29 júní 2007

Helga 42 ara i dag :)

Til hamingju með afmælið elsku Helga mín

Helga á afmæli í dag 29 júní. Í tilefni dagsins fórum við þrjár í golf. Það er eitthvað sem Helgu finnst svo skemmtilegt en gefur sér ekki tíma til að gera. Hún fer sem sagt einu sinni á ári, á afmælisdaginn sinn.
Við fórum níu holur í dag og veðrið var geggjað. Við byrjuðum á að slá út á æfingarsvæði, fórum þaðan á lítinn púttvöll og svo fórum við á brautina. Mér fannst ferlega skemmtilegt en gat þó ekki rassgat. Sló frekar beint (sem er gott) en var ekki að hitta vel á kúluna og náði henni ekki nógu upp og nógu langt. Kannski er það vegna þess að ég lokaði augunum í stað þess að horfa á kúluna allan tímann. EN kommon þetta var nú bara til gamans, hvað er gaman við það að vera svo góður að maður slær kúluna bara tvisvar á braut. MIkklu skemmtilegra að gera eins og ég svona frá 5 til 11 sinnum á braut. Nóta bene fékk tvisvar sinnum 11 og það var þegar ég lenti í sandi og svo þegar ég lenti í vatni ætlaði aldrei að ná kúlunni uppúr vatninu sló og sló en ekkert gekk. Endaði á að stinga mér á eftir henni og gríta henni uppúr ... nei grín kúlan er í vatninu en ég þurfti fjögur högg til að ná kúlunni uppúr helv... sandinum. Þarf að læra góða tækni í sambandi við það eða bara skjóta ekki í sandinn.

vell ekki meira um daginn í dag nema það að það er einhver geggjuð kaka sem bíður okkar í kvöld :) vei vei

Mamma og Svavar farin

Það er aldeils búið að vera frábært að hafa Svavar Dór og Mömmugöggu hjá sér. Ekki laust við að það væri pínu skrítið að koma heim eftir að hafa keyrt þau á flugvöllinn. Við gerðum svo margt skemmtilegt og þau nutu sín svo vel hérna að það var frábært. Við fórum í Alcatraz og í dýragarðin. Helga fór með okkur í útsýnisferð um San Fran og svo fórum við náttúrulega búð úr búð að reyna að finna einhverjar geggjaðar vörur sem eru MIKLU ÓDÝRARI en heima. Eins og Erla Hrönn frænka mín sagði svo oft þegar hún kom með eitthvað heim sem var á afslætti "vá ég bara græddi helling í dag, ég þarf eiginlega að kaupa eitthvað fínt fyrir afganginn" ;) Æ hvað ég sakna þess að hitta hana ekki. En já aftur að mömmugöggu og svavari. Þau komu sem sagt á flugvöllinn í San Fran um 23 leitið í gær (fimmtudegi) og ég hjálpaði þeim að skrá sig inn. Töskurnar voru bókaðar alla leið til Íslands og átti þetta nú ekki að vera neitt mál :) þau áttu flug til Boston um 12 en það var þegar komin seinkun til klukkan 1 þannig að þau vissu af því áður en ég kvaddi þau. Nú svo hringdu þau í mig í dag og þá hafði flugið þeirra verið yfirbókað og þau komust ekki með vélinni klukkan 1 þurftu að bíða til klukkan 6 í morgun og fengu aur og afsökunarbeiðni frá flugfélgainu í staðin. Nú svo í morgun fyrir sexflugið þá var aftur verið að kalla í hátalaranakerfinu að það væru peningar í boði fyrir þá sem vildu bíða eftir næsta flugi. Þau fóru þó með því flugi og komust heil á höldnu til Boston.
Mér finnst alveg furðulegt að flugfélög geti bara gert það að venju sinni að yfirbóka vélarnar hjá sér og vona bara að það verði nú einhverjir sem mæti ekki í flugið. Það var að minnsta kosti skýringin sem þau fengu. Æ við áttum ekki von á að allir myndu mæta í flugið það er svo óalgengt. Þetta kallar maður nú bara að ganga á lagið!

En nú bíð ég bara spent að fá að vita hvort þau komist áfallalaust til Íslands og að þau fái töskurnar sínar og svona.

