31 maí 2007

Jesu broðir besti


KONA OG BER BOSSI!


Sit og hlusta á Sálma með Ellen Kristjáns.
í gær fór Lexi með Sólu og pops til grandpa og grandma G.
H og L fengu gefins sófa sem þær settu í þvottaherbergið og svo átti eitthvað að breyta því. Ég stakk uppá því við Helgu að við kæmum Lexi á óvart og gerðum þetta meðan hún og Sóla væru í burtu. Við keyptum því málningu í gær, máluðum herbergið, þrifum, settum sófann þar sem hann átti að vera, söguðum hillur og festum þær upp. Bárum að sjálfsögðu allt úr hillunum út í stúdíó, og svo allar bækurnar sem í stúdíóinu voru inn í litlu bókastofuna þegar við vorum búnar að setja all upp þar. Helga byrjaði að fara yfir dót sem hún hefur geymt í 100 ár og henti og henti. Á meðan fór ég í herbergið hennar Sólu og raðaði fötum og tók frá það sem ég hélt að væri orðið of lítið. Raðaði dóti og gerði allt fínt þar. Svo í dag fórum við að fella tré hjá Mickey og komum svo heim og ég ryksaug allt húsið og Helga fínpússaði eldhúsið. Lexi var voða glöð þegar hún kom heim úr sveitinni að sjá hvað allt var fínt og frekar hissa að sjá tilbúið herbergi :) þannig að áætlunin tókst hjá okkur frænkunum. Við eigum samt eftir að fara í stúdíóið taka þar til og Helga þarf að fara yfir allt dótið sem að hún hafði geymt í þvottaherberginu. Gamlar filmur, myndir og blöð og svona.

Daven er búinn að vera hjá okkur í nokkra daga og hann er bara yndislegur :) Hann gaf mér ljósmyndabók áður en hann fór, sögu ljósmyndunarinnar. Rosa flott bók. Hann ætlar að koma til Íslands og heimsækja mig. Vona að hann standi við það.

Lexi er frekar stressuð þessa dagana því hún er kannski að fara að skipta um vinnu. 98% líkur á því, hún er eiginlega bara stressuð yfir öllum sköpuðum hlutum þannig að við frænkurnar (stóru) látum bara eins og ekkert sé og erum bara rólegar við hana.

Sóla er farin að færa sig aðeins uppá skaftið og er erfiðari en hún hefur verið hingað til. En það er nú í fínu lagi mín vegna, ég ræð nú við einn pottorm sem er eitthvað að þykjast.

Á morgun er myndataka, innanhúss arkitektúr. Förum að ná í linsur í linsuleiguna á morgun og svo förum við að taka myndir. Ég leigði mér að gamni 100mm macro linsu og ætla ég að leika mér með hana um helgina. Taka myndir af blómum og svona :)
Hlakka til að fara að stússa í því.

Nú mamma er að bíða eftir því að fá staðfestingu á flugi hingað til mín og það verður alveg geggjað ef að hún og Svavar Dór frændi minn koma hingað til mín :)

Svo koma Ásbjörg og Erla Hrönn til mín í júlí og verða samferða mér heim.

Ég er svo heppin að Memo myndlistarkona ætlar að gera skál og staup fyrir mig í staðin fyrir myndirnar sem að ég er að láta hana fá í sambandi við Karnivalið :) Rosalega ánægð með það. Hún gerir svo geggjaða hluti :)

Ég er alveg svakalega ánægð með skómyndina frá karnivalinu og hún hefur fengið mikið lof á flickr og líka í LMK síðunni þegar ég setti hana í gagnrýni þar.

Ég var að panta mér þrífót fyrir myndavélina mína því ég á engan, fékk ráð frá strákunum mínum í bransanum :)

jæja gúdd bæ :)
Harpa

28 maí 2007

Karnival


Uppáhaldsmyndin mín frá Karnivalinu :) Hvað finnst ykkur :)

Fór í Karnival með Helgu, Lexi, Sólu, Daven, Ari og Sascha. Við fórum af stað um morguninn klukkan 9 og átti skrúðgangan eða karnivalið að byrja stuttu eftir það. Við Helga fórum að taka myndir af undirbúningnum og það var mjög fínt. EN skrúðgangan sem átti að byrja um níu byrjaði ekki fyrr en 11.45.
Það sem var öðruvísi fyrir mig við þessa skrúðgöngu var að ég var í henni en ekki að horfa á skrúðgönguna fara framhjá!!!
Já við vorum sem sagt að taka myndir fyrir konu sem heitir Elisabet. Hún var á stórum palli með hljómsveit og svo voru sem sagt sjóræningjar og sjóliðar allt í kring. Ég og Helga vorum sjóræningjar en hitt liðið í hópnum voru sjóliðar.
Það var bara rosa gaman :) Hentum perlufestum út í þvöguna sem var rosalega mikil :) allir að taka myndir og svona :)

Ætti náttúrulega að setja mynd af mér hérna.

