28 desember 2006

Er i New York

Hæ elskurnar mínar
Er stödd í New York en fer aftur til Filadelfiu á morgun og svo heim til San Francisco á laugardagseftirmiðdag. það er búið að vera mjög fínt hjá mér. Ég ætla að reyna að skifa gott blogg þegar ég kem heim því að ég hef ekkert verið í netsambandi í tölvunni hennar Helgu en það voru engir íslenskir stafir í hinni tölvunni. Annars er ég búin að kaupa mér glænýja fartölvu og hún bíður mín í Filadelfiu :) Hlakka til að prófa hana.

Humm jólapakkarnir hafa ekki alveg skilað sér til ykkar frá mér. Ég sendi nefnilega mömmu alla pakkana en þeir voru ekki komnir á aðfangadag vona að þeir séu ekki týndir einhversstaðar, því þetta voru skemmtilegir pakkar jájá hehe

En já við erum hér í NY stóra eplinu og erum búnar að keyra hér um og skoða og labba pínu. Hitta vini Lexiar og eitthvað fleira skemmtilegt. Æ ég er svo sem ekkert hrifin af borginni svo sem. Hús, þá meina ég háhýsi, fólk út um allt og geðveikt óþolinmóðir bílstjórar, sem flauta í sífellu. Þá meina ég bíbba á bílflautunni en ekki flauta lag með vörunum sko.

Ég fékk alveg ótrúlega margt skemtilegt á jólunum og mig langar að segja stórt TAKK til ykkar sem voruð svo sæt að senda mér kort eða pakka. Ég hlakka samt til að fara heim því ég veit að þar bíða mín einhver kort :) knús fyrir það allt

jæja nú vantar mig sjálfboðaliða til að fara að ná í nýja prentarann minn fyrir mína hönd og láta taka af sér mynd í leiðinni!!!! Hver hver og vill??? verður að lofa, má ekki svíkja.

knús
Harpa montin með nýja prentarann sinn

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir mig ;)
já það er brjálað að gera hjá þér. Ég er búin að reyna hringja en ég hringi bara þegar þú ert komin heim.
Er búin að hafa það gott um jólin, sofa mikið fyrst, fara á djammið og gleyma sér að maður kom ekki heim fyrr en rétt fyrir sex og þurfti að fara að vinna klukkan half átta GEISP... en þetta var gaman og allt í lagi þar sem ekkert áfengi var í spilinu.
hlakka til að heyra frá þér
knús knús

Nafnlaus sagði...

Elskulegasta frænkan mín! Mér finnst þetta svo ævintýralegt hjá þér að ég vorkenni þér ekkert þó að ekkert minni á íslenska siði- hangiket sem allir bólgna útaf og sumir fara á bráðamóttökuna bara. En auðvitað skil ég að þú saknir okkar! Ég bara samgleðst þér í öllu þessu ævintýralega sem þú sérð-vil ekkert endilega að þú sért frekar hér hjá mér en að upplifa eitthvað öðruvísi sem í minningunni gerir þig ríkari manneskju..og skilningsríkari gagnvart öðrum og öðru. Bara gott mál- líka að leiðast og vita af hverju það er! En fékkst þú pakkann frá mér? Mikið elsk og faðm frá Þórðargötugenginu-Lói og co.líka.

Nafnlaus sagði...

Sæl elskan og gleðilega hátíð.
Eins og þú veist voru við einnig fjarri öllu sem heitir íslenskt um jólin,ekkert hangikjöt,engin jólaboð eða kirkja ofl. En við vorum saman í sól og hita og vorum innstillt á öðruvísi jól á Tenerife og það gekk allt mjög vel og allir sáttir og ánægðir.
Hélt ég myndi deyja á leiðinni heim í flugvélinni hún hristist öll og skalf og það í 30-40.000 fetum í ca 2 klukkutíma það var ekki góð tillfinning úfff....Allir áttu að sitja kyrrir með spennt beltin máttu helst ekki hreyfa sig.
En nú eru það áramótin næst útlit fyrir ágætis veður og fullt af sprengjum. Þú veist hvað við ísl. erum ýktir í öllu, við erum einnig óð að eyða peningum í dag 29 des var allt klikkað í Smáralindinni fær fólk aldrei nóg af því að versla. Meira segja ég er gáttuð sem finnst stundum gaman að fara í búðir.
En hafðu það rosalega gott yfir hátíðarnar krúsa og takk fyrir flotta kortið.
Kram frá okkur ella.

hannaberglind sagði...

hæ sæta mín!
Takk fyrir jólakortið og já póstkortið góða líka, en þau komu sama dag!!
Ég er búin að hafa það mjög gott um jólin, mikið borðað, slappað af og hitt gott fólk. Er líka búin að vinna þrjú djammkvöld á Vélsmiðjunni milli jóla og nýars, -það er bara búið að vera þrælgaman. Er hjá ma&pa í kvöld, erum bara þrjú og höfum það huggulegt - fengum gæsabringur!! núna er ég bara að bíða eftir því að klukkan verði 21 svo ég geti farið á flottu flugeldasýninuna svona til að hita upp fyrir miðnættið:)
Öfunda þig af því að vera þarna úti að ferðast og skoða þig um. Vona að þú eigir góðan gamlársdag fyrir höndum.
Takk fyrir allar frábæru stundirnar á þessu fína ári 2006, og endalausa og yndislega vináttu. Hlakka til að hitta þig á nýja árinu, þó svo að ég voni alveg innilega að þú fáir að vera sem lengst í henni ameríku og að nýja árið færi þér fullt af lærdómi og nýjum og skemmtilegum ævintýrum.
kossar og knús
:)xxx:)