man lítið eftir Hörpu bestu frænku í heimi. En var ógurlega glaður að fá jólagjöfina frá henni, ég sendi honum skemmtilegt minnisspil sem er svo gott fyrir krakka á hans aldri að spila. Æ vildi bara að ég gæti séð hann fljótlega. Það er hugmyndin að þau komi heim í sumar en það verður að koma betur í ljós þegar nær dregur. Er að vona að þau komi þá ekki fyrr en ég kem heim svo að ég geti farið með honum í sund, til langömmu og Æ bara verið með þeim í einhvern tíma. Mundi er loksins búinn að fá þá löngun að kenna Daniel íslensku og er að gera það smátt og smátt. Ég er voða glöð með það og veit að það verður strembið fyrir hann en vonandi verður hann bara mjög duglegur að kenna honum allskyns orð.

Tvíbbarnir eiga afmæli von bráðar og ég á eftir (já sko pabbi og sigvaldi) og ég á enn eftir að finna afmælisgjöf handa gamla mínum. Hef ekki hugmynd hvað ég á að gefa honum. EINHVERJAR UPPÁSTUNGUR??

Hey sagði ég ykkur að ég væri að passa Sólu og Sascha á fimmtudögum. Núna er ég hætt að fara á þriðjudögum að passa hann og hann kemur hingað á fimmtudögum í staðinn. Já það er nú meira púlið og saga að segja frá fyrsta deginum í tvíburaveseni :) það eru ekki nema 7 vikur á milli þeirra og þau eru mjög góð saman. Sasha byrjaði að ganga núna í vikunni hann var mjög fljótur á skriði og þurfti ekkert að vera að ganga að honum fannst en núna er allt á fullu og þau eru hin hressustu.
Sko það var ekkert mál að hafa þau þegar þau voru að leika þó að allt væri í rúst eftir þau eins og venjuleg rúmlega eins árs börn. Ekkert mál að gefa þeim að borða nema að Sascha er vanur því að henda matnum sem hann vill ekki á gólfið og hundurinn kemur og tekur hann. Hummmmmmm Harpa er að reyna að koma honum í skilning um það að það gerum við ekki á þessum bæ, þó að Lucy hundurinn á heimilinu sé himinlifandi yfir hverjum bita sem á gólfið fer.
AÐ koma þeim í háttin var ekki eins auðvelt. SKO þannig er það að Sascha er vanur því að drekka mjólk áður en hann fer að sofa og svo er hann bara lagður í rúmmi og sofnar svo eftir pínu stund. Stundum vælir hann eitthvað en róast svo með bangsann sinn í fanginu. Sóla aftur á móti sofnar í fanginu á manni og svo er hún lögð í rúmmið sitt.
Ég fór sem sagt með strákinn inn í herbergi og á meðan var Sóla í stólnum sínum og var að maula einhvern mat. Þegar ég var búin að leggja hann og ég heyrði að það voru komin svefnhljóð, það er hann var nánast hættur að gráta, tók ég Sólu og fór með hana inn í herbergið hennar. Hún sofnaði í fanginu á mér á 2 mínútum en enþá heyrðist smá væl í Sascha. SVO heyri ég þegar ég er að leggja Sólu í rúmmið að helv... hundurinn krafsar í hurðina hjá Sascha og opnar hana. Hann náttúrulega hrekkur við og ORGAR á háa CÉINU. Að sjálfsögðu vaknaði Sóla, ég setti hana niður í rúmmið sitt, fór inn til stráksa, sussaði á hann, rétti honum bangsann sem hann var búinn að henda í gólfið og lokaði hurðinni hjá honum. Fór svo inn til Sólu og eyddi næsta hálftíma í að svæfa hana. Sem sagt það fór klukkutími í að svæfa þau, sem hefði tekið mun minni tíma ef að hún Lucy blessunin (hundurinn) hefði ekki opnað hurðina. Nú að sjálfsögðu vaknaði Sascha svo fimm mínútum eftir að ég kom fram frá því að svæfa Sólu.