Á spegli allra? Hvað finnst ykkur

Fékk þetta sent í pósti frá góðri vinkonu minni :)

Þetta ætti sennilega að vera límt á spegilinn á baðinu hjá þér þar sem þú getur lesið þetta á hverjum degi. Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því en þetta er 100% satt!

1. Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum heimi sem þú myndir deyja fyrir.
2. Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem elska þig á einhvern hátt.
3. Eina ástæðan fyrir því að einhver hati þig er, viðkomandi vill vera eins og þú.
4. Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.
5. Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa
6. Þú ert himinn og jörð hjá einhverjum.
7. Þú ert einstök og sérstök í þessum heimi
8. Einhver sem þú þekkir ekki, elskar þig.
9. Jafnvel þegar þú klúðrar málunum, verður eitthvað gott úr því.
10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið í þig baki, líttu aftur á.
11. Mundu alltaf eftir hrósum sem þú færð. Gleymdu dónalegum hreitum.


Já og mundu………þegar lífið afhendir þér Sítrónu /Lime, biddu þá um Tequila og salt!


Tók nú strax eftir því að þetta er skrifað til kvenna ekki til karla??? Þurfum við meira á þessu að halda en karlmennirnir???

Hvert er ykkar mat á því?

26 maí 2007




Hvort myndin þykir ykkur nú betri elskunar mínar??? Eða eru þær kannski báðar verri!!!

Knús Harpa sem fór og keypti sér vísdómsspil áðan því að einhver engill á Íslandi sagði henni að kaupa sér eitthvað fallegt :)

Alice sendi mér mynd af Daniel í email.

Held það sé bara rétt hjá Mömugöggu það eru bara allir hættir að gefa komment á þessa síðu. Já held bara að það sé nýju ríkisstjórninni að kenna. Hugsa að það sé samsæri sjálfstæðisfylkingarinnar sem er að koma berlega í ljós hérna á síðunni minni.
Annars er nú ekki uppi á mér typpið þessa dagana. Ég nenni hreinlega ekki neinu. Fór að vinna í gær hjá Mickey, það var bara fínt eftir tveggja vikna frí. VIð Helga fórum á föstudaginn að taka myndir í einu húsi. Það var fyrir Orit sem er málari, hún málar eitthvað spes. Hún notar leir en ekki málningu, aðferðin er mexikönsk að ég held :) En ok við sem sagt erum að taka fyrir hana myndir af veggjum í hinum mismunandi húsum. Flest eru húsin öll hrikalega stór og flott, æ kannski ekki öll flott en sýna mikið ríkidæmi.

Daven krútt er hjá okkur og ekki amalegt að hafa karlmann hjá sér í stúdíóinu :)

Á morgun er Karnival og við Helga erum ráðnar til að taka myndir fyrir ákveðinn hóp. Uss var að frétta að við verðum að vera mættar klukkan níu. Uss allt of snemmt fyrir mig. Ég og Helga verðum sjóræningjar og Lexi og Daven verða sjóliðar. Það verður alskonar lið því þetta er svon Brasilískt karnival. :) Gaman að því :) hlakka til :)

Vá var að fá símtal frá Munda bróður. Hann er kominn heill á höldnu til Holstebro og Daniel voða ánægður að fá pabba heim. Mundi sagði að Daniel (sem er nýbyrjaður að æfa fótbolta) var að keppa í fótbolta á Heimsmeistaramóti leikskólabarna í Holstebro. Haldiði ekki bara að strákurinn hafi ekki komið í sjónvarpinu því að hann skoraði mark :) Ekkert smá flott hjá honum :) Harpa frænka voða montin ;) og ég hlakka alveg hrikalega til að koma heim í sumar og hitta stráksa í ágúst :)

Ég ætla að fara í dag og kaupa mér jógamottu því ég er alltaf að drepast í hálsinum og herðunum og er að hugsa um að fara að teygja á hverjum degi og gera einhverjar æfingar. Nú svo er alltaf hægt að nota mottuna í sólbaðið hehe :)

knús og kossar

Harpa

23 maí 2007

Afmæli og klipping

Kristín mín til hamingju með afmælið í dag 23 maí. Orðin 35 eins og fleiri :)
Færð afmælisgjöfina í sumar kella mín þegar ég kem heim býst ég við :) hvað var það aftur sem var á óskalistanum í ár???
Ætlaði að reyna að finna eina góða mynd af okkur sem ég á hér á harða diskinum hjá mér. En ég reyni það kannski bara á morgun.

Fór í klippingu í dag. Fór ekki í kínahverfið eins og síðast. Rosa flott kona sem klippti mig. Hún smjattaði á tyggjói allan tímann var með gemsadót í eyranu ef að síminn myndi nú hringja. Puff mér finnst þetta vera algjörlega komið út í öfgar þetta símavesen á fólki. Getur maður ekki verið í vinnunni í friði án þess að fólk þurfi að vera að hringja í mann endalaust?!!
En já ég ætlaði sem sagt að stytta hárið pínu og núna er bara hægt að segja að ég sé STUTTHÆRÐ kræst kom heim leit í spegil og er í sjokki. En já kemur betur í ljós á morgun þegar ég vakna hress og kát fer í sturtu og greiði mér. buuuhuuuu, well það nær að vaxa áður en ég kem heim svo að Nanna mín hafi nú eitthvað að gera.


jæja ég er búin að vera eitthvað þung í dag, svaf bara seinnipartinn, kannski með einhverja pínu pest eins og Helga sem er búin að vera veik síðan í gær. En já vona að andinn verði betri á morgun


ELsku BJÖRK og ARNA DRÖFN takk fyrir löngu og góðu bréfin frá ykkur og ÞÓRA JÓNA takk fyrir emailið í dag. Ég læt heyra frá mér :)

knús og bæ

Harpa

22 maí 2007

Allt tekur enda!


Jæja þá er tíminn búinn sem við Mundi höfðum saman í bili. Áttum mjög góða daga saman. Skoðuðum ýmislegt borðuðum góðan mat og vorum í félagsskap hvors annars sem var gott. Við höfum eiginlega ekki verið svona lengi saman ein í mjög langan tíma. Ja bara ekki frá því að við áttum bæði heima á Íslandi fyrir svona 13 árum síðan! Auðvitað getur það nú verið pínu erfitt að hafa einhvern hjá sér 24 tíma sólarhrings í marga daga en ég fann ekki fyrir því að ég væri orðin þreytt. Hann kvartaði ekki þó að ég væri nú eitthvað að tuða stundum í honum eins og mér einni er lagið. Hann elskar Hörpu sína þó hún tuði pínu :)
Já við fórum í þjóðgariðinn Yosemite. Hriklega stór þjóðgarður og við sáum ca 1% af honum. Það er ca 99% af gestum þjóðgarðarinnst á þessu eina prósenti hehe. Þar eru risa tré, mörg tré, fossar og risa klettar. Já hér er allt risa bæði fólk og náttúra. Við fórum sem sagt með Lexi Helgu og Sólu í sumarbústað til vinkvenna þeirra sem voru með bústað í láni rétt hjá Yosemite.
Mundi fór svo í flugið í morgun og ég keyrði hann. Ég veit eiginlega ekki hvað er að mér en ég fór ekki heldur að grenja þegar ég kvaddi hann. Held ég sé að breytast í harðgerðann kana. hehe nei ekki alveg. EN já engin tár í dag ja jú annars kannski eins og tvö þegar ég var pínu að pirrast. En það lagaðist þegar ég fór í sturtu.
Það er eiginlega 100% ákveðið að ég fer að vinna í ljósmyndun þegar ég kem heim og vonandi líka eitthvað í leikskóla. Kannski svona 50/50 eða 60/50 eða eitthvað svoleiðis.En það á eftir að koma betur í ljós.

Já hér var steikjandi hiti í dag. 27gráður og mér var bara HEITT, er orðin eins og fínasti mexikani á litinn og fíla það nú bara vel. Fór og pantaði mér klippingu á morgun og núna fer ég sem sagt úr kínahverfisklippingunni í svertingjastofuklippinguna. Vona að það verði alveg ljómandi :)

Já ríkisstjórnin fallin og Ingibjörg Sólrún orðin ráðherra hahahahahahahah já verði okkur að góðu.

jæja æ eg er víst ekkert skemmtileg eins og stendur. Bið bara að heilsa í bili

þar til næst

Harpa

Miðlakirkja


Við systkynin og Helga fórum í miðlakirkju í síðustu viku. Messan (ef hægt er að kalla það svo ) byrjaði á heilun fyrir þá sem vildu. Ég fór í það.
Svo mátti maður skrifa spurningu á miða eða bara nafnið sitt, halda á miðanum í smá stund til að gefa orku í hann. Þá settumst við niður og athöfnin byrjaði. Fyrst kom ung kona (miðill) og hún var með skilaboð til nokkurra þarna. Svo voru miðarnir teknir og ég hafði skrifað spurningu á miðann. Henni var ekki svarað og nú er spurningin bara enþá gáta fyrir mig en það er bara gott því ekki vill maður vita allt fyrirfram. Miðillinn,gamall maður, sko eldgamall tók miðann minn og leit beint í augun á mér og sagði "þú sérð, þú sérð meira en þú heldur, leggðu hjartað í það, mundu það, þú sérð" humm hugsaði ég, já ég sé en ég held ég sjái ekki meira en aðrir. Ég sé bara með augunum, að vísu sáu þau eitthvað meira eftir að ég fór á heilunarnámskeiðið hjá Björk en ég held ég sjái nú ekki neitt :) nema það sem þið sjáið. Kannski er það bara þannig að ég gæti þjálfað upp einhverja sýn!!! Gamli maðurinn sem er kominn yfir nírætt minnti mig á kall úr hrillingsmynd, pínu tekin í andliti, dró fæturnar þegar hann gekk og horfði á mann með öðruvísi augum en maður er vanur. MInnti mig á einhvern sem gengur um með risastóra lykla á stóru hringlyklakyppunni sinni hehe en svo er hann bara alveg súper dúper yndislegur. Nú þegar allir miðarnir voru búnir þá skrifuðum við í gestabókina og á leiðinni út mætti ég þeim gamla, mér til mikillar undrunar horfði hann beint í augun á mér, potaði í nefið á mér og sagði: " mundu þú sérð mundu það" svo brosti hann og við héldum áfram okkar leið.

