06 mars 2008

Pirruð einsetukerling!?!?

Já góðan daginn held að ég sé að verða pínu biluð ... segi nú ekki meira ...

Lagði mig þegar ég kom heim úr vinnunni í dag. Svo var dyrabjöllunni hringt geðveikt lengi og hún er ferlega hávaðasöm hjá mér. Ég snaraðist úr rúmminu og fram og svaraði í kerfið.

Ég:  Halló
hann: hæ þetta er ???

ég setti tólið á og fór inn í herbergi aftur 

aftur hringdi bjallan 

ég: HALLÓ
hann: þetta er ????

ég opnaði með dyrasímanum og opnaði hurðina fram til að athuga hver væri að koma í heimsókn til mín, þá sá ég helv... kallinn sem býr einhversstaðar hérna uppi.

ég:  ÁTTU EKKI LYKIL? (ekki búinn að eiga lykil frá því á síðasta ári)
hann:  nei

ég: Á ÉG BARA AÐ VERA Í FULLRI VINNU AÐ OPNA FYRIR ÞÉR?
hann: nei þú þarft ekkert að svara 
ég: hvernig á ég að geta það þegar þú heldur niðri bjöllunni?


ég:  DRULLASTU TIL AÐ LÁTA GERA LYKIL FYRIR ÞIG ...

Hurð skellt

humm já pirruð pirruð pirruð 

vinsamlegast hringið í símann minn ef svo ólíklegt væri að þið ætluðuð að heimsækja mig því annars gæti ég étið ykkur í gegnum dyrasímann. hehe

Enn um bumbus :)

Jæja gott fólk þá er ég búin að fara í vaxtarsónarinn og hitta alla mögulega lækna. Það er gott að vel er fylgst með okkur og ég er pínu rólegri en ég var um síðustu helgi. 
Það kom allt vel út í skoðuninni. Bumbus er orðinn 8 merkur svona sirka og er það aðeins yfir meðal stærð. Hjartsláttur er sterkur og góður, legvatn eðlilegt og hreyfingar góðar. Þær voru því mjög ánægðar með þetta bæði ljósmóðirin og Hildur fæðingarlæknir. Ég fór svo til Ástráðs sem er sykursíkislæknir og hann var bara ánægður með árangurinn með sykurinn, segir að ég sé nú bara á einhverjum lúsaskammti af inúlíni. Sem er náttúrulega rétt því að Arna setti mig í byrjun á 6 einingar og sagði að það væri nú voða lítill skammtur en við skyldum byrja smátt. 
Ég fer næst í skoðun hjá ljósu í Grafarvogi þann 15 og svo aftur niður á Lansa þann 25. 
Já niðurstaðan er sem sagt að ég er bara ánægð með allt saman og við virðumst bæði vera hress með eindæmum.
Ég er byrjuð aftur í bumbusundinu og er mjög ánægð með það. Við erum á öllum aldri og á öllum stigum meðgöngunnar. Það er svo fyndið hvað við (fólk) er misjöfn. Sumar konur tala um sjálfan sig og meðgöngukvillana allan tíman meðan aðrar njóta þess að vera í vatninu og gera æfingar. Eftir sundið setjast svo sumar í heitan pott ( æ sem mér finnst nú bara vera hlandvolgur, en sit nú samt í ...) og spjalla um daginn og veginn og óneitanlega kemur upp umræðan um óléttuna. Hvernig gengur, hvenær hver á að eiga, hvort þetta sé fyrsta barn o.s.frv.

jæja ekki meira óléttutal 
sorry en þetta er bara líf mitt í dag :) 

03 mars 2008

Bumbumyndir






Æ veit ekki hvað er að þessu helv... drasli, get ekki sett myndirnar beint inn!!! en ef þið smellið á spurningarmerkin þá sjáið þið myndirnar, eða farið bara beint á myndasíðuna mína :) 

Hún Halla stórbóndi var að biðja um sónarmyndir en ég á eftir að skanna þær inn fyrir hana svo að ég geti skellt einhverju hér inn. En í gær fór ég í stórafmæli hjá vini mínum honum Jóni Skúla. Hann varð 4 ára og hélt stórveislu þar sem borðin svignuðu undan kræsingunum og sykurinn minn fór í hæstu hæðir humm humm. Þegar að veislan var búin bað ég Nönnu mína að taka af mér bumbumyndir því ég nenni ekki að standa í því ein heima :) Hún tók af mér og Jóni Skúla og svo aðra af mér og Ómari, þar sem þeir reyndu að sýna fram á einhverja bumbu en eins og alltaf þá kemst enginn í hálfkvist við mig hehe. ÉG ER EINFALDLEGA ALLTAF BEST!!! Maður verður að vera pínu jákvæður :) 
EN já hér er bumban á rúmlega þrítugustu viku :)

Á morgun þriðjudag fer ég sem sagt í þetta læknavesen og ég segi ykkur nú kannski bara betur frá því á morgun.

Um helgina fórum við mamma suður í Garð að heimsækja Þóru frænku og það var bara indælt hún er svo notaleg hún Þóra. Hún var uppeldissystir ömmu minnar. Var tekin þriggja ára gömul inn á heimilið. Þá var amma orðin 15 ára. Þóra var einmitt að segja okkur að hún hefði nú ekki leitt hugan að því fyrr en nýverið að langamma og langafi voru orðin sextug þegar þau tóku hana að sér þriggja ára gamla. Já það væri í raun eins og mamma og pabbi væru að taka að sér barn núna! En hún átti góða daga hjá þessu indæla fólki. Hafði samband við móður sína og systkin ásamt því að eiga svo ömmu og hennar systur líka. Já það er svo notalegt að vita af því að fólk hugsi vel um aðra án þess að ætlast til einhvers í staðinn.