14 desember 2006

Ameriskur fotbolti






Við fórum á amerískan fótboltaleik með pabba hennar Lexiar. Vorum boðnar í svona litla matarveislu á vegum lögmannafyrirtækis pabba Lexiar.
Fyrst voru engir miðar handa okkur þarna á Lögmannaátinu. En svo fóru þau feðgin á stúfana og allt í einu vorum við komin með alltof marga miða. Sem sagt við fórum upp og fengum okkur sæti í höllinni sem tekur 60-70 þúsund mans í sæti. Halló halló hvað tekur stóra Egilshöllin okkar í sæti??? Þetta var rosalega skemmtileg upplifun og ég er svakalega ánægð með að hafa fengið tækifæri á að fara þetta.
Við vorum allan leikinn að sjálfsögðu, eða komum einhverntímann þarna í fyrri hálfleik og sátum í hléinu og allt það. Það voru náttúrulega klappstýrur og skemmtiatriði og ég komst að því að ég þarf að hafa pínu síðara hár til að vera klappstýra en ég er nú að láta það vaxa alveg á fullu, þannig að næst kanski þegar þið heyrið í mér verð ég orðin klappstýra híhí
En myndirnar eru af Helgu og co að fara upp rúllustigann á leiðinni á leikinn, pabbi Lexiar, hann heitir Abbott, myndir af mér og svo mynd af Sólu en hún fékk sér að drekka og svo svaf hún allann leikinn þrátt fyrir hávaðann og lætin.

mitt lið tapaði
ÁFRAM 49ERS

Harpa harður stuðningsmaður :)

2 ummæli:

hannaberglind sagði...

hey bara geðveikt, áfram ka - eða hvað?
mig deymdi í nótt að þú værir ólétt þarna úti í henni ameríku - hmmm!!! það hýtur að boða eitthvað svakalega gott :)
jólapakkinn þinn er á leið í póst:( smá klufaskapur hérna meginn:(
kossar og knús og góða skemmtun á austurströndina

Nafnlaus sagði...

það voru 17.000 manns í Egilshöllinni á Metalica tónleikunum, og það var pakkað.