26 júlí 2007

Ása bloggar

Hér er stuðið...... Við Erla erum búnar að vera á hótel Hörpu í viku og er það með því besta hótei sem við erum búnar að vera á enda búið að stjana við okkur. Búið að keyra með okkur um næstum alla Californiu og sjá alla þessa fegurð og hvað það eru miklir þurrkar hér. Visakortið er líka vel notað þar sem nærföt eru mjög ódýr og aðrar nauðsynjavörur allavega það sem okkur finnst nauðsynjavörur :=) Við fórum í bíó í gærkvöldi og hlóum aveg hrikalega mikið enda mjög fyndin mynd :=
Harpa og Sóla eru að fara í afmæli og við Erla ætlum að fara á göngugötuna og það gæti verið að við myndum finna eina búð og rennt visakortinu einu sinni allavega hehehe.

Hanna mín ég fer alveg að fara koma með hana heim til okkar og við hleypum henni Hörpu aldrei aftur svona lengi frá okkur :)

Um von að eiga góða ættingja og vini sem leysa mig út úr skuldafangelsinu þegar visa kemur hehehe
Knús og kossar frá Oakland
Ása Hörpuvinkona

22 júlí 2007

Veisla, kirkja og Yosemite

Hæ það er brjálað að gera :)
Í dag var haldin veisa útaf því að bandaríkjamenn eru að losna við mig :)
Rosa grill og svaka kaka og nokkrir gestir

Á morgun er planið
Fara í messu í Glide
Koma heim pakka í bílinn
Taka bensín
Kaupa klaka í kæliboxið
Keyra til Yosemite

Hafa geggjað stuð :)

Knús verð að fara að sofa þarf að vakna eftir 6 tíma :)

bææææ
Harpa sem hefur nóg annað að gera en að blogga ;)

21 júlí 2007

Jarðskjalfti

Gleymdi að segja ykkur að ég vöknuðu allir klukkan 04.43 við jarðskjálfta í nótt. Frekar óþægilegt við rumskuðum við svona lita skjálfta hrinu og svo bara kom einn öflugur sem að vakti mann alveg, ja nema Erlu Hrönn, hún snéri sér bara á hina hliðina og hélt áfram að sofa. Ég sofnaði ekki alveg strax og þegar ég sofnaði fór mig bara að dreyma jarðskjálfta :(
EN já hann var eitthvað um 4.2 þessi skjálfti og mér fannst það bara alveg nóg

Jæja ekki meira í bili
Allt í lagi hér

Harpa

Eniga meniga eg a enga peninga

Vá hvað það er gamna hjá okkur :)
I gær vorum við að passa Sólu og Sascha og fórum svo þegar það var búið ti Napa og fórum í búðir. Þar gátum við sko eitt nokkrum dollurum. Ég keypti mér fleiri gallabuxur og stelpurnar keyptu sér ýmisegt. Já og ég keypti mér puma skó.
Fórum svo til baka, villtumst pínulítið en EKKI MIKIÐ. Fórum í Berkeley á voða góðan hamborgarastað og borðuðum afmæismat því á Ása pæja átti afmæi. Í Dag fórum við svo í North Face, REI og Target og eyddum MÖRGUM MÖRGUM dollurum í alskonar dótarí, mest þó í föt :) Geggjað góður eyðsludagur hehe. Komum svo heim stelpurnar slökuðu á en ég fór með Helgu til SF að vinna. Við vorum að taka myndir á snyrtistofu.
Á morgun er svo ætlunin að halda pínu kveðjupartý fyrir mig :) og einhverjar pæjur ætla að koma hingað um hádegið og boða og eitthvað :)

Núna er ég að fara að sofa, maður verður náttúrulega að fá bjútíblundinn sinn.

Ta ta


Ég

18 júlí 2007

klukutimi...

