29 mars 2007

Geggjað veður


Það er búið að geggjað veður undanfarna daga. Í dag vorum við bara úti í allan dag. Sóla og Sascha að sulla í vatni og ég hálfnakin í garðinum að passa þau. Umm sólin er svo notaleg.
Ég fékk 5 sólblóm frá Lexi í gær og er myndin af einu þeirra. Er ekki um að gera að prófa sig áfram og hafa þessar blómamyndir ekki allar eins :)

Við erum að fara í sveitina um helgina til foreldra Davens og það verður örugglega notalegt. Mamma Davens ætlar að sýna okkur einhvern stað þar sem að mikið eru um vilt blóm á þessum árstíma. Ekki veit ég útaf hverju þau eru vilt, eða hvort að við eigum að hjálpa þeim að rata en þetta er planið :) hehe

Ég fór í bíltúr með Anítu í gær, eftir að ég var búin að passa Sólu. Við ætluðum að taka myndir en þar sem hún vissi ekki hvað þetta var langt í burtu sem hún ætlaði að sýna mér þannig að við bara keyrðum í 3 tíma og tókum nánast engar myndir. Tók að vísu mynd af brú sem var mynd dagsins í gær.

BJörk ég er svo spennt yfir þessari heilunar maskinu þinni að þú verður að skrifa mér um hana eða setja eitthvað pínu meira hér á bloggið. Ertu nokkuð búin að fá pakkann frá mér?

Bergur ég fæ alltaf endursent þegar ég reyni að senda á þetta mail en þetta dót sem ég átti að senda er farið af stað.

Núna er það nýjasta hjá mér að ég er að hugsa um að fara til Kanada í pínu heimsókn til Snorra (hann var með mér í IR) og fjölskyldu hans. Er búin að hafa samband við hann og hann var hinn hressasti og vill endilega að ég komi. Þannig að það gæti verið að ég skrippi þangað :) tí tí tí.

Svo er ég að fara að panta farmiða fyrir Munda bróður og Kristianna var að segja mér að hún væri örugglega að koma :)

Brjálað að gera hjá minni :)

jæja farin í bili

knús

Harpa

27 mars 2007

Svo sætar


Varð bara að setja þessa frábæru mynd sem stelpurnar voru að senda mér. Við tókum hana um verlsunarmannahelgina á síðasta ári. Þegar við fórum á Bindindismóið í Galtarlæk saman. :)

Erum við ekki sætar svona nývaknaðar að reyna að horfa á formúluna, eða bíddu var það einvher annar sem var að reyna það?!!!

Æ ég elska ykkur svo mikið

bæbb ég

26 mars 2007

NBA og mitt lið skit tapaði



VIð Helga fórum á körfuboltaleik í kvöld. Ég fór sem sagt á minn fyrsta NBA leik og sjálfsagt þann síðasta :)
Við fórum að sjá The Warriors á móti Spurs. Warriors eru frá Oakland og því eru þeir okkar lið.
EIginlega í stuttu máli sagt þá skíttapaði mitt lið :) en það var allt í lagi við vorum svo sem ekkert alveg brjálaðar yfir því þó okkar lið tapaði með 37 stiga mun. He he
En upplifunin var skemmtileg. Alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og okkur frænkunum finnst gaman að gera eitthvað saman.

Já takk fyrir öll kommentin, það er gaman að sjá að einhver er að lesa og nennir að eyða pínu af sínum mikilvæga tíma til að gefa mér smá feedback. Það er alveg hundleiðinlegt að vera að skrifa og skrifa hér og fá svo aldrei svar frá neinum, þá gefst maður bara upp. En eins og Bergur vinur minn sagði, ja ég veit allt um þig og þú ekkert um mig! Það er satt ég veit ekkert hvað þið eruð að bralla en þið vitið næstum því hvenær ég hnerra. (ætlaði að setja sko pr.... en fannst það einum of híhí)

Er að hugsa um að hafa mynd morgundagsins sjálfsmynd, en er ekki alveg búin að ákveða það. Kemur allt í ljós. Ég verð nú að fara að gera eitthvað í stúdíóinu mér til skemmtunar og fróðleiks.