Hvað lærir maður á þessari sögu, vá hvað tvíburamömmur eru duglegar, já ég segi mömmur... og annað ég er vandlega farin að spá í tvíburaáformin mín hehe...


jæja knús í krús
gleðilega helgi og allt það

Harpan ykkar

18 janúar 2007

Tru, von og kærleikur



Núna fara vonandi að koma nýjar myndir á harpaingimundar myndasíðuna mína því að ég var svo heppin að vinur minn sendi mér forritin sem mig vantaði fyrir mac tölvuna mína. Þannig að ég ætti að hafa ritvinnsluforrit sem les og skrifar íslenska stafi og líka photoshop sem les hráfælana. Já Björk enga viðkvæmni nú er maður sko komin djúpt. Er búin að vera að taka á öðru formatti til að geta sett inn á netið. Það verður svo sem engin breyting fyrir ykkur sem skoðið myndirnar en vinnsluferlið er pínu öðruvísi. Á eftir að dæla þessu inn í tölvuna. Ætla að gera það í kvöld ef það tekst hjá mér :) Takk takk fyrir sendinguna :)

Liljan mín opnaðist voða lítið í dag og það var mikil spurning hvort ég ætti að taka mynd af henni núna eða bara á morgun.
Ákvað að taka mynd af krossinum mínum sem Amma í Sandgerði gerði handa mér fyrir einhverjum árum.
Núna er ég komin með kross og hjarta og þá vantar mig bara ankerið í trú von og kærleik. :)
,
Hvað er trú? Ég er búin að vera að hugsa um þetta fyrirbæri trú! Sumir trúa á sjálfan sig, aðrir á Guð, Jesú og englana. En hver getur sagt hvað er rétt? Hvernig notar maður trúnna? Af hverju fara sumir alltaf í kirkju en sumir aldrei en trúa samt jafn mikið?
Ég hef séð það með sjálfa mig að ég nota trúnna mína þegar mér líður illa, hef áhyggjur af einhverju eða þegar ég þarf að biðja um eitthvað! Hverskonar aulaskapur er það! Ef að ég tala bara við Guð og Englana þegar mér líður illa eða þarf aðstoð með eitthvað eða þegar ég er að biðja fyrir einhverjum, hlusta þeir þá nokkuð á mig? Hugsa þeir ekki bara: hún talar nú bara við mig ef að hana vantar eitthvað! Ég tildæmis bað á hverjum degi eftir að strákur sem ég þekki slasaðist, bað fyrir honum, að það yrði séð til þess að hann næði sér. Eftir að ég frétti að hann væri komin á ról og allt væri á uppleið hjá honum, hef ég varla talað við blessaða englana. Æ skil þetta ekki. Hvað finnst ykkur? Eruð þið að biðja dagsdaglega eða eruð þið eins og ég biðjið þegar ykkur líður illa. Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör, ég ætla að hugsa þetta mál samt aðeins betur.

kveðja
Harpa

17 janúar 2007

Varð að syna ykkur






hæ varð að sýna ykkur þessar myndir. Þær voru teknar á Mac sýningunni sem ég fór á með Helgu, Sólu og Anítu.
Ég keypti 14 svona klósettrúlluhaldara þar sem maður getur sett ipodin sinn og hlustað á hann á meðan maður nýtir klósettið. Þið fáið sem sagt öll svona í jólagjöf á næsta ári :)
Svo er mynd af öllum köllunum að taka mynd af nýja Apple símanum. Apple er sem sagt að koma með gemsa í júní sem gerir allt. Já ALLT nema að borga símreikninginn.

Já hey gleymdi að segja ykkur að þið getið smellt á myndirnar til að sjá þær stærri, ef þið viljið það, blómið er t.d. flottara þegar maður skoðar það stærra.