þar til ég fer að leggja af stað til þess að ná í stelpurnar :)

Hey veriði svo dugleg að kvitta fyrir komu ykkar :)

set kannski inn mynd af flugvellinum :) nei meina náttúrulega af stelpunum þegar þær komu LOKSINS til mín :)

bæ Harpa speeenta




HÆHÆ STELPURNAR KOMNAR :)´
GLEYMNDI MYNDAVÉLINNI EN ÞAÐ VORU TEKNAR MYNDIR AF ÞREYTTUM FERÐALÖNGUM ÞEGAR ÞÆR KOMU Í HÚS

ALLT GEKK VEL

GÓÐA NÓTT

ohhhh ég var klukkuð

Nú er Kiðlingurinn vitlausi búinn að klukka mig og er með þá fáránlegu hugmynd um að ég fari að segja frá 8 syndum.

Já ég er nú í vandræðum með þetta verð nú að segja það.

Kannski vegna þess að ég er svo mikill englabossi að ég hef ekki gert neitt sem kallast gæti synd.

Eða

Að ég er bara svo gleymin að ég man ekki neitt svona, heilinn er að verja mig og lætur mig gleyma öllu !!!!

Ég mun samt reyna að verða við þessu klukki !!!!

17 júlí 2007

Áfram um fyrirgefninguna


Með því að fyrirgefa öðrum
erum við oft að taka fyrsta skrefið
í að fyrirgefa okkur sjálfum

Já mig langar aðeins að spá meira í þetta fyrirbæri, fyrirgefninguna.
Hvernig förum við að því að fyrirgefa?
Hvað þýðir það að fyrirgefa?

Tökum sem dæmi (og athugið þetta er BARA dæmi)

Ég á vinkonu sem er mér mjög kær, ég treysti henni fyrir öllu sem góðri vinkonu ber. Svo kemst ég að því að þessi vinona er að svíkja mig, hún blaðrar öllu sem ég segi henni, talar illa um mig og er með falsheit við mig. Ég kemst aðeins að smá parti af þessu öllu og hugsa, æ öllum getur orðið á og held áfram vinskapnum.
Segjum sem svo að hún brjóti alvarleg gegn vinskapnum, ö dettur ekkert í hug en já er bara virkilega vond við mig. Hvað geri ég þá ? Ég hef ekki áhuga á að vera með þessari manneskju hvað þá að geta kallað hana vinkonu mína.
Slít öllu sambandi og hugsa djöfulsins tu... hún er ekki þess virði, hún er bara fáv... og svo framvegis.
Nú svo fer ég að hugsa minn gang og segi við sjálfa mig, heyrðu Harpa þú ferð nú ekki að druslast með þetta alla ævi. Fyrirgefðu henni og komdu henni út úr hausnum og hjartanu á þér.
Flott, komin ákvörðun, hún fer í fyrirgefningarbókina, ég reryni af öllu hjarta að fyrirgefa mistökin sem hún gerði.
En hvað svo ...
ég fyrirgef henni
og hvað þá
er ég búin að fyrirgefa henni ef ég vil ekkert með hana hafa eftir þetta?
eða verð ég að vera tilbúin til að segja hæ já hef það fínt hvað er að frétta hjá þér?
og er ég í raun búin að fyrirgefa henni ef mig langar bara að labba framhjá henni þegar ég sé hana og láta eins og ég hafi aldrei þekkt hana?

Hvað ef mér finnst ég í hjarta mínu hafa fyrirgefið einhverjum eitthvað, hafi meðaumkun með manneskjunni en hafi enga löngun til að hafa nokkur samskipti við hana???
Er ég þá búin að fyrirgefa, æ ég er ekki að skilja ...

Þarf ég, ef ég fyrirgef einhverjum eitthvað að kissa hann og kjassa til að sýna fram á það að fyrirgefningin sé fullkomin?
Af hverju ætti ég að vilja hafa í lífi mínu manneskju sem braut öll lögmál um traust og virðingu?

