27 febrúar 2007

Timinn liður hratt ...




Æji vá það er bara allt að verða vitlaust.
Tíminn líður svo hratt að ég hef ekki undan að fara að sofa og vakna svo aftur þegar nýr dagur byrjar.
Ég er búin að setja nýjar myndir inná báðar myndasíðurnar, enn er ég að skoða læknismyndirnar af sólu og á eftir að velja á netið.
Ég fór í kirkju á sunnudagsmorgun með Sigrúnu(frænku Helgu) og Andy. VIð fórum í kirkju sem heitir Glide OG ég er búin að ákveða að allir sem koma til mín verða að upplifa Glide. Þetta er kirkja í San Francisco og hún er opin öllum. Hvernig sem maður er á litinn, kynhneigð skiptir ekki máli, fjárhagur eða hvers trúar maður er. Þetta er kirkja sem hugar að fátækum, fólki með aids, heimilislausum og ýmiskonar öðrum málefnum.
Kirkjan er orðin fræg eftir að predikari þar kom inn. Hann er ótrúlega flottur og skemmtilegur karakter. Já mikið sungið. klappað og halelújað. Þannig að þið getið bara farið að láta ykkur hlakka til. Ég tók videobrot í kirkjunni en einhverra hluta vegna get ég ekki gert eins og aðrir að setja videoklips á bloggið. Ef einhver kann það má hann láta mig vita :)

Við fórum svo eftir kirkjuna að borða og skoða gallerý og bókabúðir með notaðar bækur. Voða voða gaman.

Ég átti eftir að sýna ykkur ég fékk ljóð á afmælisdaginn
frá pabba

Hálfsjötug hún orðin er,
aldurinn vel þó ber.
Oftast kát og yndisleg,
allra gleði hvar sem fer.

... og annað seinna um daginn

Oftast hress og létt í lund
leikur við hvern sinn fingur.
Lifir fyrir líðandi stund
við litlu börnin syngur.
*****
Þér gæfan ætíð gangi með
gegnum lífsins þrautir.
Lánið verði líkt og veð
þig leiði heilla brautir.

Takk fyrir þetta pabbi minn :)
Ég fékk svo sendan pakka í gær með nammi, blöðum og armbandi frá mömmu og pabba :) takk fyrir það
Mundi takk fyrir hálsmenin, mjög falleg, ég á eftir að taka myndir af hlutunum sem Mundi er að gera úr beinum og hornum. Mjög flott hjá honum. Sýni ykkur seinna :)

Takk fyrir öll afmælis kommentin :)

Hey já ég gleymdi að segja ykkur að við Helga fundum rosa jarðskjálfta á föstudaginn. Við vorum hjá Mickey þegar hann reið yfir og fundum við vel fyrir honum. Hann var nú samt ekki nema 4.3 á richter (held að það sé nú bara lítið).

Já ég hef ekki verið mjög dugleg að setja myndir dagsins hér inn. Þær eru samt allar á flickr.com/photos/ghi
Er að verða komin með 2 mánuði af 12 í þessu verkefni. Er rosa stolt af sjálfri mér og vona að þið hafið gaman af sem flestum myndum sem rata inná síðurnar mínar :)

jæja læt þetta duga í bili

knús og bæ
Harpa

20 febrúar 2007

Afmælisdagurinn


Mynd dagsins er auðvitað af afmælisbarninu og er hún unnin í photoshop eins og hún væri að koma úr Holgu. Holga er sem sagt plastvél frá a-ö ef þið vissuð það ekki.

Jæja þá er afmælisdagurinn að líða undir lok.
Búin að hafa það rosa gott í dag.
Fór með Helgu, Sólu og Robin í smá ferðalag :)
Grilluðum pulsur og fengum ekta íslenskar (voru samt útlenskar) pulsur í brauði með tómat steiktum og remúlaði. Frænka Helgu hafði sent henni remolaði og sinnep frá Íslandi og svo fór ég í Ikea í gær og haldiði ekki að ég hafi séð steiktan lauk þar. :) Vorum bara úti að dúllast í góða veðrinu.
Já fínn dagur

Ástarþakkir fyrir allar kveðjurnar í dag, voða voða notalegt að sjá að einhver er að hugsa til manns.

Það voru líka óvænt nöfn þarna inná milli :)
Ammælisamadag TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN LÍKA, GAMAN AÐ HEYRA FRÁ ÞÉR STRÁKSI :)

Guðbjörgguðm, ERTU AÐ VERÐA MAMMMMMMMA ????? VÁ HVAÐ ÞAÐ ER LANGT SÍÐAN ÉG HEYRÐI FRÁ ÞÉR :)hey ertu með blogg eða email?

og þið hin þið eruð líka frábær
Nema Svavar Dór því hann tók upppá því að handleggsbrjóta sig í leikfimi í dag :( hann fær því skammarverðlaun :)


Það eru komnar nýjar myndir inn á báðar myndasíðurnar

knú og kram
Harpa 35 ára :)

19 febrúar 2007

Aldrei aftur 34!


