28 desember 2006

Er i New York

Hæ elskurnar mínar
Er stödd í New York en fer aftur til Filadelfiu á morgun og svo heim til San Francisco á laugardagseftirmiðdag. það er búið að vera mjög fínt hjá mér. Ég ætla að reyna að skifa gott blogg þegar ég kem heim því að ég hef ekkert verið í netsambandi í tölvunni hennar Helgu en það voru engir íslenskir stafir í hinni tölvunni. Annars er ég búin að kaupa mér glænýja fartölvu og hún bíður mín í Filadelfiu :) Hlakka til að prófa hana.

Humm jólapakkarnir hafa ekki alveg skilað sér til ykkar frá mér. Ég sendi nefnilega mömmu alla pakkana en þeir voru ekki komnir á aðfangadag vona að þeir séu ekki týndir einhversstaðar, því þetta voru skemmtilegir pakkar jájá hehe

En já við erum hér í NY stóra eplinu og erum búnar að keyra hér um og skoða og labba pínu. Hitta vini Lexiar og eitthvað fleira skemmtilegt. Æ ég er svo sem ekkert hrifin af borginni svo sem. Hús, þá meina ég háhýsi, fólk út um allt og geðveikt óþolinmóðir bílstjórar, sem flauta í sífellu. Þá meina ég bíbba á bílflautunni en ekki flauta lag með vörunum sko.

Ég fékk alveg ótrúlega margt skemtilegt á jólunum og mig langar að segja stórt TAKK til ykkar sem voruð svo sæt að senda mér kort eða pakka. Ég hlakka samt til að fara heim því ég veit að þar bíða mín einhver kort :) knús fyrir það allt

jæja nú vantar mig sjálfboðaliða til að fara að ná í nýja prentarann minn fyrir mína hönd og láta taka af sér mynd í leiðinni!!!! Hver hver og vill??? verður að lofa, má ekki svíkja.

knús
Harpa montin með nýja prentarann sinn

23 desember 2006

GLEDILEG JOL

ELSKU VINIR MINIR OG VANDAMENN

GLEDILEG JOL OG FARSAELT KOMANDI AR
TAKK FYRIR ALLAR GODU STUNDIRNAR A LIDNU ARI

EG ER NUNA AD UPPLIFA FYRSTU JOLIN AN FORELDRA OG ISLANDS!
PINU ERFITT EN LIKA SPENNANDI
EKKI SIST VEGNA TESS AD A ADFANGADAGSKVOLDI ER EG AD FARA AD BORDA A ASISKUM VEITINGASTAD EN EKKI AD BORDA MOMMUMAT EINS OG VANALEGA
EG ER AD UPPLIFA GYDINGAHATID FYRIR JOL OG FYRSTU JOLIN AN JOLATRES OG SKRAUTS

EN EG HEF TAD MJOG FINT
LIGG HER A TORLAKSMESSUKVOLDI I GLAENYJU NATTFOTUNUM MINUM OG HORFI A CSI.

ASTARKVEDJUR TIL YKKAR
FRA LITLU AMERIKUSTELPUNNI YKKAR
SEM SAKNAR YKKAR OGURLEGA
KNUSI MUSI
GUDBJORG HARPA

18 desember 2006

pps skjol

hallo langadi bara ad lata ykkur vita ad eg get ekki opnad post sem er aframsendur a marga og er med attatch file. get ekki opnad pps skjol tannig ad tid getid haett ad senda mer soledis post pliiis

kvedja Harpa sem hljop upp Rocky troppurnar i dag :)

17 desember 2006

Nenni ekki ad blogga

Hai tad eru ekki islenskir stafir her hja Janet og Abbott tannig ad eg blogga ekkert naestu daga.

Asa pakkinn er kominn :)

Hey eg sendi myndina mina af FIflinum i keppni um einfaldleika a Ljosmyndakeppni.is og hun endadi i fyrsta saeti :) :) eg vann prentara sem kostar um 65.000


knus til ykkar allra
love
Harpa

15 desember 2006

A leið til Austurstrandarinnar

Jæja í fyrramálið er ég á leið til Austurstrandarinnar. Við fljúgum af stað um sjö leitið (um morgun) og komum þangað klukkan 16 að staðartíma. Þetta er fimm tíma flug og við erum að vona að Sóla verði vær og sofi nú eitthvað í fluginu:)
En já næst þegar ég skrifa hér verð ég á austurströndinni hjá Janet og Abbott.

knús

Harpa

14 desember 2006

Ameriskur fotbolti






Við fórum á amerískan fótboltaleik með pabba hennar Lexiar. Vorum boðnar í svona litla matarveislu á vegum lögmannafyrirtækis pabba Lexiar.
Fyrst voru engir miðar handa okkur þarna á Lögmannaátinu. En svo fóru þau feðgin á stúfana og allt í einu vorum við komin með alltof marga miða. Sem sagt við fórum upp og fengum okkur sæti í höllinni sem tekur 60-70 þúsund mans í sæti. Halló halló hvað tekur stóra Egilshöllin okkar í sæti??? Þetta var rosalega skemmtileg upplifun og ég er svakalega ánægð með að hafa fengið tækifæri á að fara þetta.
Við vorum allan leikinn að sjálfsögðu, eða komum einhverntímann þarna í fyrri hálfleik og sátum í hléinu og allt það. Það voru náttúrulega klappstýrur og skemmtiatriði og ég komst að því að ég þarf að hafa pínu síðara hár til að vera klappstýra en ég er nú að láta það vaxa alveg á fullu, þannig að næst kanski þegar þið heyrið í mér verð ég orðin klappstýra híhí
En myndirnar eru af Helgu og co að fara upp rúllustigann á leiðinni á leikinn, pabbi Lexiar, hann heitir Abbott, myndir af mér og svo mynd af Sólu en hún fékk sér að drekka og svo svaf hún allann leikinn þrátt fyrir hávaðann og lætin.

mitt lið tapaði
ÁFRAM 49ERS

Harpa harður stuðningsmaður :)

10 desember 2006

pakkafloð og party

Hæhæ

Í gær kom pabbi hennar Lexiar í heimsókn til okkar en hann er á einhverri lögfræðiráðstefnu hér. Við fórum í party eða svona matarboð samt ekki matarboð hjá vinnunni hennar Lexiar. Fórum sem sagt öll og það var mjög gaman. Húsið var rosa flott innréttað eins og bátur! eða það voru svona stórir og þungir tré flekar í hólf og gólf, wcin voru ótrúlega flott og útsýnið þaðan er víst algjört æði. En í gær sáum við ekkert vegna rigningar og myrkurs. Abot bauð okkur í eitthvað tjaldpartý á eftir og væntanlega fáum við þar miða á fótboltaleik :) en það er sko amerískur fótbolti, sem ég hef aldrei séð áður, vonandi verða enn miðar þegar við komum í partýið, væri gaman að fara á leikinn. æ ég hef víst ekki tíma til að skrifa mikið núna

Hey Kristín og Arna !!! er búin að fá pakka frá ykkur :) takk takk hlakka til jólanna hehe

Mamma pakkinn þinn er líka kominn á austurströndina :) Janet var að hringja og láta okkur vita.

Knús í bili
verð að gleypa í mig og klæða mig svo ég sé tilbúin þegar við förum á leikinn
Harpa

07 desember 2006

ADDA PADDA


VAR ÉG BÚIN AÐ SEGJA YKKUR FRÁ GESTINUM SEM KOM TIL OKKAR UM DAGINN!
NEI VÆNTANLEGA EKKI EN ÞAÐ ER SEM SAGT BÚIÐ AÐ MYNDA HANN NÚNA.
VEIT EKKERT HVAÐ ÞETTA KVEKENDI HEITIR OG VONA AÐ ÉG SJÁI ÞAÐ BARA EKKERT AFTUR
VIÐ HÖFÐUM ÞAÐ Í KRUKKU Í VIKU OG SETTUM SVO Á LJÓSABORÐ MEÐ FLASSI YFIR
HELGA PASSAÐI DÝRIÐ MEÐAN ÉG REYNDI AÐ NÁ MYND AF ÞVÍ
ÞAÐ VAR VANKAÐ Í FYRSTU EN SVO FÓR ÞAÐ AÐ HLAUPA UM ALLT
OG ÉG FÆ ENN HROLL AF AÐ HUGSA TIL ÞESS
OJJJJJJ