Helga tók mynd af okkur systkynunum fyrir utan kirkjuna :)
Þannig var nú þessi saga.

Harpa

15 maí 2007

Draumar eða martraðir


Veit nú ekki hvað var að mér í síðustu viku. Mig var bara að dreyma eitthvað algjört kjaftæði. Eina nóttina dreymdi mig að ljósmyndarinn sem ég var að spá í að fara að vinna hjá segði við mig: þú þarft ekkert að koma til mín, þú getur bara farið að passa þessa krakkaasna aftur. Sussu svei orðbragðið hjá manninum. Er nú búin að fá email frá honum þar sem hann biður mig að koma við hjá sér þegar ég kem heim. Vonandi kemur allt gott út úr því.

Aðra nótt dreymdi mig að ég væri að fara í Laufskálarétt. OG ég fékk ekki far með neinum. Átti ekki bíl og náði ekki rútunni og þegar ég spurði Ragga og Stínu hvort ég mætti fara með þeim hlógu þau bara að mér ... Hvers konar fólk er þetta :( en þegar ég sagði HB drauminn minn þá sagði hún bara: hey ég kem bara og næ í þig hehe þannig að það er búið að redda því :)

En já vona að þessum draumum sé lokið í bili. Ætli ég hafi ekki bara verið eitthvað stressuð :)

knús bæ

Alcatraz


Litlu dúllurassarnir saman á THE ROCK

Jæja við systkynin fórum á fangaeyjuna Alcatraz í gær. Það tekur ekki nema 12 mínútur að sigla út í eyjuna frá San Francisco. Samt er talið að þeir sem reyndu að strjúka frá eyjunni hafi druknað því að það er svo straumhart þarna.
Meðal fanga sem voru þarna er til dæmis Alcapone.

Við löbbuðum um eyjuna í skítakulda bæði á stuttbuxum og sandölum og ég þakkaði mínu sæla fyrir að hafa haft vit á því að vera í glænýja flýseitthvað pæju jakkanum mínum sem ég keypti um daginn þegar Kristianna kom hérna. Ég náttúrulega þurfti að kaupa mér eitthvað frá North face. (því að Jón Ingi uppáhaldið mitt segir að það sé flottast :) ) Nú já aftur að sögunni.
Þegar við komum í fangelsið var okkur boðið uppá að fara í svona hljóðtúr. Audio tour eða þannig. Þá færðu heyrnartól og eitthvað tæki og þú setur tækið af stað á ákveðnum stað og svo leiðir það þig í gegnum fangelsið. Raddir segja frá árum fangelsins hverjir voru þar og svona. Gamlir fangar segja frá hvernig vistin var og sagt er frá uppþoti sem var þarna og er þetta mjög vel gert hljóðband og maður er alveg að fá pínu fýling. Þó svo að maður geti náttúrulega ekki sett sig í spor þeirra sem frelsið er tekið af. En þetta er svo vel gert að það er eins og maður finni fyrir einhverju. Kannski er það bara ég en já ... get ekki útskýrt. Við sáum sko ekki eftir að hafa farið í þennan audiotúr því að hann gefur manni miklu meira en að rölta bara um fangelsið sjálfur. Að fá sögurnar hljóðin og allt það var súper dúper. Þeir sem fara með mér í Alcatraz hér eftir fara sko í audiotúrinn annars er mér að mæta hehe. En annars fékk hann einhver verðlaun, veit ekki hvernig verðlaun en einhver mjög virt :) gaman að því.