Já og pabbi takk fyrir alla tölvupóstana. Ætlaði að skrifa þér bréf núna áður en ég færi að sofa, en ég kemst ekki inn í tölvupóstinn minn þannig að það verður að bíða til morguns :(


knús
harpa sem alltaf situr á klóinu

Lilja



Mynd dagsins er af óútsprunginni Lilju. Ég ætla að fylgjast með henni springa út og taka myndir af henni fullútsprunginni. Þetta er áframhald af verkegninu mínu með að nota ljosaborð. Hvítt á hvítu verður næstu daga :)

Dagurinn í dag var fínn ég var með Sólu í dag. Við skutluðum Helgu í vinnuna, fórum á leikvöllin og hún svaf eftir mikið strögl við að koma henni niður.
Við borðuðum túnfisk í kvöldmatinn. Rosalega er túnfiskur góður, hef aldrei fengið hann heima nema uppúr dós. Þetta er bara fínasti matur. Veit einhver hvort að túnfiskur sé dýr heima. Hér keyptum við þrjú stykki sem var meira en nóg fyrir okkur og það kostaði 6 dollara eða 420 krónur.
Við erum að fara í eitthvað sumarhús um helgina til vina lexiar og Helgu. Það verður örugglega gaman en ég er pínu stressuð því það verður eitthvað að liði þarna. En það á víst að vera söngur glens og gaman á laugardagskvöldið þannig að þetta verður bara spennandi er það ekki, ha jújú!

Hey Björk, ég fékk bréfið í dag :) rosalega gaman að fá handskrifað bréf. Ætla að setjast á kaffihús og skrifa þér bréf. Mamma mín takk líka :)

Ég er að fara í kvöldskóla á morgun. Ætla að taka ljósmyndakúrs þar og fotoshop. Fer á morgun í fyrsta skiptið og kvíði því mikið. Það verður svo bara að koma í ljós hvort að þessir áfangar séu það sem ég vonast til.
Antíta vinkona Helgu (og nýja vinkona mín ) ætlar með mér í photoshoppið, en við vorum ekki vissar hvort að þetta væri of mikið grafík fyrir okkur í stað þess að vera meira ljósmyndun.

jæja ekki meira í bili er nefnilega að horfa á Amerikan idol

knús
Harpa

16 janúar 2007

Íslendingar i Farmer Joes


Mynd mín í dag er af Sólu minni. Við Helga fórum með hana í stúdíóið í dag og tókum nokkrar myndir. Hún var nú ekkert mikið fyrir að vera fyrirsæta, vildi heldur vera á bakvið bakgrunninn, taka til í herberginu hjá Hörpu frænku eða hlaupa útúr myndinni til að fá koss hjá Hörpu eða Mömmu. :) en svona er lífið þegar verið er að taka myndir af litlum púkum. En ég náði nokkrum ágætum myndum af henni sem eru á myndasíðunni minni.

Við Helga fórum í Farmer Joes sem er matvöruverslun hérna. Keyptum fullt af grænmeti og þegar við gengum um búðina sá ég strák sem hefði svo vel getað verið íslendingur. Hann var ljóshærður og eitthvað svo íslendingslegur. Svo þegar Helga var eitthvað að tala við Sólu, þá kom gæinn og byrjaði að tala við hana á ÍSLENSKU. Já mín náttúrulega bara sá að þetta var íslensk sveitatútta hehe frá Reykjavík. Heitir Steinar og er hér í hljómlistarnámi. Jæja við gáfum honum símanúmerin okkar og svo sjáum við bara til hvort að hann láti heyra í sér. Gaman að hitta íslendinga í útlöndum. :)

Við þrjár fórum svo í nokkur myndlistargallerí í San Francisco og skoðuðum hinar ýmsu sýningar. Þar heillaði mig mest (eða kannski ekki) segjum frekar hafði mest áhrif á mig. Það voru sviðsettar myndir af fangabúðunum í Quantanamo eða hvað það heitir. Þar voru sem sagt upphaflegu myndirnar þar sem hermenn voru að pynta fanga sína. Svo voru Risastórar (life size) myndir þar sem búið var að sviðsetja litlu myndirnar. Mikið hrikalega voru þetta átakalegar myndir. Eitthvað sem maður vill ekki hafa í stofunni heima hjá sér. Né að vita það að heimurinn sé svona grimmur. Að einhver geti tekið einhvern annan og lamið og svívirt án þess að nokkuð sé hægt að gera við því. Djöfulsins drulluhalar
læt hér staðar numið áður en ég missi mig ...