25 júní 2007

Va hvað timinn er fljotur að liða

Þegar gaman er þá getur tíminn verið svo ótrúlega fljótur að líða. Dagurinn búinn maður fer að sofa, vaknar aftur og fattar að maður er ekki búin að blogga um allt það skemmtilega sem verið er að gera :)

Elsku Hanna mín til lukku með daginn í dag :) orðin 35 eins og svo margt annað gott fólk :)

Nú þegar ég skildi við ykkur síðast þá vorum við búin að bralla ýmislegt og við höfum sko heldur betur haldið áfram að bralla.
mamma orðin pínulítið minna rauð, dises hvað hún brann, töluðum við pabba í dag og hann var ekki viss hvort hann myndi taka við svona gallaðri vöru :) en ætli hann sé nú ekki farinn að sakna spússu sinnar :)

En já við fórum í Glide kirkjuna og það var geggjað þar. Við vorum pínu sein í kirkjuna og svona 3 mínútum eftir að við komum inn þá sungu tveir svartir strákar lag og kórinn c.a. 50 manns sá um bakraddir. Þetta var svo stórfenglegt að ég táraðist og táraðist og þurkaði og þurkaði og það vakti svo mikla lukku að einn meðhjálparinn kom með tíssjú box handa mér og veifaði yfir allan salinn. Ég brosti bara mínu blíðasta og fannst ég vera í bíómyndaratriði :) En já kirkjan var bara alveg yndisleg og ég hlakka til að fara þangað aftur. Mamma og Svavar voru ánægð með ferðina þangað og hefðu ekki viljað missa af henni. Eftir kirkjuna var svo stunsað niður á Market Street og við fengum geggjað pláss alveg fremst við hliðið til að horfa á Gay Pride gönguna :) MIkið rosalega er til mikið af fólki sem finnst gaman að sýna sig og sjá aðra. Sumir vildu sýna meira en aðrir og voru þarna að minnsta kosti tveir gamlir kallar með kramin typpi á hjólum. Hjóluðu þarna um gjörsamlega naktir (að ég held, kannski voru þeir í skóm, ö ég leit ekki svooo neðarlega) svo voru konur með brjóstin uppúr einhverjum korsilettum eða hvað þetta nú heitir og aðrar berar á ofan og í nærbuxum. Nú svo voru nú margir í skemmtilegum búningum og ýmsum flottum farartækjum. Við höfðum öll mjög gaman af göngunni en hún var svo löng að við horfðum ekki einu sinni á öll atriðin.
Eftir Gayið fórum við að skoða í búðir. Svabbi sæti þurfti aðeins að kíkja meira í Levis og HM og Urban outfitters eða hvernig sem maður skrifar það. Hann skoðar og skoðar finnur og finnur en hættir svo við að kaupa meirihlutann. Pabbi hans segir að hann sé þá líkur pabba sínum en ekki mömmu sinni í kaupunum haha. Ætli það sé nú ekki bara alveg rétt híhí. En já eitthvað er nú búið að bætast við hjá dúllunum mínum. Þegar við vorum búin í Levis röltum við í kínahverfið og það var fínt. Margt að skoða og svona. Fórum svo heim og pössuðum sólu því Helga og Lexi fóru í bíó. Sólu lýst rosa vel á Svavar og Jöggu. Kallar Jagga Jagga og brosir undurblít til Svavars og fynnst hann hrikalega fyndinn og skemmtilegur þegar hann er að hamast með hana.
Í dag var bara letidagur sátum úti í sólinni og mamma reyndi að brenna pínu að framanverðu en það gekk lítið. Svavar sat að mestu í skugganum þegar hann var ekki í vatnsslagi með frænku sinni :) Held hann hafi þó fengið pínu lit í kinnarnar í dag því eins og mamma segir. Þá fær hann ekki að koma heim eins og hvítur hundaskítur :)

Hrikalega fyndið í dag var mamma eitthvað að stríða Svavari og ruglaðist og sagði við hann eitthvað að hann mætti nú ekki gera ömmu sinni þetta. Hún var að meina sig og að sjálfsögðu er hún ekki lögleg amma hans heldur ömmusystir hehe. Já fólk er bara farið að panta sér ömmubörn þegar enginn sér um að koma með þau :) jájá kemur allt í ljós ...

Hey dagurinn var nú ekki allur rólegur því að hér voru sko steiktar íslenskar kleinur að hætti Röggu og Helga skrifaði samviskusamlega niður allar kúnstirnar og tók herlegheitin uppá video. Þannig að næst þegar hún steikir kleinur þá horfir hún á kennslumyndbandið hennar Mömmugöggu og skellir sér svo í eldhúsið :)


Elsku Björk gaman að fá fréttir af fólkinu þínu, Stebba hlaupaóða, þér og krökkunum þínum. Takk fyrir að heila ömmu á Hóli, það hjálpar henni alveg pottþétt mikið. Vona að hún nái sér fljótt og að þetta hafi ekki mikil áhrif á heilsuna það sem eftir er. Það er svo líkt henni að vera að flýta sér og vera ekki með einhvern aumingjaskap. Hún var nú eitthvað að segja syni sínum næstelsta til. þegar hann var stífur eftir kanó róður. Já sagði amma, þú átt bara að hanga svona og teygja eins og ég og þá verðurðu ekki stífur í bakinu. Yndisleg
Umm hlakka til að fá fiskbúðing þegar ég kem heim, já eða fiskibollur í dós :)

Ása mín það verður BARA GEGGJAÐ þannig að þú getur bara alveg haldið áfram að láta þér hlakka til :)
Heyrðu já ég held að það sé best að þú komir með auka nærbuxur því það er ekki vísta að við getum farið í búð alveg um leið og þú kemur :) En annað þarftu ekki að koma með :)
Takk fyrir kveðjurnar :)

Þóra Jóna :) Já sumarfríin eru alltaf svo góð. Svo löng en samt svo stutt. Takk fyrir ég hlakka líka til að koma þó að tilhugsunin sé pínu skrítin :)

Hanna mín, afmælisstelpa, Já það er yndislegt að eiga góða að og frábært að fá þau tvö hingað til mín, ég er búin að vera svaka ánægð með dvölina og held að þau séu hæst ánægð líka :)
já amma er svo ótrúleg, hún er svo hraust og ég vona og held að hún nái sér fljótt og vel eftir fallið :)

Viktoría Rán, takk fyrir að knúsa ömmu okkar vel :) Hlakka til að sjá þig í sumar/haust :)

Björk aftur :) já ég er svo sammála þessu með hreyfinguna og heilsuna. Það hefur svo góð andleg áhrif að hreyfa sig, svo ég tali nú ekki um þau líkamlegu :) Þannig að sögurnar ykkar Bjálfabarns eru góður punktur í þá umræðu.

Jæja nú er klukkan að verða eitt og ég þarf að vakna til að fara með liðið í siglingu

Meira síðar

Harpa sem er farin að hlakka til að koma heim og knúsa svo marga :)

24 júní 2007

Gaman gaman

Byrjuðum morgunin snemma. Tókum til þrifum pínu. Færðum dótið okkar útí Hörpuhús. Því að í kvöld komu kellurnar heim úr sumarbústaðardvölinni. Fórum í útivistarbúð þar sem allt var skoðað og eitthvað verslað :)
Komum heim aftur fengum okkur skyr og flatkökur með hangikjöti :) ummm rosa gott :)
Fórum til San Fransisco og löbbuðum og löbbuðum og löbbuðum. Ég og Svavar fórum í Sædýrasafnið og Svavar klappaði hákarli og einhverju fleiru dóti :) Fórum og fengum okkur kaffi og svo skoðuðum við pínu í búðir. VIð sáum svona þrívíddarbíó og Svavari laaangaði svo hrikalega í það, þannig að frænka litla fór með honum. Ha ha ha ég veit ekki hvort að hann sá eftir því að fara með mér! því ég hló og öskraði allan tímann. Þetta var eins og að vera í hrikalegum rússibana hahaha (Ása við förum þangað). Fórum í Cable Car niður á Market og Svavar hékk utan á vagninum en við mamma vorum inni. Þegar við komum niður í bæ fengum við okkur Blondys pizza rooosa gott. Tókum bart heim og þar gerðist fyndnasta atriði kvöldsins. Ha haha. Það var einhver gæji sem stóð alla leiðina en var eins og hann væri hálfsofandi. Hann hélt á bók og öðru hvoru hélt hann sér í handfang eða var pínu valtur. Var alltaf með lokuð augun og við héldum að hann væri kannski pínu fullur eða reyktur. Svo allt í einu þar sem við situm öll og horfum á hann, tekur hann bókina fytlar eitthvað við hana að ofan (eins og hann væri að skrúfa tappa af) tekur svo bókina með báðum höndum og tekur sopa. Hahahaha við litum hvert á annað og fengum geðveikt hláturskast. Það er sem sagt kominn nýr frasi: Viltu ekki bara fá þér sopa úr bókinni! hahaha sjálfsagt fyndnara þegar þú ert á staðnum hehe. Svona had to be there brandari.
Þegar við komum heim voru Helga, Lexi og Sóla nýkomnar í hús og það var gaman að sjá þær aftur. Sóla var að vísu farin í háttinn en við spjölluðum aðeins við HogL og ég hlakka mikið til að sjá Sólu á morgun því að ég hef ekki séð hana í heila viku.