Þegar við komum svo aftur til borgarinnar fórum við í LANGA biðröð eftir því að fara í Cabel car og ég hélt að við myndum umþaðbil deyja úr kulda. En nei víkingarnir höfðu það af og komust niður að lestarstöð :) Helga og Lexi sóttu okkur svo á stöðina og við fórum öll út að borða á Eþjópiskan veitingarstað. Það var ferlega skemmtilegt. Allir fengu disk með einhverskonar brauði og svo fengum við stóran og þá meina ég STÓRAN disk á mitt borðið og þar var alskonar gúmmelaði. Svo tók maður alskyns mat með brauðinu og át. Mjög fínn matur og þetta er fyrsta skipti sem ég fer á veitingarstað þar sem ekki er boðið uppá hnífapör, bara slatta af servíettum :)

Fórum svo heim og ég fór í sjóðandi heitt bað horfði á Desperat houswifes og CSI og svo var bara kominn háttatími :)

Í dag erum við svo búin að vera í algjöru letikasti :) Ætlum að taka stúdíómyndir í kvöld :)

Knús elskurnar
Harpa

13 maí 2007

Mæðradagurinn


Myndin er af okkur systkynunum þegar við vorum að japla á harðfiski frá Mömmugöggu og pabbanabba. :)

Díses maður loksins þegar ég ætlaði að fara að vera hrikalega dugleg að blogga þá bara ætlaði ég aldrei að komast hér inn. He he mín ekki alveg að muna öll þessi leyniorð sem þarf að muna í dag. Já það er nú ekkert smá af leyniorðum sem maður þarf að muna, Ha. Nú til dæmis bankareikningar, heimabankinn, bloggið myndasíðan, hin myndasíðan, humm er þetta allt það getur ekki verið en ég bara man ekki fleiri í bili hehe. Kannski er það bara minnið mitt en ekki að ég þurfi að muna svona margar tölur .)

En jæja ég er með hann Munda minn hérna hjá mér. Finnst það voða gott, skrítið en gott.
Við höfum nú ekki verið mikið saman undanfarin ár. Rétt bara svona til að segja hæ og bæ í Danmörku og svo heima á Íslandi. EN hann ætlar að vera hjá mér í nokkra daga og það er mjög gott.
Við erum búin að vera að versla svolítið eða hann sko. Kaupa föt á hann og Daniel. Dót handa Daniel og svona eitthvað bráðnauðsynlegt.

Í dag fórum við í messu á Mæðradeginum. Við fórum í Glide og ég held að það sé bar uppáhalds kirkjan mín. Tja nema Borgarneskirkja (með Þorbirni Hlyni) á jólunum. Dagurinn var helgaður mæðrum, ja eða bara konum almennt. Það var ekki þessi venjulega messa heldur voru til dæmis 4 konur sem sögðu frá því hvernig þær hefðu upplifað að vera móðir. Ein þeirra á þrjú börn (það er fæddi þrjú börn) og u.m.þ.b. 70 fósturbörn. Hugsið ykkur fórnfýsina. Slatti af börnunum hennar voru í kirkjunni og komu einhver upp á svið til hennar og færðu henni blóm.
Það kom þarna kona og var með smá tölu. Hún sagði frá því að hún hefði komið í Glide fyrir 10 árum síðan. Heimilislaus og alslaus. Í mikilli neyslu vímuefna og með ungann strák sem var með mikla félagserfiðleika. Hún kom fékk ráðgjöf í kirkjunni. Tók þátt í ýmsum hópum þar sem hjálpuðu henni mikið.
Hún er núna án vímuefna, búin að ljúka námi í viðskiptafræði, á helminginn í Limmósíu bílastöð og það allra besta er að strákurinn hennar var að fá einhver verðlaun í skóla og var að fá lærlingapláss í lögfræði. :) er ekki lífið yndislegt þegar maður kemst uppúr drullunni og í sönginn og blómin :)

Eftir kirkjuna fengum við okkur hina heimsþekktu blondispitsu. Þaðan var haldið í Kínahverfið. Sáum skóbúð á leiðinni og haldiði bara ekki að drengurinn hafi gengið út með tvenn skópör :) Suss duglegur þegar hann fær svona góða hjálp :)

Við röltum um kínahverfið og skoðuðum í búðir. Það er ein kirkjubúð þarna og hún er bara geggjuð. Ég fer nú alveg að hallast að því að íbúðin mín litla sæta verði öll í krossum og englum svona í framtíðinni. Þetta er alveg ferlegt ég er bara svo hrifin af þessu dóti. Ekki það að það sé eitthvað slæmt en öllu má nú ofgera. Ég líka tými ekki að henda neinu því allir hlutir eiga sína sögu (hehe þó svo að ég muni þær kannski ekki allar) en já ég sá þarna svakalega flottan keltneskan kross, sem mig laaaangar svo í, kaupi hann bara í næstu kínahverfisferð. Hljóta að koma fleiri tækifæri :)

Nú eftir Kínahverfið fórum við í Hippahverfið :) Já gerðum bara það sama þar. Skoðuðum fólkið og búðirnar. Skemmtilegt að koma þangað.

já dagurinn og síðast liðnu dagar búnir að vera okkur systkynunum mjög góðir. Vona að Mundi samþykki það :)
Við erum bæði búin að vera hress fyrir utan eitthvað bakkjaftæðis í mér.
VIð ætlum á morgun til Alcatraz, hlökkum mikið til þess. Vonandi koma einhverjar myndir inná Flickr af því annað kvöld. Tja að minnsta kosti mynd dagsins. :)

knús í krús
ég ætla að lesa pínu og hlusta á sálma með Ellen.