Það er svo fyndið að vera hérna með henni Helgu. Við erum að kynnast í rauninni í fyrsta skiptið á ævinni og það að búa með einhverjum gefur manni það að maður kynnist manneskjunni vel. Sér allar hliðar bæði spari og hversdags. Það er svo skemmtilegt. Við erum að sjá takta sem við þekkjum hjá öðrum einstaklingum sem við þekkjum og ég fæ oft að heyra: Núna varstu alveg eins og PABBI, AMMA, PABBI ÞINN, MAMMA ÞÍN. Hún er alltaf að sjá þau í mér og ég að sjá Sigvalda pabba hennar í henni. Hún er alveg ótrúlega lík pabba sínum.

Það var svo frábært að heyra í Ásu og Hönnu að fara á djamm og eftir djamm um helgina. Mikið saknaði ég þess ógurlega að vera hjá þeim og fara að tjútta. Ég fékk sendar myndir af djamminu og frá Laufskálaréttum og svona. Veit ekki hvort að það var það eða eitthvað annað en ég varð alveg ferlega aum eitthvað. Langaði ekkert að vera hér, langaði ekkert að gera neitt og vildi bara helst fara heim. Það hafa nú ekki verið margir daufir dagar en mér bara hundleiddist og langaði ekki neitt. En ég dreif mig út, fékk mér mexikanskan mat (sem er í uppáhaldi núna) og fór svo og skoðaði tjörn sem er hér rétt hjá. Tók fullt af myndum og gekk um, mér fannst nánast allar myndirnar alveg glataðar og henti svona 3/4 af myndunum. Mér var nú sagt það í Iðnskólanum oftar en einu sinni að maður á að vera duglegur að GRISJA myndirnar sínar. Ég er búin að vera dugleg að taka til í myndunum mínum og á það eftir að koma mér til góðs síðar :)

En já núna er ég bara í góðu lagi og fer bara að sofa :)

VINUR GETUR FLUST Í BURTU -
SVO LANGT AÐ ÞÚ SÉRÐ HANN ALDREI AFTUR .
EN SAMT ER HANN HLUTI AF ÞÉR TIL EILÍFÐAR.

knús elskurnar mínar
Guðbjörg Harpa

24 mars 2007

Laugardagur og fleiri hugleiðingar


Tók þessa sjálfsmynd á Hawaii þegar ég var á Hanamabay að snorkla :)
Var að vinna í dag með Helgu. Fór og keypti mér harðann disk til að setja myndir inná. Svona fartölvur eru víst fljótar að fyllast af myndum. Sérstaklega þegar maður er með öfluga myndavél sem tekur stóra fæla. Nú og til að vélin virki vel þá bara tæmir maður hana og setur í geymslu.

Dagurinn er búinn að vera frábær. Ég fór og keypti miða á NBA körfuboltaleik fyrir mig og Helgu. VIð förum á mánudaginn á leik með Golden State Warriors (sem er mitt lið í Oakland) og San Antonio Spurs. Verður öruggleg rosa gaman. Meira um það síðar :)
Ég talaði við elskurnar mínar þær Hönnu og Ásu á skype og þær skáluðu fyrir mér í eplasnafs :) því þær voru að fara á djammið.
Ég talaði við mömmu sem var að koma úr leikhúsi. Söng fyrir hana Amaxing Grace og svona :)

Ég hef fundið það eftir að ég kom hingað (og í lífinu almennt) hvað fjölskyldan mín og vinir mínir eru mér mikilvægir.
Hef átt margar einverustundirnar hér og þá fer maður ósjálfrátt að hugsa heim.
Hverjir eru vinir mans og hverjir eru kunningjar og hverjir eru ekki neitt.
Með hverjum langar mig að deila fleiri stundum með og hverjir eru allt í einu ekki inni í þeim hópi, hverjum er ég búin að kynnast lítið og langar að kynnast meira.