Hey gaman að fá svona mörg komment eins og í gær :)

Harpa í grænmetisskapi

15 janúar 2007

Hreint hjarta



Ég tel að:
Öll fæðumst við með hreint hjarta.
Á lífsleiðinni verður þetta litla hjarta fyrir ýmsum áföllum.
Stundum vegna eigin gjörða, en oft vegna annara utanaðkomandi áhrifa.
Hjartað getur orðið alsett örum/sárum, vegna vonbrigða, reiði eða annara hluta.
Hjartað getur líka orðið svart vegna eigin hugsana, gjörða, sviksemi o.s.frv.
Von mín er samt sú að öll séum við glöð í hjörtum okkar.
Að við náum að lækna sárin sem hafa byggst upp og komum í veg fyrir að fleiri sár myndist.

Myndin var tekin vegna PAD/mynd á dag verkefnisins sem ég er að gera. Það eru komnar 15 myndir og ég er bara ánægð með það. Ég stefni á að gera þetta í eitt ár þannig að það eru bara rúmlega 300 dagar eftir hehe.

Er að hugsa um að setja mynda dagsins hér inn! Hvernig lýst ykkur á það???

Eru kannski allir hættir að kíkja hérna inn?!!

Harpa í hvítu skapi

10 janúar 2007

Innflytjendaeftirlitið og bio

Jæja við Lexi fórum í innflytjendaeftirlitið á þriðjudaginn og vorum með allskyns spurningar í sambandi við að fá vegabréfsárituninni framlengt. Eiginlega það sem kom út úr því var að ég á að geta verið hér bara eins og ég vil. En sjáum nú til með það. Trúi því ekki fyrr en ég er komin með stimpilinn. Þannig að nú þarf ég að fara að fá nýja pappíra til að senda þeim.

Í gær fór ég með Anítu vinkonu minni í bíó. Við fórum á þýska mynd JÁ, þýska. Það er kvikmyndahátið hér í SanFrancisco og við fórum á hana. Myndin var sýnd í eldgömlu bíóhúsi þar sem áður voru sýndar þöglumyndirnar. Fyrir sýningar er oft leikið á orgel og það var gert í gær. Húsið er eins og kastali. Veggirnir eru málaðir,loftið stórkostlegt og útskurður um allt. Alveg rosalega flott.

jæja fleira var það nú ekki

jú annars

ég er byrjuð á verkefni sem heitir mynd á dag (PAD) og ætla ég að stefna á það að gera þetta í eitt ár. Ég þarf sem sagt að taka eina mynd á dag og setja á síðuna mína flickr.com/photos/ghi
Það verður krefjandi, lærdómsríkt og ekki síst fróðlegt að sjá hversu góðar hugmyndir og útfærslur á þeim ég næ.

Knús í krús

Harpa

07 janúar 2007

Engar myndir

Kæru allir

Get því miður ekki sent inn myndir af ferðinni austur því að ég get ekki opnað hráfælana eða myndirnar í photoshoppinu sem ég er með

Þær koma vonandi einhverntímann :)

kveðja Harpa

loðnir leggir og galtomt andlit (ekki fyrir viðkvæma)

Varúð þessi póstur gæti sært blygðunarkend viðkvæmra, sérstaklega karlmanna, pabbi farðu varlega í þetta !! híhí


Þessi póstur var líka skrifaður á austurströndinni!