Jæja þá er síðasti dagur þrítugasta og fjórða aldursársins að líða undir lok. Vá maður, ég er bara að verða 35 ára á morgun og finnst það bara nokkuð gott. Ég gleðst auðvitað yfir hverjum degi sem ég vakna hress og sofna svo þegar eitthvað gott dagsverk er búið. Æ komm on það er nú ekki alltaf merkilegt sem maður er að gera en það er alltaf gott að lifa einn daginn í viðbót.
Já hvað er ég nú búin að upplifa eða afkasta á þessum árum.
Ég held að vísu að ég sé komin með alsæmer og hef haft áhyggjur af því í nokkurn tíma held ég, það er aðalega vegna þess að ég man ekki nokkurn skapaðan hlut! Ég ætla samt að reyna að týna eitthvað til.

Ég er búin að búa
á Sauðárkróki, Snæfellsnesi,Varmalandi, Kaupmanahöfn, Kleppjárnsreykjum, Borgarnesi, Hallormsstað, Kópavogi, Akureyri, Sauðárkróki, Álaborg, Rödby, Reykjavík og Oaklan USA.

Þegar ég var lítil og var spurð hvað ég ætlaði að gera þegar ég væri stór, var svarið : passa börn og vinna í gróðurhúsunum hjá Bjarna.

Ég er búin að
passa börn frá unga aldri, vinna í gróðurhúsi hjá Maríu í Björk, vinna í Verslun Jóns og Stefáns, Framköllunarþjónustunni, Borgarspítalanum sem aðstoðarmaður sjúkraþjálfara, Hótel Borgarnes, kjötvinnslan, Leikskólarnir eru Furukot, Klettaborg, Geislabaugur og Varmaland. Vírnet sem símadama, Hótel Bifröst, Ferju milli Danmerkur og Þýskalands, Ferjukránni í Tívolíinu í Köben, Kodak prentsmiðju í Köben, veiðihúsinu við Langá. Vá gleymdi Carat, Ég veit það eru fleiri staðir en man ekki meira, fyrir utan það að ég hef tekið að mér allskyns ljósmyndaverkefni.

Skólinn
Byrjaði í Danmörku var sett í bekk með íslenskum strák, var færð upp eða niður um bekk af því að við trufluðum tímana því við töluðum bara íslensku.
Grunnskóli á kleppjárnsreykjum og Borgarnesi
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað
Fjölbrautarskóli á Akranesi
Sumarskóli og fjarnmám við ármúla og Breiðholt
Háskólinn á Akureyri
Iðnskólinn í Reykjavík

Var skotin í
Hjalta, fyrsta ástin, miklu eldri en ég, einu sinni fór ég með hjartalagaðan konfektmola og ástarbréf til hans og rétti honum þetta og sagði þetta er bréf frá pabba og hljóp svo í burtu hehe, svo var það bróðir hans hann hét Kjartan var líka skotin í honum og Gumma, Eyvindi, Grétari, Símoni, Sigfúsi Helga (fyndin saga þar hehe Kristín ætlaði að hjálpa mér að ná í hann en í staðin þá bara giftist hún honum hehe)
Vá hey ég get nú ekkert talið alla strákana upp, man ekki einu sinni hvað hann hét strákurinn á kleppjárnsreykjum sem ég kyssti fyrst. En man bara eftir svekkelsinu og skömminni þegar ég fékk fyrsta sogblettinn (mamma var sko ekki ánægð).


Ýmis afrek

Ég læsti mig inni á baðherbergi og í tauskáp ásamt annari þegar ég var 4-5 ára þannig að pabbi þurfti að láta einhvern pjakk úr Varmalandsskóla innum glugga til að hann gæti opnað fyrir okkur.

Lærði að synda mjög ung

Ég skellti á puttan á mér þannig að lillinn sat fastur í falsinum og beinið stóð út úr eins og banani og þurftir að sauma 10 spor

Ég var einu sinni rasskellt af pabba þegar ég kom ekki heim á réttum tíma í Kaupmannahöfn (búið var að hóta því áður, flott hjá þér pabbi að standa við gefin orð)

Var í skátunum

Æfði frjálsar, sund, eitthvað í körfubolta, man einhver eftir fleiru???

Var alltaf fljótari en Kristín þegar við ætluðum að mætast einvhersstaðar á miðri leið, ég var alltaf komin heim til hennar áður en hún lagði af stað. (sorry Stína varð bara að segja þetta)

Tók einn smók af sígarettu í skurði hjá kleppjárnsreykjum, heyrði í traktor í margra km fjarlægð og varð svo hrædd að ég drap í og hef ekki reykt síðan. Sé ekki eftir því :)

Byrjaði að drekka áfengi 27 ára, mjög sátt við þá ákvörðun eða ekki ákvörðun. Langaði ekki í þetta rusl fyrr en þá. Er sem sagt enn á unglingastiginu, drekk ekki léttvín, drekk ekki með mat, drekk ekki bjór EN mér finnst eplasnafs og breeser voða góður :) Síðan ég kom til usa hef ég ekkert drukkið en það er í lagi ég ætla að fara í partý þegar ég kem heim og vinna það upp.