Það eru vinir sem maður heyrir aldrei í en eru samt góðir vinir mínir og aðrir sem maður heyrir kannski meira í en eru alltaf samt á þessu kunningjastigi ef maður má kalla það svo.
Þetta minnir mig á mömmu og frænku/vinkonu hennar. Heyrðust að mér fannst bara aldrei, en voru samt bestu vinkonur og þóttu svo undurvænt um hvora aðra. Ég skildi það nú ekki þegar ég var unglingur að þær væru svona miklar vinkonur og heyrðust aldrei, ég var varla komin inn úr dyrunum frá vinkonu minni áður en önnur okkar hringdi í hina.
En í dag skil ég þetta mun betur og er eins og mamma suma vini hitti ég örsjaldan en þegar við hittumst þá var það eins og við hefðum hist í gær. Tölum um allt milli himins og jarðar og rosalega gaman. En svo eru það aðrir sem ég hitti kannski á förnum vegi, einhver sem var mér mikilvægur áður en við höfum í raun ekkert um að tala. Vaxin frá hvoru öðru.

Hvað veldur? Hvers vegna kemur fólk og fer í lífi mans?

Hanna var að spyrja mig hvort að ég hefði ekki kynnst einhverju fólki hér (man nú ekki hvernig þetta kom til, en þú bara segir frá því í kommenti eða þið tvær, Ása og Hanna).
Svarið frá mér var nú bara: Nei ég þekki nóg af fólki, nenni ekki að kynnast fleirum.
Ha ha já pínu fyndið þar sem ég er nú hér á framandi slóðum og ætti að vera að reyna að kynnat fólki (sem ég náttúrulega er að gera). En það er einhvernvegin ekki eins mikilvægt fyrir mig eins og áður.
Ég er búin að fylla kvótann í bili og verð að bíða eftir næstu kvótaskiptingu.

Ég fékk svo flottar bækur frá Hönnu og Örnu í jólagjöf, þið vitið svona málsháttarbækur, og þær segja svo margt satt.

Þessari setningu fletti ég uppá í dag:
Vinátta er uppspretta hinnar mestu gleði,án vina væri jafnvel ánægjulegasta iðja leiðinleg. (Tómas Aqunas)

Setningin á eitthvað svo vel við mig núna, stundum langar mig að fara eitthvað hér í nágrenninu, fer á staðinn og það sem væri svo stórkostlegt að sjá eða upplifa með vini, er bara ekkert spes þegar maður er einn.

Held ég sé meiri félagsvera (háðari fólki...) heldur en ég gerði mér grein fyrir.

Þó að mér líði nánast alltaf vel hérna þá finn ég að ég á heima þar sem vinir mínir og fjölskyldan mín er. Ég er hætt við að fara til Afríku eða Japan eða Hondurass til að búa ein með sjálfri mér. Nei grín, var ekkert að spá í því.

Er bara á leiðinni heim til ykkar :)
alveg á næstunni

En fyrst ætla ég að fá ykkur (að minnsta kosti einhver ykkar) í heimsókn :)

knús á laugardagskvöldi

ykkar

GHarpa

23 mars 2007

Amazing Grace og hugleiðingar


Hæ hó verð nú bara að byrja á að segja að ég fékk senda ástarkveðju á Bylgjunni í gær. Ótrúlega gaman. Flott lag fylgdi og svona :) Var að tala við vin minn og sagði við hann hey það er opinn síminn á bylgjunni ef þú vilt senda mér kveðju. Haha og svo eftir pínu stund kom. Hún Harpa í San Francisco fær ástarkveðju .... VOÐA KRÚTTILEGT, SVONA Á SKO AÐ GERA ÞAÐ. :)knús og takk fyrir kveðjuna híhí

Fór á námskeið í gær. Námskeiðið er um flassmyndatökur. Ferlega erfitt eitthvað. Einhver reikningur og dæmi. EN það sem bjargar mér er að kennarinn er geðveikt myndarlegur. Vá maður, æ þið getið ímyndað ykkur svona grískt goð, með brún augu og krúnurakaður og og og og. Man nú lítið sem hann sagði en einhvernveginn man ég alveg útlitið hehe.

Fór í bíó í kvöld. Á myndina Amazing Grace. Hún er ótrúlega góð og nú verð ég bara að eignast lagið Amazing Grace í öllum útgáfum sem ég get...
Ég hélt að textinn/lagið væri eitthvað gamalt svertingja kirkjulag. En aldeilis ekki. Textan samdi maður sem var skipstjóri á þrælaskipi sem sigldi frá Afríku. Þegar hann var hættur sem skipstjóri og viðurkenndi gjörðir sínar fyrir sjálfum sér og Guði þá samdi hann textann.

