10 desember 2006

pakkafloð og party

Hæhæ

Í gær kom pabbi hennar Lexiar í heimsókn til okkar en hann er á einhverri lögfræðiráðstefnu hér. Við fórum í party eða svona matarboð samt ekki matarboð hjá vinnunni hennar Lexiar. Fórum sem sagt öll og það var mjög gaman. Húsið var rosa flott innréttað eins og bátur! eða það voru svona stórir og þungir tré flekar í hólf og gólf, wcin voru ótrúlega flott og útsýnið þaðan er víst algjört æði. En í gær sáum við ekkert vegna rigningar og myrkurs. Abot bauð okkur í eitthvað tjaldpartý á eftir og væntanlega fáum við þar miða á fótboltaleik :) en það er sko amerískur fótbolti, sem ég hef aldrei séð áður, vonandi verða enn miðar þegar við komum í partýið, væri gaman að fara á leikinn. æ ég hef víst ekki tíma til að skrifa mikið núna

Hey Kristín og Arna !!! er búin að fá pakka frá ykkur :) takk takk hlakka til jólanna hehe

Mamma pakkinn þinn er líka kominn á austurströndina :) Janet var að hringja og láta okkur vita.

Knús í bili
verð að gleypa í mig og klæða mig svo ég sé tilbúin þegar við förum á leikinn
Harpa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jamm og jæja... Ég fékk pakkann þinn frá mér aftur í dag en ég ætla að prófa aftur á morgun og heimilisfangið var alveg rétt sem sagt hjá foreldrum Lexiar ;/
En þetta hlýtur að takast núna.
Það er að byrja vinavika á leikskólanum og eg er aðreyna að finna eitthvað semmtilegt og svo er litlu jólin á föstudaginn en ég verð í útskriftarveislu hjá Jónínu hún er að klára núna en útskriftin verður í vor. Hún ætlar samtð hafa matarboð fyrir aðal fjölskylduna hehe og ég er þar auðvitað.
En ég heyri frá þ+er fljótlega. knús og kiss

Nafnlaus sagði...

Gott ad fa nyja bloggid thitt... njosna um thig ur fjarlægd :) ekki borda allt noakonfektid fyrir jol ;) hahaha

astarkvedjur,
audur

Nafnlaus sagði...

Gott að vita að pakkin skilaði sér fyrir jól...þær voru eitthvað að hræða mig á pósthúsinu um að það væri ekki öruggt. En annar er bara allt gott hér í nesinu...búið að þrífa, skreyta og baka :o)
Bara eftir að skreyta jólatréð híhíhí :o)
Knús og kossar úr kuldanum
ég