Ég eignaðist minn fyrsta og eina (hingað til) bíl þegar ég var 28 ára.
Já ég var minnt á það að ég á líka íbúð :) (takk kristna kona)


vá man ekkert í þessum flokki

Ég veit það bara að þrátt fyrir að hafa ekki alltaf verið himinsæl með lífið þá er það bara æði. Ég hef að mestu verið heilsuhraus, átt yndislega fjölskyldu og vini og alltaf að kynnast þeim betur og betur. Læra betur á sjálfa mig, vera sjálfstæðari og ákveðnari í því sem ég vil gera eða ekki gera.

Nú eru það bara þið sem verðið að bæta við :)


Nú hlakka ég bara til að eyða árinu sem er að koma :) árið sem ég er 35 ára.

Konudagur-atveislan mikla







Þetta eru myndir úr afmælisátinu :) Svo eru fleiri myndir inná http://flickr.com/photos/harpaingimundar

Vá maður ég átti aldeilis góðan sunnudag. Vaknaði við símhringingu. Það var Ása mín að hringja. Hún sagði "hæ er að kaupa mér far á netinu" og tralala hún og Erla Hrönn (litla) eru að koma til mín 18 júlí :) tra lala bara fimm mánuðir þangað til heeh hættu að telja þetta er ...

EN já svo hélt dagurinn áfram ég tók mig til og fór í mitt fínasta púss því það var búið að segja mér að við ætluðum út að borða. Abbott og Janet foreldrar Lexiar buðu okkur stelpunum. Við fórum á Sesar sem er Gyðinga veitinga staður. Alveg geggjaður. Rosa mikið að gera þar og um helgar bíður fólk oft nokkra stund til að komast inn. Við pöntuðum alskyns rétti og ég smakkaði hitt og þetta.
Þegar við vorum að bíða eftir matnum þá rétti Helga mér pakka frá Janet og Abbot og það voru rosa fín eldhúsáhöld. Þau gáfu mér líka eldhúsáhöld í jólagjöf þannig að ég verð víst að elda fyrir þau næst þegar þau koma til Íslands :)

Heyðu svo fóru þær eitthvað að pukra Helga og Lexi og svo er Helga eitthvað að ná í á gólfinu hjá sér og hún er algjör brjálæðingur. Þær gáfu mér styttu sem að vinkona Helgu hún Memo gerði. Hún er geðveik flott og núna verð ég að kaupa mér ný húsgögn þegar ég kem heim svo að hún passi með englamyndunum hennar Bjarkar, myndinni hennar Brynju og hinu fallega listaverkadótinu mínu. Díses þær eru alveg brjálaðar hún er geðveikt flott.

Það var nefnilega þannig að Helga tók myndir fyrir Memo af nokkrum styttum sem fóru á sýningu hjá henni. VIð vorum sérstaklega hrifnar af tveimur styttum sem voru systur eða þannig voru svona í pari. Þetta var feimna systirin með rosa flott bak og er svolítið niðurlút. Ég er einmitt að fara taka myndir af henni sem mynd dagsins á eftir.

Þegar ég kom heim þá talaði ég við mömmu og pabba á skypinu, þegar þau lögðu á var Ása komin á línun, þegar hún lagði á var Stína, Svavar Dór og Raggi komin og þegar ég var búin að tala við þau í rúmlega klukkutíma að minnsta kosti. Það var sko ekki allt búið þegar ég var búin að tala við þau þá var Ási komin á línuna og við töluðum lengi saman.

Þegar ég var búin með öll skyptölin, þá var komið að næsta matartíma. :)
Nú var ferðinni heitið á geggjað góðan Mexikanskan stað :) rosa góður matur sem við fengum þar og svo í restina þá var komið með köku með 2 kertum á (héldu örugglega að ég væri tvítug en ekki 35 :) )maður er náttúrulega það unglegur hehe

Svo var bara haldið heim á leið og allir pakksaddir og glaðir. Sóla fór að sofa og við Helga keyrðum Janet og Abbott til San Francisco því þau voru að fara með flugi til Hawaii

og í dag eftir matardaginn mikla eru allir með skitu

hehe


ég

17 febrúar 2007

Laugardagur gleði gleði


Krakkar að dansa fyrir utan University of Berkeley

Mikið rosalega var þetta flottur laugardagur :) ÉG var að tala við mömmu og pabba á skype í morgun þegar það var dinglað hjá þeim og mamma fékk þennan rosa flotta blómvönd. Ha ha frá mér og ég vissi ekkert hvort að hún fengi hann eða ekki. Þannig var það nefnilega að um síðustu helgi var ég vakandi frameftir og var að hlusta á Bylgjuna og þáttinn hennar Valdísar. Valdís var eitthvað að tala um að fólk gæti hringt eða sent tölvupóst ef þeim fyndist einhver eiga skilið blómvönd :) og ég sendi bréf sem var svona:

Sæl Valdís

Ég sit hér í Oakland í Bandaríkjunum og er á leiðinni í háttin. Klukkan orðin 1.20 og ég var að hlusta á þáttinn þinn sem var rétt að byrja. Mikið er þetta internet frábært. Maður getur bara setið úti í heimi og hlustað á Bylgjuna sína. ;)

þú vildir fá ábendingar um hver ætti skilið blóm í tilefni dagsins.

Ég fékk eina manneskju upp í hugan þegar ég heyrði þig tala um blóm.