Á morgun er stefnan sett á Glide Kirkjuna klukkan 9 og svo er Gay Pride á morgun þannig að við ætlum á það húllum hæ

Bæjó Harpa, sú brenda og töffarinn

22 júní 2007

Tivoli strönd brunarust

Fórum til Santa Cruise í gær og áttum alveg geggjaðann dag :)
Byrjuðm á Tivolíinu. Fengum okkur ís og við Svavar fórum í eitthvert það hrikalegasta tæki sem að ég hef nokkurntíma farið í. Já fer ekki aftur í það. Það fór alveg himinhátt og sveiflaði manni til og frá þannig að maður endasendist í allar áttir. Mér var nú hálfbumbult þegar ég kom úr tækinu en það lagaðist þegar líða tók á daginn. Svavar hélt svo áfram í tækjunum en við mæðgurnar lögðumst á ströndina. Nú þremur tímum síðar stóðum við upp, því þá var mamma búin að tala um það í c.a. hálftíma að við værum örugglega búin að týna Svavari. Þannig að mamma settist á staðin sem við vorum búin að ákveða að hittast á, en ég fór og rölti um til að tjékka á því hvort að ég sæi hann einhversstaðar. Nú þegar ég kom til baka þá sátu þau bæði á bekknum góða, því að Svavar hafði farið að tjékka á okkur niðri á ströndinni. Við Svavar fórum svo í Laser Tag sem er svona stríðsleikur. Maður fer í vesti fær byssu og er svo lokaður inni í herbergi, þar sem lítið er um ljós, fullt af öðru fólki vopnað sömu tólum og við, og svo á maður að skjóta og passa sig á að vera ekki skotinn. Ég var nú skotin á mínútu fresti en náði líka að skjóta einhverja :) og svona til að geta montað mig aðeins þá rústaði ég Svabba. Ég fékk sem sagt 1350 stig og hann 650. Þannig að nú get ég farið að skrá mig í herinn eða þannig.
Við fórum svo út að borða á rosa góðum pizza stað, með alveg ferlega sætum þökkhærðum þjónum.... æ er ekkert að segja frá matnum. hehe

Lögðum af stað heim og allt gekk vel AAAAALVEG þar til ég tók EINA vitlausa beygju... keyrðum um í litlum bæ og ætluðum aldrei að komast á hraðveginn aftur... það gekk meira segja svo illa að það var komin Gerðarkotssvipur á Röggu Jóns.

Nú Ragga Jóns var eitthvað þreytt þegar við komum heim og voða kalt þannig að hún skreið uppí rúm og kannski var það ekkert skrítið því að hún er svo brunnin á bakinu að ég held svei mér þá að þetta sé bara nálægt því að vera eins mikið og MÝRAR ELDARNIR í fyrra.
Við Svavar horfðum svo á Karade Kid og svo var það bara háttatími :)

Úti er sól og blíða,
veit ekki hvað við erum að bíða,
ætlum eitthvað að gera
annað en okkur að bera
Gúdd bæ

p.s. það gekk vel að negla ömmu og er ég voða fegin því hún verður örugglega fljót að ná sér þessi elska :)

20 júní 2007

ja herna

Talaði við pabba aftur í dag. Hann hefur slæmar fréttir að færa á hverjum degi. Í dag hafði hann þær fréttir að færa að Amma á Hóli hefði dottið og lærbrotnað og hefði verið flutt norður á Akureyri til aðhlynningar. Vona að elsku amma nái sér fljótt. Heyri meira um það á morgun.

