25 júní 2007

Va hvað timinn er fljotur að liða

Þegar gaman er þá getur tíminn verið svo ótrúlega fljótur að líða. Dagurinn búinn maður fer að sofa, vaknar aftur og fattar að maður er ekki búin að blogga um allt það skemmtilega sem verið er að gera :)

Elsku Hanna mín til lukku með daginn í dag :) orðin 35 eins og svo margt annað gott fólk :)

Nú þegar ég skildi við ykkur síðast þá vorum við búin að bralla ýmislegt og við höfum sko heldur betur haldið áfram að bralla.
mamma orðin pínulítið minna rauð, dises hvað hún brann, töluðum við pabba í dag og hann var ekki viss hvort hann myndi taka við svona gallaðri vöru :) en ætli hann sé nú ekki farinn að sakna spússu sinnar :)

En já við fórum í Glide kirkjuna og það var geggjað þar. Við vorum pínu sein í kirkjuna og svona 3 mínútum eftir að við komum inn þá sungu tveir svartir strákar lag og kórinn c.a. 50 manns sá um bakraddir. Þetta var svo stórfenglegt að ég táraðist og táraðist og þurkaði og þurkaði og það vakti svo mikla lukku að einn meðhjálparinn kom með tíssjú box handa mér og veifaði yfir allan salinn. Ég brosti bara mínu blíðasta og fannst ég vera í bíómyndaratriði :) En já kirkjan var bara alveg yndisleg og ég hlakka til að fara þangað aftur. Mamma og Svavar voru ánægð með ferðina þangað og hefðu ekki viljað missa af henni. Eftir kirkjuna var svo stunsað niður á Market Street og við fengum geggjað pláss alveg fremst við hliðið til að horfa á Gay Pride gönguna :) MIkið rosalega er til mikið af fólki sem finnst gaman að sýna sig og sjá aðra. Sumir vildu sýna meira en aðrir og voru þarna að minnsta kosti tveir gamlir kallar með kramin typpi á hjólum. Hjóluðu þarna um gjörsamlega naktir (að ég held, kannski voru þeir í skóm, ö ég leit ekki svooo neðarlega) svo voru konur með brjóstin uppúr einhverjum korsilettum eða hvað þetta nú heitir og aðrar berar á ofan og í nærbuxum. Nú svo voru nú margir í skemmtilegum búningum og ýmsum flottum farartækjum. Við höfðum öll mjög gaman af göngunni en hún var svo löng að við horfðum ekki einu sinni á öll atriðin.
Eftir Gayið fórum við að skoða í búðir. Svabbi sæti þurfti aðeins að kíkja meira í Levis og HM og Urban outfitters eða hvernig sem maður skrifar það. Hann skoðar og skoðar finnur og finnur en hættir svo við að kaupa meirihlutann. Pabbi hans segir að hann sé þá líkur pabba sínum en ekki mömmu sinni í kaupunum haha. Ætli það sé nú ekki bara alveg rétt híhí. En já eitthvað er nú búið að bætast við hjá dúllunum mínum. Þegar við vorum búin í Levis röltum við í kínahverfið og það var fínt. Margt að skoða og svona. Fórum svo heim og pössuðum sólu því Helga og Lexi fóru í bíó. Sólu lýst rosa vel á Svavar og Jöggu. Kallar Jagga Jagga og brosir undurblít til Svavars og fynnst hann hrikalega fyndinn og skemmtilegur þegar hann er að hamast með hana.
Í dag var bara letidagur sátum úti í sólinni og mamma reyndi að brenna pínu að framanverðu en það gekk lítið. Svavar sat að mestu í skugganum þegar hann var ekki í vatnsslagi með frænku sinni :) Held hann hafi þó fengið pínu lit í kinnarnar í dag því eins og mamma segir. Þá fær hann ekki að koma heim eins og hvítur hundaskítur :)

Hrikalega fyndið í dag var mamma eitthvað að stríða Svavari og ruglaðist og sagði við hann eitthvað að hann mætti nú ekki gera ömmu sinni þetta. Hún var að meina sig og að sjálfsögðu er hún ekki lögleg amma hans heldur ömmusystir hehe. Já fólk er bara farið að panta sér ömmubörn þegar enginn sér um að koma með þau :) jájá kemur allt í ljós ...

