17 janúar 2007

Lilja



Mynd dagsins er af óútsprunginni Lilju. Ég ætla að fylgjast með henni springa út og taka myndir af henni fullútsprunginni. Þetta er áframhald af verkegninu mínu með að nota ljosaborð. Hvítt á hvítu verður næstu daga :)

Dagurinn í dag var fínn ég var með Sólu í dag. Við skutluðum Helgu í vinnuna, fórum á leikvöllin og hún svaf eftir mikið strögl við að koma henni niður.
Við borðuðum túnfisk í kvöldmatinn. Rosalega er túnfiskur góður, hef aldrei fengið hann heima nema uppúr dós. Þetta er bara fínasti matur. Veit einhver hvort að túnfiskur sé dýr heima. Hér keyptum við þrjú stykki sem var meira en nóg fyrir okkur og það kostaði 6 dollara eða 420 krónur.
Við erum að fara í eitthvað sumarhús um helgina til vina lexiar og Helgu. Það verður örugglega gaman en ég er pínu stressuð því það verður eitthvað að liði þarna. En það á víst að vera söngur glens og gaman á laugardagskvöldið þannig að þetta verður bara spennandi er það ekki, ha jújú!

Hey Björk, ég fékk bréfið í dag :) rosalega gaman að fá handskrifað bréf. Ætla að setjast á kaffihús og skrifa þér bréf. Mamma mín takk líka :)

Ég er að fara í kvöldskóla á morgun. Ætla að taka ljósmyndakúrs þar og fotoshop. Fer á morgun í fyrsta skiptið og kvíði því mikið. Það verður svo bara að koma í ljós hvort að þessir áfangar séu það sem ég vonast til.
Antíta vinkona Helgu (og nýja vinkona mín ) ætlar með mér í photoshoppið, en við vorum ekki vissar hvort að þetta væri of mikið grafík fyrir okkur í stað þess að vera meira ljósmyndun.

jæja ekki meira í bili er nefnilega að horfa á Amerikan idol

knús
Harpa

Engin ummæli: