18 júní 2007

Spennt



Svona er ég ánægð í dag :)

Vaknaði klukkan sex hleypti hundinum út að pissa. Skreið uppí aftur. Hringing klukkan níu morgunverðargesturinn á leiðinni. Fór í sturtu. Fengum okkur beikon og egg. Jarðaber og bláber og gúmmelaði. Sátum úti í garði í morgunsólinni.

Gesturinn fór. Ég ryksaug húsið og höllina skúraði svo allt klabbið ... bakið batnaði ekki.
Fékk bók sem ég pantaði í vikunni, lítur rosa vel út :)
Sit núna á brjóstarhaldaranum og stuttbuxum hlusta á Kenny Rogers og taka við Jóa vin minn á msn.
Er á leiðinni út í búð að kaupa blóm og eitthvað í matin.

Hlakka ótrúlega mikið til að fá mömmu og afmælisstrákinn, verst að ég veit ekki hvernig kaka honum þykir best! Veðja á súkkulaðið ... vonandi er það rétt

Vá hvað ég er spennt :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló sæta mín
þú er alltaf jafn hugguleg og flottar myndir af þér...
Gaman fyrir þig að fá mömmu þína í heimsókn og Svavar Þór og óska ykkur góðrar skemmtunar og hlakka til að koma til þín eftir 29 daga ;)
Knús og klem úr firðinum fagra

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ sæta mín!!
Ég sé að þú ert öll orðin kramin og klesst eftir knúsin sem eru send til þín híhíhí.
En annars er bara allt fín hér á klakanum....var að koma heim eftir ferðalag til Egilsstaða, fórum þangað í fermingarveislu. Við lögðum af stað á föstudaginn og komum heim aftur í gærkvöldi....voða gaman og rosalega gott veður hjá okkur. En nú er það bara aftur að vinna og svo er það langt og gott frí 9 júlí get ekki beðið.
Hafðu það nú gott kella mín og skemmtu þér nú vel með mömmu þinni og Svavari Dór.
RISA knús
ég :o)

Nafnlaus sagði...

Ó, ég er búin að hugsa svo mikið til ykkar mæðgnanna, hvað það er gaman hjá ykkur!!! Þessi lika fína mamma sem þú átt, finnst mér. Og ég veit að þið kunnið að njóta lífsins þarna úti saman.
Allt það besta hér, sennilega hefur litla barnið mitt komist inn í MA ári fyrr en áætlað var. Hún er líka alveg í sjöunda himni yfir því að komast í annan skóla með betri lærdómsmóral og meiri metnaði. Það er heila málið í þessu dæmi- henni leið illa í skólaumhverfinu hér og er frábært að fá tækifæri til að leiðrétta það með þessum hætti. Við erum sem sagt afar hamingsöm hér á Þórðargötu 12, og Gitta nýstúdent fór að Hellnum að vinna í morgun. Hér sit ég í stórum stafla af óhreinu taui sem ég fann hér og þar um húsið. Kannski ég ætti að temja mér að segja eins og minn heittelskaði eiginmaður "það er svo dásamlegt að hafa fólk til að þvo af".....
En svo einkennilega vill til að ef ég nota svona setningar þykja þær Pollýönnulegar- og það er ekki jákvætt. En,...ef hann segir þetta er það algjörlega svo dásamlegt að konurnar fá stjörnur í augun og geta ekki sagt neitt...Hvað fynnst ykkur þetta segja okkur um kynsystur okkar...svona til umhugsunar vegna 19.júní!!!!!
Elsk, elsk (sko, tvöfalt í dag vegna mömmugöggu).