Hugsið ykkur, hvað þetta aumingjas fólk hefur upplifað, æ ég var bara hálf skælandi yfir þessu öllu saman. Hversu grimm getum við verið? Það voru teknir 600 blökkumenn, konur börn og karlmenn. Sett í hlekki og stungið í klefa. Lítið var um mat og vatn. Þau höfðu ekki salerni, gátu sig ekki hreyft þannig að þau gerðu þarfir sínar og lágu svo í því. Eftir þriggja vikna siglingu (ef veður var gott) voru kannski um 200 manns lifandi, þið getið rétt ímyndað ykkur nályktina og lyktina af þvagi og saur. Hugsið ykkur.
Æ ég skil ekki hvað við getum verið dofin. Enn er svona mikið óréttlæti í heiminum og alveg sama hversu vel við verðum að okkur í hinum ýmsu málum og tækninýtingu við bötnum ekki rassgat. (afsakið orðbragðið).

Að gera góðverk, gerir manni svo gott, ég er enn að hugsa um manninn sem ég gaf peninginn um daginn. Hann var svo ótrúlega þakklátur fyrir þann litla pening sem ég gaf honum, í raun pening sem skipti mig varla máli, þó að ég sé ekki milli. Öll getum við gert öðrum gott þó að það sé ekki í peningagjöfum. Bara að vera maður sjálfur, koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við sig. Það er ótrúlegt hvað eitt bros getur gefið fólki sem á erfitt mikið, það þarf ekki einu sinni að eiga erfitt bara einlægt bros getur gefið manni vind í seglin. Klapp á bakið eftir erfiðann vinnudag frá vinnufélaga. Hrós frá maka eða vini.

Eitt í viðbót. (Æ kræst ég er alveg ferleg, sorrý er í einhverju kasti núna.) Langar að tala um fólkið sem er okkur næst.

Af hveju hrósum við ekki nánasta fólkinu okkar meira?
Af hverju tökum við þeim sem sjálfsögðum hlut?
Af hverju er svona erfitt fyrir marga að segja: mér þykir vænt um þig eða ég elska þig?
Af hverju erum við oft verst þeim sem við elskum mest?
Af hverju getum við sýnt okkar verstu hliðar þeim sem við elskum og erum með sparihliðina framan í þá sem við þekkjum litið eða ekkert? Af hverju er sparihliðin ekki sú hlið sem er okkur eiginleg og við sýnum alltaf?
Af hverju enda sumir í að vera í eilífu tuði í stað þess að bera virðingu fyrir hvort öðru og nýta tímann betur
Af hverju segir maður svona oft: æ á morgun, geri þetta (skemmtilega) þegar ég er búin að þessu og hinu og bla bla?

Ég held að við þurfum oft smá spark í rassinn.
Hugsa um að dagurinn í dag gæti verið sá besti sem við lifum ef við nýtum hann rétt. Við getum ekki breytt gærdeginum og morgundagurinn er óráðinn.
Af hverju að nota spari ilmvatn. Notum góðu lyktina okkar alla daga. Engin veit sína ævina...

Elskurnar mínar elskist og njótið lífsins

Sakna ykkar :)

Harpan ykkar
sem er í dag (föstudag) búin að vera akkúrat 6 mánuði í Oakland Californíu :)


Hér er textinn af Amazing Grace

Amazing grace! How sweet the sound
That saved a wretch like me!
I once was lost but now am found,
Was blind but now I see.

'Twas grace that taught my heart to fear,
And grace my fears relieved;
How precious did that grace appear
The hour I first believed!

Through many dangers, toils, and snares,
I have already come;
'Tis grace hath brought me safe thus far,
And grace will lead me home.

When we've been there ten thousand years,
Bright shining as the sun,
We've no less days to sing God's praise
Than when we'd first begun.