Hún mamma mín er svo frábært manneskja. Hún hefur í fyrsta lagi alið mig svona líka vel upp :)
Já hún er svo heil persóna. Þegar ég var að alast upp sem barn og unglingur heyrði ég hana aldrei hallmæla neinum. Hún hefur stutt mig í gegnum allt lífið og alltaf ýtt undir að ég prófaði hitt og þetta og að ég léti drauma mína rætast. Ég væri sjálfsagt ekki hér í Kaliforníu að láta enn einn drauminn minn rætast nema af því að hún var svo jákvæð út í það að ég færi hingað. (er hér í nokkra mánuði að læra ljósmyndun)
Hún er lítillát, vill ekki láta á sér bera, er skemmtilegur félagi, traust og hugsar fyrst um aðra áður en hún hugsar um sínar þarfir.

Já þess vegna ætti hún að fá blóm, kannski líka af því að hún yrði brjáluð ef að hún vissi að ég væri að skrifa til þín um hana :)

Já hún er besta mamma sem ég á

Kveðja
Guðbjörg Harpa

Já og svo var ég ekkert búin að tala um þetta við þau né þau við mig þannig að ég hélt að ég hefði bara ekkert verið heppin í þetta skiptið. EN fólk var bæði búið að spyrja mömmu og pabba hvort að hún væri búin að fá blóm, þau höfðu ekki heyrt neitt um þetta því þau hlusta náttúrulega bara á ÍSLENSKA stöð (eins og pabbi segir) sem sagt rás 1 og 2.

FInnst ykkur þetta ekki skemmtileg saga. Mér fannst eiginlega frábærast að ég skildi akkúrat vera að tala við hana á skype. Hún fékk þetta líka litla skítaglott á andlitið þegar hún sá einhvern koma með blóm og ég fattaði ekki neitt. Hélt að pabbi væri að gefa henni blóm í tilefni konudagsins haha jájá svona er maður nú fattlaus :)

EN ég fór líka á Holgu námskeið í dag. Sat í tvo tíma og hlustaði á mann tala um plastmyndavélar og hann sýndi okkur myndir og allskyns dótamyndavélar. Var bara fínt og nú á ég sem sagt nýja myndavél sem er öll úr plasti og ég veit ekkert hvernig myndirnar koma til með að koma úr henni. Allar Holgurnar eru misjafnar og maður getur átt von á hverju sem er úr þeim :)

Veðrið var alveg geggjað í dag og ég fór á göngugötu að rölta. Sá þar konu sem var að selja steina og alskyns dót, keypti mér geggjað flottan amityst stein (hún sagði að hann væri mjög heilandi og ég vissi það ekki hún sagði hann öflugastan af öllum) hissa á því. EN hann er mánaðarsteinninn minn líka og mér finnst hann svo fallegur. Tek mynd af honum bráðum :)

Núna sit ég bara og hlusta á sálma með Ellen Kristjáns og á eftir ætla ég að dúllast við einhverjar myndir.

knús og góða nótt

Harpa

PAD



Þetta eru myndir dagsins fimmtudag og föstudag

16 febrúar 2007

Flotta flotta tölvumyndavelin min :)




Talvan mín nýja og fína er svo flott að ég get tekið myndir af sjálfri mér með henni :) og mig langaði svo að sýna ykkur hvað ég er hrikalega sæt og hvað Bandaríkin eru að fara vel með mig.

Er að fara á námskeið á morgun. Plastmyndavél verður notuð eða svokölluð Holga.
Verður gaman að prufa þessa rússnesku græju, sem er það óþétt að maður fær ljós inn á filmuna sem gerir myndirnar allt örðuvísi en það á að vera. Engar myndir eru eins og engar tvær Holgur eru eins. Aníta vinkona mín á einmitt nokkrar Holgur og er engin þeirra eins. Hún notar því mismunandi vél fyrir hvern tilgang. Æ skiljiði þetta rugl eða ???

Gleymdi einu
Takk fyrir kommentin
Viktoría myndirnar koma bráðum
Svavar Dór ertu búinn að kaupa miðann ??? hlakka til að fá þig og ekki GLEYMA DÖNSKU BÓKUNUM :)

knús
Harpan ykkar

13 febrúar 2007

Læknisferð


Mynd dagsins er nú ekkert lystaverk en þetta er þáttur í námskeiðinu mínu um documentary. Finnst þessi mynd bara rosa góð. Við fórum með Sólu til læknis í dag því hún er með svo slæman hósta. Allt var þó í lagi og vonumst við til að hóstinn hætti bara fljótlega. Sóla er komin á þann aldur að vera hrædd við þetta lið á sjúkrahúsinu. Hún kvektist um daginn þegar hún fékk 3 sprautur, skildi engan undra. EN já allt þetta lið í hvítum sloppum er hundleiðinlegt og hún alveg brjálaðist ef einhver ætlaði að koma við hana. Hún var vigtuð og hæðin mæld og svo var hún hlustuð og skoðað í eyrun. En allt tók þetta enda og við vorum glaðar þegar við komumst í bílinn aftur. Við Helga ákváðum að ég myndi gera svona documentary um læknisferðina og það var fín æfing. Nú á ég bara eftir að velja hvaða myndir eiga að vera í sögunni og vinna þær og byrta.