Ég er vön að láta mína elskulegu NÖNNU sjá um hár mitt þá meina ég það sem er á hausnum og í andlitinu. Hún sér alveg um að klippa og lita og stendur sig alltaf svo hrikalega vel. EN núna þegar ég er hér þá er ég bara komin með sítt úrsérvaxið hár og orðin alveg auð í framan það er þarf að láta lita augabrúnir. Ég lét nú stitta toppin fyrir jól hér heima en ætla að finna mér hárgreiðslustofu og fara í klippingu bráðum. En þegar ég var fyrir austan keyrði Janet mig á hárgreyðslustofu og ég lét lita á mér augabrýrnar. Það var mjög fínt, hún að vísu hafði þær ekki eins dökkar og ég er vön en bara mjög fínt samt. Þannig að um jólin var ég sæt og fín.
VItiði hvað það er fáránlegt að fara búð úr búð og engin veit um hvað þú ert að tala þegar þú biður um eitthvað! Hér sem sagt litar enginn á sér augabrúnirnar heima. Þarrf sjálfsagt að láta mömmu senda mér í næstu ferð augnháralit. (hey þetta er sem sagt skrifað á austurströndinni en núna er ég búin að heyra í Nönnu og hún ætlar að senda mér :))
Annað mál:
Nú veit ég útaf hverju konur eru loðnar eins og bavíanar, eins OG ÉG ER NÚNA!!
Sko til hvers að vera að losa sig við öll hárin sem halda á manni hita í vetrarkuldanum. Ef maður er ekker að fara í sund eða opinberar sturtur??? Sko ég er orðin svo loðin á löppunum að ég er farin að flétta hárin á tánum hahah
Einu sinni sagði bestasta kona sem ég þekki (tja hún hefur oft sagt það) ÉG BARA ÞOLI EKKI ÞEGAR ÞIÐ ERUÐ AÐ RAKA YKKUR Á FÓTUNUM. Vildi að ég hefði aldrei byrjað á því og er ekki búin að raka síðan ég kom hingað.
EN ÉG GET SAGT YKKUR AÐ NÝJA VEET RASERA ER ALVEG GEGGJAÐ. ÞAÐ ER GEL SEM MAÐUR SETUR Á FÆTURNAR OG SVO FYLGIR SKAFA MEÐ OG BÚMM SJAKA BÚMM ALLT FER. Enginn rakstur og engir broddar knús til þeirra sem fundu þetta upp
Þannig að enginn meiri rakstur
og engir þröngir skór vegna ólöglegra táhára

ætlaði núna að segja bæ
en hef eitt atriði í viðbót
HVAR ERU ÖLL ÚTLENSKU DÖMUBINDIN SEM ÉG ER VÖN AÐ NOTA?????
Þau finast að minnsta kosti ekki í búðunum sem ég fer í! Er sko búin að lenda í því að kaupa bindi sem eru REGULAR eða venjuleg stærð og þau eru svo þykk og óþægileg að ég gæti alveg eins stolist í bleyjurnar hennar Sólu. Svo eru náttúrulega hin sem eru svo lítil að þau sjást ekki. Gætu eins verið plástur

hahahah já svona er lífið í Oakland

Harpa með fallega leggi

meira gamalt

SKóbúðarleiðangur! (saga fyrir pabba :))
Janet fór með okkur á skómarkað. Ég gekk um og skoðaði skó og sá alls ekki neitt. Ætli það hafi ekki verið um 1000 kvenn skópör þarna. Öllum stærðum og gerðumá ótrúlega góðu verði. Sumir voru náttúrulega rosalega bandarískir en aðrir ok. Ég var búin að gefast upp, ákvað bara að rölta um búðina á meðan hinar voru að skoða. Sá þá svarta spariskó sem ég mátaði, þeir voru fínir og þægilegir og ég ákvað að kaupa þá. Ég hélt svo áfram og þegar ég labbaði út úr búðinni var ég með 3 pör í poka og ein á fótum. Já alltaf hægt að kaupa skó
EIna spari, eina hermannagræna gönguskó og eina inniskó