Hér er aðeins um höfund lagsins og söguna um lagið
http://www.joyfulministry.com/amazingt.htm

20 mars 2007

:)


hæ hó
allt fínt hjá mér
varirnar að lagast og allt að verða frábært
Ég er á fullu að reyna að setja myndir úr Hawaii ferðinni inná netið og þið verðið að vera dugleg að kíkja á myndirnar og gefa mér svo komment
Í dag var ég bara í leti fram eftir degi, var að spjalla við vini á msn og skype og það var voða fínt. Aníta kom svo og borðaði með okkur og horfði á idolið. Það eru tvær svartar stelpur sem eru með geggjaðar raddir í idolinu núna og ef önnur þeirra vinnur ekki þá er það algjört klúður. Að minnsta kosti eins og staðan er í dag, en svo getur þetta allt breyst. Nokkri voðalega lélegir sem hanga bara inni út af útlitinu.
En já á morgun er sóludagur og við dúllumst eitthvað frænkurnar.
Pæliði í þessu ef að ég væri ekki að fá framlengingu á visanu mínu þá væri ég að koma með flugi á morgun :)
úbs auminga þið... verðið bara að sakna mín pínu lengur híhí


jæja knús og bæ

Harpa

Hawaii

Er ekki komin tími til að segja ykkur pínu frá ferðalaginu mínu!

Þannig var það að ég fékk ódýran farmiða til Hawaii. Þannig að ég ákvað að skella mér á fimmtudagskvöldi og koma svo heim á miðvikudagsmorgun. Pantaði mér gistingu á Hosteli/farfuglaheimili.
Ég hélt nú alltaf að Hawaii væri bara ein eyja en nei nei aldeilis ekki Hawaii eru 8 eyjur. Ég fór til Honolulu sem er á eyjunni Oahu.
Flugið byrjaði nú þannig að flugfreyjan söng í hátalarakerfið ýmis lög fyrir okkur og hressti alla farþega við :) ég hugsaði nú bara, jæja fyrst hún er svona, hversu fullir eru þá flugmennirnir hehe. En já flugið gekk vel ég horfði á Dreamgirl í sjónvarpinu og svaf svo í nokkra tíma.
Kom til Hawaii klukkan 22, okkur var sagt hvar við ættum að ná í töskurnar okkar, ég fór að sjáfsögðu á vitlausan stað, haha fór í D en ekki G eins og ég átti að gera. Reddaði mér svo fari með einhverri skutlu (sko bílskutlu) á Hostelið.
Já! það er alveg furðulegt hvað allt getur litið vel út á mynd sem maður skoðar í bæklingum eða á netinu. Haha Hostelið leit ekki alveg eins nýtt út í alvörunni eins og það leit út á myndum hehe. En það var bara fínt maður. Svona eins og 1 stjörnu pleys. Það var að minnsta kosti sturta, klósett með rennandi vatni og beddi til að sofa í.
Ég var í herbergi með 6 rúmmum og það voru tíð skipti á gestum. Einn gesturinn var þó komin þegar ég kom og fór eftir að ég fór. Það var fyndnasti gesturinn. Hún er fyrrverandi ballet dansmær, tágrönn og í algjörum pæjufötum. Hún er um 80 ára gömul og gengur í bandabrók. Hahah ég bara næstum dó þegar ég sá það. Þó hún gangi í bandabrók og sé alltaf vel til höfð þá gengur hún ekki um með tennur í báðum gómum. í efri góm er þetta fína sett. EN í neðri góm er allt innfallið. DÍSES hvað er hún að spá, ég er nú með nokkrar tilgátur. Til dæmis um að hún hafi farið á ströndina og í sjóinn og misst góminn úr sér. Eða að hún hafi farið á ball, fundið sætann kall til að kúra hjá og hreinlega gleymt tönnunum hjá honum. Já hvað veit maður??? En að minnsta kosti talaði hún og talaði og ég skildi ekki orð. Brosti bara eins og glaður aumingi og sagði já þegar ég hélt að það ætti við. Ég fór svo að hugsa djöfull er ég slök í enskunni, en þegar stelpurnar sem voru með mér í herbergi sögðust ekki skilja hana heldur þá komst ég að því að þetta var hennar vandamál ekki mitt. Haha en hún fær fyndnu tannverðlaunin hjá mér :)
Já á Hawaii er bara yndislegt að vera. Vegna þess hversu frábært er að vera þar þá vaknaði ég alltaf fyrir allar aldir og fór út í morgungöngu. Labbaði mér og keypti nýkreistan ávaxtasafa gekk svo til baka á Hostelið kjaftaði við stelpurnar sem voru vaknaðar og svo var farið út. En kannksi sagði ég nú ekki alveg rétt frá því að ég var vaknandi alla nóttina (eða næturnar) því að það voru alltaf að koma fluttninga/sendibílar á hótelið við hliðina og þið vitið hvað píppið er skemmtilegt þegar bílarnir eru að bakka. ARRRG.
Einn daginn fór ég á strönd með kínveskri stelpu, hún var með bíl og við keyrðum á norðurhluta eyjunnar þar sem mikið eru um brettafólk og öldurnar geðveikar bara alveg við land. EKKI fjölskylduvæn að mínum dómi. Ég rétt fór útí og drullaði mér bara uppúr aftur því að ég ætlaði sko ekki að fara að drukna þarna. En það var bara voða gaman að fara þetta og líka bara að sjá umhverfið og náttúruna á eyjunni.
Ég fór til Hanama bay og snorklaði þar í nokkra tíma með fiskum, sá samt enga skjaldböku, en ég sé þær bara næst :) Þetta var besti dagurinn minn á Hawaii, mér fannst ótúrlega fallegt, ströndin var svo hrein og þetta var allt eitthvað svo ævintýralegt.
Einn daginn fór ég í fossaskoðunarferð, hahaha fossar já já eða bara svona litlar lækjarsprænur. Gædinn var skemmtilegur innfæddur maður sem talaði allan tímann og var ótrúlega fróður. Greinilega mikið náttúrubarn, hann sagði okkur margar skemmtilegar sögur og sýndi okkur náttúruna. þessi dagur var skemmtilegur þó að ég hafi nú orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með fossana.
Ég rölti þarna um, fór í moll, fékk góðan mat að borða, fór á ströndina, lá pínu í sólbaði og svona bara allt í rólegheitunum.
Síðasta daginn minn kom Aníta vinkona mín til Hawaii og ég hitti hana og vin hennar. Við fórum á ströndina og fórum svo út að borða. Seinni partinn fórum við svo heim til hans og konunar hans og ég var þar, þar til ég fór í flugið.
Flugið heim var fínt ég horfði á Rocky Balboa og svaf svo þar til að flugvélin fór að lækka flugið.
Yndislegri ferð var lokið og mig langar að gera eitt, fara aftur :)
Vona að þetta hafi gefið ykkur pínu innsýn í ævintýrið mitt :)