Var að ganga frá bréfi og pakka og póstkortum sem ég ætla að setja í póst á morgun.
Við Helga fórum á ljósmyndasýningu í dag og það var mjög gaman og svo var hún að skoða hjá mér myndir sem ég hef tekið og var að gefa mér gagnrýni á það. Henni fynnst ég standa mig vel, alltaf betur og betur. Gaf mér hrós og sagði að henni fyndist ég vera með gott auga fyrir ljósmynduninni. Ekki hægt að fá betra hrós frá meistaranum sínum eða hvað!

Nú það er vika í afmælisdaginn og við frænkurnar 3 erum alltaf saman á þriðjudögum þannig að við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins. Ætlum að reyna að fá miða á körfuboltaleik fyrir mig og Helgu. Vona að það takist.

Nú svo er húsið hjá okkur að fyllast af gestum, foreldrar Lexiar eru að koma um helgina. Daven, pabbi sólu er að koma í vikunni þegar ég á afmæli og líka Sigrún frænka Helgu og hennar kærasti um svipað leiti. Þannig að það verður fjör á bænum.

Jæja ekki meira í bili.

Knús til ykkar

Harpa

12 febrúar 2007

Draumur og sma skammir


Tók þessa mynd af mér í baði í kvöld. Það var nefnilega skorað á mig að taka mynd af mér í baði. Hefði verið sætari væri ég 30 árum yngri en só! Maður tekur náttúrulega svona flottri áskorun :) hehe

Jæja er að hugsa um að byrja á skömmunum. MIKIÐ ROSALEGA ERUÐ ÞIÐ LÉLEG AÐ KOMMENTA. HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ??? Á ÉG AÐ HÆTTA AÐ BLOGGA, ÞVÍ ALLIR ERU HÆTTIR AÐ LESA EÐA???

Mig dreymdi draum. Ég var í stórri veislu með strák sem var kærastinn minn og við vorum annað hvort með nýfætt barn eða ég ólétt, man ekki hvort en tilfinningin var þannig. Hann var að kynna mig fyrir fjölskyldunni. Mest komu mamma hans, pabbi og móðursystir fyrir í draumnum. Heyriði svo kemur pabbi í veisluna. Já ekkert merkilegt NEMA AÐ HANN VAR BLINDFULLUR! Hef reyndar aldrei séð pabba minn fullan, en hann var alveg á rassgatinu og greinilega búin að drekka í marga daga. Hann bara settist hjá pabba kærastans og spjallaði við hann og það var eins og ekkert væri athugavert þeirra á milli. Ég aftur á móti varð alveg bráluð við hann að hafa komið í þessu ástandi í jólaboðið mitt. Fór grenjandi inn í eldhús og þangað kom mamma stráksisn og faðmaði mig og sagði: já já þetta getur alltaf komið fyrir. Eins og þetta væri bara alveg sjálfsagt. Díses meira ruglið.
Jæja þið draumráðningarkonur hvað segið þið við þessu! Hvað þýðir þessi draumur???

Knús og baðkveðjur

Harpa

11 febrúar 2007

Sunnudagur



Það komu gestir til okkar í dag í hádegisverð. Rosalega gaman, spjallað hlegið og dansað.
Ein af þeim sem komu var Robin, ég var búin að spyrja hana hvort að ég mætti taka myndir af henni og það var ok. Hún er feimin og finnst hún ekki myndast vel. Myndatakan var því ögrandi verkefni fyrir okkur báðar. Ég fékk nokkrar ágærtar myndir held ég og ætla ég að setja þær á myndasíðuna mína.

Hvernig lýst ykkura á?

Harpa

Vantar alit!!!


ÞIÐ GETIÐ KLIKKAÐ Á MYNDINA TIL AÐ SJÁ HANA STÆRRI :)

JÆJA GOTT FÓLK ÞÁ ER KOMIÐ AÐ YKKUR.
MIG VANTAR ÁLIT Á ÞETTA FYRIRBÆRI.
ALLAR ÁBENDINGAR VEL ÞEGNAR
ER ÞETTA ALVEG GLATAÐ MEÐ ÞESSUM TEXTA,
Á
TEXTINN AÐ VERA Í ÖÐRUM LIT
ANNAR TEXTI
ÖNNUR GERÐ AF SKRIFT
MINNI
STÆRRI
ANNARSSTAÐAR STAÐSETTUR
OF DÖKK
OF LJÓS
ANNAN LIT AF RAMMA
ENGANN RAMMA
BREIÐARI RAMMA
ÞYNNRI RAMMA
ALLT SEM YKKUR DETTUR Í HUG

HARPA SEM ER Í SÓLBLÓMASKAPI

10 febrúar 2007

Rigning rigning rigning


Vá maður það er engin smá rigning búin að vera núna undanfarna daga og núna bara rétt áðan kom þvílík demba að ég fór bara og opnaði hurðina hjá mér til að sjá, því það buldi svo á þakinu. :)

En já mynd dagsins er Sólblóm. Sólblóm er að ég held bara uppáhalds blómið mitt og ég keypti mér eitt stykki í dag. Ég fór nefnilega í smá ferð í dag. Ætlaði að taka einhverjar snilldar myndir en gerði það ekki því það var alveg mígandi rigning.