Harpa
í nýjum skóm

Gamlar frettir

Þegar ég var á Austurströndinni bloggaði ég ekkert því við vorum ekki í netsambandi nema í tölvunni hans Abbots og ég vildi ekkert vera að rugla í henni. Ég skrifaði eitthvað rugl niður á blað og hér kemur það:

Það er aldeilis dekrað við mig á Austurströndinni. Flugið gekk vel Sóla svaf í 2 tíma og reyndar ég líka og svo var hún bara brosandi og glöð það sem eftir var flugsins eða 2.5 tíma. Grandma Janet og grandpa Abbott eru auðvitað í skýjunum yfir Sólu og finnst hún yndislegust allra barna alveg eins og ömmu og afa finnst (sem betur fer) oftast.
Það er búið að fara með okkur á allskyns veitingastaði. Ítalskan pitsustað, Filadelfiu ostasteik (er eins og Bæjarinsbestu staður og allir verða að prófa sem koma hingað). Við fórum á Víetnamskan stað og svo er auðvitað búið að elda stórsteikur heima líka. Það er búið að keyra um allt og sýna mér hitt og þetta. Við fórum á sýningu þar sem fiðrildin flugu hjá manni. Eitt settist í hárið á Lexi og annað á myndavélina mína. Sáum þar RISA kónguló (Tarantúlu) og Sóla fékk að klappa kanínu.
Ég hljóp upp Rocky tröppurnar :) eða tröppurnar að Listasafni Filadelfiu þær sem Rocky hleypur upp held ég bara allar myndirnar. Fyrir neðan tröppurnar er búið að setja upp Rocky styttu eins og er í myndunum.
VIð fórum á Ítalíugötuna, sem er svona markaðsgata hrikalega skemmtileg. Hún er lítil, fullt af allskyns búðum með ýmiskonar dóti og matvörum. Mjög gaman að fara þangað og sjá elsk í tunnum og fólk á fleygiferð um allt.
Ég pantaði mér apple tölvu frá Filadelfiu, var búin að skoða mig um og fá ráðleggingar frá sérfróðum mönnum sem ég þekki. Það gekk nú ekki vandræðalaust að fá tölvuna. Ég pantaði á netinu og greiddi með kortinu mínu. En ég gat ekki greitt með erlendu korti. Lexi hringdi og talaði við þá. Þeir sögðu að við gætum farið í næstu apple búð og borgað með kortinu þar. Við fórum og að sjálfsögðu gátum við ekki borgað þar. Hringdum aftur og Lexi borgaði með kortinu sínu. Þeir ætluðu að senda hana strax af stað en það náttúrulega gerðist ekki. Eftir 3 daga var ekki búið að senda hana af stað. Lexi hringdi aftur og þeir lofuðu öllu fögru og sem betur fer kom talvan áður en við komum hingað heim og nú finnst mér hún bara alveg frábær :)

Jesus elskar þig

Fór í gær til San Francisco. Var á göngugötunni, eða aðal verslunargötunni. Þar var margt um manninn og ég tók myndir, kíkti inn í búðir og fylgdist með mannlífinu sem er ótrúlega skemmtilegt. Eina sem vantar eru bekkir til að setjast á eða útikaffihús svo að ég geti sest og fylgst með fólki, skrifað póstkort og allt það.
Sá mann með skilti sem á stóð Jesú elskar þig, datt þá í hug lagið úr The Bodygard (með Witney Houston og Kevin Kostner). Það er lag sem systurnar syngja held ég saman og aðal textinn er einmitt Jesus loves you.
Kannist þið ekki við það að fá fáránleg lög á heilann?
Við leikskólakennarar könnumst nú við það að vera með einhver baranalög á heilanum en að vera núna í rúman sólarhring búin að syngja setninguna Jesus loves you stanslaus er einum of.
Kannski er þetta köllun mín! Ætti ég að ganga í einhvern Jesús söfnuð?
Er þetta ábending að þrátt fyrir að eitthvað á móti blási er Jesú og margir aðrir að gefa mér ást sína?
Eða er þetta einfaldlega skilaboðin að þó að ég elski mig ekki alltaf eins og ég á skilið þá gerir Jesú það þrátt fyrir allt.
Allaveg er betra að vera með Jesus loves you á heilanum í staðin fyrir Dúkkan hennar Dóru var með sótt sótt sótt!

