01 janúar 2007

Gleðilegt ar allir saman




Ég er búin að vera í kaupæði eins og svo margir í lok ársins. Ég er búin að fjárfesta í minni fyrstu fartölvu og er ég núna að rita á hana :) voða voða góð apple talva. (já nú er pabbi sko ánægður með sína) en hún er bara að virka mjög vel eins og stendur (eins gott fyrir hana) Ég keypti mér litla myndavél til að hafa í veskinu, hún er rosa góð og gaman að geta tekið smá vídeoklips. Ætlaði að setja inn video hér en ég kann það ekki. Er að bíða eftir leiðbeiningum um hvernig á að gera það. Set í staðin tvær myndir af okkur Sólu sem teknar voru í flugvélinni á leiðinni til Oakland 30.12.2006. Þegar Harpa frænka var að reyna að skemmta Sólu því hún var komin yfir þreytuna og vildi ekki sofna. Hún er að hlusta á ipodin með mér og svo náttúrulega var klappað þegar lagið var búið. Hún er svo frábær að þið bara vitið það ekki. Alltaf svo glöð og kát en er nú samt ákveðin sko.
Já svo keypti ég mér Ipod. svartan videotýpuna og svo náttúrulega í haust keypti ég mér nýju stóru myndavélina. Þannig að ég er að verða búin með Tumapeninginn minn. Hehe sko peninginn fyrir bílinn minn.
Ég fékk svo margar fallegar jólagjafir og langar mig að þakka fyrir þær og öll kortin. Fékk marga góða geisladiska sem eru komnir inn í tölvuna mína og núna er ég að hlusta á KK og Ellen, jólalög með þeim.
Langar að benda ykkur á einn disk sem ég fékk, það er diskurinn með Friðriki Karls og Þórunni Lárusdóttur sem heitir Álfar og fjöll. Hann er alveg ótrúlega hugljúfur, Með íslenskum perlum, uppáhaldslaginu hans pabba, Ísland er land þitt og mörgum öðrum góðum. Hún er svolítið eins og íslensk Enja hún Þórunn. Diskurinn hans Bubba og Sálin og Gospel eru frábærir líka. Fékk bæði cd og dvd með þeim. Ég held bara að það þurfi hver og einn gestur sem kemur til mín (plís allir að koma í heimsókn) að fara með svona eins og eina ferðatösku fyrir mig heim. Því ég fékk svo margar gjafir. Ég fékk frá foreldrum Lexiar salt og piparstauka og piparfyllingu. Hvítlaukspressu frá Sólu. Salat þeytivindu frá Lexi. Ljósmyndabók frá Helgu og allt tekur þetta pláss og er þungt. Vekjaraklukku sem er líka fyrir ipodinn, svona hátalarar frá stelpunum þremur sem Hanukka gjöf (hátið Gyðinga) Svo náttúrulega allir pakkarnir að heimann. Þarf eiginlega að senda þakkarbréf svona til þess að telja ekki upp allt hér :)
Hey mamma gleymdi að segja þér að smákökurnar slógu svo sannarlega í gegn og Nóa konfektið sem ég fékk sent að heiman ummmmmmmmmmmmmm voða voða gott.


Harpa
sem er að fara að borða jólanammi (síðasti sjens því á morgun er ekkert nammi)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu...
Nýja árið byrjaði svo sannarlega með glans hjá mér og mínum, vorum nýkomin heim eftir miðnætti á gamlárs þegar litla skottið mitt byrjaði að æla og því var haldið stanslaust áfram til kl. 11 morguninn eftir. Hef aldrei séð hana svona veika og hef örugglega heldur aldrei þvegið eins margar vélar af þvotti á eins stuttum tíma!!! Skil ekki að barnið sé ekki löngu gufað upp miðað við öll ósköpin! En ég hef ákveðið að taka þann pól í hæðina að fall sé fararheill og því muni hreinlega ekki verða um fleiri veikindi að ræða á þessu nýja og fína ári:)

Ég hitti Ásu í búðinni og hún var alveg miður sín yfir því að hafa ekki heyrt í þér nýlega (verð að viðurkenna að þá skammaðist ég mín þar sem ég hef nú ekki verið í duglega liðinu hvað það varðar) en annars var hún bara hin sprækasta eins og alltaf.
Það er gott að heyra/lesa (eða hvað það nú er) að þú varst að eiga gleðilega hátíð og hafðir það gott - það er náttúrlega fyrir mestu. Vona að þú sért að mynda hvert augnablik því þetta verða svo dýrmætar minningar seinna meir.
Hérna færðu svo fyrsta knúsið frá mér á þessu ári: KKKNNNNÚÚÚÚÚSSSSSS!

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku besta Harpa!
Takk æðislega fyrir fína jólakortið og allt sem á því stendur. Ég hef verið að lesa bloggið frá þér af og til og hef haft mjög gaman af. Mikið finnst mér það dásamlegt að þú skulir geta verið þarna úti og notið alls sem boðið er upp á bæði um jól og allar hina dagana. Þú lifir á þessum minningum það sem eftir er :-). Héðan er allt gott að frétta það var jólaboð á Dílahæð 1 núna um helgina og tókst vel að vanda. Okkur fannst svo gaman að hitta Munda hann er alltaf sami strákurinn sem er yndislegt. Steinunn var að vinna og gat ekki komið með hefði viljað fara ef hún hefði getað (en meira gaman ef Harpa hefði verið heima). Held áfram að fylgjast með þér og hafðu það nú sem allrabest ég heyri og sé ekki betur en það fari vel um þig.
Sendi þér jólabréfið frá fjölskyldunni þegar ég hef adressuna þína.
Knús og kossar
Áslaug bleika og fjölskylda