Hey dagurinn var nú ekki allur rólegur því að hér voru sko steiktar íslenskar kleinur að hætti Röggu og Helga skrifaði samviskusamlega niður allar kúnstirnar og tók herlegheitin uppá video. Þannig að næst þegar hún steikir kleinur þá horfir hún á kennslumyndbandið hennar Mömmugöggu og skellir sér svo í eldhúsið :)


Elsku Björk gaman að fá fréttir af fólkinu þínu, Stebba hlaupaóða, þér og krökkunum þínum. Takk fyrir að heila ömmu á Hóli, það hjálpar henni alveg pottþétt mikið. Vona að hún nái sér fljótt og að þetta hafi ekki mikil áhrif á heilsuna það sem eftir er. Það er svo líkt henni að vera að flýta sér og vera ekki með einhvern aumingjaskap. Hún var nú eitthvað að segja syni sínum næstelsta til. þegar hann var stífur eftir kanó róður. Já sagði amma, þú átt bara að hanga svona og teygja eins og ég og þá verðurðu ekki stífur í bakinu. Yndisleg
Umm hlakka til að fá fiskbúðing þegar ég kem heim, já eða fiskibollur í dós :)

Ása mín það verður BARA GEGGJAÐ þannig að þú getur bara alveg haldið áfram að láta þér hlakka til :)
Heyrðu já ég held að það sé best að þú komir með auka nærbuxur því það er ekki vísta að við getum farið í búð alveg um leið og þú kemur :) En annað þarftu ekki að koma með :)
Takk fyrir kveðjurnar :)

Þóra Jóna :) Já sumarfríin eru alltaf svo góð. Svo löng en samt svo stutt. Takk fyrir ég hlakka líka til að koma þó að tilhugsunin sé pínu skrítin :)

Hanna mín, afmælisstelpa, Já það er yndislegt að eiga góða að og frábært að fá þau tvö hingað til mín, ég er búin að vera svaka ánægð með dvölina og held að þau séu hæst ánægð líka :)
já amma er svo ótrúleg, hún er svo hraust og ég vona og held að hún nái sér fljótt og vel eftir fallið :)

Viktoría Rán, takk fyrir að knúsa ömmu okkar vel :) Hlakka til að sjá þig í sumar/haust :)

Björk aftur :) já ég er svo sammála þessu með hreyfinguna og heilsuna. Það hefur svo góð andleg áhrif að hreyfa sig, svo ég tali nú ekki um þau líkamlegu :) Þannig að sögurnar ykkar Bjálfabarns eru góður punktur í þá umræðu.

Jæja nú er klukkan að verða eitt og ég þarf að vakna til að fara með liðið í siglingu

Meira síðar

Harpa sem er farin að hlakka til að koma heim og knúsa svo marga :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlutirnir komu í hendurnar á mér í morgun, og þeir eru núna allir komnir aftur til Rvk. :-) takk elsku bestasta besta:-) kysstu mömmu frá mér. kv Rugreb

Kiðlingur sagði...

Klesst typpi á hjólum....hmm... I don't know! Kannski ég taki mér smá hliðartúr til San Fran á ferðalaginu mínu í júlí. Verð að skoða þessar gömlu klessur, ha!

Nafnlaus sagði...

Já það er ekkert smá gaman hjá ykkur takk fyrir að hafa drenginn han re svo rosalega glaður, segðu mömmu þinni að hún megi alveg vera vera þikjó amma ekki málið kv og knús Stína

Nafnlaus sagði...

kossar og knús
xxx
hbj
p.s. takk fyrir afmæliskveðjuna sæta mín:*)

Nafnlaus sagði...

Hehe djö þarf ég að taka nærjur með :( En ætli það reddist ekki en vá hvað ég hlakka til en það heldur mér gangadi um helgina því mig langar svo á fjórðungsmótið fyrir austan um helgina en ætla að spara og vera heima og reyna að fá vinnu bara svo ég geti keypt mér t.d. nærföt úti hjá þér hehe
knús og kossar til ykkar og njótið tímans sem þið eigið eftir