Harpa ekki pödduvinur

03 desember 2006

Að gera goðverk

Muniði þegar ég sagði ykkur frá því að strákur borgaði fyrir bíómiðana okkar Lexiar?
Ég ætlaði sem sagt að láta þetta ganga, sem sagt að gera góðverk fyrir einhvern annan.
Er búin að láta dagana líða án þess að fá beint tækifæri til þess að borga fyrir mig.
Á föstudaginn vorum við Helga í hádegishléi og vorum að ganga niður verslunargötu á leið á matsölustað.Við náttúrulega gengum framhjá mörgum eins og gengur og gerist.
Ég gekk framhjá manni sem studdi sig við hjólið sitt. Þarna var hann vel dúðaður í meirihlutanum af fötunum sínum með allar veraldlegar eigur sínar á vagni festan við hjólið. Hann var bogin í baki, með gleraugu og ótrúlega fallegur. Það var einhver innri friður sem lýsti úr augum hans. Hann var svona eins og gamall gyðingur (eða eins og þeir eru sýndir í bíómyndunum, fannst mér einhvernvegin) Ég labbaði fram hjá honum stoppaði leit á hann og gekk svo áfram. Labbaði nokkur skref sagði svo við Helgu: Heldurðu að hann sé dópisti? Nei svaraði hún alveg pottþétt ekki. Ok sagði ég ég ætla að gefa honum pening. Hvað finnst þér??? Já frábært sagði Helga. Ég sneri við fór uppað gamla manninum og hann reyndi að reysa sig upp en bogið bakið leyfði það ekki þannig að ég beygði mig niður. (þannig að þið sjáið hvað hann var boginn fyrst að stubburinn ég þurfti að beygja mig niður til hans) Ég ávarpaði hann: Herra minn má ég gefa þér þennan pening? Hann svaraði: ef þú ert aflögufær. Hann reyndi að reysa sig betur upp án árangurs. Ég sagði að mig langaði að gefa honum þennan pening og hann svaraði með þakklætisorðum.
Mikið er gaman að gera góðverk. Ég vona að hann hafi getað nýtt peningana vel, minnsta kosti fengið sér heitt kaffi og með því.

Ég er búin að fá sorglegar fréttir frá Íslandi á undanförnum dögum og langar mig að senda kveðju heim. Á svona stundu langar mann að vera hjá fólkinu sínu sem á um sárt að binda en því er ekki alltaf viðkomið.
Elsku Valborg mín ég samhryggist þér vegna fráfalls föður þíns, ég vildi að ég gæti komið og gefið þér hlýtt faðmlag.
Ásgeir félagi minn lenti í alvarlegu slysi og er mikið slasaður. Geiri minn vertu duglegur að sofa svo að líkami þinn nái fljótum og góðum bata. Ella og Bjössi ég veit að þetta er ekki síst erfitt fyrir ykkur en fjölskyldu hans. Ég vona að Guð og Englarnir séu með ykkur öllum, huggi ykkur og styrki.

Saknaðarkveðja
Harpa

oggu pinku plat!



Hæ hó

vegna fjölda fyrirspurna, símtala til foreldra minna og forvitni frá vinum og vandamönnum þá langar mig að leiðrétta eitt.

þið munið að ég setti hér mynd af mér og strák sem ég kallaði Sjaram! Humm já nú kemur það.... ég þekki hann ekki. Sorrý
Sagan á bak við myndina er sú að Lexi var að taka myndir af mér á Tvin peaks og hann stóð þarna svoooo sætur og brosmildur og horfið á okkur. Ég spurði hann því hvort að hann vildi ekki vera með á myndinni. Hélt auðvitað að hann myndi segja nei nei eða sko No en hann sagði bara yes sure og kom og knúsaði mig og brosti sínu blíðasta eins og þið sáuð hehe. Og já rétt hjá þér Björk það er hálfgerður aulasvipur á mér híhí. Ég var alveg eins og asni þegar hann sagði já og enþá meira eins og asni þegar hann tók þéttingsfast utan um mig.

knús og kyss
sérstaklega til þín Stína :) og þú sem hringdir í mömmu híhíhíhí mamma krús tekur nú undir vitleysuna hjá dótturinni

en hann var þó sætur :(

Indianar motmaela




Hér eru tvær myndir frá því að ég fór að taka myndir af Indíánum mótmæla hjá verslunarkjarna hér í Berkley. Það er sem sagt búið að byggja upp verslunar hverfi á gömlum grafreit índíána, og að sjálfsögðu eru þeir ósáttir. Þeir stóðu með spjöld með ýmsum áletrunum á stærsta verslunardeginum hér, sem er dagurinn eftir Þakkargjörðardaginn. Þá eru verslanir með ýmiss tilboð og afslætti af vörum. Áletranirnar voru á þennan veginn: hvar er amma þín jörðuð? Við gröfum ekki upp lík ættingja þinna! Veistu að þú verslar á grafreit! og ýmislegt á þessa vegu. Ég kannast við Ruth í gegnum stelpurnar og hún bað mig um að koma og taka myndir fyrir sig. Þetta var skemmtilegt en ég var nú samt að vonast til að þau væru í meiri svona indíánafötum eins og í bíómyndunum þið vitið hehe. En þau eru nú bara eins og við hin í okkar dags daglegu druslum.

Knús
Hrafnaflóki

Handa muttu og papa

Mamma hér er heimilisfangið hjá foreldrum Lexiar

Janet Leban
Attn: Harpa

1409 Birch Lane
Wilmington DE 19809
USA


Knúsí músi gott að heyra í ykkur áðan

26 nóvember 2006

FIFILL



Langaði að sýna ykkur mynd sem ég var að taka.
Finnst hún rosa flott og er ánægð með hana í alla staði!

Hvað finnst ykkur?

kveðja
Harpa

25 nóvember 2006

Þakkargjörðardagurinn hinn fyrsti


Þakkargjörðardagurinn er mikilvægur í augum Bandaríkjamanna. Eiginlega haldin hátiðlegri en jólin, því að sá dagur tilheyrir engri ákveðinni trú. Við keyptum kalkún sem var jafnþungur Sólu.
Við skrúbbuðum húsið hátt og lágt og ég fór með Sólu á leikvöllinn þannig að þær Helga og Lexi gætu klárað að skúra og undirbúa kalkúninn sem var jafn þungur Sólu. Gestirnir komu um fjögur leitið og það var glatt á hjalla fram eftir kvöldi. Allir gestir komu með eitthvað matarkynns og smakkaðist þetta allt mjög vel. Fyrir matinn bað Lexi alla að segja nokkur orð um það sem þeir væru þakklátir fyrir. Þetta ætti maður kannski að hafa oftar í huga. Hvað er maður þakklátur fyrir í lífinu og er maður yfirleitt að þakka fyrir það sem maður hefur! Hugsum við bara að þetta sé allt sjálfsagt? Ég er nú samt alltaf þannig á svona hátíðlegum stundum að mig langar helst að fara að grenja (langar það kannski ekki en það gerist bara),allt er svo hátíðlegt og dramatískt. Billý maðurinn hennar Jessíar vinkonu Lexiar þakkaði til dæmis fyrir að vera á lífi eiga yndislega fjölskyldu og vini og ... en hann er búin að berjast við krabbamein. En ég slapp við það að fara að væla í þetta skiptið.
Dagurinn var nánast í alla staði frábær, tja fyrir utan einn 3ára snáða sem var í partíinu. Hann er algjör skæruliði. Æ maður náttúrulega á ekki að tala svona en sumir eru bara ekki eins frábærir og aðrir. Ég þoli ekki þegar foreldrar eru algjörlega lokaðir fyrir því sem börnin þeirra eru að gera. Þeir bara sjá ekki neitt því þeir eru að tala svo mikið eða eitthvað. Hann skellti hurðunum svo að ég hélt að þær myndu detta af hjörunum. Hann sat og pumpaði úr kremtúpu þegar ég kom inn í herbergið hennar Sólu, mamman stóð hjá og talaði við einhvern. Ég tók túpuna og sagði æ æ krem á gólfinu og fór að þrífa það upp. En nei hún var ekkert að spá í því og þegar ég sagði henni að hann hefði verið að pumpa úr túpunni þá sagi hún bara: já hann tók hana þarna og ekkert meir. Ég semsagt setti túpuna á sinn stað og þreif gólfið og annað barn sem hann hafði sprautað á. AAARRRRG já foreldrar og foreldrar! Svo eru náttúrlega til foreldrar sem vilja hafa allt fullkomið og gera mann brjálaðann með sumu sem þeir segja en hei nenni ekki að tala meir um foreldra. En ég verð kannski einhverntíma foreldri og þá geri ég ykkur öll sjálfsagt brjáluð hehe. knús til allra sem eru foreldra og hinna sem verða einhverntíma foreldrar og já líka til hinna sem bara alls ekkert langar til að verða foreldrar.
Harpa

Bioferð

Fór í bíó með Lexi á miðvikudaginn, fórum í gamalt og fallegt bíóhús sáum myndina (man ekki hvað hún heytir núna) sem var alveg hrikalega góð. Þegar við vorum komnar í röðina til að kaupa miða sá ég strák sem kíkti á mig og svo á Lexi og svo aftur á mig. (ég hélt náttúrulega að hann væri geðveikt skotin í mér hehehe) EN NEI hann var þarna með kærustunni sinni. OG allt í einu sagði hann við okkur : ég ætla að borga miðana ykkar! Ha sögðum við og héldum að hann væri fullur. En nei hann var ekki fullur, sagði að það hefði maður setið á næsta borði við þau og reykt þegar þau fóru út að borða í gær, þau hefðu fært sig um borð og þegar þau voru búin að borða sagðist maðurinn ætla að borga máltíðina þeirra, sem hann og gerði. Þau vildu sem sagt koma þessu áfram og gera eitthvert góðverk fyrir einhvern annan. Þannig að nú er ég komin í Láttu það ganga keðju og verð að finna eitthvað sniðugt til að gera fyrir einhvern annan. Finnst ykkur það ekki Krúttað??? Alltaf gaman að koma einhverjum á óvart, það gleður og gefur lífinu lit.

20 nóvember 2006

Sjaram og indianar


Hæ hó einu sinni enn.
Helgin búin að vera viðburðarrík. Fór í afmælispartý, morgunverð og á listasafn.
Fór með Lexi á stórt listasafn í San Francisco á laugardaginn og það var mjög fínt 4 hæða safn og ýmsar sýningar í gangi. Mér fannst að sjálfsögðu 3 hæðin skemmtilegust en þar voru ýmsar ljósmyndasýningar bæði nýjar og gamlar myndir. Nú svo var Mikel jakson og apinn, gul lituð stytta þarna á safninu. Svo fórum við í bíltúr og keyrðum uppá Tvin peaks það er hóll hér í borginni þar sem sést yfir allt í góðu veðri. og þar sem veðrið var gott þennan dag tók ég nokkrar myndir. Hey var ég búin að segja ykkur af honum Sjaram???? Krúttið mitt! Hey hitti hann fyrir nokkru síðan og féll kylliflöt fyrir honum og HANN fyrir mér að sjálfsögðu. Hann er frá Trinidad (sem ég hef ekki hugmynd hvar er!!!) Verð að fara að skoða landakortið! og er bara algjört æði. Hann skilur ekkert svakalega mikið í ensku en okkur kemur vel saman. Ég er nánast búin að hitta hann á hverjum degi frá því að ég hitti hann og hann kom með okkur til SF. Ætla að gá hvort að ég finni myndina af okkur :) FINNST YKKUR HANN EKKI ÆÐI????

HEY ER BÚIN AÐ KENNA SÓLU AÐ SEGJA HARPA! (borið fram HABPA) og það er svooo gaman þegar hún er að kalla á mig híhí. Hún kann sem sagt núna mamma, bolti (á ensku) jæja, og bææææ og svo HARPA!
Á fimmtudaginn er Þakkargjörðardagurinn og þá verður hér veisla, á föstudaginn er svo almennur frídagur og þá ætla ég væntanlega að fara að taka myndir af indíánum sem verða að mótmæla fyrir framan verslunarmiðstöð/götu sem byggjð er á fornum grafreitum indíána. Það er ein vinkona Helgu sem er búin að bjóða mér að koma og taka myndir en hún er indíáni. Þetta er spennandi og ég vona að þau verði í búningum.
Við Helga fórum á föstudaginn að taka myndir. Ekki af jógakonunni eins og ég hélt heldur af einu eldhúsi, þremur baðherbergjum og einu herbergi. Það mætti halda að fólk hér í bandaríkjunum verði voða oft brátt í brók því að t.d. í þessu húsi voru 3 baðherbergi á sömu hæðinni. Þetta er náttúrulega bara bilun! Hey við tókum á nýju myndavélina mína og beint inn á tölvuna hennar Helgu. Þvílikur munur fyrir hana að geta bara séð myndina strax á stórum skjá, þvílík tækni segi ég nú bara. Fór í Pumabúðina á laugardaginn og keypti peysu sem ég sá fyrir mánuði síðan og langaði svo í. Hún er rústrauð, þykk með hettu, keypti líka bol í sama lit.
Mamma hringdi í mig í dag og mikið var gott að heyra í henni, talaði stutt því síminn minn dó, er ekkert að hlaða hann á hverjum degi því að ég nota hann nánast ALDREY en mér var nær. Hún var að baka mömmukökur sem ég hlakka svooo til að fá sendar.
Æ var að fá bréf frá Kristiönnu og það er ekki víst að hún komi um jólin því hún er í basli með vegabréfið sitt en ég VOOOONA að hún komi til mín buhuuuu. það væri nú gaman. Annars kemur hún bara í janúar :)
Fór með Helgu í dag að prenta myndir hjá vinkonu hennar sem er listmálari, ohhhh hún Laura Parker gerir svo geðveikt flottar myndir, hún málar ávexti og svoleiðis með kol og einhverjum litum held það sé misjafnt hvort það séu akril eða eitthvað annað.
Jæja dúllurnar mínar skrifa meira síðar. Látið nú ljós ykkar skína hér á síðunni minni.
Hey ÞJ endilega skrifa mér bréf, já við deildum hjörtum ég og HÞ og það eru allir hér miður sín yfir því hvað bandaríkjamenn eru orðnir klikkaðir þarna í sambandi við vegabréfsáritanir.
Takk fyrir hrósið með myndina, ég er bara ánægð með hana.
Hey ÞÓRA JÓNA ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ YFIRFARA STARFSMANNAMYNDIRNAR????? Ég er enn á mynd hjá þér og nokkrir aðrir sem ég held að séu hættir sko!!!
Hanna Berglind þú verður að vera dugleg að taka snjóamyndir ég næ þeim örugglega ekki fyrr en ég fer til NY um jólin.

jólin jólin jólin koma brátt,

Harpa í skýjunum

14 nóvember 2006

Litið að fretta



Þetta er niðri í bæ í Oakland og svo er San Francisco í baksýn. Mér finnst bara svo flott, þegar það er bjart og svona hnoðraský að ég varð að sýna ykkur þessa mynd.

Já var að passa Sascha í dag.
Vann myndir í ps fyrir Helgu í kvöld
Dreymdi barn af Geislabaugi í nótt. Voða skrítið, lítill gutti sem ég var með á Geislabaugi kom í draum hjá mér í nótt. Kom hlaupandi til mín og kastaði sér í fangið á mér og fullt af fólki stóð brosandi hjá. Veit ekkert hvað það táknar og af hverju hann kom allt í einu. Þóra Jóna ef þú er að lesa þetta þá var þetta HÞ. Humm svo man ég ekki meir af draumnum. Haldiði ekki að jógagúrúið sé búin að kaupa sér buxur og við Helga (sem sagt Helga en ekki ég hehe) erum að fara að taka myndir af henni á föstudaginn. Með nýju myndavélinni minni.Ætlum að reyna að fatta hvernig á að taka beint á tölvuna hennar Helgu. Þá sem sagt tengjum við myndvélina og tölvuna saman og tökum myndir þannig. Sniðug ha!

Jæja best að fara snemma að sofa því ég er með Sólu á morgun. Hér fara allir snemma að sofa sko, tja nema stundum þegar við frænkurnar erum eitthvað að bauka, sem er svona annan hvern dag.

13 nóvember 2006

Regnhlifardagur!

Já það er aldeilis búið að rigna hér í alla nótt og allan dag og nú er komin nótt aftur og enn rignir hann. Ég er hress og kát þrátt fyrir rigninguna, fór með Helgu til Mikeyar í dag og var að vinna hjá henni. Hún er nú alveg ótrúleg kella. Er um sjötugt borðar örugglega meira af vítamínum en mat og er mikill sérvitringur. Maður þarf að kappklæða sig þegar maður fer þar inn því það er svo kallt hjá henni. Í dag var ég í langermapeysu,stuttermabol, þykkri peysu og með ponsjó og trefil en var ekkert of heitt.
Hey já hálsinn er enn eitthvað skrítinn en títrí olían hefur góð áhrif, að vísu á maður að skrifa þetta sko Tea tree olía en hverjum er ekki sama, hljómar bara svo vel hinsegin. Nuddið var frábært sem ég fékk en það svo sem breytti ekki miklu er bara áfram með pínu vöðvabólgu. Hvað haldiði að við Helga höfum verið að gera í kvöld??? Hlusta á jólalög og pakka inn nokkrum jólapökkum. Tí hí gaman já við erum sko að spá í að setja upp jólaseríur í vikunni. Ætlum að setja upp í garðinum en ekki kveikja á þeim fyrr en daginn eftir Þakkargjörðardaginn. Æ það er bara svo gaman að vera að dúllast þetta. Ég er að passa Sascha á morgun en hef ekki verið að passa hann undanfarna þriðjudaga eins og ég ætlaði. Það er bara fínt því í staðin höfum við Helga og Sóla verið að bralla eitthvað. Kristíanna vinkona mín er vonandi að koma til mín í byrjun des :-) hún er á fullu að skoða flugmiða og ég VONA að hún finni eitthvað gott. Ég er búin að setja heimilisfangið mitt og símanúmer hér efst á síðuna þannig að þið getið farið að senda mér handskrifað bréf heheh. Sá sem verður fyrstur til að senda mér handskrifað bréf fær óvæntan glaðning í pósti ;-)
Hringdi í Munda það var gott að heyra í honum brósa sínum
Hey Ása það var æði að heyra í þér, Kristín og mamma og pabbi og Kristíanna og allir þið sem eruð búnir að kommenta hjá mér takk takk takk gaman að fá bréf símtöl og komment :-)
knús og góða nótt eða þannig híhí

