29 apríl 2007

Tæ tæ tæ og amen

Vá hvað það er gaman að hafa hana Kristiönnu hérna hjá mér. Við erum búnar að vera að snúllast mikið og erum bara dauðþreyttar. Við leigðum okkur bílaleigubíl í gær. Fórum að versla hér rétt hjá fórum í bíó og gengum göngugötu í Berkeley. VIð erum búnar að fara til San Francisco og skoða þar og versla. Keyrðum yfir Golden Gate brúnna og löbbuðum svo á henni líka :)
Nú og í morgun vöknuðum við snemma og fórum í Glide kirkjuna ( http://www.glide.org/ )í messu. Það er bara frábært að fara þangað í messu. Þar eru allir velkomnir, mikill söngur og skemmtilegheit. Fórum í REI og North Face og hún er búin að kaupa sér útivistarfatnað því hún er að fara að klífa Hvannadalshnjúk stelpan :) dugleg maður tekur 9 tíma að fara upp og 4 að fara niður. Ég svitna nú bara við tilhugsunina þannig að ég læt mér bara nægja að hugsa en ekki framkvæma, svona í bili allavega.
Já svo fórum við aftur í bíó í kvöld. Rosalega gaman hjá okkur. Æ já og svo sofnuðum við pínu hér í garðinum í dag í sólbaði ummm búið að vera geggjuð blíða. Gleymdi nú að minnast á skyndibitann. Ha ha ég held ég hafi ekki farið eins oft út að borða eins og síðastliðnu daga. Endalaus skyndibiti.

Jæja ætla að hvíla kroppin við erum víst að fara af stað klukkan níu í fyrramálið :)

Meira síðar

Harpa

27 apríl 2007

Gaman gaman


Vá hvað það var gaman að hitta Kristiönnu á flugvellinum. Kom þangað og fékk þá að vita að það væri nærri 40 mínútna seinkun á vélinni. En þegar að hún kom loksins þá var ég orðin svo spent að ég fékk bara tárin í augun haha já Harpa litla viðkvæma híhí.
Við fórum svo bara heim að kjafta og borða nammi og flatkökur með hangikjöti. ummmm það var svoooo hrikalega gotttttt.

Takk mamma mín fyrir sendinguna :)

Við Kristianna fórum svo til Berkley í gær, fórum á göngugötu og löbbuðum þar og skoðuðum í búðir og fórum svo í bíó. Rosalega góður dagur og svo erum við núna að fara til San Francisco :)

Bæjó

25 apríl 2007

EEEER svo spent



Vá maður nú er ég orðin spennt :) Er að fara á flugvöllinn eftir klukkutíma að ná í Kristiönnu. Þeir sem vita ekki hver hún er þá bara aumingja þið hehe. Nei nei hún er vinkona mín sem upphaflega kemur frá Hvammstanga. Pabbi hennar og pabbi minn eru félagar og voru báðir sundþjálfarar og ætli við höfum bara ekki verið píndar til að vera vinkonur. Við erum búnar að þekkjast sem sagt í mörg ár en vinskapurinn varð fyrst svona fyrir alvöru þegar við vorum saman í Fjölbraut. Annars er ég nú svo gleymin að ég man þetta kannski ekki alveg hehe :) Hún býr núna í Reykjavíkinni með Pésa sínum og tveimur fjörkálfum. Flemming Róbert og Guðrúnu Ýr. Við erum ferlegar þegar við dettum í það því að það endar yfirleitt með hörmungum. Skyndilegar pestir virðast leggjast á okkur og kannski er það af því að við tökum of stuttan tíma í að innbyrða mikið magn af vökva. Hef að ég held tvisvar orðið veik af svona drykkjum og var það í bæði skiptin með henni hehe. En sem betur fer erum við oftast bara í hollustunni saman, súkkulaði eða hörbalæf. Það verður gaman að sjá hvað verður hér hí hí.

En já langaði að segja ykkur að Amma í Sandgerði átti þennan dag sem afmælisdag. Elskaði hana held ég bara mest af öllum sem ég hef þekkt í lífinu. Já held það bara. Kannski erfitt að segja svona en þess vegna segi ég líka "held".

Díses hvað ég átti skemmtilegan símafund í dag.
Skessurnar þrjár hlógu og skemmtu sér í klukkutíma eða svo á skypinu.
Ein var í Kaliforníu, önnur á Sauðárkróki og sú þriðja á Akureyri. Fyrstu mínúturnar fóru í að skoða skó á netinu. Því ég náttúrulega varð að sýna þeim nýju skóna mína og líka skóna sem ég er að hugsa um að kaupa sem hesta skó :) híhí já því nú fer maður að ríða út þegar maður kemur heim. Þarf bara að losa mig við ofnæmið eins og annað rusl sem ég hef verið að losa mig við undanfarið. :)
Við spjölluðum svo um haustið og að það eru 10 ár í haust frá því við hittumst fyrst. Hvað við ætlum að gera í haust og svo hitting hjá HA liðinu. Sko það verður held ég bara brjálað að gera hjá mér þegar ég kem heim.

Talaði við Hrafnhildi frænku mína, hún er bara að skella sér til Ástralíu í þrú ár. Gellan vá flott hjá henni, ég þarf bara að fara að drífa mig að safna pening svo að ég komist til hennar í heimsókn.