Æ hvað segið þið?
Veit að þú Björk mín átt eftir að koma með langann pistil um þetta :) og ég hlakka líka til að koma á Þórðargötuna, fá te, draga spil og tala og tala og tala :)

Vonandi hefur þetta vakið upp einhverjar spurningar, hugmyndir eða jafnvel svör í huga ykkar

knús elskurnar

Harpa

(hey ég held að neglurnar sjáist á myndinni)

Skritið skap



Jæja þá eru fimmtán dagar þar til ég kem til Íslands :)
Eins og ég hlakka mikið til þá er greinilega einhver kvíði í mér líka. Veit ekki hvers vegna
Kannski vegna þess :
að ég gæti lent í einhverju veseni á flugvellinum
að ég kvíði því að segja bless við Sólu mína sem kemur á hverjum morgni út til mín, bankar og kallar Happa mín góan dæinn.
Þessi stelpa á svo stóran hluta í hjarta mínu og mun ævinlega eiga hluta í mér og ég vonandi í henni.
að ég er að fara úr góða veðrinu
að hér hef ég alltaf einhvern til að koma heim til
að allt verður eins og var þegar ég kem heim
að ég náði ekki markmiðum mínum hér
að ég upplifði margt svo gott hér sem ég hefði ekki gert ef ég hefði sleppt þessu frábæra tækifæri
að hér er mexikanskur matur svo rosalega góður
að ég er með svo mikið dót sem ég verð að koma með heim
vegna þess að ég er á blæðingarrugli
... já hver veit
En skap mitt er sem sagt búið að vera upp og niður. Var að tala við Hönnu um daginn og hún sagði ég get ekki beðið eftir Versló, að hitta þig og ég fór að skæla. Ég hlakka svo til að hitta ykkur fólkið mitt ég er búin að sakna ykkar svo mikið.
Stundum er ég búin að vera svo þung að ég nenni ekki neinu og svo allt í einu breytist það og ég verð offvirk.
En já held ég þurfi að fara að tala við lækninn minn þegar ég kem heim, eða að fara til Bjarkar minnar til að koma öllu af stað og í rétt horf í skrokknum :)

EN ÉG HLAKKA SVO TIL AÐ KOMA HEIM OG:

faðma elsku pabba minn og mömmu líka þó að hún hafi nú fengið auka faðmlag um daginn :)
fara og hitta ömmu og gefa henni knús og vonandi vera pínu fyrir vestan
hitta Munda, Daniel og Alice sem koma viku á eftir mér, vá Daniel búinn að stækka og þroskast mikið síðan ég sá hann síðast
hitta vini mína, fá faðmlag og hlátur
djamma með ÁSU OG HÖNNU OG STEVE um versló
og hitta ættingjana
byrja að vinna
flytja í íbúðina
hjóla um alla Reykjavík, hahaha nei hlakka ekki til þess ætli ég kaupi ekki bíl mjög fljótt haha
fara í sund
fara í heilun
tala og tala og tala við vini mína þar með talið ættingjavini mína :)

jæja ekki meira í bili um þetta en á morgun býst ég við að skap mitt verði frábært því Ása og Erla eru að koma :)


tætæ
Harpa

14 júlí 2007

Hvernig er þetta hægt

jæja ok mín bara komin með langar neglur í fyrsta skipti :)
Já já ég fór í dag og lét setja á mig gelneglur. Er alveg svakalega flott eins og þið rétt getið ímyndað ykkur :)
Núna er bara spurningin hvernig gengur að vera með þessar neglur. haha er búin að sjá að það er gott að bora í nefið og eyrun með þessu. Haha en kannski er pínu hættulegt að taka stýrur úr augum :) Er líka búin að sjá að það er erfiðara að setja á sig hálsfesti og ekki veit ég hvernig ég ætla að smella níðþröngu nýjnu Levis gallabuxunum mínum haha, og annað það er sko ekki mér að kenna að það komi hér innsláttarvillur þvi að ég hitti ekki alltaf á rétta takka. EN kom on hvað gerir maður ekki fyrir pæjuútlitið. Hér kostuðu herlegheitin undir tvö þúsund krónum og finnst mér það nú alveg ótrúlegt :) EN svo er málið að ef ég ætla að vera svona mikil pæja áfram þá kostar það mun meira heima...

