26 nóvember 2006

FIFILL



Langaði að sýna ykkur mynd sem ég var að taka.
Finnst hún rosa flott og er ánægð með hana í alla staði!

Hvað finnst ykkur?

kveðja
Harpa

25 nóvember 2006

Þakkargjörðardagurinn hinn fyrsti


Þakkargjörðardagurinn er mikilvægur í augum Bandaríkjamanna. Eiginlega haldin hátiðlegri en jólin, því að sá dagur tilheyrir engri ákveðinni trú. Við keyptum kalkún sem var jafnþungur Sólu.
Við skrúbbuðum húsið hátt og lágt og ég fór með Sólu á leikvöllinn þannig að þær Helga og Lexi gætu klárað að skúra og undirbúa kalkúninn sem var jafn þungur Sólu. Gestirnir komu um fjögur leitið og það var glatt á hjalla fram eftir kvöldi. Allir gestir komu með eitthvað matarkynns og smakkaðist þetta allt mjög vel. Fyrir matinn bað Lexi alla að segja nokkur orð um það sem þeir væru þakklátir fyrir. Þetta ætti maður kannski að hafa oftar í huga. Hvað er maður þakklátur fyrir í lífinu og er maður yfirleitt að þakka fyrir það sem maður hefur! Hugsum við bara að þetta sé allt sjálfsagt? Ég er nú samt alltaf þannig á svona hátíðlegum stundum að mig langar helst að fara að grenja (langar það kannski ekki en það gerist bara),allt er svo hátíðlegt og dramatískt. Billý maðurinn hennar Jessíar vinkonu Lexiar þakkaði til dæmis fyrir að vera á lífi eiga yndislega fjölskyldu og vini og ... en hann er búin að berjast við krabbamein. En ég slapp við það að fara að væla í þetta skiptið.
Dagurinn var nánast í alla staði frábær, tja fyrir utan einn 3ára snáða sem var í partíinu. Hann er algjör skæruliði. Æ maður náttúrulega á ekki að tala svona en sumir eru bara ekki eins frábærir og aðrir. Ég þoli ekki þegar foreldrar eru algjörlega lokaðir fyrir því sem börnin þeirra eru að gera. Þeir bara sjá ekki neitt því þeir eru að tala svo mikið eða eitthvað. Hann skellti hurðunum svo að ég hélt að þær myndu detta af hjörunum. Hann sat og pumpaði úr kremtúpu þegar ég kom inn í herbergið hennar Sólu, mamman stóð hjá og talaði við einhvern. Ég tók túpuna og sagði æ æ krem á gólfinu og fór að þrífa það upp. En nei hún var ekkert að spá í því og þegar ég sagði henni að hann hefði verið að pumpa úr túpunni þá sagi hún bara: já hann tók hana þarna og ekkert meir. Ég semsagt setti túpuna á sinn stað og þreif gólfið og annað barn sem hann hafði sprautað á. AAARRRRG já foreldrar og foreldrar! Svo eru náttúrlega til foreldrar sem vilja hafa allt fullkomið og gera mann brjálaðann með sumu sem þeir segja en hei nenni ekki að tala meir um foreldra. En ég verð kannski einhverntíma foreldri og þá geri ég ykkur öll sjálfsagt brjáluð hehe. knús til allra sem eru foreldra og hinna sem verða einhverntíma foreldrar og já líka til hinna sem bara alls ekkert langar til að verða foreldrar.
Harpa

Bioferð

Fór í bíó með Lexi á miðvikudaginn, fórum í gamalt og fallegt bíóhús sáum myndina (man ekki hvað hún heytir núna) sem var alveg hrikalega góð. Þegar við vorum komnar í röðina til að kaupa miða sá ég strák sem kíkti á mig og svo á Lexi og svo aftur á mig. (ég hélt náttúrulega að hann væri geðveikt skotin í mér hehehe) EN NEI hann var þarna með kærustunni sinni. OG allt í einu sagði hann við okkur : ég ætla að borga miðana ykkar! Ha sögðum við og héldum að hann væri fullur. En nei hann var ekki fullur, sagði að það hefði maður setið á næsta borði við þau og reykt þegar þau fóru út að borða í gær, þau hefðu fært sig um borð og þegar þau voru búin að borða sagðist maðurinn ætla að borga máltíðina þeirra, sem hann og gerði. Þau vildu sem sagt koma þessu áfram og gera eitthvert góðverk fyrir einhvern annan. Þannig að nú er ég komin í Láttu það ganga keðju og verð að finna eitthvað sniðugt til að gera fyrir einhvern annan. Finnst ykkur það ekki Krúttað??? Alltaf gaman að koma einhverjum á óvart, það gleður og gefur lífinu lit.

20 nóvember 2006

Sjaram og indianar


Hæ hó einu sinni enn.
Helgin búin að vera viðburðarrík. Fór í afmælispartý, morgunverð og á listasafn.
Fór með Lexi á stórt listasafn í San Francisco á laugardaginn og það var mjög fínt 4 hæða safn og ýmsar sýningar í gangi. Mér fannst að sjálfsögðu 3 hæðin skemmtilegust en þar voru ýmsar ljósmyndasýningar bæði nýjar og gamlar myndir. Nú svo var Mikel jakson og apinn, gul lituð stytta þarna á safninu. Svo fórum við í bíltúr og keyrðum uppá Tvin peaks það er hóll hér í borginni þar sem sést yfir allt í góðu veðri. og þar sem veðrið var gott þennan dag tók ég nokkrar myndir. Hey var ég búin að segja ykkur af honum Sjaram???? Krúttið mitt! Hey hitti hann fyrir nokkru síðan og féll kylliflöt fyrir honum og HANN fyrir mér að sjálfsögðu. Hann er frá Trinidad (sem ég hef ekki hugmynd hvar er!!!) Verð að fara að skoða landakortið! og er bara algjört æði. Hann skilur ekkert svakalega mikið í ensku en okkur kemur vel saman. Ég er nánast búin að hitta hann á hverjum degi frá því að ég hitti hann og hann kom með okkur til SF. Ætla að gá hvort að ég finni myndina af okkur :) FINNST YKKUR HANN EKKI ÆÐI????

HEY ER BÚIN AÐ KENNA SÓLU AÐ SEGJA HARPA! (borið fram HABPA) og það er svooo gaman þegar hún er að kalla á mig híhí. Hún kann sem sagt núna mamma, bolti (á ensku) jæja, og bææææ og svo HARPA!
Á fimmtudaginn er Þakkargjörðardagurinn og þá verður hér veisla, á föstudaginn er svo almennur frídagur og þá ætla ég væntanlega að fara að taka myndir af indíánum sem verða að mótmæla fyrir framan verslunarmiðstöð/götu sem byggjð er á fornum grafreitum indíána. Það er ein vinkona Helgu sem er búin að bjóða mér að koma og taka myndir en hún er indíáni. Þetta er spennandi og ég vona að þau verði í búningum.
Við Helga fórum á föstudaginn að taka myndir. Ekki af jógakonunni eins og ég hélt heldur af einu eldhúsi, þremur baðherbergjum og einu herbergi. Það mætti halda að fólk hér í bandaríkjunum verði voða oft brátt í brók því að t.d. í þessu húsi voru 3 baðherbergi á sömu hæðinni. Þetta er náttúrulega bara bilun! Hey við tókum á nýju myndavélina mína og beint inn á tölvuna hennar Helgu. Þvílikur munur fyrir hana að geta bara séð myndina strax á stórum skjá, þvílík tækni segi ég nú bara. Fór í Pumabúðina á laugardaginn og keypti peysu sem ég sá fyrir mánuði síðan og langaði svo í. Hún er rústrauð, þykk með hettu, keypti líka bol í sama lit.
Mamma hringdi í mig í dag og mikið var gott að heyra í henni, talaði stutt því síminn minn dó, er ekkert að hlaða hann á hverjum degi því að ég nota hann nánast ALDREY en mér var nær. Hún var að baka mömmukökur sem ég hlakka svooo til að fá sendar.
Æ var að fá bréf frá Kristiönnu og það er ekki víst að hún komi um jólin því hún er í basli með vegabréfið sitt en ég VOOOONA að hún komi til mín buhuuuu. það væri nú gaman. Annars kemur hún bara í janúar :)
Fór með Helgu í dag að prenta myndir hjá vinkonu hennar sem er listmálari, ohhhh hún Laura Parker gerir svo geðveikt flottar myndir, hún málar ávexti og svoleiðis með kol og einhverjum litum held það sé misjafnt hvort það séu akril eða eitthvað annað.
Jæja dúllurnar mínar skrifa meira síðar. Látið nú ljós ykkar skína hér á síðunni minni.
Hey ÞJ endilega skrifa mér bréf, já við deildum hjörtum ég og HÞ og það eru allir hér miður sín yfir því hvað bandaríkjamenn eru orðnir klikkaðir þarna í sambandi við vegabréfsáritanir.
Takk fyrir hrósið með myndina, ég er bara ánægð með hana.
Hey ÞÓRA JÓNA ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ YFIRFARA STARFSMANNAMYNDIRNAR????? Ég er enn á mynd hjá þér og nokkrir aðrir sem ég held að séu hættir sko!!!
Hanna Berglind þú verður að vera dugleg að taka snjóamyndir ég næ þeim örugglega ekki fyrr en ég fer til NY um jólin.

jólin jólin jólin koma brátt,

Harpa í skýjunum

14 nóvember 2006

Litið að fretta



Þetta er niðri í bæ í Oakland og svo er San Francisco í baksýn. Mér finnst bara svo flott, þegar það er bjart og svona hnoðraský að ég varð að sýna ykkur þessa mynd.

Já var að passa Sascha í dag.
Vann myndir í ps fyrir Helgu í kvöld
Dreymdi barn af Geislabaugi í nótt. Voða skrítið, lítill gutti sem ég var með á Geislabaugi kom í draum hjá mér í nótt. Kom hlaupandi til mín og kastaði sér í fangið á mér og fullt af fólki stóð brosandi hjá. Veit ekkert hvað það táknar og af hverju hann kom allt í einu. Þóra Jóna ef þú er að lesa þetta þá var þetta HÞ. Humm svo man ég ekki meir af draumnum. Haldiði ekki að jógagúrúið sé búin að kaupa sér buxur og við Helga (sem sagt Helga en ekki ég hehe) erum að fara að taka myndir af henni á föstudaginn. Með nýju myndavélinni minni.Ætlum að reyna að fatta hvernig á að taka beint á tölvuna hennar Helgu. Þá sem sagt tengjum við myndvélina og tölvuna saman og tökum myndir þannig. Sniðug ha!

Jæja best að fara snemma að sofa því ég er með Sólu á morgun. Hér fara allir snemma að sofa sko, tja nema stundum þegar við frænkurnar erum eitthvað að bauka, sem er svona annan hvern dag.

13 nóvember 2006

Regnhlifardagur!

Já það er aldeilis búið að rigna hér í alla nótt og allan dag og nú er komin nótt aftur og enn rignir hann. Ég er hress og kát þrátt fyrir rigninguna, fór með Helgu til Mikeyar í dag og var að vinna hjá henni. Hún er nú alveg ótrúleg kella. Er um sjötugt borðar örugglega meira af vítamínum en mat og er mikill sérvitringur. Maður þarf að kappklæða sig þegar maður fer þar inn því það er svo kallt hjá henni. Í dag var ég í langermapeysu,stuttermabol, þykkri peysu og með ponsjó og trefil en var ekkert of heitt.
Hey já hálsinn er enn eitthvað skrítinn en títrí olían hefur góð áhrif, að vísu á maður að skrifa þetta sko Tea tree olía en hverjum er ekki sama, hljómar bara svo vel hinsegin. Nuddið var frábært sem ég fékk en það svo sem breytti ekki miklu er bara áfram með pínu vöðvabólgu. Hvað haldiði að við Helga höfum verið að gera í kvöld??? Hlusta á jólalög og pakka inn nokkrum jólapökkum. Tí hí gaman já við erum sko að spá í að setja upp jólaseríur í vikunni. Ætlum að setja upp í garðinum en ekki kveikja á þeim fyrr en daginn eftir Þakkargjörðardaginn. Æ það er bara svo gaman að vera að dúllast þetta. Ég er að passa Sascha á morgun en hef ekki verið að passa hann undanfarna þriðjudaga eins og ég ætlaði. Það er bara fínt því í staðin höfum við Helga og Sóla verið að bralla eitthvað. Kristíanna vinkona mín er vonandi að koma til mín í byrjun des :-) hún er á fullu að skoða flugmiða og ég VONA að hún finni eitthvað gott. Ég er búin að setja heimilisfangið mitt og símanúmer hér efst á síðuna þannig að þið getið farið að senda mér handskrifað bréf heheh. Sá sem verður fyrstur til að senda mér handskrifað bréf fær óvæntan glaðning í pósti ;-)
Hringdi í Munda það var gott að heyra í honum brósa sínum
Hey Ása það var æði að heyra í þér, Kristín og mamma og pabbi og Kristíanna og allir þið sem eruð búnir að kommenta hjá mér takk takk takk gaman að fá bréf símtöl og komment :-)
knús og góða nótt eða þannig híhí

Hey það eru komnar nýjar myndir á myndasíðurnar

09 nóvember 2006

nudd og snudd

Er búin að vera að finna eitthvað til í öxlunum og vinkona Helgu sem er nuddari ætlar að koma hingað á eftir og nudda mig. Það er náttúrulega þvílíkt dýrt en ég ætla að prófa í eitt skipti. Nenni ekki að vera hjá henni ef að hún verður eins og Saddi sadisti sem ég var hjá þarna einu sinni. Ætlaði að fara að synda en þá er náttúrulega sundlaugin opin á fáránlegum tíma, því að þetta er sundlaug sem fylgir háskóla.
Við Helga áttum að fara að taka myndir af jógakonu á morgun EN það finnast ekki réttu buxurnar fyrir myndatökuna þannig að við verðum að bíða þar til jógagúrúið er búin að kaupa buxur.
VIð erum að fara í mat til Jessýar æskuvinkonu Lexiar og sonar hennar sem heitir Will. Hún er spænskukennari gift trommara í einhverri hljómsveit og hún ákvað það þegar Will fæddist að hún myndi tala við hann spænsku og Billy maðurinn hennar ensku. Þannig að barnið sem á tvo bandaríska foreldra er í raun tvítyngdur. Legg nú ekki meira á ykkur :-)

Ég fór á kaffihús í dag, skrifaði utan á nokkur umslög (já jólin eru að koma) og svo fer ég að skrifa í kortin líka. Guð hvað það er gaman að jólin séu að koma. En fyrst er náttúrulega þakkargjörðin hjá okkur og það verður gaman að upplifa það.

Ég veit ekki hvert planið er fyrir helgina en ég er að hugsa um að fara til SF og skoða mig eitthvað um.

Á morgun fer ég með Helgu til Mikkyar og vinna eitthvað og í leiðinni ætla ég að koma við í jurtaapóteki og kaupa TITRÝ olíu eins og Björk gaf mér. Hún er allra meina bót og á vonandi að geta unnið bug á þessari hálsbólgu eða bólgna kirtli sem ég er með, eins gott að ég fái nú ekki streptakokka hér. en já piri piri olían eins og ég kalla hana er GÓÐ.

Hey gaman að þú Björk sért búin að kaupa handa mér jólapakka því ég er nefnilega búin að kaupa handa þér eitt sem ég veit að þú verður alveg geggjað ánægð með híhí.
Hey sá hvítan kertastjakastein í búð í gær minnir að það hafir verið selanít (ohhh man það ekki) rosa fallegur í raun eins og salt er það ekki rosa fínt og hollt! var að spá í að kaupa mér svoleiðis!

takk fyrir öll kommentin

knús og hafið það gott

Harpa

Tillfinningablus

Hello vona að þið hafið ekki misskilið síðasta póst.
Mér líður mjög vel hér í Kaliforníu og hef ekki yfir neinu að kvarta. Stelpurnar eru allar sem ein frábærar og eru alltaf að fara með mig eitthvað og kynna mér fyrir einhverju nýju. Mér líst því mjög vel á land og þjóð. Sóla er hreint frábær. Mjög glaðlynd og skemmtileg stelpa. Það var rosalega gaman þegar ég náði í þær á flugvöllinn um helgina þá skríkti hún bara af gleði þegar hún sá mig. Veðrið er alveg frábært og maturinn góður. Í rauninni er það eina sem ég sakna frá Íslandi fólkið mitt. Annað hef ég hér :-) jæja nú erum við sóla að fara niður á strönd/fjöru að labba og leika okkur skrifa vonandi meira í kvöld

