24 júní 2007

Gaman gaman

Byrjuðum morgunin snemma. Tókum til þrifum pínu. Færðum dótið okkar útí Hörpuhús. Því að í kvöld komu kellurnar heim úr sumarbústaðardvölinni. Fórum í útivistarbúð þar sem allt var skoðað og eitthvað verslað :)
Komum heim aftur fengum okkur skyr og flatkökur með hangikjöti :) ummm rosa gott :)
Fórum til San Fransisco og löbbuðum og löbbuðum og löbbuðum. Ég og Svavar fórum í Sædýrasafnið og Svavar klappaði hákarli og einhverju fleiru dóti :) Fórum og fengum okkur kaffi og svo skoðuðum við pínu í búðir. VIð sáum svona þrívíddarbíó og Svavari laaangaði svo hrikalega í það, þannig að frænka litla fór með honum. Ha ha ha ég veit ekki hvort að hann sá eftir því að fara með mér! því ég hló og öskraði allan tímann. Þetta var eins og að vera í hrikalegum rússibana hahaha (Ása við förum þangað). Fórum í Cable Car niður á Market og Svavar hékk utan á vagninum en við mamma vorum inni. Þegar við komum niður í bæ fengum við okkur Blondys pizza rooosa gott. Tókum bart heim og þar gerðist fyndnasta atriði kvöldsins. Ha haha. Það var einhver gæji sem stóð alla leiðina en var eins og hann væri hálfsofandi. Hann hélt á bók og öðru hvoru hélt hann sér í handfang eða var pínu valtur. Var alltaf með lokuð augun og við héldum að hann væri kannski pínu fullur eða reyktur. Svo allt í einu þar sem við situm öll og horfum á hann, tekur hann bókina fytlar eitthvað við hana að ofan (eins og hann væri að skrúfa tappa af) tekur svo bókina með báðum höndum og tekur sopa. Hahahaha við litum hvert á annað og fengum geðveikt hláturskast. Það er sem sagt kominn nýr frasi: Viltu ekki bara fá þér sopa úr bókinni! hahaha sjálfsagt fyndnara þegar þú ert á staðnum hehe. Svona had to be there brandari.
Þegar við komum heim voru Helga, Lexi og Sóla nýkomnar í hús og það var gaman að sjá þær aftur. Sóla var að vísu farin í háttinn en við spjölluðum aðeins við HogL og ég hlakka mikið til að sjá Sólu á morgun því að ég hef ekki séð hana í heila viku.

Á morgun er stefnan sett á Glide Kirkjuna klukkan 9 og svo er Gay Pride á morgun þannig að við ætlum á það húllum hæ

Bæjó Harpa, sú brenda og töffarinn

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Set bara alltaf inn hérna fréttir af mér og mínum. Þó er þetta ekki bloggsíðan mín!!
Komum heim í dag úr Mývatnsmarathoninu(sem var í gær). Hrikalega erfitt hlaup vegna mótvinds og hliðarvinds og kulda (8stig). En kallinn komst heill í mark og var svo sem ekkert mikið eftir sig fannst mér. Ég var bara að próna á meðan. Á heimleiðinni fórum við og heimsóttum Ingu á Hóli á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ó, hún var svo voðalega glöð að sjá mig. Sagði mér að ég ætti nú að sitja hérna megin(sem brotið var)"og þú veist hvað þú átt að gera"...Hún var á göngu þegar við komum og það var gaman að heyra sjúkraþjálfarann tala við hana og hlæja að henni því hún er svo brött og vildi fara hratt, en sjúkraþjálfarinn var að reyna að segja henni að það væri betra að fara stutt og oftar. Svo fær hún bara að fara heim eftir nokkra daga, þ.e. á sjúkrahúsið heima!!!
Ekki meira núna, er að fara að borða fiskbúðing sem Stebbi er með tilbúinn.

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa bloggið og sjá hvað þið eruð að gera skmmtilegt og já ég skal koma með í þrívíddarbíó hehe.
við að lesa bloggið er spenningur alltaf að aukast og ég hélt að það væri ekki hægt;/ eins gott að þetta styttist hratt og að ég hafi nóg að gera þangað til ég kem ;)
Gott að heyra að amman þín er svona hress enda kjarnorkukona og haldið áfram að skemmta ykkur ;)
knus til ykkrar allra

Nafnlaus sagði...

Sæl Harpa mín.
Gaman að lesa bloggið þitt. Nú fer að styttast í sumarfríið mitt ég hlakka ekki smá til.
Það verður yndislegt að fá þig hingað til okkar í haust.
En skemmtu þér með múttu þinni og frænda.
Kv ÞJJ

Nafnlaus sagði...

Sæl sæta mín, langt síðan ég hef kíkkað inn og margt að lesa. Gaman hvað þið hafið það gott og guttinn virðist bara hafa það furðu gott með kellunum:) hahahha
Það er svo notalegt að eiga svona múttudaga, við mæðgur fórum út að borða í tilefni dagsins míns, voða huggó og fórum svo og fengum okkur Brynjuís í eftirmat:)
Leitt að heyra af biltunni hennar ömmu þinnar en hún er greinilega öflug og nær sér, hún hefur líka pottþétt haft gott af heimsókninni hennar Bjarkar:)
Bestu kveðjur til ykkar mæðgna njótiði daganna sem eftir eru
kossar og knús
þín Hanna Berglind 35 ára;)