knús
Jesú elskar ykkur
Harpa

01 janúar 2007

Gleðilegt ar






Hér kemur kveðjan sem ég var að reyna að setja inn :)

Æ tókst ekki alveg þið verðið að klikka á spurningarmerkið þá kemur þetta ;)

Gleðilegt ar allir saman




Ég er búin að vera í kaupæði eins og svo margir í lok ársins. Ég er búin að fjárfesta í minni fyrstu fartölvu og er ég núna að rita á hana :) voða voða góð apple talva. (já nú er pabbi sko ánægður með sína) en hún er bara að virka mjög vel eins og stendur (eins gott fyrir hana) Ég keypti mér litla myndavél til að hafa í veskinu, hún er rosa góð og gaman að geta tekið smá vídeoklips. Ætlaði að setja inn video hér en ég kann það ekki. Er að bíða eftir leiðbeiningum um hvernig á að gera það. Set í staðin tvær myndir af okkur Sólu sem teknar voru í flugvélinni á leiðinni til Oakland 30.12.2006. Þegar Harpa frænka var að reyna að skemmta Sólu því hún var komin yfir þreytuna og vildi ekki sofna. Hún er að hlusta á ipodin með mér og svo náttúrulega var klappað þegar lagið var búið. Hún er svo frábær að þið bara vitið það ekki. Alltaf svo glöð og kát en er nú samt ákveðin sko.
Já svo keypti ég mér Ipod. svartan videotýpuna og svo náttúrulega í haust keypti ég mér nýju stóru myndavélina. Þannig að ég er að verða búin með Tumapeninginn minn. Hehe sko peninginn fyrir bílinn minn.
Ég fékk svo margar fallegar jólagjafir og langar mig að þakka fyrir þær og öll kortin. Fékk marga góða geisladiska sem eru komnir inn í tölvuna mína og núna er ég að hlusta á KK og Ellen, jólalög með þeim.
Langar að benda ykkur á einn disk sem ég fékk, það er diskurinn með Friðriki Karls og Þórunni Lárusdóttur sem heitir Álfar og fjöll. Hann er alveg ótrúlega hugljúfur, Með íslenskum perlum, uppáhaldslaginu hans pabba, Ísland er land þitt og mörgum öðrum góðum. Hún er svolítið eins og íslensk Enja hún Þórunn. Diskurinn hans Bubba og Sálin og Gospel eru frábærir líka. Fékk bæði cd og dvd með þeim. Ég held bara að það þurfi hver og einn gestur sem kemur til mín (plís allir að koma í heimsókn) að fara með svona eins og eina ferðatösku fyrir mig heim. Því ég fékk svo margar gjafir. Ég fékk frá foreldrum Lexiar salt og piparstauka og piparfyllingu. Hvítlaukspressu frá Sólu. Salat þeytivindu frá Lexi. Ljósmyndabók frá Helgu og allt tekur þetta pláss og er þungt. Vekjaraklukku sem er líka fyrir ipodinn, svona hátalarar frá stelpunum þremur sem Hanukka gjöf (hátið Gyðinga) Svo náttúrulega allir pakkarnir að heimann. Þarf eiginlega að senda þakkarbréf svona til þess að telja ekki upp allt hér :)
Hey mamma gleymdi að segja þér að smákökurnar slógu svo sannarlega í gegn og Nóa konfektið sem ég fékk sent að heiman ummmmmmmmmmmmmm voða voða gott.


Harpa
sem er að fara að borða jólanammi (síðasti sjens því á morgun er ekkert nammi)