Hey það eru komnar nýjar myndir á myndasíðurnar

09 nóvember 2006

nudd og snudd

Er búin að vera að finna eitthvað til í öxlunum og vinkona Helgu sem er nuddari ætlar að koma hingað á eftir og nudda mig. Það er náttúrulega þvílíkt dýrt en ég ætla að prófa í eitt skipti. Nenni ekki að vera hjá henni ef að hún verður eins og Saddi sadisti sem ég var hjá þarna einu sinni. Ætlaði að fara að synda en þá er náttúrulega sundlaugin opin á fáránlegum tíma, því að þetta er sundlaug sem fylgir háskóla.
Við Helga áttum að fara að taka myndir af jógakonu á morgun EN það finnast ekki réttu buxurnar fyrir myndatökuna þannig að við verðum að bíða þar til jógagúrúið er búin að kaupa buxur.
VIð erum að fara í mat til Jessýar æskuvinkonu Lexiar og sonar hennar sem heitir Will. Hún er spænskukennari gift trommara í einhverri hljómsveit og hún ákvað það þegar Will fæddist að hún myndi tala við hann spænsku og Billy maðurinn hennar ensku. Þannig að barnið sem á tvo bandaríska foreldra er í raun tvítyngdur. Legg nú ekki meira á ykkur :-)

Ég fór á kaffihús í dag, skrifaði utan á nokkur umslög (já jólin eru að koma) og svo fer ég að skrifa í kortin líka. Guð hvað það er gaman að jólin séu að koma. En fyrst er náttúrulega þakkargjörðin hjá okkur og það verður gaman að upplifa það.

Ég veit ekki hvert planið er fyrir helgina en ég er að hugsa um að fara til SF og skoða mig eitthvað um.

Á morgun fer ég með Helgu til Mikkyar og vinna eitthvað og í leiðinni ætla ég að koma við í jurtaapóteki og kaupa TITRÝ olíu eins og Björk gaf mér. Hún er allra meina bót og á vonandi að geta unnið bug á þessari hálsbólgu eða bólgna kirtli sem ég er með, eins gott að ég fái nú ekki streptakokka hér. en já piri piri olían eins og ég kalla hana er GÓÐ.

Hey gaman að þú Björk sért búin að kaupa handa mér jólapakka því ég er nefnilega búin að kaupa handa þér eitt sem ég veit að þú verður alveg geggjað ánægð með híhí.
Hey sá hvítan kertastjakastein í búð í gær minnir að það hafir verið selanít (ohhh man það ekki) rosa fallegur í raun eins og salt er það ekki rosa fínt og hollt! var að spá í að kaupa mér svoleiðis!

takk fyrir öll kommentin

knús og hafið það gott

Harpa

Tillfinningablus

Hello vona að þið hafið ekki misskilið síðasta póst.
Mér líður mjög vel hér í Kaliforníu og hef ekki yfir neinu að kvarta. Stelpurnar eru allar sem ein frábærar og eru alltaf að fara með mig eitthvað og kynna mér fyrir einhverju nýju. Mér líst því mjög vel á land og þjóð. Sóla er hreint frábær. Mjög glaðlynd og skemmtileg stelpa. Það var rosalega gaman þegar ég náði í þær á flugvöllinn um helgina þá skríkti hún bara af gleði þegar hún sá mig. Veðrið er alveg frábært og maturinn góður. Í rauninni er það eina sem ég sakna frá Íslandi fólkið mitt. Annað hef ég hér :-) jæja nú erum við sóla að fara niður á strönd/fjöru að labba og leika okkur skrifa vonandi meira í kvöld

Knúsí músí

Harpa

og letin heldur afram

Elskurnar mínar veit ekki alveg með mig þessa daga. nenni bara ekki að blogga. Fékk skemmtilegt og óvænt bréf frá Erlu Hrönn minni í Danmörku en við vorum saman í Háskólanum á Akureyri. Við bjuggum saman þar og erum þar að auki frænkur. EN þrátt fyrir allt þetta þá höfum við ekki heyrst í svooo langan tíma og það var svo gaman að heyra í henni, orðin gift kona með tvær dætur vá heppin hún :-)

Þóra Jóna var eitthvað að skora á mig að skrifa um tilfinningar og eitthvað! Hefur nú einhver áhuga á því???

Mestu tilfinningarmálin eru að sakna fjölskyldu og vina. Að vera einhversstaðar þar sem maður heyrir í gsm símanum sínum hringja og hann er ekki einu sinni í sambandi. Þar sem maður getur ekki heimsótt neinn og hringt í neinn og sagt Hæ hvað ertu að gera! viltu koma í bíó? Æ hefur einhver áhuga á því?

En hey Björk og Ása við Helga erum líka farnar að hlakka rosalega mikið til jólanna og ætlum að skreyta um leið og Þakkargjörðin er búin, það er svoooo gaman en pæliði í því að það er sko bara kominn miður nóvember (tja svona næstum því)

ÉG GLEYMDI AÐ SEGJA TIL HAMINGJU MEÐ 4 ÁRA AFMÆLIÐ DANIEL!!! Hann átti afmæli 6. nóv.

Er að fara að sofa en lofa að blogga nú eitthvað skemmtilegt og setja inn myndir mjööööög fljótlega

knús í krús
Harpa sem situr við opin arineld

08 nóvember 2006

Leti leti leti

Þið eruð að vakna og ég að fara að sofa! Ég bara get ekki bloggað í kvöld (nótt) en ég LOFA að blogga á morgun ( miðvikudag) , Reynið endilega að kíkja hér við annað kvöld eða í kvöld núna hehe gúd bæ.

Ma og pa ég fékk tölvupóstana :-)

knús Harpa

02 nóvember 2006

Fjöldamorð

Ojjjjjjjj
Þegar ég kom heim áðan úr búðinni labbaði inn í eldhús þá sá ég 1000000000000000000 maura við eldhúsvaskinn. Nú er búið að rigna í sólarhring og þá sækja maurarnir inn. EN ÉG ER BARA ALLS EKKERT SÁTT VIÐ ÞAÐ. Með tuskuna að vopni, vatn og sápu framdi ég sem sagt hriðjuverk í mauraríkinu. Drap og drap og er ekkert betri en aðrir morðóðir andskotar. En því miður þá sé ég bara fleiri og fleiri maura og finnst alltaf eins og einhver sé að skríða á mér. Þetta er eins og þegar blessuð lúsin kemur upp í skólanum sem maður er að vinna í þá fer manni alltaf að klæja í hausnum og út um allt.
Hey Rugreb ætli það sé ekki best að sleppa jólagjöfinni í ár því að sendingarkostnaðurinn færi upp fyrir budgetið ekki satt?

Púki, Amma gella og Ása takk fyrir að hringja það er svo gott að heyra í rödd frá Íslandi

Mamma og Pabbi ætla að hringja í dag(morun hjá mér) föstudag til ykkar. Hlakka til að heyra í ykkur

Jæja ætla að horfa pínu á sjónvarpið
knús í krús

Harpa besta

Ein i kotinu!

Jæja þá er maður orðinn einn í kotinu, svona næstum því fyrir utan köttinn Leroy og vinkonu Lexiar sem heitir Jenifer og ætlar víst að fá að gista hér. Lexi, Helga og Sóla fóru til, æ man ekkert hvert þær fóru, en þær fóru á ráðstefnu þar sem verið er að sýna myndina hennar Lexiar, Girltrouble. Þær koma heim aftur á sunnudaginn.
Dagurinn í dag var þannig að ég fór með þær pæjur á flugvöllin í SanFran. Þaðan fór ég með filmu í framköllun fyrir Helgu. Þaðan fór ég í RISA búð sem heitir Target. Þar er hægt að fá allt milli himins og jarðar og ég var þar í tvo tíma að skoða og versla. Og haldiði ekki bara að ég hafi keypt alveg heilan helling. Fyrsta skipti sem ég versla eitthvað að viti. Keypti jólakort, pínu jólaskraut, jóla merkimiða, myndaalbúm, dvd myndir, jóla geisladisk, verkjatöflur, sokka og svona dót til að gera skrap book. Já já alskonar dótarý. Voða voða gaman.