18 mars 2007

Svör við kommentum

Bergur já ég er sendiherra margra hér í USA, ætli tollurinn fari nokkuð að skoða mig sérstaklega hehe.
Stebbi minn það er sko geggjuð blíða í Hawaii engin snjókoma, en ég fékk þó rigningu og rok. En það var bara notalegt.
Ágústa þú verður bara að hjóla þegar ég kem heim, því ég ætla mér að koma með góða veðrið með mér.
Anonymus það eru engar strápilsamyndir til, þú verður bara að bjóða mér seinna til Hawaii og taka þær myndir þá.
Ása ég veit ég ætti að blogga á hverjum degi en ég bara ... þið verðið bara að hafa þolinmæði, enda heyri ég sko varla í neinum þannig að fólk getur nú ekkert verið að æpa á mig sko.
Amma gella, skelltu þér bara með :)
Þóra Jóna ég bíð spennt eftir geislabaugsfréttum :) og bréfi frá þér. Það er svo gaman að fá bréf.
Björkin mín ég fékk bæði HANDSKRIFUÐU bréfin, ástarþakkir fyrir þau. Æ það er pakki á leiðinni. Vona að hann hafi ekki farið á flakk. Þar er nefnilega HANDSKRIFAÐ bréf frá mér til þín :)
Áslaugbleika takk fyrir að kommenta hjá mér :) og já það var ótrúlegt að synda með þessum fiskum þarna.
Hanna mín, ekki spurning að við skellum okkur til Hawaii eða eitthvað annað skemmtilegt síðar. Já það er náttúrulega bara sumarbústaðarferð næst á dagskrá
anonymus(ég) já sú tannlausa var frekar góð