Sá að ekkert hefur breyst heima :) þ.e. við að skíta á okkur í Júróvísíon og Ríkistjórnin hélt velli.

Skrítið í dag hugsaði ég ekki um annað en að fara á hestbak.
MIG LANGAR SVO ÓSKAPLEGA AÐ FARA Á HESTBAK AÐ ÉG ER AÐ HUGSA UM AÐ KAUPA MÉR VOÐA FLOTTA HESTASKÓ TIL AÐ VERA NÚ Í GÓÐUM SKÓM ÞEGAR ALLT HESTAFÓLKIÐ MITT FER AÐ BJÓÐA MÉR Á BAK. :)
Á buxurnar góðu...

knús bæ

08 maí 2007

Hvað ætlarðu að kjosa

Ég fékk sendan tölvupóst með spurningunni hvað ætlarðu að kjósa og svo fylgdi linkur sem ég fór inná og gerði einhverja könnun :) http://xhvad.bifrost.is/
þetta kom út úr könnuninni hjá mér:


Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 60%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 16%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 20%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Framsóknarflokksins!



Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem hefur verið hvað lengst starfræktur en hann var stofnaður árið 1916. Uppruna flokksins má rekja til þess er tveir flokkar runnu saman; Bændaflokkurinn og Flokkur óháðra bænda. Flokkurinn var fyrst og fremst hagsmunaflokkur bænda og var aðallega skipaður af þeim. Tvær meginstoðir voru lengst af kjarninn í flokknum. Annarsvegar hagsmunahópur bænda og hinsvegar menn er tengdust vikublaðinu Tímanum sem hafði sterk tengsl við ungmennahreyfinguna og samvinnufélögin. Hreyfingin vildi ekki að flokkurinn væri einskorðaður við það að vera hagsmunahópur bænda heldur ætti hann að hafa áhrif á fleiri þætti hins íslenska samfélags. Stjórnmál á Íslandi, á þeim tíma sem Framsóknarflokkurinn var stofnaður, snérust fyrst og fremst um sjálfstæðismál og var krafist algjörs fullveldis í fyrstu stefnuskrá flokksins. Það sem Framsóknarflokkurinn vildi þó leggja hvað mestu áherslu á var efling landbúnaðar á Íslandi svo sem nýtingu vatnsafls og verslun sem byggði á samvinnuhreyfingunni.
Framsóknarflokkurinn hefur í gegnum mest alla 20. öldina verið næst stærsti flokkurinn á þingi, á eftir Sjálfstæðisflokknum. Eftir mikla fólksfækkun í sveitum landsins hefur flokkurinn þurft að leita á önnur mið í leit eftir atkvæðum. Fylgi hans hefur aldrei verið mjög mikið í Reykjavík og sækir hann sitt mesta fylgi á landsbyggðina. Framsóknarflokknum hefur jafnframt reynst auðvelt að mynda ríkistjórn með flestum flokkum. Hann hefur bæði getað starfað til vinstri og hægri. Þess vegna er ekki auðvelt að staðsetja hann á hinum línulega kvarða. Einn áhrifamesti formaður flokksins, Hermann Jónasson, sagði að....,,stefna flokksins væri hvorki til hægri né vinstri heldur beint áfram.” Að skilgreina Framsóknarflokkinn sem bændaflokk væri ef til vill óviðeigandi í dag þar sem eðli flokksins hefur breyst. Hann hefur þurft að aðlaga sig að breyttri
samfélagsskipan og hefur því færst nær frjálslyndum og íhaldssömum flokkum í seinni tíð.


ha ha ha nú hlýtur pabbi að vera glaður :) já endilega takið prófið og sjáið hvar þið standið :) Ég hélt fyrst að ég væri með 62% með sjálfstæðisflokknum og fékk alveg sjokk en sjúkket NEI ENGINN SJÁLFSTÆÐISBULLA HÉR SKO :)

EN JÁ BÆJÓ Í BILI ER AÐ FARA AÐ BERA Á MIG SÓLARVÖRN :)

HARPA

06 maí 2007

Heilunarmessa i Glide :)