Það var Halloween(hrekkjavaka) hér í fyrradag og það var ágætt Sóla var í drekabúningi og var ferlega sæt. VIð fullorðnu kellingarnar vorum ekki í búningi. Ég og Helga fórum með Sólu hjá einhverjum skóla þar sem vinkona þeirra kennir og þar voru allir krakkarnir klæddir í búninga. Fórum í smá skrúðgöngu með þeim og allir voru að dást að litla drekanum okkar. Margir voru að taka myndir af henni.
Mig langaði að fara í Castro þar sem að skrúðgangan er að kvöldi til í SF en sem betur fer fórum við ekki þangað því að það voru átta manneskjur skotnar þar um kvöldið. Ekki veit ég hvort að það hafi verið skothríð eða skotið hér og þar en mér er svo sem sama um það ekki alveg það sem ég var að sækjast eftir. Gott að ég var bara heima.

Set myndir af þessu hér á morgun.

knús Harpa

01 nóvember 2006

Stenst ekki matið

Fékk svo frábærann brandara í pósti!



Stelpa spyr kærastann sinn um að koma heim til sín á föstudagskveldi og borða með foreldrum sínum. Þar sem þetta er nokkuð stór viðburður, þá tilkynnti stelpan kærastanum sínum að eftir matinn myndi hún vilja fara út og hafa samfarir í fyrsta sinn.
Jæja, strákurinn er himinlifandi, en hann hafði aldrei áður haft samfarir, svo hann gerir sér ferð til lyfjafræðings til að ná sér um nokkra smokka.

Hann segir lyfjafræðingnum að þetta sé hans fyrsta skipti og lyfjafræðingurinn tekur sér klukkutíma í að fræða strákinn um allt sem hann veit um smokka og samfarir.Þegar kemur að því að panta, þá spyr lyfjafræðingurinn strákinn að því hversu marga smokka hann myndi vilja kaupa: 3 í pakka, 10 í pakka eða fjölskyldupakka. Strákurinn vildi gjarnan kaupa fjölskyldupakka því hann taldi að hann yrði frekar upptekinn, þetta væri fyrsta skiptið hans, o.s.frv.

Um kvöldið mætir strákurinn heima hjá foreldrum stelpunnar og kærastan tekur á móti honum. ,,Vá, ég er svo spennt fyrir því að þú hittir foreldra mína, komdu inn!". Strákurinn gengur inn og er vísað til borðs þar sem foreldrar stelpunnar eru sest niður. Strákurinn býðst skyndilega til að fara með borðbæn og hneigir höfuðið.

Mínútu seinna er strákurinn enn við bæn með höfuðið hneigt niður.

10 mínútur líða og ennþá örlar ekki á hreyfingu frá stráknum.

Eftir 20 mínútur hallar stelpan sér að kærastanum sínum, sem enn virtist í

djúpri bæn, og hvíslar að honum ,,Ekki vissi ég að þú værir trúaður!"

Strákurinn snýr sér við og hvíslar til baka: , Ekki vissi ég að pabbi
þinn væri lyfjafræðingur!!!"


HHAHAAHAHHAHAHA

KNÚS HARPA

Rett hja pukanum

Jú það er víst alveg rétt hjá þér PÚKI ég fór í vitlausa átt. Það eru 8 (ÁTTA) tíma munur á milli okkar núna. Sko þið sem eruð á Íslandinu góða og hjá mér í Oakland Californíu.

Hey var að frétta að það væri frábært að kaupa flug til LA og keyra í 1-2 tíma og þá er maður kominn á frábært hótel úti í eyðimörk. Þrusuflott að fara þangað í febrúar var mér sagt. Þannig að það er spurning hvort að einhvern langi að koma í ferðalag með mér????? Hver hver og vill og verður má ekki svíkja verður að lofa híhí.

Kveðja Ég

28 október 2006

GSM

hæ hó allir sérstaklega þú STÍNA

Gsm símanúmerið mitt er 001- 415 305 6702 EN það má bara hringja í það um helgar (allan sólarhringinn) eða á virkum dögun eftir klukkan sjö (hjá mér) sem er klukkan 2 að nóttu hjá ykkur. til 7 að morgni hjá mér sem er 2 að degi hjá ykkur

Annars er tíminn að fara að breytast og þá eru bara 6 tímar á milli okkar.

Kveðja Harpa
sem heyrir símann aldrei hringja!

27 október 2006

Nyja myndavelin



Er búin að fá nýju myndavélina. Voða voða gaman. Ég er búin að taka aðeins á hana og ákvað að setja fyrstu myndina hér inn. Sóla var svo sæt þar sem hún svaf í aftursætinu með skemmtilega birtu á sér. Þið eigið svo eftir að sjá fullt af myndum, vonandi góðum á næstu dögum og mánuðum

Knús og góða nótt
Harpa sem er á leið í draumalandið

Ha! Aftur komin föstudagur?


Vá ég sem ætlaði að blogga aftur á mánudagskvöldið. Humm en já sem sagt það var geggjað í sveitinni. Ég sveitatúttan lærði ýmislegt nýtt. Vissuð þið til dæmis að Valhnetur og möndlur yxu á þokkalega stórum trjám??? Það vissi ég ekki en veit núna. Pat (amman) gaf okkur fullt af valhnetum úr garðinum sínum og svo fórum við út að týna möndlur saman áður er við lögðum af stað heim. Hrikalega krúttað, tra la la ég er farin út að týna möndlur. Ég meina kommon, þetta er ótrúlegt.
Humm en það er bara búið að vera fínt veður náttúrulega, ég búin að læra að gera geðveikt góða salatdressingu, enda étur maður næstum hálfan kálhaus hér í einum matmálstíma já allt er vænt sem vel er grænt eins og Denni (Steingrímur Hermans) sagði hér í denn, hehe. Já er ekki best að gefa ykkur svona viku yfirlit núna
Mánudagur: var leið, heima að vinna myndir, hringdi í mömmu
þriðjudagur: Dúllaði með Helgu og Sólu fyrir hádegi, vann myndir, passaði Sasha eftir hádegi
miðvikudagur: passa Sólu, fór með Helgu að skoða Jógakonuna sem við erum að fara að taka myndir af 44 ára og í geðveiku formi, þaðan að taka myndir af listasafni komum seint heim beint að sofa
fimmtudagur: passa Sólu frá kl 06.00 því Helga fór að taka myndir á Safninu, Keyrði út í IKEA og göngugötu, (alveg sjálf) hrikalega montin að rata aftur heim
föstudagur: vaknaði kl 05.00 fór að taka myndir með Helgu og Anítu (samstarfskona Helgu í ljósmynduninni) af Listasafninu, tókst vel, geðveikt gaman að vera þegar sólarupprás er, sjá litabreytinguna og byrtuna koma. Fórum til Mikey, dúkalögðum eitt herbergi ( JÁ VIÐ STELPURNAR) hrikalega flott hjá okkur. Fórum að ná í filmur í framköllun, flottar myndir hjá Anítu og Helgu. Er að passa Sólu því Helga og Lexi fóru í bíó, dúllan er sofandi og ég að borða ís, horfa á%

23 október 2006

Sveitasæla



Jæja við erum búnar að fara uppí sveit og eiga þar yndislega daga. Fórum að heimsækja ömmu og afa Sólu. Við fórum svo með ömmu í bíltúr og fórum á stóran búgarð sem ræktar grasker, maís og korn. Á búgarðinum voru líka dýr. Einn mánuð á ári eru þau með opið fyrir gesti og gangandi og getur maður þá rölt um keypt grasker, klappað dýrunum og allt það. Þetta var voða gaman. Við sáum risastóran hest (belgískan) og svo pínkulitla hesta líka og voru þeir varla stærri en sóla. Þetta fólk kann sko að selja. maður borgaði aðgangseyri, svo var hægt að kaupa grasker og ýmsar vörur sem þau voru búin að vinna. Þau voru með sjoppu og búin að útbúa lítið stúdíó þar sem þú gast látið taka myndir af þér í graskerja og laufblaða dóti einhverju, þ.e. bakgrunnurinn var þannig. Þú sast sem sagt innan um laufblöð (rauð) og graskerin mismunandi stór í kringum þig. Svo þar sem geitur og kindur voru var svona nammisjálfsali með fræi í og þar þurftirðu að borga ef þig langaði nú að gefa rollugreijunum eitthvað.
Æ nenni ekki að skrifa meira í bili skrifa kannski meira þegar kvölda tekur hjá mér eða á morgun
Ætla að hringja í mömmu

20 október 2006

Arkitekturamyndir

Jæja fór í fyrstu myndatökuna í dag sem ekki er tekin hér í stúdíóinu.
Helga var að taka myndir af þremur baðherbergjum og einu eldhúsi. Þetta var í svaka húsi í San Francisco á fjórum hæðum. Íbúð á neðstu hæðinni sem leigð var út. Við fórum ekki inn í hana en það er búið að gera hana alveg upp. Eldhúsið var rosalegt. Hann hefur víst mikinn áhuga á eldamennsku annar gaurinn (sko hommar sem eiga húsið) hann er einhver mikill kall í óperunni í SF. JÁ sko það voru t.d. sex gashellur. Það var náttúrulega risastór amerískur ísskápur, tveir stórir ofnar. Það var lítill ofn þar til að hita diskana upp. Það kannast náttúrlega allir við það hvað það er óþolandi að hafa diskana kalda heima hjá sér. Það var ein stór uppþvottavél og tvær litlar. Já mamma held að þú getir nú farið að fá þér eins og eina uppþvottavél, þegar gæjar í SF eru með þrjár í sama eldhúsinu! Það voru tveir risavaskar og 20 innstungur. Pæliði í því að hafa tuttugu innstungur í einu eldhúsi.
Svo tók Helga myndir af þremur klósettum eitt sem var við hlið eldhússins og var það pinkulítið bara klósett og vaskur voða flott
Á hæðinni fyrir ofan var klósett og gufubað og vaskur, já ekkert smá að hafa gufubaðsklefa heima hjá sér. Efst uppi var svo klósett vaskur og kínveskt bað. Það er þannig að maður getur staðið eða setið í því. Rosalega djúpt sem sé, ekki þetta venjulega bað eins og við eigum að venjast. Á efstu hæðinni var hinn gaurinn (ekki óperugaurinn) með myndlistarstúdíó. Hann var með geymslu með ýmsum myndum og svo var hann með stórt svæði þar sem hann var með olíumálningu en svo var aðeins minna herbergi með vatnslitamálningu. Þetta verður alveg svkalega flott þegar þeir eru búnir að taka þetta allt í gegn en þeir eiga svo sem svolítið mikið eftir. En eru búnir að gera alveg rosaleg mikið, málarinn sýndi mér gamlar myndir sem þeir tóku þegar þeir keyptu húsið og það er þvílíkur munur. En að taka svona arkitektúramyndir í pinkulitlum herbergjum er ekkert grín. Helga t.d. eyddi heillöngum tíma ofaní baðkerinu kínverska með þrífót og allt draslið (nóta bene það var ekkert vatn og þægindi í það skiptið) en það var gaman að fara svona út og aðstoða við myndatökuna og sjá meistarann að störfum.

Já hún Ingibjörg amma mín er 94 í dag og við Helga hringdum í hana. Hún spurði Helgu bara hvort að ég hlýddi henni nokkuð??? skil nú ekkert hvað hún er að meina með því! Ég hlýði alltaf því sem mér er sagt, eða er það ekki!

Nú á morgun förum við hér uppí sveit 2-3 tíma í burtu og heimsækjum afa og ömmu Sólu það verður örugglega fínt.

Knús og sólarkveðjur
Harpa

19 október 2006

Sol og bliða

Er ekki lífið undarlegt hér sit ég (ö ekki núna því nú er klukkan20.35) í sólinni í Kaliforníu á meðan vinir mínir og elskur eru hinum megin á hnettinum að skjálfa sér til hita því að fyrstu mínus tölurnar eru byrjaðar að sjást á mælinum. Ég veit að minnsta kosti um tvær manneskjur sem kíkja kvölds og morgna á úti mælinn til þess að sjá hversu mikill hiti var að degi til og að nóttu til. Hversu mikill hitamunur er á einum sólarhring o.s.frv.
Dagurinn í dag var góður ég var með Sólu í dag en hún er búin að vera pínu lasin. Ég fór með hana í langa gönguferð ( jájá ég veit, fór þótt að hún væri lasin) enda var geggjuð mikil sól í dag. Hún sofnaði svo á leiðinni heim þannig að ég fór bara og vippaði mér úr fötunum og fór í sólbað í garðinum okkar. Kræst það var enginn smá hiti og þegar Helga og Lexi komu heim voru þær í sjokki yfir því hvað ég var orðin brún. Var nú bara samt úti í c.a 2 tíma. Já svona er lífið melló hjá mér. (enda pínu skrítið)
Á morgun er ég að fara með Helgu í myndatöku í San Francisco þar er hún að fara að taka myndir af arkitektúr. Sem sagt mynda eldhús og tvö baðherbergi skilst mér. Hún hefur unnið fyrir þennan arkitektúr áður og við eigum fleiri verkefni í vændum hjá sama aðila.
Við erum á fullu að vinna í stúdíóinu, þá meina ég að koma alskyns dóti þar fyrir og í gær vorum við að festa upp myndir, hillu og segultöflu. Svo festum við líka upp mynd hjá mér.
í kvöld erum við að fara að setja hjól undir borð í stúdíóinu þannig að við getum rennt því út þegar verið er að taka myndir sem þurfa mikið pláss. En að jafnaði verður þetta vinnuborð þarna inni. Ég er aðeins búin að vera að vinna í myndum fyrir mikey og hún er himin lifandi yfir myndasíðunni sem ég er búin að útbúa fyrir hana.

jæja núna ætla ég að fara að horfa á einhverja þætti í sjónvarpinu sem ég kem til með að horfa á aftur eftir ár heima á frónni. Eða kannski nýti ég tíman í eitthvað annað þá.

Hey já og svo er myndavélin mín einhversstaðar á leiðinni frá NY
knús og kossar frá mér

HARPA

18 október 2006

Var i myndatöku!


Eins og þið vitið sjálfsagt er oft verið að tala um að reykningar og sólarljós hafi slæm áhrif á húðina. Ég var nú ekkert búin að taka neitt eftir því. Tja ekki fyrr en ég fékk þessa mynd úr framköllun sem að hún Helga tók af mér um daginn

Annars er lífið bara yndislegt hjá mér

Kveðja Harpa

Hey Jens til hamingju með afmælið í dag

17 október 2006

nyjar myndir og misskilningurinn um JON BROÐUR!!!

Gott fólk það eru komnar fullt af myndum á nýju myndasíðuna. Þið getið klikkað á linkinn hérna við hliðina af þið viljið fara beint á síðuna. Það er ekki hægt að kommenta á myndirnar nema að maður sé með myndasíðu sjálfur en það væri gaman ef að þið mynduð bara skrifa um myndirnar hér í kommentin!
Þessi helgi var alveg geggjuð og maður er bara hálf eftir sig eða þannig. Um næstu helgi förum við í heimsókn uppí sveit til föður ömmu og afa Sólu og það verður vonandi skemmtilegt. Hér er farið að hausta og mörg tré farin að roðna. Mikið finnst mér það fallegt þegar rauði liturinn byrtist í trjánum.

Jæja hér verð ég að útskýra pínu
Jón bróðir er í raun ekki jón bróðir heldur Jón Ingi frændi. EN við erum svona næstum því hálfsystkyni ÞVÍ að feður okkar eru tvíburar eineggja (þó að amma segi annað) þeir eru því með nákvæmlega sömu genin eins og margir hafa séð og það gerir okkur Jón bara rosalega mikið lík og skyld og þess vegna kallar hann mig alltaf tvíburasystur sína og ég hann tvíburabróður minn en það eru bara nokkrir dagar á milli afmæla okkar. Hann er í janúar 72 og ég í febrúar sama ár. Jamm við erum sko að verða 35 dííí

Knúsí músí

Harpa

14 október 2006

ovænt gleði og tyndur hundur


KRÆST VITIÐI HVAÐ????

Við lágum hér í makindum okkar allar þrjár konurnar á heimilinu á miðvikudagskvöldi þegar það var alveg þrumað á hurðina hjá okkur. Það var bara bankað eins og lögreglan væri komin í fýkniefnagreni (ö ekki að ég sé of þar heldur svona eins og sést í bíóinu) sem sagt alveg hamrað á hurðina. Ég hugsaði æ fokk maður nú er einhver kominn útaf bílnum sem ég lagði í vitlaust stæði þegar ég kom úr búðinni áðan. Hinar tvær hugsuðu líka um bíla eða að um ribbalda væri að ræða. Helga (matsjóinn á heimilinu) fór til dyra kíkti út leit svo á mig, opnaði hurðina og sagði svo ÉG TRÚI ÞESSU EKKI ÞIÐ ERUÐ ÓTRÚLEG. HUMM, einhver frá ÍSLANDI????? SVO VAR ÖSKRAÐ OG HLEGIÐ OG TALAÐ OG ÖSKRAÐ MEIRA OG HLEGIÐ MEIRA. Vitiði bara hvað Jón Ingi og Valborg komu frá Íslandi í óvænta heimsókn. Ótrúlega skemmtilegt þau eru bara yndisleg og vitiði meira að segja hvað! Jón hafði fengið vin sinn sem er flugmaður til að taka sig með til USA og Valborg hélt að hún væri bara að skutla honum á flugvöllinn en þegar þau komu á völlin þá var Valborgu réttur flugmiði, búið að redda öllu fyrir hana, vinnunni, skólanum og barnapössun. Búið að pakka litlu sem engu niður fyrir hana því hún átti að kaupa sér fullt af fötum, sem hún og gerði. Já þau komu og versluðu skemmtu okkur og við þeim pínu. Fóru með okkur í ferðir t.d. til Napa að smakka vín og til San Fran í dag til að skoða hitt og þetta. Fórum á Golden Gate brúnna og keyrðum hér og þar um borgina. Ég fer að verða fær í að skipuleggja ferðirnar þegar þið farið að koma til mín elskurnar mínar! Svo fóru þessar elskur áðan og ég bara fór að gráta þegar ég var búin að kveðja og ég held að Lexi ætli að skrifa í dagbókina sína... Harpa fór AFTUR að væla í dag hehe

Því að í gær

Fórum við að versla, þau JI og V keyptu FULLLT en ég nokkrar jólagjafir ha já jólagjafir! (verið að nýta ferðina með V og Jóni)
Sem sagt við vorum úti í stúdíói (þau sváfu þar) Jón sofandi, Valborg að máta og pakka og ég að pakka inn jólagjöfum. Ég hljóp inn í hús og náði í skæri. Kom út aftur, ætlaði að fara að pakka gjöfum, heyrði þrusk úti hélt áfram að bauka eitthvað, æ og svona eftir 10 mín þá vantaði mig eitthvað inn og hljóp þangað, sá að hurðin var opin (hafði greinilega lokað henni illa áðan) shitt sá svo að það var ekki alveg lokað inn í garðinn. Fór inn athugaði hvort Lucy (hundurinn á heimilinu) væri inni. EN NEI auðvitað hafði þruskið áðan verið þegar Lucy fór út úr garðinum. Ég hljóp út á götu sá hana ekki þar, kallaði á Valborgu, þú verður að finna hundin með mér. Við sáum hana ekki, þannig að ég fór inn vakti Lexi og við fórum að leita. Ég sem sagt hljóp hér um allt hverfi í náttbuxum og peysu (brjóstahaldaralaus) og kallaði á Lucy, blístraði og bað til Guðs að það væri nú ekki búin að keyra yfir hundspottið. Við leituðum og leituðum og loks kom Helga út og leitaði líka. Þær sögðu að hún (þ.e. hundurinn) færi oftast ekki langt og að sjálfsögðu fann Helga hana fjórum görðum hér frá. Hundurinn er náttúrulega orðinn 105 ára og fer nú ekki hratt yfir og var að dúllast hjá nágrannanum. Kræst hvað ég var ánægð þegar hann fannst. Ætlaði sko ekki að hafa það á samviskunni að eitthvað kæmi fyrir hundinn. Ég held að ég hafi fengið pínu sjokk því þegar hann var kominn inn og ég var að biðja Lexi afsökunar á að hafa ekki passað að loka betur fór ég að hágrenja og ég meina HÁGRENJA. Var svo uppveðruð þannig að þegar ég var búin að pakka jólagjöfunum og gera það sem ég þurfti að gera fannst mér ég ekkert þreytt, lagðist í rúmið og var nánast sofnuð á augabragði og byrjaði að dreyma eitthvað rugl.

Ha ha það er nefnilega pínu fyndið að um daginn þá spurði Helga mig hvort að mig dreymdi mikið og ég sagði nei og ef að mig dreymdi eitthvað þá myndi ég það aldrei. Mig er búið að dreyma stanslaust síðan alskonar kjaftæði. Í nótt var ég til dæmis í íbúð þar sem vinur minn var með frystiskáp, frystiskápurinn var að vísu eins og stórt herbergi og það var svo mikill ísing þar að vinur minn var að höggva ísinn með ísexi hehe.

Jæja er ekki komið nóg í bili!!
kv Harpa dauðþreytt eftir góða heimsókn

10 október 2006

verð tölvulaus nuna i einhverja tima!

Hæ hó allt gott hjá mér að frétta. var núna áðan að senda pöntun á nýja myndavél, minniskort og eitt stikki batterý
Fæ hana ekki alveg strax því að blessaðir gyðingarnir eru í einhverju fríi þarna í NY.
En eins og þið sjáið vonandi er ég búin að setja upp linka hér til hliðar og þar ættuð þið að komast inn á ljósmyndasíðuna mína ásamt öðru skemmtilegu. Mamma það þarf bara að klikka á linkinn (þú sagðir nebblega að þú kæmist ekki inn á hana)
æ ég skrifa eitthvað skemmtilegt mjög fljótlega t.d. um konuna sem Helga er að vinna hjá og ég er að taka myndir fyrir og setja á vefsíðu.

Knús til ykkar

Hey Ása hvernig er þetta með myndirnar
Hanna hehe myndin var ógurlega stór þegar hún kom (af bjórþambaranum flotta)
Kristianna go for it bíð spennt eftir fréttum
Rugreb gott að sjá að þú sért ekki alveg dauður
Jón bróðir haltu áfram að kommenta það er svo gaman þegar einhver gerir það
Pabbi minn hlakka til að fá næsta bréf
Mamma líka frá þér
Þóra Jóna hélt að þú værir bara hætt með mér en skil núna ástæðuna geggjað að gera en ég VEIT að þú ert best í brjálæðinu
Kristín er alveg að fara að skoða þetta með tryggingarnar

og þið hin
...
Elska ykkur líka

Fyrir bjalfabarn að norðan!

Þegar maður kommentar hér þá ferðu í comments og þar ferðu í other og skrifar nafnið þitt í name hehe. svo þegar þú ert búin að skrifa texta í stóra gluggan þá getur þú annað hvort séð hvað þú ert búin að gera með því að ýta á preview eða bara sent þetta á síðuna með því að ýta á publish your comment. Þú ert nú orðin svo mikill tölvusnilli að þú ættir alveg að geta þetta!!!

kveðja
Harpa

09 október 2006

Opið bref til Jons broðurs

Elsku Jón minn!
Takk fyrir að vera svona duglegur að kommenta.
Frúin þín tók við myndavélinni þinni, Nei sorrý það var linsan, ö skilaði henni síðar. Ég kom með myndavélina þína alveg pottþétt til þín og ljósaborðið þitt og litlu ljósmyndabókina líka. Það var allt saman í poka.
Nei ég er ekki enn búin að kaupa myndavél en við Helga erum online að skoða híhí! Veistu hvort að hægt sé að tengja 5D við tölvu og taka beint þannig?
Nei ég vissi nú ekki að ég ætti að leita að þessari átlett búð fyrir þig!!!
Humm já ha ljósmyndanám ha hvað hehe nei nei held að það sé allt að ganga ég er til dæmis búin að vera að taka myndir af málverkum í allan dag.
Til hamingju með fyrsta leiksigurinn á ljósvökunum elsku frænka mín (viltu skila þessu til hennar)

Já og aftur hummmm hvað er með þetta að koma heim um jólin ég er ekkert að koma heim um jólin, ætla að prófa útlensk jól í fyrsta skipi (segir hún og kyngir munnvatni)
En ég helda að bhphotovideo séu ódýrastir.

Knús til ykkar allra
Harpa besta systir hehe

08 október 2006

ja ja kominn sunnudagur!


HVA! voðalega er þetta fljótt að líða!
Ummm á föstudaginn vorum við með kjöt í karrý að borða. það er uppáhaldið mitt og Helga er rosalega hrifin af því líka. En ótrúlegt en satt þá er Lexi ekki hrifin af gulu karrýi en hún eldar úr rauðu karrýi, ekki veit ég munin á því en fæ sjálfsagt að kynnast því bráðum. En við átum allar á okkur gat og vel það. Ég gerði líka þessa hrikalega góðu karrýsósu eftir að hafa meilað í eldhús mömmu á Íslandi. Jamm trúiði því ég þarf að hringja í mömmu í hvert skipti sem ég bý til sósu! Það segir nú allt um eldamennskuna hjá mér!HUmm! Hefði nú ekki þótt gott efni í húsmóður hér áður fyrr, hússtjórnarskólagengin ha!
Ég fór á laugardaginn með Lexi og Sólu yfir til San Francisco. Við fórum með ferju (nokkurskonar hraðbát) Við fórum á stóran útimarkað og Lexi keypti allskyns varning. Svo borðuðum við úti á mexikönskum veitingastað. Rosalega góður matur einhverskonar pönnukökur með baunum, avakadó og salati. VIð fórum svo aftur heim með ferjunni og fórum í smá bíltúr um hverfið. Þær eru voða duglegar að fara með mig hitt og þetta og sýna mér staði sem ég get farið með Sólu og svo bara sjálf ef mig langar það. Hef nánast ekkert farið ein og sjálf að kanna umhverfið. Veit ekki útaf hverju ég er svona rög við það núna,ekki líkt sjálfri mér að fara ekki hingað og þangað. Sjálfsagt vegna þess að ég hef Helgu og Lexi mér til halds og trausts. En ég ætla að fara með lestinni til San Francisco um næstu helgi ef við erum ekki að fara eitthvað annað. Drífa mig að fara að eyða deginum ein einhversstaðar. Það sem eftir lifði af laugardeginum fór í að taka til í stúdíóinu horfa á Tv borða og taka meira til.
Í dag sunnudag settum við helga upp stúdóið og ég reyndi að taka andlitsmyndir (prufur) af Sólu. það gekk nú hálf brösulega því að filmurnar (poloroid) voru ónýtar og ekkert kom á myndirnar. Allar svarthvítu voru ónýtar en svo prufuðum við lit og ég gat prófað mig pínu áfram þar því að þær voru næstum því ok. Við ætlum kannski að prófa aftur í fyrramálið eða á þriðjudaginn.
Mamma og pabbi hringdu í dag, Óvænt og ánægjulegt að heyra í þeim. Það er svo skrýtið að ég hef varla fundið fyrir heimþrá nema bara þetta eina skipti um daginn. En alltaf þegar ég tala við pabba þá klökna ég og fæ tár í augun. Veit ekki hvað það á að fyrirstilla!
Það hafa nokkrir beðið mig um adressuna mína og símanúmer og hér kemur það

GHI
4244 Suter Street
Oakland 94619
California
Usa

Svo er síminn hér 510 532 7076 Held þið hringið í oo1 fyrst?