Nú ég er byrjuð að pakka niður dótinu mínu. Já verið að undirbúa heimför. Stepurnar koma til mín á miðvikudagskvöld og hlakka égh mikið til. Held hreinlega að það verði enginn tími til að pakka þegar þær koma því að dagskráin verður stíf hjá okkur. Við erum endalaust að skipuleggja og þetta verður bara geggjað :)
Er búin að panta á farfuglaheimili rétt hjá Yosemite og ferð til Alcatraz, við förum til Santa Cruise og svo ætlum við kannski að reyna að fara og skoða sólblómaakur og þá er ég að fara að panta hótelherbergi í Boston.

Veðrið er búið að vera yndislegt og verður það vonandi áfram. Vonandi kemur ekki regntímabilið með Ásu og Erlu Hrönn hahaa
Það var svo fyndið þegar ég var að tala við Ásu um dagin þá sagði hún: já eigum við ekki bara að sjá til með ströndina, kannski verður rigning. Ég sagði bara: Ha rigning eins og það væri ekki í myndnni hér á þessu svæði, að visu mundi ég ekki hvenær það rigndi hér síðast það er svo langt síðan það var :) það skondna við þetta allt saman er að það rigndi hér (pínulítið) kvöldið eftir að við Ása vorum að tala um þetta og það var góð áminning um að hér getur líka rignt stundum.

Æ voðalega var þetta eitthvað fúlt blogg ! Æ afsakið það :)

Harpa langnögl

12 júlí 2007

Hvað getur maður sagt


Ég er hrygg.
Ég kíkti á moggan núna áður en ég ætlaði að fara að sofa.
Sá þá tilkynningu um að ung kona sem hefði verið að berjast við krabbamein væri látin og svo var linkur á slóð hennar.
Ég hugsaði æ endalaust ungt fólk að deyja úr krabbameini. Hugsaði enfremur æ, aumingja fólkið hennar og eiginlega hugsaði ég líka voðalega er ég heppin að ég þekki hana ekki.
Hvenær ætla þeir að fara að finna algjöra lausn á þessu helv.. krabbameini.
Veit ekki af hverju... en ég fór aftur inn á fréttina og fór inn á síðuna hjá þessari konu.
Ég get ekki annað sagt en að mér hafi brugðið.
Hér sig ég hágrátandi eftir að hafa lesið hluta af blogginu hennar. Sjúkdómssögu, ferðasögu og um daglegt líf. Komst að því að þetta er móðir drengs sem ég var með á Leikskólanum Geislabaugi, í Grafarholti.
Æ þetta er svo hræðilegt að ég get bara ekki ímyndað mér það. Að missa móður sína þegar maður er svona lítill. Sjálfsagt orðin 7-8 ára og á ekki mömmu.
Ég hef oft hugsað út í það að elskulegar vinkonur mínar tvær eiga ekki móður og mér finnst alveg óskaplega erfitt að hugsa til þess. Ég á svo gott samband við móður mína og reyndar föður líka. Að ég get bara ekki hugsað þá hugsun að ég geti bara misst þau. Ég vil bara að þau séu alltaf til en til þess er ekki ætlast. Það er ætlast til að foreldrarnir fari á undan börnunum.
En ég vil bara ekki sjá það svona snemma á lífsleiðinni.
Ég veit að þessi strákur á góða að og á eftir að plumma sig í lífinu bara af því að hann er eins og hann er, en þetta er samt svo hræðilega ósangjarnt.
MIg langar að biðja ykkur að taka Þórð Helga litla með í bænir ykkar og biðja Guð að gefa honum styrk.