Hey ég gleymdi að segja ykkur að ég fór í klippingu í gær í kínahverfinu. Það var hrikalega fyndið. Var komin með toppin alveg niður fyrir augu og þegar ég var á vappinu í gær þá sá ég skilti sem á stóð klipping 7 dollara. Haha ég sem sagt labbaði inn og fékk klippingu. Fyndið ég var eina hvíta þarna inni. Allir að tala kínversku, það var kínversk stöð í útvarpinu og svo voru þau líka með sjónvarp. Ha ha hvað haldiði að hafi verið í sjónvarpinu? Já það var svon Gæding light þáttur eða Dænasti þið vitið bara með asíufólki að tala asíutungumál. Já pínu fyndið að skilja ekki orð af því sem fólk sagði. Var heldur ekki viss um að stelpan sem klippti mig myndi ná upp því hún var eitthvað svo lítil greiið.

Nú í dag þá fór ég og lét lita á mér augabrúnirnar, nei ekki í kínahverfinu en ég sá snyrti og hárgreiðslustofu sem ég labbaði inn á. Þar voru bara þeldökkar konur að vinna og kúnnarnir voru allir þeldökkir :) þannig að ég er aldeilis ekki að styrkja hvíta hiskið hehe. Voða notaleg stofa sem ég fór á í dag og litunin kom bara vel út.

Ég talaði við Nönnu, Ómar og Jón Skúla á skype í dag og það var bara geggjað. Mér finnst alveg frábært að geta spjallað svona á tölvunni.Sérstaklega því maður sér liðið. Jón Skúli orðinn svo stór og alltaf jafn sætur já og foreldrarnir náttlega líka :)

Núna ligg ég uppi í rúmi með bókastafla af ljósmyndabókum. Ætla að ath hvort ég fái einhverjar hugmyndir því ég er kannski að fara að taka stúdíómyndir af einni stelpu(konu) á morgun.

Knús í kroppin
Hvernig fynnst ykkur þessi óvenjulega sólblómamynd???

Harpa nýklippta og litaða

Kinahverfið



Fór í Kínahverfið í dag. Þar var margt að skoða. Fór inn í búð sem seldi læknajurtir og þar var þessi maður ásamt öðrum að setja saman jurtablöndur. Allt var mælt með gamalli vog mjög nákvæmlega sýndist mér og sett í bréfpoka. Ég gat ekki nefnt 1/100 af jurtunum sem voru þarna inni.

Átti mjög fínan dag. Þegar ég var búin að vera í grenjandi rigningu í kínahverfinu gekk ég langa leið og hitti Anítu. Við fórum heim til hennar hún lánaði mér sokka því ég var orðin rennandi blaut. Við fórum og fengum okkur mexikanskan mat og svo á listagallerí. Síðan tók ég bartinn heim (sko lest) og Lexi náði í mig á lestarstöðina og ég passaði Sólu. Horfði á Ameríska ædolið og spennuþátt og svo kom Helga heim og við báðar þreyttar eftir daginn og erum á leið í háttin.

Hey já gleymdi einu. Myndin í gær er á utanverðri ristinni. Sem æðar á fæti.

Knús
Harpa

08 febrúar 2007

Lagt stefnd


Djöfull getur maður verið lágt stefndur stundum. Ég er búin að vera það í dag og í gær. Smá sambandsörðugleikar á heimilinu. Á svona dögum hugsa ég nú bara: MIKIÐ ROSALEGA ER GOTT AÐ VERA EINHLEYPUR. Æ ætla ekkert að vera að bögga þetta hérna.

En hva!!! vitiði hvað þetta er ???

Aðeins búið að eiga við myndina í photoshop


Bless
Harpa sem er að fara í myndaferð í kínakverfið á morgun eða er h í því?!

:)

Hanna og Harpa


Hanna Berglind sendi mér þessa flottu mynd af okkur stöllum. Rosalega áttum við góðar stundir saman á króknum hjá henni Ásu minni. Vantar bara Ásu á myndina! En já það eru til nokkrar partymyndirnar af okkur bekkjarsystrum. OG ÉG ER BÚIN AÐ ÁKVEÐA AÐ ÞEGAR ÉG KEM HEIM ÞÁ ÆTLA ÉG NORÐUR Í LAND OG ÞÁ SKAL SKO HALDIÐ SVAKA PARTÝ OG ÉG ÆTLA AÐ TAKA EINHVERJAR SUNNAN KELLINGAR MEÐ MÉR. SVO FARIÐ BARA AÐ UNDIRBÚA YKKUR. HEY ÁSA ÞAÐ ER EINS GOTT FYRIR ÞIG AÐ VERA BYRJUÐ AÐ SAFNA ÞÚ VEIST ÞEGAR ÞÚ ERT AÐ VINNA :) BYRJAR Á BRE

bæ ég

Appelsinugulur



Mynd gærdagsins. Stráksinn var að klippa tré í götunni minni ásamt vinnuflokki. Tók nokkrar myndir af þeim að gamni. Gaman að hitta strait gæja og spjalla :)
Voru voða voða vinalegir

