29 júní 2007

Mamma og Svavar farin

Það er aldeils búið að vera frábært að hafa Svavar Dór og Mömmugöggu hjá sér. Ekki laust við að það væri pínu skrítið að koma heim eftir að hafa keyrt þau á flugvöllinn. Við gerðum svo margt skemmtilegt og þau nutu sín svo vel hérna að það var frábært. Við fórum í Alcatraz og í dýragarðin. Helga fór með okkur í útsýnisferð um San Fran og svo fórum við náttúrulega búð úr búð að reyna að finna einhverjar geggjaðar vörur sem eru MIKLU ÓDÝRARI en heima. Eins og Erla Hrönn frænka mín sagði svo oft þegar hún kom með eitthvað heim sem var á afslætti "vá ég bara græddi helling í dag, ég þarf eiginlega að kaupa eitthvað fínt fyrir afganginn" ;) Æ hvað ég sakna þess að hitta hana ekki. En já aftur að mömmugöggu og svavari. Þau komu sem sagt á flugvöllinn í San Fran um 23 leitið í gær (fimmtudegi) og ég hjálpaði þeim að skrá sig inn. Töskurnar voru bókaðar alla leið til Íslands og átti þetta nú ekki að vera neitt mál :) þau áttu flug til Boston um 12 en það var þegar komin seinkun til klukkan 1 þannig að þau vissu af því áður en ég kvaddi þau. Nú svo hringdu þau í mig í dag og þá hafði flugið þeirra verið yfirbókað og þau komust ekki með vélinni klukkan 1 þurftu að bíða til klukkan 6 í morgun og fengu aur og afsökunarbeiðni frá flugfélgainu í staðin. Nú svo í morgun fyrir sexflugið þá var aftur verið að kalla í hátalaranakerfinu að það væru peningar í boði fyrir þá sem vildu bíða eftir næsta flugi. Þau fóru þó með því flugi og komust heil á höldnu til Boston.
Mér finnst alveg furðulegt að flugfélög geti bara gert það að venju sinni að yfirbóka vélarnar hjá sér og vona bara að það verði nú einhverjir sem mæti ekki í flugið. Það var að minnsta kosti skýringin sem þau fengu. Æ við áttum ekki von á að allir myndu mæta í flugið það er svo óalgengt. Þetta kallar maður nú bara að ganga á lagið!

En nú bíð ég bara spent að fá að vita hvort þau komist áfallalaust til Íslands og að þau fái töskurnar sínar og svona.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ harpa þetta er svavar..
ég var að spá geturu keypt alvöru crocs skó á mömmu nr. 38.

kveðja svavar, mamma, pabbi

ps við getum lagt inn á þig