Ö svo er ég með gemsa æ man ekki númerið á honum segi það á morgun hehe

knús og kossar á sunnudagskvöldi eða hvenær sem þið lesið þetta

Harpa

06 október 2006

Gyðingamessa

Gleymdi að segja ykkur frá því að á mánudaginn var heilagur dagur hjá Gyðingum. Við fórum því til San fransisco í messu (eða þannig) fyrst fórum við í barnamessu þar sem mikið var sungið og hlegið og haft gaman og Sóla fílaði sig í tætlur því hún er mjög mikið fyrir að vera með fólki. Svo fórum við í fullorðinsmessu og það var mjög spes. Nokkrir kallar/konur með ræður og mikill söngur og tónað. Það var mikið talað á Hebresku og var það skemmtileg upplifun. Svo var gengið með torah (sem er heilagt,það allra heilagasta) um salinn og fólk kyssti trefla (eða þannig) sem það var með um hálsinn og setti á torah og kyssti svo aftur. Já þetta var bara skemmtilegt. Svo fórum við Helga niður í bæ því að ég þarf nú að vita hvar allar aðalbúðirnar eru þegar þið farið að koma hér í hrönnum til að versla. hehe

Ekki meira í bili
Harpa g....

04 október 2006


Sunnudagurinn 1 október

Í dag fór ég á Indíánahátið. Hún var haldin hér rétt heima hjá okkur. Þetta var einhverskonar helgiathöfn en einnig keppni á eftir. það var keppni um fallegustu búningana og líka hvernig þeir dönsuðu. Ekki veit ég hvernig dómar fóru fram né hvernig leikar fóru en þetta var að minnsta kosti upplifelsi og mjög gaman. Ég tók myndir sem þið getið séð á myndasíðunni minni http://www.flickr.com/photos/harpaingimundar/
Tók mynd af einum indíána og í staðin varð ég að kaupa handa honum kaffi! við fórum því á kaffihús eftir leikana og það var rosalega gaman. sátum á litlu kaffihúsi ég á bol og hnébuxum en hann í fullum herklæðum. Við skildum hvort annað ekki mikið því að hann var mun verri í ensku en ég. En ég skildi þó þegar hann sagði þú koma heim með mér? og hann skildi þegar ég sagði NEI NEI og ég skildi þegar hann sagði jújú nóg pláss með mömmu hænunni og öllum hinum dýrunum! Nei grín ég fór nú bara í einhverja röð til að ná í kaffi handa honum og lét dóttur hans fá kaffið! en hin sagan var mun skemmtilegri en það er nú ekki amalegt að vera búin að bjóða Indíána í kaffi ekki einu sinni búin að vera hér í tvær vikur hehe
en jamm set inn hér eina mynd af indíánanum.
Knús í krús
Harpa bláeygða

A ER (braðamottökuna)



Laugardagur 30.sept

Jæja ég fór á bráðamóttökuna í dag. Lexi á hund sem er orðin gamall og slappur. Hann er á lyfjum vegna krankleika. Hún var að gefa honum töflu og setti töfluna í brauð. Lucy (hundurinn) fann fyrir töflunni (beit hana örugglega í tvennt) og spýtti brauðinu út úr sér. Sóla var fljót að taka brauðið og stinga því uppí sig. Lexi sá það og var jafnfljót að skófla því út úr henni aftur en það var bara hálf pilla í brauðinu. Hafði hundurinn étið hinn helminginn eða barnið???? Lexi hringdi í ofboði í eiturefnadeildina sem sagði henni að fara strax niður á bráðamóttöku og þau myndu hringja á undan okkur. Við drifum okku í bílinn og brunuðum af stað. Þar beið fullt af fólki en okkur var hleypt inn strax, læknirinn spurði Lexi spjörunum úr og Sóla var hlustuð og mæld á alla kanta. Það var ákveðið að setja hana í herbergi og þar biðum við í pínu stund sem að vísu virtist heil eilífð. Svo kom hjúkkan með kol (man ekki hvað það heitir á íslensku) en þetta sogar í sig eiturefnin þannig að þau verða ekki skaðleg heldur bara fara beint út með öðrum úrgangi. ó mæ god þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla. Við þurftum að halda sólu á meðan verið var að sprauta efninu uppí hana. Hún átti að fá fimm stórar sprautur. Sóla argaði eins og ljón og Lexi var í sjokki og gráti næst. Þegar við vorum búnar með 2 og hálfa sprautu kom læknirinn. Herra hrikalega myndalegur! Hann talaði við Lexi og ákveðið var að gefa Sólu ekki meira af vökvanum ógeðslega. Því að það var pottþétt að hún hefði bara fengið hálfa hundapillu ef að hún hefði fengið eitthvað af henni þar að segja. Aumingja litla snúllan skildi ekkert í þessum pintingum, var öll svört í framan og var með ekka í langan tíma á eftir. Hjúkrunarkonan fór fram, kom svo aftur eftir 15 mín og sóla þóttist ekki sjá hana. Læknirninn sagði að við þyrftum að bíða í 1tíma og þá yrði gert lokatjékk á sólu. Mínúturnar voru ótrúlega lengi að líða en loks kom herra myndarlegur og útskrifaði hana. Jamm þetta er fyrsta og vonandi síðasta reynsla mín af ER. Tja nema náttúrulega að ég hitti lækninn á næsta bar hehe

03 október 2006

ubs myndasiðan ekki a rettum stað

eitthvað er þetta nú ekki að ganga eins og það á að gera

Hey Harpa tölvugúrú er búin að redda þessu síðan er http://www.flickr.com/photos/harpaingimundar

Þar ætla ég að setja allar svona heimilis og party myndir en á hinni síðunni verða frekar svona landslags og svoleiðisljósmyndir


kveðja Harpa

02 október 2006

Ny myndasiða lika



Ákvað að setja eina mynd sem að Helga tók af mér. Hér er ég á nýja klósettinu mínu að lesa STÓRU LJÓSMYNDASÖGUBÓKINA, biblíu ljósmyndarans eða þannig hehe. Ég er komin með nýja myndasíðu þar sem ég set myndirnar mínar frá usa inná hún heitir.
flickr.com/photos/harpa.ingimundar
Þið ættuð að komast á hana núna en látið mig vita ef að það gengur ekki
knús harpa

Ótrulegustu typur

Það er nú alveg ótrúlegt hvað ég hef hitt margar tegundir af fjölskyldum hér og týpum af fólki. Á þessum stutta tíma mínum er ég t.d. búin að hitta þessi fjölskyldumynstur:
mamma, pabbi, barn. Pabbinn er djassleikari með stutt brúnt hár og hanakamb, mamman var áður gift manni og þau áttu tvo hunda og núna skiptast þau á vikulega að hafa hundana. Kræst!! Ö bæ ðe vei ég er að passa strákinn þeirra núna.
Tvær mömmur og barn. Eins og Lexi, Helga og Sóla. Mjög normal fjölskylda hér. Já og þeim fylgir líka einn hundur og einn köttur og frænka frá Íslandi í bakgarðinum.
Tvær mömmur barn og tveir pabbar! Humm mömmurnar hafa barnið 70% tímans en pabbarnir afganginn.
Tveir pabbar og barn. Voða krúttilegur læknir og maður hans. Hef svo sem ekkert um það að segja nema það er ömurlegt að sjá alla þessa flottu kalla endilega með öðrum köllum hehe.
Svo er ég búin að sjá fólk í öllum litum og sem aðhyllast öllum trúarbrögðum líka. T.d. svarta, mexikóa, hvíta og gula. Indíána, gyðinga, Kristna og ég veit ekki hvað.

Nóg af þessu í bili
Kveðja
Harpa

Fyrst af öllu!

Hjartanlega velkomin á nýja bloggið mitt!
Nú er bara að sjá hvernig þetta nýja dúllublogg virkar og HVORT það virkar yfirleitt hér hjá mér
Gaman verður að sjá það

Skúbbídúú nú ætla ég að prófa að ýta á publish post og ath hvort eitthvað gerist

Knús annars dúllurnar mínar

Harpa í indíána og gyðingahugleiðingum