20 júní 2007

Blendnar tilfinningar



Eins og mér var búið að hlakka til að fá hana mömmu mína og Svavar í heimsókn þá var það svolítið erfitt að ná í þau á flugvöllinn.
Pabbi talaði við mig á skype tveimur tímum áður en ég lagði af stað til að ná í þau og sagði mér frá því að Dísa hans Itta hefði dáið úr krabbameini að morgni 17 júní. Það var því erfitt að halda andlitinu þegar ég tók á móti þeim. Þó svo að Dísa hafi verið mikið veik þá einhvernveginn heldur maður alltaf í vonina um að allt gangi nú upp og að hún hressist aftur og maður er einvhernveginn aldrei tilbúinn því að einhver kveður þennan heim. En já þau eru búin að þekkjast síðan á Sauðárkróki í kringum 1970 og ég veit að mömmu þykir það leitt að vera ekki við jarðaförina hennar. En við ætlum að reyna að njóta okkar eins og við getum hér saman og sendum kveðjur heim.

Langar líka að senda þér Kristianna mín kveðju og ég samhryggist þér innilega.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð sé minning hennar.

Guðbjörg Harpa sagði...

Takk fyrir það Ása mín, það kynnast margir góðir vinir á króknum það þekkjum við :)