Nú af okkur þremenningunum er það að frétta að við vorum nú öll að dotta yfir sjónvarpinu rétt í þessu :) vorum rétt að vakna upp og ég að hleypa hundinum út áður en ég fer alveg að sofa.
Nú við fórum til SF í dag og kíktum í búðir. Þetta eru nú með lélegri sjoppurum þessir gestir en þau lofa að bæta sig á næstu dögum hehe. Við mæðgur erum búnar að vera í nærfata deildinni á meðan Svabbi gaur skoðar Levis og solles. Búinn að fá glænýjan Ipod og er rosa glaður með hann.

Á morgun er förinni heitið í sólina og sumarið á Santa Cruise og hlökkum við til að fara í tívolí og á ströndina :)


Nóg í bili

Góða nótt

Hundakonan.
Atsjúúú

Blendnar tilfinningar



Eins og mér var búið að hlakka til að fá hana mömmu mína og Svavar í heimsókn þá var það svolítið erfitt að ná í þau á flugvöllinn.
Pabbi talaði við mig á skype tveimur tímum áður en ég lagði af stað til að ná í þau og sagði mér frá því að Dísa hans Itta hefði dáið úr krabbameini að morgni 17 júní. Það var því erfitt að halda andlitinu þegar ég tók á móti þeim. Þó svo að Dísa hafi verið mikið veik þá einhvernveginn heldur maður alltaf í vonina um að allt gangi nú upp og að hún hressist aftur og maður er einvhernveginn aldrei tilbúinn því að einhver kveður þennan heim. En já þau eru búin að þekkjast síðan á Sauðárkróki í kringum 1970 og ég veit að mömmu þykir það leitt að vera ekki við jarðaförina hennar. En við ætlum að reyna að njóta okkar eins og við getum hér saman og sendum kveðjur heim.

Langar líka að senda þér Kristianna mín kveðju og ég samhryggist þér innilega.

18 júní 2007

Spennt



Svona er ég ánægð í dag :)

Vaknaði klukkan sex hleypti hundinum út að pissa. Skreið uppí aftur. Hringing klukkan níu morgunverðargesturinn á leiðinni. Fór í sturtu. Fengum okkur beikon og egg. Jarðaber og bláber og gúmmelaði. Sátum úti í garði í morgunsólinni.

Gesturinn fór. Ég ryksaug húsið og höllina skúraði svo allt klabbið ... bakið batnaði ekki.
Fékk bók sem ég pantaði í vikunni, lítur rosa vel út :)
Sit núna á brjóstarhaldaranum og stuttbuxum hlusta á Kenny Rogers og taka við Jóa vin minn á msn.
Er á leiðinni út í búð að kaupa blóm og eitthvað í matin.

Hlakka ótrúlega mikið til að fá mömmu og afmælisstrákinn, verst að ég veit ekki hvernig kaka honum þykir best! Veðja á súkkulaðið ... vonandi er það rétt

Vá hvað ég er spennt :)

17 júní 2007

Skritin sautjandi juni



I stað þess að vera pínd í fín föt og dregin niður í Skallagrímsgarð í misjöfnu veðri. Fór ég í ökuferð til þess að ath hvort ég rataði í eitthvað moll sem er hér rétt hjá, kom við í mexikönskum veitingavagni keypti burrito og fór svo heim og gúmmaði því í mig. Talaði við Hönnu Berglind á skype, Svavar minn á msn og sat úti í sólinni. Yndislegt veður búið að vera og verður vonandi áfram því að á morgun á ég morgunverðardeit og svo koma Mammagagga og Svavar til mín :) geggjað geggjað :) hlakka mikið til að rúnta með þau hér um og sýna þeim veröldina mína :)

Annars var ég nú að fá pínu hroll að ég sé að fara héðan eftir rúman mánuð. Hlakka ótrúlega mikið til að koma heim en kvíði jafnframt pínu fyrir. Já blendnar tilfinningar. En er það ekki alltaf þegar maður er að skipta algjörlega úr einu í eitthvað allt annað! Já letitímannum er að ljúka og harkan að taka við aftur.

Langar að kynna mér þegar ég kem heim Rope yoga eða einhverja slíka leikfimi. Held ég ætti að fara að spá aðeins í þessu líkamsræktardóti með hugann og heildina. Held ég þurfi að fara í eitthvað sem er ekki bara djöflagangur og læti heldur það sem er líka unnið með innri mann.