07 febrúar 2007

Kisa litla


Þessi litla kisa á heima hér fyrir utan hjá okkur. Hún átti einu sinni heima í húsinu við hliðina en þegar fólkið ákvað að flytja í burtu þá skildi það bara kisu eftir. Já skildi hana eftir eins og notað húsgagn sem ekki var lengur þess virði að eiga.
Hún er ósköp gömul og lúin þó að það sjáist ekki á þessari mynd. Hún sannar það sem margir segja að kettir hafi níu líf, því bæði er búið að keyra yfir hana og skjóta hana. Ótrúlegt en satt, en það kom einhverntíma í ljós þegar Helga fór með hana til dýralæknis.
Já Kisa geyspaði svo flott fyrir mig í gær að hún fékk að vera á mynd dagsins :)

06 febrúar 2007

Íslendingur


Já Íslendingur er ég :) og bara nokkuð sátt við það. Tók þessa mynd klukkan átta, 02. febrúar og er þetta sem sagt mynd dagsins þann dag. Ég bara náði myndinni ekki úr myndavélinni fyrr en í dag.

Njótið vel

Harpa

05 febrúar 2007

Nohhh bara peningur i banka


Dúdda mía var að fara inn á heimabankann minn og hvað haldiði?????!!!!
Ég var að fá fargjaldið sem ég var búin að borga hjá Icelandair og gat ekki nýtt mér því ég var veik. Átti því að fá það endurgreitt í september því ég var með forfallatryggingu. Þeir sendu það í tryggingafélagið og ég átti að skila einhverju sérstöku læknisvottorði þar og bla bla. Sem ég gerði ekki. Enda fékk ég meil frá konu í tryggingunum um að ég ætti alls ekkert að gera neitt og hún myndi bara senda Icelandair upplýsingarnar aftur og viti menn MÍN BARA Á PÍNU PENING Á EURO KORTINU. Flott maður því ég er að fara að panta frá BH (ljósmyndavöruverslun) híhí


Hey já mynd dagsins heitir Túristi í San Francisco. Gat bara ekki fundið uppá neinu hér í myrkrinu klukkan 22 og hefði fengið svo geðveikt samviskubit ef ég hefði ekki tekið mynd í dag :)

knús Harpa
á leið í háttinn

Frabær dagur


Var að vinna hjá Mickey í dag. Fyrir hádegi var ég að reyta arfa og setja Molch þar sem áður var arfi. Þetta Molch (eða hvernig sem það er nú skrifað) er svona eins og trjá spænir. Rosalega góð lykt þegar maður tekur þetta úr pokunum og svo er þetta bara eitthvað svo snyrtilegt þegar þetta er komið í garðinn. Ég er búin að gera þvílíkar breytingar í garðinum. Búin að tæta upp arfa og gras og setja trjámylsnuna í staðin. Eftir hádegi var ég svo að gera mosaik. Já ekki er öll vitleysan eins. Mickey er sem sagt listamaður og hún er núna (Helga og Ég) að gera mosaikveggi inná bað hjá sér. Já ekki einu sinni halda það! VIð erum ekki með litlar fallegar flísar, hehe heldur veggdúka, allskyns á litinn og allskonar gerðir. Þetta er ég búin að klippa niður í ýmsar stærðir og svo var þessu raðað eftir kúnstarinnar reglum og hafðar voru myndir til hliðsjónar sem Mickey hafði áður gert.

Nú svo var bara farið heim eftir vinnuna og þar beið mín aldeilis óvænt. :) Fékk póstkort frá Magdeburg þar sem pabbi var á HM í handbolta. EN það besta (sorrý pabbi, það var sko líka gaman að fá bréfið frá þér) var bréfið sem er á myndinni hér að ofan. Haldiði ekki að hún Emý Sara mín hafi verið svo dugleg að skrifa mér bréf. Hún er svo mikil dúlla þessi stelpa. skrifaði alveg sjálf utaná umslagið og allt. Fæ nú bara tár í augun þetta er svo flott og yndislegt hjá henni.
Í bréfinu stendur:
Elsku Harpa
Mig langar að skrifa þér bréf.
Núna er ég veik með gubbupest.
Pabbi er í ameríku eins og þú.
Hann er að læra á tölvur.
Markús Orri er duglegur að brosa.
Kossar og knús
Kveðja
Emý Sara

Getur maður beðið um eitthvað fallegra! Rosalega var gaman að fá bréf frá litlu snúllunni sinni.

Ég á enn eftir að taka mynd dagsins. Verð að finna eitthvað til skjóta á.

Knús til ykkar

Harpa

04 febrúar 2007

REITA ARFA 4 FEBRUAR :)



TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ BERGUR MINN. ORÐIN 35 ÁRA STRÁKURINN :)

Í dag var bara allt í rólegheitunum. Ég dúllaðist í rúmminu fram undir hádegi. Talaði við mömmu og pabba á skype í 1 og hálfan tíma :) og það var yndislegt.
Fór út og vann í garðinum með Helgu og Lexi. Vorum að reita arfa, klippa plómutréð og ditta að.
Helga var líka að bardúsa við hliðið í dag. Hún er nefnilega að smíða hlið.

Fór út tók mynd dagsins sem er af Mormónakirkjunni hérna. Hún er alveg stórfengleg. Gott að sitja þarna í garðinum þeirra og hlusta á vatnsniðinn. því þar eru tveir stórir gosbrunnar og svo er pínulítil á sem rennur um garðinn miðjann. Hugsa að þetta sé paradís á sumrin því það eru svo fallegar rósir og ýmis önnur blóm þarna. Mjög fallegt þarna þó ekki sé ég mormóni.