Fór aftur í Glide í dag. Í dag var tveggja tíma heilunarmessa. Mikið var yndislegt að koma þangað. Það voru sungin þrjú af mínum uppáhaldslögum. Ave María, Amazing Grace og Bridge Over Troubled Water. Öll voru þau sungin af einlægni en þau voru líka pínu öðruvísi en maður á að venjast. Það er það skemmtilega við það að vera hér. Það þarf ekki allt að vera eins og það hefur alltaf verið, maður þarf ekki að gera nákvæmlega sama og allir hinir. Það var til dæmis ungur strákur sem söng Ave María á spænsku og spilaði undir á gítar, var með mjög fallega útsetningu á laginu. Heilunarmessan fór þannig fram að fyrst voru pínu tölur haldnar og svo var fólki boðið að koma uppá svið og segja sýna bæn. Það gat verið fyrir þeim sjálfum, einstaklingum eða hverju sem var. Ein bað til dæmis fyrir öllum sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Það kom maður sem sagði frá því að dóttir hans dóttursonur og frændi hefðu dáið í bílslysi fyrir ári síðan. Brotnaði nánast niður og þakkaði Glide kirkjunni fyrir alla hjálpina og bað um heilun til að ná sér. Hræðileg saga sem hann sagði. Hann þurfti að bera kennsl á barnabarn sitt og frænda en því miður voru engar jarðneskar leifar eftir af dóttur hans, það fannst honum hræðilegast að hafa þrjár kistur við greftrun og í einni kistunni var enginn. EIn konan var greinilega ekki í góðu sambandi við dóttur sína og hún kom uppá svið talaði í míkrafónin og hélt gsm síma upp að eyranu. Hún sagði vitiði að ég er með dóttur mína í símanum. Mig vantar hjálp til að yfirstíga erfiðleika í samskiptum okkar. Já það var margt skrítið sem gerðist. Margt mjög ánægjulegt og ég var með táraflóð svona um það bil helming tímans myndi ég halda. Já þið þekkið mig :) Ef ég heyri að einhver á svona bágt þá verður samkenndin bara eitthvað svo voðalega sterk og ég bara ræð ekkert við það. Fer að hugsa um fólkið mitt og þá leka fallegu tárin mín í stríðum straumi. Fæ meira að segja tár núna þegar ég er að skrifa þettal. (humm þetta fer nú bara að vera fyndið)
EN það skrítnasta og óvæntasta í athöfnini var stelpa á mínum aldri sem fór upp. Sagði að hún vildi senda heilun til vinkonu sinnar sem væri að kveðja heiminn hún væri með krabbamein og ætti heima á Íslandi. Ég hugsaði bara strax vá þekkir einvhern á Íslandi. Svo sagði hún mig langar að fara með bæn sem að amma mín kenndi mér. Faðir vor, þú sem ert á himnum ...
Já var þá ekki bara komin Íslensk stelpa í Glide :) Ég að sjálfsögðu fór og talaði við hana og hún var þarna með vinkonu sinni :) við skiptumst á símanúmerum og ég ætla að hringja í þær bráðum. Þær eru hér í skóla. Önnur í skiptinámi frá háskólanum en hin í rannsóknarstarfi hér.
En ég meina hverjar eru líkurnar þegar maður fer í svertingjakirju í Ameríku að heyra Faðirvorið á Íslensku?!!

Veðrið í dag var yndislegt. Sól og heiðskýrt og um 30 stiga hiti. Á morgun á að vera svipað gott veður :) og mér finnst það bara æðisleg tilhugsun tra la la .
Núna er alveg ótrúlega stutt þar bróðir minn kemur að heimsækja mig og ég hlakka alveg rosalega til :)

Talaði við Nönnu mína á Skype í dag, sá Ómar og Jón Skúla :) Já Nanna ekki alveg búin að gleyma mér. Hún var nú með pínu samviskubit kellingin mín því við höfum ekki heyrst svo lengi.
Var einmitt að hugsa að þegar maður bloggar svona þá heyrir maður ekki í neinum. Allir vita hvað ég er að gera þó að ég viti ekki neitt hvað þið eruð að gera! Já tæknin eins og hún er frábært getur stundum dregið úr samskiptum, ö eða þannig.
Ég gæti nú ekki talað svona oft heim ef ekki væri fyrir skypið. En maður fær heldur engin bréf eða póstkort eða svoleiðis.
Jú ég lýg því nú... því að í dag fékk ég einmitt voða skemmtilegt bréf :) Takk fyrir bréfið Björk mín :)
Pabbi og Mamma ég var líka að fá póstkortið frá ykkur :) frá Tallin.
Hvað er ég að kvarta ég er bara alltaf að fá póst hehe.

Fékk mitt fyrsta moskítóbit í gær :( sá bara að fluga sat föst á mér og ég þurftir kúbein til að ná henni af mér ... svo í dag sá ég að ég er með rosa kýli á hendinni. Helvítið af henni, ég hélt þær drykkju blóðið en settu ekki eitthvað í mann í staðinn. Ég hef alveg nóg með mitt sko, þarf engar auka kúlur hér og þar. puffff

jæja nú er ég farin í háttin. Þið svona um það bil að vakna og fara í vinnuna, þarna hinu megin á hnettinum.