Knúsí músí

Harpa

og letin heldur afram

Elskurnar mínar veit ekki alveg með mig þessa daga. nenni bara ekki að blogga. Fékk skemmtilegt og óvænt bréf frá Erlu Hrönn minni í Danmörku en við vorum saman í Háskólanum á Akureyri. Við bjuggum saman þar og erum þar að auki frænkur. EN þrátt fyrir allt þetta þá höfum við ekki heyrst í svooo langan tíma og það var svo gaman að heyra í henni, orðin gift kona með tvær dætur vá heppin hún :-)

Þóra Jóna var eitthvað að skora á mig að skrifa um tilfinningar og eitthvað! Hefur nú einhver áhuga á því???

Mestu tilfinningarmálin eru að sakna fjölskyldu og vina. Að vera einhversstaðar þar sem maður heyrir í gsm símanum sínum hringja og hann er ekki einu sinni í sambandi. Þar sem maður getur ekki heimsótt neinn og hringt í neinn og sagt Hæ hvað ertu að gera! viltu koma í bíó? Æ hefur einhver áhuga á því?

En hey Björk og Ása við Helga erum líka farnar að hlakka rosalega mikið til jólanna og ætlum að skreyta um leið og Þakkargjörðin er búin, það er svoooo gaman en pæliði í því að það er sko bara kominn miður nóvember (tja svona næstum því)

ÉG GLEYMDI AÐ SEGJA TIL HAMINGJU MEÐ 4 ÁRA AFMÆLIÐ DANIEL!!! Hann átti afmæli 6. nóv.

Er að fara að sofa en lofa að blogga nú eitthvað skemmtilegt og setja inn myndir mjööööög fljótlega

knús í krús
Harpa sem situr við opin arineld

08 nóvember 2006

Leti leti leti

Þið eruð að vakna og ég að fara að sofa! Ég bara get ekki bloggað í kvöld (nótt) en ég LOFA að blogga á morgun ( miðvikudag) , Reynið endilega að kíkja hér við annað kvöld eða í kvöld núna hehe gúd bæ.

Ma og pa ég fékk tölvupóstana :-)

knús Harpa

02 nóvember 2006

Fjöldamorð

Ojjjjjjjj
Þegar ég kom heim áðan úr búðinni labbaði inn í eldhús þá sá ég 1000000000000000000 maura við eldhúsvaskinn. Nú er búið að rigna í sólarhring og þá sækja maurarnir inn. EN ÉG ER BARA ALLS EKKERT SÁTT VIÐ ÞAÐ. Með tuskuna að vopni, vatn og sápu framdi ég sem sagt hriðjuverk í mauraríkinu. Drap og drap og er ekkert betri en aðrir morðóðir andskotar. En því miður þá sé ég bara fleiri og fleiri maura og finnst alltaf eins og einhver sé að skríða á mér. Þetta er eins og þegar blessuð lúsin kemur upp í skólanum sem maður er að vinna í þá fer manni alltaf að klæja í hausnum og út um allt.
Hey Rugreb ætli það sé ekki best að sleppa jólagjöfinni í ár því að sendingarkostnaðurinn færi upp fyrir budgetið ekki satt?

Púki, Amma gella og Ása takk fyrir að hringja það er svo gott að heyra í rödd frá Íslandi

Mamma og Pabbi ætla að hringja í dag(morun hjá mér) föstudag til ykkar. Hlakka til að heyra í ykkur

Jæja ætla að horfa pínu á sjónvarpið
knús í krús

Harpa besta

Ein i kotinu!

Jæja þá er maður orðinn einn í kotinu, svona næstum því fyrir utan köttinn Leroy og vinkonu Lexiar sem heitir Jenifer og ætlar víst að fá að gista hér. Lexi, Helga og Sóla fóru til, æ man ekkert hvert þær fóru, en þær fóru á ráðstefnu þar sem verið er að sýna myndina hennar Lexiar, Girltrouble. Þær koma heim aftur á sunnudaginn.
Dagurinn í dag var þannig að ég fór með þær pæjur á flugvöllin í SanFran. Þaðan fór ég með filmu í framköllun fyrir Helgu. Þaðan fór ég í RISA búð sem heitir Target. Þar er hægt að fá allt milli himins og jarðar og ég var þar í tvo tíma að skoða og versla. Og haldiði ekki bara að ég hafi keypt alveg heilan helling. Fyrsta skipti sem ég versla eitthvað að viti. Keypti jólakort, pínu jólaskraut, jóla merkimiða, myndaalbúm, dvd myndir, jóla geisladisk, verkjatöflur, sokka og svona dót til að gera skrap book. Já já alskonar dótarý. Voða voða gaman.