Tók nú eftir því núna í vikunni ...
Að ég beygi mig ekki rétt, ja stundum beygi ég mig rétt og vitiði hvenær það er??? Nei þið vitið það ekki. Það er BARA þegar ég fæ í bakið. Fékk eitthvað klikk í bakið í vikunni þegar ég var að taka Sólu upp, ættli ég hafi ekki gert það akkúrat eins og myndirnar sýna að maður eigi ekki að gera það. Svo þegar ég var að beygja mig niður eftir einhverju núna þá fannst mér það svo fyndið að ég gerði eins og litlu börnin gera ... beygði mig RÉTT!
En já ég er sem sagt að vinna í því að vera búin að ná þessu úr mér fyrir morgundaginn :)

Bæ Harpa skakka

Við frænkurnar!





Æ verð að segja ykkur að ég er alveg í vandræðum með hana Helgu hún kyssir mig alltaf svo fast á kinnina að mér finnst ég alveg beyglast!!!
Svo potar hún líka í mig og ég fer alveg í klessu

Njótið dagsins :)

10 júní 2007

Nautaat a laugardegi :)







Fór á nautaat í gær. Geegjað gaman en samt pínu blendnar tilfinningar á köflum. Hér er bannað að særa dýrin hvað þá að drepa þau. Þannig að nautin vorum með svona litlar ábreiður á knakkastykkinu eða akkúrat þar sem gæjarnir setja prikin á þau. Nú svo eru ekki notuð spjót heldur einvhvað annað í stað oddsins. En já þetta var skemmtileg upplifun og ég skemmti mér konunglega. Það eru ótrúlegar sermoníur í kringum þetta allt saman. Nú fyrst kemur hetjan (nautaatarinn, ef maður getur kallað hann það) og hneigir sig og beygir, eða hestamaðurinn og ríður hestinum aðeins svo að hann venjist svæðinu eða eitthvað. Svo er nautinu hleypt í hringinn og það erum nokkrir með svona rauðar skikkjur hér og þar í hringnum sem þeir sveifla til að láta nautið elta þá. Þetta er náttúrulega til að þreyta nautið pínu. Svo er alvöru nautaatarinn látinn sjá um að hlaupa í kringum nautið eða ríða í kringum það og gera það alveg brjálað. Þeir eru ótrúlega flottir í limaburði. Svo tignarlegir og sexy. Enda eru þessir menn mun frægari í löndum sínum, eins og spáni og portúgal heldur en kvikmyndastjörnur :) Vá hvað þeir eru frábærir. Nú nautið er lagt að velli, þ.e. það er þreytt og stungið þessum skrautspjótum þar til það í rauninni gefst upp. Þá koma inn á völlinn u.m.þ.b. 8 strákar. Einn þeirra fer í áttina að nautinu með fáránlega húfu á hausnum og egnir nautið. Það kemur náttúrulega brjálað á móti, hetjan (eða brjálæðingurinn, hirðfíflið) stekkur á það þannig að hann lendnir á milli hornanna. svo hleypur nautið áfram og hinir taka á móti því og halda nautinu þar til það lippast niður. Þá tekur einn í halann, og heldur og nautið hleypur í kringum sjálft sig þar til þessi eini nær að snúa því niður. Þá gengur sá hinn sami í burtu og snýr baki í nautið.
Þetta var erfiðasti parturinn fyrir mig. Mér fannst frábært að sjá nautið þegar það var alveg brjálað og reyndi að gera allt til að ná sé niðri á knapanum eða nautaataranum. En þegar nautið var niðurlægt þá leit ég undan. Ég bara gat ekki horft uppá að þessi stóra og flotta skepna var snúin niður alveg búin á því. Ég veit ekki hvað það er en ég þoldi það bara ekki samkendin var svo mikil. Ég veit að ég gæti aldrei farið á venjulegt nautaat og mun aldrei gera það. Mér fannst líka ótrúlegt að sjá að, þegar einn hesturinn blóðgaðist aðeins þá reið knapinn honum af velli og kom á nýjum hesti inn aftur og kláraði dæmið.
En já set hér inn nokkrar myndir frá atinu. Skemmtileg upplifun á góðum laugardegi :)

06 júní 2007

Ploma að verða tilbuin :)



Langaði bara að sýna ykkur hvað það er allt að blómgast hérna hjá mér. Fyrsta plóman að verða tilbúin og tréð er fult af plómum sem eru að þroskast og dafna bara svo að ég geti gætt mér á þeim.

