28 janúar 2007

marmelaði martröð


Vaknaði bara hress í morgun. Maginn kominn þokkalega í lag. Helga bað mig að hjálpa sér pínu. VIð vorum að reyna að gera hlið hérna úti. Ég var að naglhreinsa nokkrar spítur og auðvitað gat ég barið klaufinni á klaufhamrinum af afli á mitt handarbakið. Ég er alveg að drepast í hendinni en held að það sé ekkert að þannig sko.
Jæja haldiði ekki að frænka mín hafi beðið mig að gera marmelaði úr mandarínum sem við áttum og einnig úr appelsínum hér úr næsta garði. Já já ég í það skera og skera sjóða og sjóða og ég held að hel.... marmelaðið sé ekkert að þykkna. Núna er klukkan hálf tíu og það búið að sjóða síðan ég veit ekki hvenær. Fór eftir einhverri uppskrift á netinu og ætli það hafi ekki bara verið einhver drullu uppskrift. Jæja sé til, kannski verður komið eitthvað í krukku áður en ég fer að sofa í kvöld.
Læt ykkur vita um framhaldið! Þið kannski sendið mér bara góða uppskrift hehe

kveðja
marmelaðidrotttttningin

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábærar myndir hjá þér elsku frænka mín! Sérstaklega þessi með stiganum hún er snilld. Við erum hérna í brjálaðri rigningu og roki. Gitta kom með félaga sína í heimsókn-7 ungmenni í mat og fóru í pottinn Í NÓTT!! Ég eldaði fyrir þetta frábæra fólk, kjúklingaréttinn okkar hér og ís og ber í eftirrétt. Fimm í gistingu. Sem sagt fjör hérna. Þetta er líka ágætis sultuæfing hjá þér.

hannaberglind sagði...

vona að marmelaðigerðin hafi tekist, málið er að eina marmeliðið sem ég kann að búa til þykknar ekki fyrr en það kólar, kannski það hafi átt við hjá þér eða hvað?
þú veist að þolinmæði þrautir vinnur allar - eða svo segja þeir gárungarnir !!!