Ég er búin að sjá það að ég veit sko ekkert um þessi trúarbrögð og mismunin á hinum og þessum trúm. Það eru fullt af alskonar trúarfélögum sem trúa á jesú og hans fylgifiska en engin trúin er eins. Æ hugsa samt að ég haldi bara áfram að vita ekkert um þetta því ég nenni bara ekki að pæla í þessu.

Hey þið eruð sjálfsagt að hugsa: haha hún klikkaði, engin mynd frá því 1 febrúar, en nei ég klikkaði sko ekki neitt. En nýja litla myndavélin mín vill ekki að ég setji myndirnar sem ég tók á hana inn á tölvuna þannig að ég næ ekki myndinni :( og þetta var einmitt sjálfsmynd, humm kannski er það þess vegna, já var nú ekki búin að fatta það áður, humm, tek þetta til endurskoðunar :)

Jæja ég ætla að hætta þessu bulli

ERUÐ ÞIÐ BÚIN AÐ HLUSTA Á DISKINN HENNAR ÞÓRUNNAR LÁRUSDÓTTUR??? HANN ER BARA FRÁBÆR :)

Haway kveðjur
Harpa

Ferð til Santa Cruise


Fór í frábæra ferð með Anítu vinkonu minni til Santa Cruise á laugardaginn. Keyrðum niður stöndina og áttum yndislegan dag.
Fórum gamlan sveitaveg, kíktum í antíkbúð, keyptum ætiþystla brauð, komum við í kirkjugarði, þar sem 8ára stúlka á minnisreit.
Þannig var það að faðir hennar var flugmaður og hérlendis mega börn fljúga vélum undir leiðsögn foreldra. Hún ætlaði að verða yngsti flugmaðurinn til að fljúga þvert yfir Bandaríkin en þau lentu í fárviðri og hröpuðu. Ég á eftir að setja myndir af litla reitnum hennar því hann er ósköp fallegur og algerlega eins og hún hefði viljað hafa hann, að ég held.

Það eru nokkrar myndir úr ferðinni á Flickr, endilega kíkiði þangað.

01 febrúar 2007

nyr manuður


Jæja ég búin að fara á námskeiðið. Talaði þar á ensku fyrir framan 20 manns. Sagði svo sem ekki mikið en samt frá sjálfri mér og útaf hverju ég væri í þessum ljósmyndatíma. Gekk bara ágætlega.
Jæja PAD mynd dagsins sem er fyrsti dagur febrúarmánaðar er spurning. Hvað er á myndinni???

Er drulluþreytt eftir langan dag. Á morgun verður víst nóg að gera. Við Helga förum til Mickeyar fyrir hádegi og svo að taka arkitektúramyndir eftir hádegi.

Góða nótt elskurnar mínar

Harpa nýgreidda

Namskeið i kvöld



Tók þessa mynd þegar Sóla er að renna sér skelfingu lostin niður eina rennibrautina í nýjum garði sem við fórum í gær. En hún hló þegar hún kom niður þannig að þetta var allt í lagi. Ég fór svo eina bunu með henni í lokin og það hefði nú verið hægt að ná skelfingarsvipnum á mér líka ef einhver hefði reynt :)

Æji Stína minn uppáhalds íþróttafréttakona, ég steingleymdi rússaleiknum í morun, enda var ég með ormana tvo í dag og hafði svo sem nóg að gera :)

Nú svo eru mamma og pabbi komin með skype jíbbíí og pabbi alltaf að gera tilraunir og hringja í lilluna sína. Voða notalegt að heyra í fólkinu sínu. En ef einhver er með góð ráð með að setja upp svona vefmyndavélar má hann hringja í pabba eða koma við á Dílahæðinni og stilla græjurnar svo ég geti nú séð þau líka.

Ég er að fara á námskeiðið í kvöld, sem sagt dokumentary fotography. Ég er bara farin að hlakka til þess en svo finn ég nú að það er einhver feimnis kvíðahnútur líka. En hann leystist vonandi bara í kvöld eða fyrir kvöldið :)

Jæja nú er ég búin að vera í heilan mánuð að taka mynd á dag og hef staðist prófið hingað til. Ein mynd hefur verið tekin dag hvern, sumar fínar aðrar ekki eins góðar. Stundum hef ég verið að gera tilraunir með ljós og svona og þá er myndefnið kannski ekki mjög spennandi en mér finnst bara fínt að ég hafi náð heilum mánuði án áfalla :)

Ég er ekki enn búin að fara á kaffihús í rólegheitunum að skrifa póstkort og bréf en það er á stefnuskránni. Ég vonast til að vera hress og kát og í góðum fýling til skrifta um helgina og þá verður sko tekið á því :)

Æ jæja ég verð að henda mér í sturtu og finna svo einhverjar myndir til að sýna í kvöld á námskeiðinu. VIð eigum að skoða myndir og gagnrýna held ég :)

Hey verð að minna á að þið getið klikkað á myndina með músinn og séð hana stærri, þessi er geggjuð þegar hún er sæmilega stór.

knús Harpa í engum sokkum