Það var Halloween(hrekkjavaka) hér í fyrradag og það var ágætt Sóla var í drekabúningi og var ferlega sæt. VIð fullorðnu kellingarnar vorum ekki í búningi. Ég og Helga fórum með Sólu hjá einhverjum skóla þar sem vinkona þeirra kennir og þar voru allir krakkarnir klæddir í búninga. Fórum í smá skrúðgöngu með þeim og allir voru að dást að litla drekanum okkar. Margir voru að taka myndir af henni.
Mig langaði að fara í Castro þar sem að skrúðgangan er að kvöldi til í SF en sem betur fer fórum við ekki þangað því að það voru átta manneskjur skotnar þar um kvöldið. Ekki veit ég hvort að það hafi verið skothríð eða skotið hér og þar en mér er svo sem sama um það ekki alveg það sem ég var að sækjast eftir. Gott að ég var bara heima.

Set myndir af þessu hér á morgun.

knús Harpa

01 nóvember 2006

Stenst ekki matið

Fékk svo frábærann brandara í pósti!



Stelpa spyr kærastann sinn um að koma heim til sín á föstudagskveldi og borða með foreldrum sínum. Þar sem þetta er nokkuð stór viðburður, þá tilkynnti stelpan kærastanum sínum að eftir matinn myndi hún vilja fara út og hafa samfarir í fyrsta sinn.
Jæja, strákurinn er himinlifandi, en hann hafði aldrei áður haft samfarir, svo hann gerir sér ferð til lyfjafræðings til að ná sér um nokkra smokka.

Hann segir lyfjafræðingnum að þetta sé hans fyrsta skipti og lyfjafræðingurinn tekur sér klukkutíma í að fræða strákinn um allt sem hann veit um smokka og samfarir.Þegar kemur að því að panta, þá spyr lyfjafræðingurinn strákinn að því hversu marga smokka hann myndi vilja kaupa: 3 í pakka, 10 í pakka eða fjölskyldupakka. Strákurinn vildi gjarnan kaupa fjölskyldupakka því hann taldi að hann yrði frekar upptekinn, þetta væri fyrsta skiptið hans, o.s.frv.

Um kvöldið mætir strákurinn heima hjá foreldrum stelpunnar og kærastan tekur á móti honum. ,,Vá, ég er svo spennt fyrir því að þú hittir foreldra mína, komdu inn!". Strákurinn gengur inn og er vísað til borðs þar sem foreldrar stelpunnar eru sest niður. Strákurinn býðst skyndilega til að fara með borðbæn og hneigir höfuðið.

Mínútu seinna er strákurinn enn við bæn með höfuðið hneigt niður.

10 mínútur líða og ennþá örlar ekki á hreyfingu frá stráknum.

Eftir 20 mínútur hallar stelpan sér að kærastanum sínum, sem enn virtist í

djúpri bæn, og hvíslar að honum ,,Ekki vissi ég að þú værir trúaður!"

Strákurinn snýr sér við og hvíslar til baka: , Ekki vissi ég að pabbi
þinn væri lyfjafræðingur!!!"


HHAHAAHAHHAHAHA

KNÚS HARPA

Rett hja pukanum

Jú það er víst alveg rétt hjá þér PÚKI ég fór í vitlausa átt. Það eru 8 (ÁTTA) tíma munur á milli okkar núna. Sko þið sem eruð á Íslandinu góða og hjá mér í Oakland Californíu.

Hey var að frétta að það væri frábært að kaupa flug til LA og keyra í 1-2 tíma og þá er maður kominn á frábært hótel úti í eyðimörk. Þrusuflott að fara þangað í febrúar var mér sagt. Þannig að það er spurning hvort að einhvern langi að koma í ferðalag með mér????? Hver hver og vill og verður má ekki svíkja verður að lofa híhí.

Kveðja Ég