Jæja ég verð að fara drífa mig út á völl :)

knús

Harpa spennta enþá í nýju skónum :)

p.s Stína þú verður bara sjálf að komast að því hver hestakallinn er... en það er því miður ekki hann Dóri frændi þinn hehe

24 apríl 2007

Nyjir skor og sol i heiði

Hvað er þetta í gær var nítjándi apríl og núna er kominn 24 apríl. Skil þetta nú ekki alveg en er voða glöð því á morgun er 25 apríl og þá er Sóludagur, afmælisdagur ömmu í Sangerði og um miðnætti verð ég á flugvellinum í San Fran að ná í fyrsta gestinn minn :) Hlakka voða mikið til. Veit að með gestinum kemur eldgamalt Lindubuff, pítusósa og kveðja að heimann frá uppáhaldsfólkinu mínu. Þó ég hlakki mikið til þess að fá það sem uppúr töskunni kemur hlakka ég þó meira til að fá Kristiönnu til mín. Það verður sko stuð þegar Knoll og Tott fara af stað.
Hún ætlar að vera hjá mér í viku og við ætlum að skoða eitthvað skemmtilegt og kaupa og sonna eins og gengur og gerist :)

Nú við Helga erum búinar að vera geðveikt duglegar að pakka niður heilu húsi, það er að segja búslóðinni. Ég í asmakasti allan tímann því að þar bjuggu hundar og kettir og þegar maður er að þyrla upp rykinu á maður ekki von á góðu. Ég var með maska á mér allan tímann, fékk ekki ofnæmi því ég tók töflur við því en fékk í lungun í staðin og varð hnöttótt af bjúg. En það verður nú farið áður en langt um líður. Við fórum svo að ná í flutningarbílinn í dag og Helga hleður í hann á morgun ásamt þremur mexikönum og keyrir svo á fimmtudaginn þvert yfir landið með bílinn og kemur heim í flugi á föstudaginn.

Ég fór í leirinn í gær og ég verð nú bara að segja það að mér finnst þetta frábært. Veit ekki hvort að það sé útaf kennaranum, sem er alveg þvílíkt skemmtilegur eða hvort að það sé leirinn og sköpunin sem fer fram. humm. Já held ótrauð áfram þó að meistarastykkin komi kannski ekki mörg heim. Kemur allt í ljós.

Fékk lánaða litla linsu sem heitir lensbaby og er að prófa hana pínu. Það er svona plast linsa sem maður getur beygt til og frá, maður getur ekki fókusað nema bara með því að færa sig fram og til baka frá myndefninu, þannig að það er pínu skemmtilegt að prófa þetta undur.

Verð nú bara að segja að mér finnst rosalega gaman að fá komment og ég þakka fyrir öll kommentin á síðasta póst frá mér :)
Ég reyni að passa mig á öllum brjálæðingunum eins og hingað til og já bíllinn hennar Helgu verður komin í lag bráðum, en núna þarf hún að taka rafgeyminn úr sambandi þegar hún slekkur á bílnum sem hún gerir með því að stinga einhverju (lykli eða álíka) vitlausu megin á stýrinu.

Það er skrítið hvað ég er orðin háð netinu. Núna var ég búin að vera í viku án þess að tala við ákveðna manneskju, sem ég saknaði ótrúlega mikið. Mikilvæg í mínu lífi. Það var nú bara af því að talvan hennar bilaði. En nú er hún komin aftur í samband og ég er voða voða glöð. Mamma og pabbi í útlöndum og sonna ekkert skype. Jú að vísu við Hönnu mína og svo er Ási krútt duglegur að spjalla :)

Já Ása ég sendi þér mynd af hjólinu við fyrsta tækifæri.
Kibba þetta hafa sjálfsagt verið bíllausir sveitavargar :)
Takk Hanna mín fyrir uppbyggileg komment á myndirnar mínar, maður fær aldrei nóg af hrósi :) híhí og hahah já kaliforníubúar keyptu flíspeysur í stórum stíl hérna um árið hehe.
Stebbi ég er búin að kaupa lás á hjólið og það stendur hér inni í stúdíói vona að það verði í lagi :)
Björk. mikið var að pakkinn kom, ég hélt bara að skipið hefði sokkið!!! :) já ég var að vona að þér myndi líka dagatalið :) Ég þarf að mæla Sólu til að vita stærðina og allt það :) því það er ekkert að marka þessi númer hér hún er í fötum frá 12 mánaða og uppí eitthvað allt annað. Helga var rosalega ánægð þegar ég sagði henni að þig langaði að gera kjól á Sólu. Vona að þið hafið hlegið hrikalega í bíói :)
Já við töku sérstaka ferð suður saman á Nings þegar ég kem heim :)
Nafnlaus (Ég) Ástarþakkir fyrir símtalið :) það er svo gaman að fá símtöl að heiman :) Hey og drífa sig í að gera aukagöt á hnakkinn þannig að ég nái niður í ístöðin :)
Heyrðu heita hestaskórnir þínir KEEN?
Frú skrú skrú, ég passa mig því ég ÆTLA EKKI AÐ MISSA AF DANSKVÖLDI MEÐ ÞÉR :)
Stína fína amma gella, gleðilegt sumar, hvað er þetta með þessa tölvu þína???? áttu ekki að fá nýja?????


jæja er að fara að fá mér gómsætt grænmeti og hrisgrjón sem Lexi listakokkur er búin að elda.

Æ svo þarf ég að skrifa tvö bréf vegna atvinnu í haust, kannski í kvöld humm ef ég nenni.

Hey já og svo er IDOL veiiii


Bæ ðe vei keypti mér geggjaða skó í dag :)

Kveðja Harpa
í nýjum skóm

19 apríl 2007

steliþjofur steliþjofur


Hvað haldiði að hafi gerst hér í nótt. Sko fyrst byrjaði það með því að ég heyrði c.a 6 skotkvelli. Helga frétti það frá nágrannanum að stelpan hans hafi séð tvo menn skjóta á hvorn annan. Svo vaknaði ég við það í morgun að Helga kom inn til mín og sagði. Ertu hérna, (klukkan var nú bara 8.15. hvar átti ég annarsstaðar að vera) fórstu á bílnum í gærkvöldi? Ég rétt gat stunið "ha nei" ohhh bílnum mínum var stolið. Já jeppanum var stolið. Helga greiið þurfti að hringja í lögguna og alskonar vesen í sambandi við bílinn. Hey og svo kom þessi fjallmyndalegi lögreglumaður og tók skýrslu af Helgu. Ég fór svo með sólu og Sascha í gönguferð og á róló (eða óló eins og Sóla segir) og þegar ég kom til baka þá sá ég að það voru brotnar tvær rúður í sendiferðabíl hérna í götunni þannig að eitthvað hefur gengið á :(
Nú um klukkan þrjú var svo hringt og löggan búin að finna bílinn. Hann fanst í næsta bæ ( sko bæirnir hér eru allir hlið við hlið, mér finnst þetta bara vera hverfi, æ liggja saman eins og Kópavogur og Rvk) nú svo fórum við seinnipartinn að ná í hann í fyrirtækið sem dró hann.
EN halló það er ekki nóg með allt vesenið við að bílnum sé stolið þá þarf maður að borga hann út. Helga þurfti að borga á milli 3 og 4 hundruð dollara (21-28þús) til að fá bílinn aftur. Þeir stálu verkfærum sem Helga var með í bílnum og leikfangasímanum hennar Sólu. Já vonandi geta þessir aular hringt með símanum hennar :)

EN já ég gleymdi nú alltaf að segja ykkur þegar hún Sigrún, frænka hennar Helgu var hérna þá gleymdi hún veskinu sínu í strætó. Svona flott loðveski með öllu draslinu hennar í. Þið vitið peningar, alskyns kort, ökuskirteini og snyrtibudda. Hún hljóp og náði strætó þegar hann kom til baka og þá var veskið horfið. Við náttúrulega vissum að það var horfið og kæmi aldrei aftur. EN nei nei einhver hafði tekið veskið og farið með það í tapað fundið hjá strætó. Hafði sjálfsagt ekki treyst bílstjóranum til þess. Já ýmislegt gerist í litlu ameríku.

Svaka fréttir :) tra la la la la
Á miðvikudeginum í næstu viku fer hún Kristianna mín í ferðalag og kemur til mín um miðnætti
Ég hlakka alveg ferlega mikið til að fá hana og fara með hana í skoðunarferðir, að versla og út að borða :)
Vonandi kemur hún með skyr og súkkulaði :)

Jæja ekki meira í bili


Hey jú var að fá alveg svaka flottan hjólhest með dempara í sæti og framhjóli :) Rauðann og silfraðann, og silfraðann hjálm :)
Þannig að nú get ég farið að verða pínu náttúruvæn og farið ferða minna þó að bílum hér sé stolið :)

17 apríl 2007

Leti sunnudagur


Hæ hó eyddi nú bara sunnudeginum í leti. Lá uppi í rúmi og talaði heim á skypinu og vann einhverjar myndir.
Fór svo seinnipartin aftur að taka myndir af Jenifer jógakonu. Þetta var mjög skemmtileg myndataka, vonandi eigum við eftir að skjóta fleir myndir af henni áður en ég fer heim. Því það á eftir að taka fullt af myndum þegar hún fer að gera bókina sína fyrir alvöru. Við fórum svo eftir myndatökuna til SF og skiluðum af okku dóti sem við fengum lánað fyrir tökuna. Komum svo heim um miðnætti.
Mánudagurinn fór í að vinna hjá Mikey og svo fór ég á leirnámskeiðið, það er alveg hrikalega gaman að renna leir. Hef aldrei prófað það áður en finnst voða gaman þó að ég geti ekki neitt hehe. Manni lýður eitthvað svo vel allur útbýjaður með leirinn í höndunum. Já dámsalegt líf :)

Á morgun er frænku dagur, alltaf á þriðjudögum og við gerum vonandi eitthvað skemmtilegt.
Það á að vera einhver sala um helgina á munum frá skólanum og kannski verð ég með einhverjar myndir til sölu :) veit það ekki enþá. Hvaða mynd mynduð þið láta ef þið væruð ég :) ???
Þarf að velja eitthvað og láta stækka ef ég ætla að vera með :)

Jæja er farin að sofa
knús til ykkar
Harpa leirlistarmaður

16 apríl 2007

Verð nú bara að segja ykkur að það er ein grúbban á ljósmynddótinu, þar sem ég er með síðu, með svona keppnir og alskonar og ég var að fá tilkynningu um að myndin af sólu hafi verið valin mynd dagsins hjá þeim híhí. Sme sagt sætasta mynd dagsins :) gaman ha :)
Svona kom þetta:


CUTE PHOTO OF THE DAY: 今日の「かわいい~!!」一枚



Member: Guobjorg Harpa

Title: Sóla drinking water

***************************************************************************
ADMINS CHOICE AWARDS Each month the JTC Admin Bunny Team will choose 2 photos per Admin in each of the categories of child and pet. These choices will be featured here on the front page with a short write up.

15 apríl 2007

Langur laugardagur


Vá laugardagurinn var langur hjá mér :)
Við Helga fórum að taka myndir af Jenifer sem er jógakennari. Hún er að fara að gera sér heimasíðu og líka að gefa út bók með jógaæfingum :)
Þannig að kannski verður nafn míns getið þar :) það væri nú gaman.
Við fórum sem sagt af stað héðan klukkan sex um morgunin og var ég nú pínu þreytt þegar við lögðum af stað. Við komum til hennar rúmlega sjö, settum upp ljós og allan búnað og svo var farið í myndatökuna. Hún gekk bara vel og það er alveg ótrúlegt hvað þetta jógalið getur gert :) Það var mikil stemning hjá okkur og við vorum bara að grínast í hverri annari allan daginn. Myndatakan gekk vel og við höldum að við höfum náð mörgum góðum myndum. Eigum samt eftir að grisja út og svo á Jenifer eftir að fara yfir myndirnar og sjá hvort að hún sé í réttum stellingum og svoleiðis :) Það sem ekki er í lagi verður tekið aftur síðar :)

Jenifer er bæði með hóptíma og svo er hún með einkatíma heima hjá sér. Hjá henni er ein kona í meðferð. Hún er 32 ára og fékk brjóstakrabbamein fyrir einhverjum árum. Bæði brjósin voru tekin og hún fór í meðferð. Því miður fann hún hnúð aftan á höfðinu á sér sem reyndist vera krabbi. Hún er í dag með krabba í heilanum og í maga. Í gær kom hún og við tókum myndir af þeim saman þar sem hún var að gera jóga með aðstoð Jenifer. EInnig kom maðurinn hennar með henni, hann er svo ástfangin af henni og svo mikill stuðningur, hrósaði henni allan tímann hvað hún leit vel út og hversu vel hún gerði æfingarnar. Samt sá ég svo vel hvað það er stutt í það að hann brotni niður. Hann harkar og harkar af sér og er ekki nógu góður við sjálfann sig. Helga tók myndir af þeim hjónunum líka þar sem þau voru að gera æfingar saman og ég held að þetta verði með uppáhaldsmyndunum þeirra þegar frá líða stundir. Ég var hálf klökk allan tíman sem þau voru þarna, því þetta virðist allt svo vonlaust. En sem betur fer eru þau að nýta tímann sinn sem þau hafa saman.

Ég hugsaði þegar þau voru farin, hvernig ætli þetta hafi verið áður en hún veiktist! Hún var gullfalleg og alltaf fallega til höfð, en voru þau hamingjusöm? Voru þau á fullu í vinnu, hittust lítið og kapphlaupið sem við flest erum í heltók þau??? Urðu þau svona sterk heild eftir að hún veiktist eða nutu þau tímans sem þau höfðu, líka fyrir veikindin?

Held að við ættum að njóta dagsins í dag, elska vinina okkar, makann okkar og fjölskylduna og njóta þess að vera

Draslið skiptir ekki máli heldur við sjálf .)

Elskurnar mínar Njótið lífsins, við vitum ekki hversu lengi við höfum það

Harpa

12 apríl 2007

Tilraun við Tulipana


Hæbb
Héðan er nú aldeilis lítið að frétta.
Var að passa í dag, Sólu og Sascha. Þau eru algjör krútt saman :)
Í gær var ég að reyna við túlipana í stúdíói :) já það er ýmislegt sem manni dettur í hug.
Setti nokkrar myndir frá Hawaii inn á ghi síðuna.
Ég er búin að redda rúminu mínu, auðvitað reddaði Jón Ingi snillingur mér :)

Ég fór á kaffihús í kvöld skrifaði nokkur póstkort. Fór í Ikea og ætlaði að kaupa mér körfur í hilluna mína en þær voru uppseldar og ég keypti 3 myndaramma. EInn ætla ég að gefa Robin. Ætla að setja mynd sem ég tók af henni og gefa henni hana. Keypti svo tvo sem ég ætla að setja myndir í en er ekki búin að ákveða hvort það verða sólu myndir eða blóm. Kemur allt í ljós.
Ási vinur minn er alveg brjálaður og segir að ég eigi að láta prenta blómamyndirnar mínar og selja þær svo í einhverri blómabúð heima á Íslandi. Gera gjafakort og eitthvað fleira. Ég sagði bara að hann yrði bara að vera umboðsmaðurinn minn hehe.

Talaði við gamla vinkonu í dag á msn. Hún var með mér í Húsó árið 1989 já það eru að verða 20ÁR SÍÐAN VÁÁÁÁ. Svo gaman að heyra í henni. Við höfum ekki verið í sambandi síðan í Húsó en hittumst fyrir tilviljun á síðasta ári minnir mig. Annars er ég svo gleymin að það gæti hafa verið lengra síðan hehe. En já við ætlum sko að stefna á hitting þegar ég kem heim og svo náttúrulega þarf að skipuleggja Húsó gellur og gæji hitting vegna 20 ára afmælisins :)

æ nenni ekki meira í bili

Harpa með hausverk :(

10 apríl 2007

Sóla vatnastelpa :)


Sóla drinking water, originally uploaded by Guðbjörg Harpa.

Tók þessa mynd af Sólu í dag. Við frænkurnar vorum saman í dag.
Hún er alveg brjáluð í vatn þessi stelpa. Við segjum að það sé allt frá Íslandi.

manudagur, ekki til mæðu


Fann þessa mynd af Björk á harða diskinum mínum þegar ég var að leita af hrafnamyndum. Mér bara fannst hún svo flott að ég vann hana pínu og setti á flickr. Það er sagt að hrafninn sé svona lukkufugl. Ætli Björk sé ekki bara ein af mínu stóru lukkum! Því ég fann hana en ekki blessaðar hrafnamyndirnar. Hún hefur breytt mörgu í mínu lífi hún Björk og opnað augu mín fyrir mörgu skemmtilegu og skrítnu, oft pínu erfiðu en þó oftast réttu :) Hún hefur nú gert margt svo gott fyrir mig, fjölskyldu mína og vini. ELsku Björk takk fyrir sendinguna norður yfir heiðar um daginn, ég veit að þær hjálpuðu mikið og þakklætið var mikið í þinn garð.

Ég fór að vinna klukkan sjö í morgun, vakknaði fyrir kristilegan tíma eða klukkan 6.20, sussubía það er alltof snemmt. Var að vinna til fimm fór klukkan 5.30 á keramiknámskeið :)
Það var svo geggjað gaman. Muniði eftir Demi More í myndinni Ghost??? JÁ ég er sem sagt Demi2, var að gera svona leir á snúningsplötu hahaha já ég hahahah. Get bara sagt ykkur það að þetta er FÁRÁNLEGA ERFITT. Mjög auðvellt að skemma allt saman haha en þetta var svo gaman að ég hlakka til að fara næsta mánudag :)
Kennarinn sagði að ég væri nú bara góð, miðað við að þetta væri fyrsta skiptið mitt, en þið náttúrulega vitið hvað ég er mikill snillingur í höndunum, alveg eins og amma í Sandgerði :) já og amma á Hóli. Æ verð að segja ykkur eina sögu sem mér dettur allt í einu í hug.

Sko við fengum alltaf vetlinga og sokka frá ömmu í Sandgerði, já og líka frá Dótu þegar við vorum lítil. Auðvitað hafði amma á Hóli nóg að gera með búið og allt það, þannig að hún hafði nú ekki tíma í að vera að prjóna og eitthvað svoleiðis. Svo einhverntíman þegar amma í Sandgerði var farin upp fjallið sitt og í birtuna þá vantaði mig vetlinga. Þannig að þegar ég kom næst til Ömmu á Hóli þá spurði ég eins og kjáni, "heyrðu amma kanntu að prjóna vettlinga" hahah það lá við að liði yfir gömluna mína " HA KANN ÉG AÐ PRJÓNA VETTLINGA, AUÐVITAÐ KANN ÉG ÞAÐ" og ég fékk þessa æðislegu rauðu vettlinga frá ömmu. Þannig að ég hef hæfileikana í leirnum örugglega frá þeim.

EN já mér tókst að gera skál, en kennarinn var búinn að segja að við ættum BARA að gera mistök í dag, því þá myndum við kynnast leirnum, ég gerði alveg mistökin en tókst samt að gera eitthvað af viti líka. Hrikalega gaman.

Núna er ég bara búin að vera að vinna myndir og er að hlusta á JÓLADISK HAHA
já svona er nú það.

Vá það var svo gaman að fá öll þessi komment takk takk takk fyrir þau. Ég kíki daglega á bloggið mitt (æ verð að viðurkenna að ég geri það oft á dag) og ég verð svo ánægð þegar eitt nýtt komment hefur bæst við þegar ég kíki.
Ása: já við áttum báðar skrítna páskahelgi, við eyðum henni bara saman næst og kannski bara HB líka :) steik og djamm og páskaegg.
Björk heilari: Já það var rosalega gaman að fara í matarboðið. Ha er viðtal við þig í mogganum :) eða ??? Á hvern ertu að hekla :) æ varstu kannski búin að segja mér það þú þarna dugnaðarforkur, æ já á litluna í Svíþjóð?! æ kannski er ég að rugla :) Já endilega taka mynd og senda mér, heyrðu ertu ekki enn búin að fá pakkann???
FRÚ skrú skrú: hæhæ já þetta er bara ég :) OG JÁ POTTÞÉTT ANNAÐ TJÚTT, VIÐ HB OG ÁSA verðum á AK um versló :) bara hafa samband við HB.
Kiðlingur: já ég hélt ég myndi fá meira komment á myndina, mér finnst hún geggjuð haha :)
Stebbi: Já ég er sammála heilaranum að maður á ekki að byrgja allt inni, en ég reiðist nú svo sjaldan, pirrast kannski bara meira en já verð sjaldan reið. Man ekki eftir að hafa slept mér í bræði. En kannski stundum sagt eitthvað sem ég hefði betur ... þú veist! Þú styggir nú aldrei nokkurn mann þannig að ekki þarft þú að hafa áhyggjur af því eða hvað...???
Þóra jóna: það er nú bara svo fyndið að hann Gussi jóns/Guðsteinn er barnsfaðir vinkonu minnar :) já heimurinn er sko lítill, heyrðu ég er að reyna að ath þetta með rúmmið.


ANNARS ER EINHVER MEÐ LAUST PLÁSS FYRIR EITT STYKKI RÚM FYRIR MIG Í 4 MÁNUÐI ???? Þóra Jóna er komin með leið á að geyma rúmmið mitt og því vantar samastað þar til ég kem heim :)


Knús elskurnar nú er klukkan orðin 00.30 og ég ætti víst að fara að sofa í hausinn á mér (eða vinna pínu myndir áður)


góða nótt eða þannig

Harpa

08 apríl 2007

Hundur, barn og 3. uppalendur i bil



Við fórum í dag til Teressu og fjölskyldu hennar. Hún býr hér í klukkutíma fjarlægð
Það var alveg rosalega gaman. Þau eru mexikönsk og hafa að mér skyllst átt frekar erfiða ævi.
VIð fengum rosa góðan mexikannskan mat. Það er sundlaug í garðinum hjá henni og Sóla var alveg æst í að komast úti en ekki við kellurnar því að vatnið var svo kalt. Frænka Teressu fór ofaní, hún er 11 ára og Sóla fékk að fara aðeins til hennar. En annars sat hún bara með frænku og mömmu á bakkanum og dífði tásunum útí :)

Já æ þetta var eitthvað svo mikið stuð fullt af fólki og allir svo glaðir. Tveir krakkar 8 og 11 ára sem fóru út að leita að páskaeggjum.

Já gleymi því að minnast á það að Lusy hundurinn á heimilinu fékk að fara með okkur því að Teressa og Lexi áttu hana saman hér í denn þegar hún var hvolpur. Hún var voða ánægð og hitti líka annan hund sem Teressa er búin að eiga í 10 ár. Lucy fer þangað þegar Helga og Lexi fara í löng ferðalög. Díses ég trúi því ekki að bloggið mitt í dag sé bara um hund og mat.

Kræst jæja það verður bara að hafa það

ekki meira í bili

Harpa besta í heimi

Gleðilega paska


Gleðilega páska elskurnar mínar :)
AÐ sjálfsögðu fékk ég páskaegg sent að heiman með sérvöldum málshætti.

Er að fara í páskaboð í kvöld segi meira frá því síðar

06 apríl 2007

Er eg að breytast i Superman???

Var að lesa stjörnuspánna mína fyrir daginn í dag :) Heldur betur góðar fréttir þar. Suss allt á uppleið hjá minni :)
Tja ekki eins og neitt hafi verið á niðurleið :)

Þetta er sem sagt spáin:

Þú ert á mörkum þess að ná persónulegum sigri. Því víðsýnni sem þú ert, því meiri möguleika hefurðu til að ná árangri. Ímyndaðu þér að þú sért ofurhetja sem dregur að sér allt sem þú óskar en heldur mótlæti burtu.

Þá er sko bara að horfa á björtu hliðarnar á ÖLLU sem skiptir máli, já og bara á hinu líka.

Ég veit ekki hvað það er, kannski vorið að koma í huga mér en í gær og í dag er ég búin að vera með svo mikla orku að ég er bara að springa. Mér þykir það svooo gaman og er að baxa við hitt og þetta :)

Á morgun er ég að fara með Sólu og Lexi í pínu ferðalag yfir daginn. Lexi ætlar að sýna mér skóg hér rétt hjá sem er víst með alveg rosalega fallegum, háum trjám. Segi ykkur meira frá því seinna og sýni vonandi myndir :)

En já í dag er föstudagurinn langi og ég ætlaði að taka mynd af dánu liljunni minni en hafði ekki tíma þannig að langa föstudagsmyndin verður að koma á morgun og ætli ég setji ekki bara mynd af Sólunni minni í staðin í dag :) Alltaf hægt að taka myndir af henni.
Hún var svo montin eftir að hún kom úr baði með mér í kvöld að hún minnti mig á söguna um hann Gunna frænda minn.
Ég var nýbúin að greiða henni og hún var svo sæt og montin.
Ætli hún hafi ekki hugsað það sama og frændi minn heitin forðum daga. Mikið helvíti er ég sæt :) (æ nú man ég ekki frasann alveg, mamma verður brjál ef það var ekki blót hjá honum! Mammagagga hvernig var þetta aftur???)

EN já ég var að vinna í garðvinnu í dag og svo var ég að pakka fyrir lögfræðing, hún er að flytja og Helga tók það að sér að pakka búslóðinni hennar. Vá eitthvað sem að ég held að ég gæti ekki látið einhvern annan gera. Enda er svo gott að henda þegar maður er að flytja. Hehe ég ætti nú að kannast við það :)

Elsku Ingiming takk fyrir langa og góða kommentið þitt. Já það er margt satt sem þú og stjörnuspáin segið og takk fyrir að orða það svo vel þetta með fatainnkaupin. Því mamma vildi nú bara segja: já þér þykir nú gaman að versla föt þegar þú ert ekki svona feit, hehe en mamma mér finnst það ekkert gaman, ég bara þarf alltaf að kaupa mér föt þegar ég grennist því þá er allt hitt orðið of stórt og hvað gerist þá? Þá er hringt í Nönnu vinkonu og hún dregur mig og ég hana í búðir og svo stend ég inni í klefa á meðan hún sækir föt sem ég Á að máta. Þannig er nú það :) En ekki er það neitt sérlega skemmtilegt.
EN það sem mér finnst gaman að kaupa eru til dæmis SKÓR, smádót, barnaföt, föndurdót (sem er svo ekki notað) pennar og allskyns annað dót sem ég hef ekki mikla þörf fyrir :) híhí nóg um það.

Var ég búin að segja ykkur að MUNDI bróðir minn er að koma til mín í MAÍ og ég hlakka svo til. Ég hef ekki séð hann svo hrikalega lengi :) Hann ætlar að vera hjá mér í 10 daga og ég er farin að skoða hvert ég á að fara með hann. Hvað við eigum að gera og allt svoleiðis :) Hlakka alveg rosalega til.

Jæja elskurnar ekki meira í bili :)

Knús
Harpa í rokkstuði

05 apríl 2007

Ætlar enginn að segja neitt

Ætlar enginn að segja neitt um þetta fiskadæmi og fiskinn mig???

jæja ég geri það þá bara sjálf

Mér finnst eftirfarandi passa við mig:

Augu Fisksins eru falleg og tjáningarrík- JÁ ÉG ER MEÐ FALLEG AUGU
fatastíllinn eru gömul, snjáð föt sem eigandinn hefur notað árum saman. OFT Í GÖMLUM FÖTUM, LEIÐIST AÐ VERSLA FÖT
Fiskar hafa afar mikinn áhuga á fótabúnaði, JÁ ÞAÐ ER GAMAN AÐ KAUPA SKÓ :)
Fiskar eru oftast miklir dansmenn og hafa yndi af allri tónlist. SVAKA GÓÐ AÐ DANSA OG SYNGJA
Þeir eru víðsýnir og nægjusamir og láta vel að stjórn, nema þegar þeir eru beittir þrýstingi. JÁ EKKI SEGJA MÉR AÐ ÉG EIGI AÐ ...
Fiskar eru rómantískir og dreymnir og hafa djúpa ást á lífinu, ÉG ELSKA ALLA EN ENGAN ÞÓ ...
Þeir hafa næma eðlisávísun og eru mjög hjartahlýir og hjálpsamir, enda eru þeir oft vinamargir, VOÐA VOÐA GÓÐ OG Á MARGA GÓÐA VINI OG KUNNINGJA, FINN OFT AÐ ÞÉR LÍÐUR ILLA ÞÓ AÐ ÞÚ SEGIR ÞAÐ EKKI BEINT
Fiskar hafa mikla sköpunargáfu og finna sér oft starf sem tengist listum, JÁ HELD NÚ ÞAÐ
Draumlyndi Fisksins veldur því hins vegar að hann verður oft fyrir vonbrigðum í lífinu og hann mætti gjarnan tileinka sér raunsærri lífssýn á ýmsum sviðum. Æ ÞARF ÉG NÚ AÐ FARA AÐ ÞROSKAST EITTHVAÐ OG HÆTTA AÐ LESA RAUÐU ÁSTARSÖGUNA. BÆ ÐE VEI HVAR ER ÞESSI DRAUMAPRINS SEM ÁTTI AÐ RÍÐA INNÍ TUNGSLJÓSIÐ TIL MÍN, KANNSKI KALLINN Í TUNGLINU HAFI TEKIÐ HANN. ÞAÐ VÆRI NÚ ALVEG EFTIR ÖLLU ...

Já jæja þetta finnst mér :) um mig frá mér til mín

knús

Harpa fótkalda

04 apríl 2007

Föstudagur til föstudags...




Voða líður tíminn. Það er alltaf kominn fimmtudagur áður en ég veit af.
Ég er sem sagt að fara að segja ykkur frá hinu og þessu frá liðinni viku.


Á föstudaginn ætlaði ég að skella mér til Alcatras, það er gömul fangaeyja hér rétt utan við San Francisco. Nú ég fór í Bart (lest) til SF og skellti mér út á fyrsta stoppi og ákvað að labba þetta bara, því mér veitir nú ekki af hreifingunni. Skoðaði einhver sölutjöld á leiðinni og já gekk bara rösklega :) þó það komi nú málinu ekki við hehe.
Fór svo í miðasöluna og spurði: hvenær er síðasta ferðin heim í dag? Í DAG var svarið það er sko uppselt þar til á þriðjudaginn í næstu viku. Kræst hvað er allt þetta fólk að þvælast til Alcatras akkúrat þegar ég ætla að fara. Humpf þannig að ég hugsaði já ég verð að passa mig að kaupa miða áður en gestir fara að koma til mín, svo að ég geti nú örugglega farið með þá á slóðir Al Capone og félaga :)
Nú fyrst að ég komst ekki þarna þá röllti ég bara yfir á bryggju 39 þar sem fjörið er :)
Þar eru allskyns listamenn að leika listir sínar. Ég ákvað að setjast hjá einhverjum sem voru að fara að spila á svona trommur frá Trinidad. Æ þær eru eins og þær séu gerðar úr stórum tunnum og svo eru þær einvernvegin hamraðar innaní þannig að þær eru með mismunandi tóna í hverri trommu. Haldiði ekki bara að gæjarnir hafi fallið fyrir mér. Ég sat þarna með þeim í tvo tíma, þeir fengu sér pásu sátu og spiluðu á spil og spjölluðu um heima og geyma við mig. Ásamt því að skjalla mig stanslaust og ekki var laust við að mér þætti pínu óþægilegt að fá alla þessa athyggli. Ég tók nokkrar myndir og set þær vonandi bráðum inná myndasíðuna mína. Tók þessa sjálfsmynd í einni trommunni.

Nú á laugardaginn fórum við til Pat og Dick í sveitina (afi og amma sólu) og það var voða notalegt. Á laugardeginum fórum við á róló með Sólu og ömmu og svo var svaka kvöldmatur um kvöldið og Greg og Michelle komu í mat.
Á sunnudeginum var góður morgunmatur og svo fórum við út og Sóla fann páskaegg sem Greg og Amma höfðu falið fyrir hana. Ég er ekki vön þessari hefð en þetta var mjög skemmtilegt. Æ set eina mynd af Sólu líka :)
Þegar Sóla var búin að finna eggin fórum við í smá bíltúr og fórum að skoða Wild Flowers eða vilt blóm :) Ég tók þar einhverjar myndir og við borðuðum nesti og veðrið var yndislegt. Þegar ég lá á mallanum og var að taka myndirnar þá fann ég að einhver var að fylgjast með mér og leit til hliðar og þá var þar blaðaljósmyndari að taka myndir af mér að taka myndir af blómunum :) Svo kom einhver stelpa og spurði mig nokkurra spurninga og það getur verið að þetta komi í einhverju blaði. híhí pínu fyndið. Það væri nú gaman að fá mynd af sér í blaði í USA. Já já bara eins og fræga fólkið ha!
Þegar við vorum búnar í blómaleiðangrinum keyrðum við Pat heim og fórum svo heim á leið sjálfar. Fórum að vísu vitlausan afleggjara einu sinni og það lengdi ferðina um klukkutíma og það tók á taugarnar á sumum, ég nefni engin nöfn haha.