Harpa

08 júlí 2007

E Cards

Hæ hó
Ef einhver ykkar er að senda mér tölvukort þá get ég ekki opnað þau!

Veit ekki hvort þetta er eitthvað rugl en hef verið að fá tilkynningar um þetta undanfarið og það fer allt í ruslið hjá mér núna því ég get ekki opnað þau.

Endilega bara sendið mér línu á email. (harpaingim@hotmail.com) ef þið hafið verið að reyna að senda þetta

knús
Harpa án Ecards

05 júlí 2007

Fyrirgefðu



Í starfi mínu sem leikskólakennari hef ég mikið notað setningu á borð við: segðu nú fyrirgefðu við hann/hana...
Með hangandi haus segir einhver fyrirgeðu og hinn segir allt í lagi og allir fara að leika.

En hvað þýðir eiginlega þetta FYRIRGEFÐU?

Og hver er meiningin á bak við það að segja fjögurra ára gömlu barni sem er alveg brjálað út í annað barn að segja Fyrirgefðu? Hvernig getur hitt barnið sem var (kannski) lamið með skóflu bara sagt já og haldið áfram að leika? Stundum reyndar vilja þau ekkert segja fyrirgefðu og þá eru þau eiginlega pínd til þess, eða þau látin sitja einhversstaðar þar til þau eru tilbúin til að biðjast fyrirgefningar á einhverju sem þau gerðu.

Hvernig er þetta með okkur fullorðna fólkið?
Getum við bara sagt fyrirgefðu strax og við gerum einhverjum rangt? Eða sagt jáið þegar við erum beðin fyrirgefningar.
Meinum við það þegar við segjum fyrirgefðu?

Getum við fyrirgefið okkur sjálfum þegar við vitum að við höfum gert mistök.

Ég er eitthvað búin að vera að velta þessu fyrir mér og er eiginlega á þeirri skoðun að ég á erfiðast með að fyrirgefa sjálfri mér. Ef ég geri einhvern asnaskap með gjörðum eða orðum.

Ég hef líka verið að hugsa þó að ég segist fyrirgefa einhverjum eitthvað, hvað þýðir það. Ég hef sagt já þegar einhver hefur sært mig og beðist fyrirgefningar á eftir. En ég er enþá að hugsa um viðkomandi atburð, orð... er ég þá í raun búin að fyrirgefa???

NEI

Ég held ekki. Maður er að dröslast með alskonar í farteskinu sem enginn annar man kannski eftir.

Um daginn var ég að tala við strák og hann sagði við mig. Ja ég þorði nú ekkert að reyna við þig eftir ferðina þarna frá Sauðárkróki. HA! sagði ég hvað meinarðu hvaða ferð??? Nú þegar ég var svo þunnur að við þurftum að stoppa á leiðinni og fá verkjatöflur og ég ældi og eitthvað!! Hey þá er hann búinn að vera með þetta í hausnum í MÖRG ÁR og ég mundi sko ekkert eftir því, hvað þá að ég liti hann hornauga...

Það segir manni eiginlega að maður fyrirgefur sjálfum sér síðast.

Í þessari ágætu bók sem ég er að lesa eru til dæmis leiðbeiningar um það að maður á að skrifa niður alla þá sem manni langar að fyrirgefa. Kannski ekki langar heldur þá sem maður þarf að fyrirgefa og manni er sagt að skrifa niður alla. Líka þá sem maður heldur að maður geti alls ekki fyrirgefið. Svo biður maður um hjálp til þess að fyrirgefa.