Nú það er það að frétta að ég er allt í einu orðin ólögleg í landinu stóra. Búin að vera það síðan í mars!!! Því að ég fékk neitun á vísa framlengingunni. EN ég er búin að ákveða að vera hér til 1 ágúst og verða samferða stelpunum heim :)
Hlakka mikið til að fá gestina til mín í sumar :)
En mér finnst einhvernveginn svo ótrúlegt hvað ég á stuttan tíma eftir hérna. Eiginlega allt of stuttan.

Bergur ég fór í hjálpartækjabúðina í dag og þeir áttu þessi stykki ekki á lager en þeir senda mér þetta hingað og svo sendi ég þér þau þegar þar að kemur. Læt þig vita þegar ég er komin með þetta í hendurnar :)

Stína hvað var það sem þig vantar í hestabúð???

Æ nenni ekki að blogga núna en kem með mjög fínt blogg brááááðum :)

Hey fékk nýja þrífótin í dag og myndavél í stað hinnar litlu myndavélarinnar minnar :)

knús Harpa dreki

03 júní 2007

Hypjaðu þer heim!!!


Well góðar fréttir slæmar fréttir og bla bla...

Góðu fréttirnar eru þær að Mamma og Svavar Dór eru að koma í heimsókn til mín :) 18-28 júní. Rosa gaman að fá þau til mín :D
Er að fara að plana hvert ég á að fara með þau. Ætli það verði ekki bara tekinn túrista hringurinn hehe :)

Nú slæmu fréttirnar eru þær að ég var að fá bréf frá Útlendingaeftirlitinu. Í bréfinu er mér synjað um landvistarleyfi til 1.ágúst. Ég á að koma mér úr landi fyrir 29 júní. Sem sagt ég fæ 30 daga í viðbót ekki 60. Þetta eru náttúrulega bara aular! En vell við Lexi erum að fara á fund á þriðjudaginn í sambandi við þetta allt saman og ath hvort að við etum gert eitthvað. Ath hvort að ég geti komið aftur ef ég fer úr landi, hvað ég þarf að vera lengi úr landi og eitthvað svoleiðis. Já við eigum eftir að taka spurningarnar saman sem við þurfum að spyrja.

Já það hefði náttúrulega ekki verið mikið mál að koma heim mánuði fyrr ef að ég ætti ekki von á gestum, Ásu og Erlu Hrönn, sem ætluðu að verða samferða mér heim 1 ágúst. Kannski kem ég bara heim með mömmu og Svavari og fer svo út með Ásu og Erlu og heim aftur hehe. Já þetta fer einhvernveginn. Þíðir ekkert að vera að æsa sig yfir þessu.

VIð vorum að dúllast í dag. Fórum í blómagarð og smá lestarferð með gufuknúinni lest. Svo komu Ari, Skott og Sascha í myndatöku. VIð tókum myndir af þeim, sem var eins og mynd af Ari og foreldrum hennar þegar hún er á sama aldri og Sascha er núna. Var bara voða gaman :) Svo var keyptur vietnamskur matur og hann var alveg geggjaður.
Eftir matinn fór ég svo út í stúdio og var að leika mér að taka myndir af sólblómi. Það heppnaðist ágætlega held ég bara. Kemur í ljós þegar ég fer að vinna myndirnar og sýna ykkur :)

Ég sendi eina mynd í keppni á lmk.is og var myndin í 3 sæti af 70 myndum þannig að það er bara fínt.

Jæja best að vera ekkert að hafa þetta lengra því þá nennir Mæja ekki að lesa bloggið mitt, því hún þolir ekki langt blogg :) hehe


knús
Harpa
sem Bandaríkjamenn vilja ekki hafa hjá sér

01 júní 2007

Reyklausir veitinga- og skemmtilstaðir


Set hérna eina mynd af elskunni minni. Tók hana í Karnivalinu um síðustu helgi :)



LANGAÐI BARA AÐ DEILA ÞVÍ MEÐ YKKUR AÐ

MÉR FINNST FRÁÁÁÁÁBÆRT AÐ VEITINGA OG SKEMMTISTAÐIR SÉU REYKLAUSIR FRÁ OG MEÐ DEGINUM Í DAG
1 JÚNÍ 2007

SKÚÚÚBÍÍÍDÚÚÚ

HARPA