Á mánudeginum var (ohhh man ekki hvað það heitir, set það inn hér síðar ) hátíð Gyðinga. Það komu fullt af fólki í mat og lesinn var texti og gerðar alskonar sermoníur varðandi hann. Við vorum sem sagt að fagna því að gyðingar losnuðu undan þrældómi í Egyptalandi. Þetta var bara bráðskemmtilegt og ég hafði gaman af að hitta Robin aftur en ég hef ekki séð hana í langan tíma því pabbi hennar er búinn að vera svo lasinn að hún hefur ekkert verið hér.

Nú í kvöld var ég á flass námskeiðinu og það var bara ágætt. Svo sem ekkert sérstakelega skemmtilegt námsefni en ætli ég þurfi ekki að drullast til að læra þettta svo ég verði almennilegur ljósmyndari. En já kennarinn er jafn myndalegur og hann var. Vá maður rosa sætur :)

VIð Sóla fórum í dýragarðinn í dag og verðum saman á morgun líka :)

Jæja læt þetta nægja í bili verð víst að fara að sofa í hausinn á mér :)

hafið það gott elskurnar mínar

03 apríl 2007

Fiskarnir



Þetta fékk ég sent frá Önnu vinkonu því ég er svo mikill fiskur

Það sem er sagt um fólk í fiskamerkinu

Augu Fisksins eru falleg og tjáningarrík og fatastíllinn er afar persónulegur, oft með frumlegu mynstri og sniði eða á hinn bóginn gömul, snjáð föt sem eigandinn hefur notað árum saman. Fiskar hafa afar mikinn áhuga á fótum og fótabúnaði, sem getur einkennst af sömu öfgum og annar fatnaður, en fætur Fisksins eru oft fallega lagaðir og nettir. Fiskar eru oftast miklir dansmenn og hafa yndi af allri tónlist. Þeir eru víðsýnir og nægjusamir og láta vel að stjórn, nema þegar þeir eru beittir þrýstingi. Fiskarnir eru einkar uppteknir af þjáningum annarra, og reyndar líka sínum eigin, og margir í þessu merki finna hjá sér þörf fyrir píslarvætti. Fiskar eru rómantískir og dreymnir og hafa djúpa ást á lífinu, en láta sig oft reka með straumnum og eru litlir baráttumenn, enda eiga þeir bágt með að vinna markvisst. Þeir hafa næma eðlisávísun og eru mjög hjartahlýir og hjálpsamir, enda eru þeir oft vinamargir, en stundvísi er ekki þeirra sterkasta hlið. Fiskar hafa mikla sköpunargáfu og finna sér oft starf sem tengist listum, gjarnan ljóðlist eða rómantískum bókmenntum, og margir Fiskar eru tónlistarmenn eða vinna við kvikmyndir. Fiskar hafa líka einlægan áhuga á náttúrunni og umhverfisvernd, trúarbrögðum og félagslega bágstöddu fólki, svo störf á þeim vettvangi gætu veitt þeim mikla ánægju. Draumlyndi Fisksins veldur því hins vegar að hann verður oft fyrir vonbrigðum í lífinu og hann mætti gjarnan tileinka sér raunsærri lífssýn á ýmsum sviðum.

Hvað finnst ykkur passar þetta eða????
Veit að mamma og pabbi eru sammála þessu með skóna :)

Fyllibittan þin....

Fékk þennan frábæra brandara sendan frá Hönnu Berglind hahahahhaah varð að setja hann hérna inn.

Drukkinn maður gengur inn á bar þar sem mótorhjólagengi heldur til, sest
við barinn og pantar sjúss.
Hann lítur í kring um sig og sér þrjá mótorhjólatöffara sitjandi við borð.
Hann stendur upp, staulast að borðinu, hallar sér fram, horfist í augu við
stærsta, illvígasta mótorhjólatöffarann og segir: "Ég kom við hjá ömmu
þinni í dag og ég sá hana á ganginum kviknakta. Maður minn, hún er stykki
sem stingandi er í!"
Mótorhjólatöffarinn horfir á hann og segir ekki orð. Félagar hans eru
undrandi, því hann er hörkunagli og er vanur, að efna til slagsmála út af
litlu tilefni.
Sá fulli hallar sér yfir borðið aftur og segir: "Ég fékk það hjá ömmu þinni
og hún er góð í rúminu, sú besta se ég hef nokkur tíma prófað!"
Félagar mótorhjólatöffarans eru að verða alveg brjálaðir úr reiði, en
mótorhjólatöffarinn segir ekki orð.
Sá fulli hallar sér yfir borðið einu sinni enn og segir, "Ég skal segja þér
svolítið annað, drengur minn, ömmu þinni fannst það helvíti gott!"

Þá stendur mótorhjólatöffarinn upp, tekur um axlirnar á þeim fulla,

Horfist í augun á honum og segir...........


"Afi,....... Farðu heim, þú ert fullur

02 apríl 2007

Ja eg er her




Hæ hæ er að fara að sofa því klukkan er 0.23. verð að reyna að blogga á morgun.
Sko fór í sveitina um helgina, það var rosalega fínt eins og alltaf. Á morgun er eitthvað gyðingadæmi og við erum búnar að þrífa og gera einhverja rosa súpu og svo verður húllumhæ á morgun til að fagna því að við gyðingarnir erum ekki lengur þrælar. :) alltaf gaman að halda uppá eitthvað með mat og góðum vinum.

Mynd dagsins 1 apríl (og ég missti af öllu aprílgabbi) er til ykkar vina minna. Tók hana í dag þegar við fórum að skoða viltu blómin. :) þau voru samt ekki það vilt að þau þyrftu hjálp að rata heim.

Myndin gæti í raun táknað hugsun sem ég hugsa stundum hér, Einmanna en ekki ein!
Vona að þið hafið það gott. Ég SKAL REYNA að blogga á morgun :)


knús
Harpa
sem er bara að gera það gott