Ætli ég hlusti ekki fyrst á hann Ella minn Prestley syngja Amazing Grace

já og bara svo þið vitið það þá líður mér yndislega eftir heilunarmessuna og sólina í dag

knús elskurnar

Harpa

05 maí 2007

05.05.07


Góður laugardagur að kveldi kominn. Var í leti allan fyrripartinn. Fór svo með Helgu og Sólu á ljósmyndasýningu með myndum Richards Avedon. Alveg snilldarsýning. Mjög flottar risastórar myndir, sumar sem ég hef séð áður í bókum en aðrar óséðar. Allt voru þetta portrait myndir, eða sko myndir af fólki :) Hann var sá fyrsti sem byrjaði með hvítan bakgrunn. Ferðaðist um með bakgrunn og var með fólk í vinnu við að finna módel fyrir sig :) sniðugur kall. Margvíslegar týpur sem hann náði myndum af og margar alveg stórkostlegar.
Við fórum svo og borðuðum á veitingarstað og ég fékk mér rosa góðan kjúlla með hrísgrjónum og svaka góðu salati :)
Kvöldið fór svo að mestu í rólegheit, tja nema að Helga gerði við rúmmið mitt. Það er ekki alveg búið að vera nógu gott. Það brakaði rosalega í því og svo var það ekki nógu stíft fyrir mig og ég með hálfgerðann bakverk útaf því. En núna er þetta orðið rosa gott og það er nú aldeilis fínt fyrir alla Íslendingana sem koma og heimsækja stelpurnar þegar ég fer heim :)

Jæja nú eru bara 3 dagar þar til Mundi kemur :)

ég ætla að fara í heilunarmessu í Glide á morgun. Hlakka til að heyra strák úr kórnum syngja Amazing Grace :) og svo verður náttúrulega mikið um söng :)
Það á víst að vera rosa blíða á morgun og Helga var eitthvað að tala um að fara á ströndina :) en ég hugsa að ég fari bara í sólbað hér í garðinum ef ég verð ekki í borginni allan daginn :)

jæja allt í góðu hér
knús

Harpa
p.s Jón Ingi takk fyrir samtalið á skype í dag :)

04 maí 2007

Ut með draslið

Jæja maður er alltaf að henda eins og þið vitið
Ég er nú búin að losa mig við alskonar drasl á meðan ég hef verið hér. Ég er að hugsa mín mál og hreynsa út úr hjartanu og huganum og gengur bara vel.
Ég ákvað að prufa að fara í smá hreinsun í skrokknum líka. Er því að fasta í tvo daga. Drekk bara einhvern ógeðsdrykk (hann er samt ekkert hrikalegur), þamba vatn og tek vítamín. Þetta er ég að gera til að hafa áhrif á skrokkin, er að vonast til að ég nái að hreynsa út þessa miklu sælgætislöngun sem ég er með. Ég gæti bara borðað súkkulaði í öll mál. En það er víst bannað svo ég komi ekki með hamborgararassinn heim (ja eða súkkulaði rassinn) humm svona þegar ég hugsa það betur eru þá ekki súkkulaði gæjar svo flottir!!! Kannski ég gerist bara súkkulaði gella hehe.
EN já ég var sem sagt með afeytrunarkvilla í gær. Var bara með hausverk dauðans. Held að það sé af því að ég var rosalega dugleg í kókinu og skyndibitanum. Ég er nú bara nývöknuð núna og ég er ekki með hausverk, ég vona bara að ég verði ekki að drepast í dag. Er að fara að vinna pínu hjá Mickey, taka myndir af baðherberginu hennar og setja inn á síðuna hennar og eitthvað mosaik sjálfsagt.

Já og núna eru bara 5 dagar þangað til hann brósi minn kemur til mín. Það verður gaman að fara með hann hérna um allt. Vonandi verður jeppinn kominn í lag...

jæja bæ í bili

Harpa hreyna

Kristianna og eg


Mikið rosalega var gaman að fá hana Kristíönnu til mín. Við vorum eins og engisprettur um alla borg :)
Fórum í skoðunarferð um SF og með cabel car, fórum út að borða á ýmsum stöðum og löbbuðum út um allt. Alveg hreynt súper dúper. Á kvöldin var svo hvíld. Verið að spjalla, horfa á imbann eða legið í rúmminu og lesið. Síðasta kvöldið hérna fór náttúrulega í það að pakka öllum fínu fötunum sem hún keypti og svo náði ég að pranga inn á hana nokkrum bókum og einhverju dótaríi sem á að fara uppí Borgarnes í geymsluþjónustuna mína þar :)
Við grilluðum svo nautakjöt og alskonar gúmmelaði sem við nutum að borða og drukkum Smirnof Ice með. Ummm voða voða gott. Svo horfðum við á Amerikan Idol og þeir þættir eru bara super duper skemmtilegir.

Jæja svo fórum við Helga og Sóla með Kristíönnu á flugvöllin og þá er sagan búin, ja fyrir utan það að ég var voða fegin að hún komst heil heim.
Núna er hún örugglega að klífa Hvannadalshnjúkinn, akkúrat í þessum töluðu orðum. Vona að það gangi vel hjá þér í öllum nýju fötunum frá North Face og með nýja hitadótið á höndunum :)

knús
eg