Vitiði ég verð bara að hafa framhald á þessu bloggi síðar.
Allt farið að hringsnúast í hausnum á mér ... en ég er á góðri leið held ég ...
skrifa meira á morgun vonandi

knús elskurnar mínar

Harpa

Hja Rock og Ron



Myndin er af Rock, myndarlegasta manninum sem ég hef séð hér í USA. Hann er alveg hreynt yndislegur og það var frábært að fá að kynnast honum. Við spjölluðum mikið saman í gær í afmæli Rons og meðal annars dáðumst við að hvoru öðru og það var mjög gaman haha

EN já þjóhátíðardagurinn var mjög skemmtilegur. Við byrjuðum á að fara niður að á og syntum þar og fórum í sólbað :) fyrst vorum við bara saman litla fjölskyldan og svo komu slatti af afmælisgestunum. Við syntum í ánni og sumur stukku af kletti sem er hinu megin við ánna. Ég var ekki ein af þeim, lét mér það barÞ nægja að synda og fannst það pínu háskalegt því áin er gruggug og bæði fiskar og selir sem synda þar um. Sá sem betur fer hvorugt í þetta sinn. uss held ég hefði fengið áfall ef svo hefði verið haha. En já Lexi, ég og Rock syntum yfir ánna og sátum á klettunum heillengi og spjölluðum og syntum svo yfir. Rock er gamall sundmaður og er flottur á sundi hehe. En bara svo að þið vitið það þá sagði hann að ég væri með bjútifúl æs (augu) og beinabyggingu. :) hvaða hól er nú betra en það. Hann sagði að ég væri falleg manneskja og að hann vissi að ég væri björt að innan. Já sem sagt voða voða góð. Er ekki gaman þegar fólk segir manni bara að það sjái að maður sé góð mannvera.
Það er það helsta sem ég vil vera. Að vera góð, gjafmild og skemmtileg kona. Já nú er ég komin í konugírinn nú er ég orðin kona og hana nú.

En já fjölskyld Rons og vinir komu í afmælið og þessi fjölskylda er ein af þeim þar sem allir kunna á hljóðfæri og kunna að syngja. Því var einstaklega skemmtilegt að vera þarna þar sem söngur glens og gaman var fram á kvöld.
Við fórum þegar tók að rökkva, sátum fyrst aðeins við arineldinn úti og getiði hvað, já fékk 5 druslu bit. Ég meina það ég er svo sæt að flugurnar vilja éta mig upp til agna. Verð að fara að kaupa mér áburð :(

Hey tók svo flottar myndir af blómum þarna uppfrá verð að sýna ykkur (endilega klikka á myndirnar til að sjá þær stærri) :

04 júlí 2007

Þjoðhatiðardagur i dag


Myndin er af ferskjunum yndislegu í garðinum mínum :)

Þjóðhátiðardagur Bandaríkjamanna í dag. Í gær voru flugeldar úti þegar ég var að fara að sofa. Fékk skemmtilegt símtal frá strák sem ég þekki ekki neitt og býr í Seattle. Töluðum saman í rúman klukkutíma um allt og ekki neitt. Það að fara heim, vera í usa, ljósmyndun, gítarspil og margt fleira :)
Í dag erum við að fara til Russian River og halda uppá þjóðhátíðardaginn og afmæli Rons :)
Það verður ábyggilega gaman og ég ætla að reyna að blogga um það í kvöld eða morgun. Á morgun og föstudag verð ég með Sólu og ég ætla að reyna að gera eitthvað skemmtilegt með henni. Veit bara ekki hvað!!!

Þarf að skrifa smá istil um að fyrirgefa. Ég er búin að vera lesa bók um fyrirgefninguna og er mikið búin að vera að spá í henni. Þetta er skrítið fyrirbæri og vert að hugsa um.

Í kvöld ætla ég líka að kíkja á videovél fyrir m og p og linsu handa mér :) ég á svo ótrúlega frábæra og gjafmilda foreldra. Þau ætla að gefa mér linsu í afmælisgjöf :) á bara eftir að panta hana :) og fá hana senda hingað til mín :) rosalega ánægð með það ta ta ta.

Jæja verð að bera á mig sólarvörn
bæjó

Harpa með som som brero