Jæja fleira var það ekki í bili

Harpa blöðruselur

Ég veit eg er pinu löt stundum

Æ sorrý sorrý er búin að vera svo löt að ég hef ekki nennt að blogga um Hawaii eftir að ég kom heim. En hjá mér er það að frétta að ég er með bótox varir eða þannig. Tvöfaldar varir af blöðrum og öðrum viðbjóði því að mér tókst að brenna á vörunum. En það fer nú allt að lagast. Nú er blöðrutímabili lokið og það er pínu hrúður sem er að rifna af og í stað þess kemur sár sem vonandi grær NÚNA, eða að minnsta kosti fljótlega. En þetta hefur svo sem ekkert verið alveg hræðilegt. Mér var bara bent á að hafa varirnar alltaf blautar, nota til dæmis vaselín til þess og það hef ég gert ásamt því að bera á mig frábæra Aloa vera varasalvan minn frá Amalíu minni.
Sólarofnæmið er alveg að hverfa þannig að allt er að komast í samt lag :)

Ég var að setja nýjar myndir á báðar myndasíðurnar þannig að þið ættuð nú endilega að kíkja á þær :)

12 mars 2007

Bruni bruni bruni

Va for ad synda med fiskunum i gaer tad var of gaman tvi ad nuna er eg BRUNNINNNN a bakinu og er ad fara i einhverja fossaferd. vona ad tad verdi gaman lika :) en tetta med fiskunum var bara geggjad.


AETLA AD KOMA HINGAD AFTUR

Harpa med bros a vor :D

09 mars 2007

Hawaii

Hallo hallo
vildi bara segja ykkur ad eg er i Honolulu ti hi hi

Ferdasagan verdur skrifud seinna tegar eg kemst i islenskt letur
knus
Harpa i strapilsi :)

07 mars 2007

Er a lifi

Elskurnar mínar það er allt í lagi með mig ég er bara svo löt eða upptekin eða ... að ég hef ekki getað bloggað.

Það er nú ýmislegt búið að gerast síðan þið heyrðuð frá mér síðast. Man ekki einu sinni hvað ég skrifaði síðast, humm.

Jarðskjálfti 4.3 í miðjum ljósmyndatíma,
þrumur, síðan haglél og þar á eftir steipi regn, ótrúlega mikið.
Ég búin að fara með Sigrúnu í gamalt hippahverfi sem þið verðið að skoða þegar þið komið hingað.
Búin að fara á þorrablót hjá Íslendingafélaginu, fór ein, sat við borð hjá fólki sem var svona 10-20 árum eldri en ég, mjög fínt. Æðislegur matur og lala hljómsveit. Vann ekki flugmiða til Íslands í bingóinu. Sá strák sem er alveg pottþétt bróðir Eyleifs á Akranesi, spurði hann samt ekki. Dansaði við mann sem er geggjaður dansari, snérist í hringi og var vippað út og suður, fann hvað ég saknaði þess að dansa og langar bara að fara á dansnámskeið þegar ég kem heim. Verð bara að finna mér dansfélaga, verst að Baldur er norðurlandinu annars gæti eg platað hann með mér eins og í denn :)
Eftir þorrablótið fór ég á skemmtistað sem var í einhverskonar skemmu með Anitu og Hernandes og þar voru allir uppáklæddir í búningum hrikalega fyndið. Hátið fyrir The burning man sem er alltaf í eyðimörkinni í ágúst. Allir voru í bullufullir eða reykjandi einhvern óþverra.
Lærði það að gras og hass er ekki það sama. Prófaði það ekki en var vandlega skýrt út fyrir mér munin. Man samt ekki munin :)
Stal 4 Liljum í Golden Gate park þar sem þær voru í lange baner :)
Vann hjá Mickey, passaði sólu og sascha var í myndatöku með Helgu að taka myndir af innanhúsarkitekt. Fórum í hús í gær sem er geðveikt stórt, kuldalegt að mestu og ég vildi ekki búa þar. EN þar var sundlaug ,heitir pottar, foss í sundlauginni. EItt herbergi þar sem einn veggurinn var með innbyggðu bíói. SJónvarpið sem sagt þakti allan vegginn og var byggt inní hann. Það var barskápur sem heldur víninu í réttu hitastigi þannig að þegar Helga var að taka myndir þá var hún með hann opinn og allt í einu fór einhver vifta í gang inni í skápnum. Ætli það hafi ekki verið svona 500 flöskur af bestu gerð þarna inni. Já og hvað gerir fólkið! ha ! það er með barnaheimili einhverskonar er komin með 18 stykki hér um landið. Ja maður fer nú bara að hugsa sinn gang sko hehe.

Jæja er að fara að passa Sóluna mína
meira seinna