24 janúar 2007

Leti og kaupæði




Hæ hó
Æ ég verð að skammast mín fyrir að vera svona ódugleg við að blogga. Tölvan var aðeins að stríða mér. Ég gat ekkert gert á myndasíðunni minni og gat ekki sett inn myndir hér. En ég fór svo áðan niður í tölvubúð og talaði við einhvern strák, hann gerði EKKERT og nú er tölvan komin í lag. kannski hún hafi bara verið með heimþrá eða eitthvað. Langað að hitta vini og kunningja og fjölskylduna sína. Kannast nú allir við það.
En já, þannig að nú vona ég að ég geti haldið áfram að setja inn myndir hér og þar og allsstaðar.

Ég fór um helgina í sumarhús sem vinir stelpnanna eiga. Það var geggjað gaman. Þeir Rock og Ron eru báðir algjör æði og var mjög notalegt að vera hjá þeim. Við fórum niður á strönd og borðuðum geggjaðan mat og svo um kvöldið þá var spilað, ja eiginlega langt fram á nótt. Rosalega sakna ég þess að spila. Ég spila aldrei hérna og heima var svo sem langt síðan ég gerði það síðast. Þannig að núna langar mig bara að stofna spilaklúbb :) híhí.

Ég var með Sólu í dag, hún er eitthvað hálf pirruð, svaf bara til 4 í morgun og við höldum að hún sé kannski að fá tennur eða eitthvað. Hún svaf svo í 3.20 hjá mér. Þannig að ég var bara að glápa á sjónvarpið og fíflast í tölvunni í dag.

Á morgun er svo tvíburadagur hjá mér, vona að það gangi betur en síðast. Kemur allt í ljós.

Hey og Íslendingarnir bara að vinna á HM :) ætlaði að reyna að sjá þá hér í sjónvarpinu. EN það er sko ekki neitt sem heitir handbolti hér. Meiri lúðarnir þessir bandaríkjamenn horfa ekki á HM.

Svo sá ég að maður getur horft á netinu, en þá vill talvan mín sko ekki gúddera það. Ætla að prófa í Helgu tölvu kannski er hún ekki með þessa stæla. Ef ég hefði keypt mér PC þá hefði þetta ekki verið málið sko. ... ekki það að ég sjái eftir neinu ...

Ég keypti mér í gær svona tölvubakpoka. Fékk pening frá Svönu frænku í jólagjöf og keypti pokann fyrir hann :) Takk Svana mín :)

Kristín mín hringdi í dag og það var nú gaman. Töluðum lengi saman, um fermingu, hesta sem traðka á tærnar á manni, kalla, árextra og ást. Voða voða gott að heyra í þér og takk fyrir að ætla ekki að senda mér afmælisgjöf. Vinsamlegast ekki senda mér afmælisgjafir. Það er sko komið nóg að bera heim :)
smellið bara á mig kossi þegar ég kem heim :) JÁ OG EKKI GLEYMA ÞVÍ

Hey Bergur fékkstu jólakortið frá mér??? (hann er sko ekki í símaskránni) æ vona að ég hafi ekki gleymt einhverjum, sko að senda jólakort, sum fóru að vísu seint af stað en...

Var ég búin að segja ykkur að ég fékk nærbuxnaæði? sko ætli ég verði ekki með umþb 365 nærbuxur þegar ég kem heim hehe

núna er nýjasta æðið náttföt og kort
er búin að kaupa mér geggjuð bleik náttföt og svo líka bleik og brún

já já alltaf að kaupa eitthvað.

Ég er að bíða eftir pappírum frá mömmu og þegar þeir eru komnir þá ætla ég að sækja um framlengingu á visanu mínu. :) verður gaman að sjá hvað blessaðir aularnir segja núna.

Ætla að stefna á það að vera fram í ágús. Langar að vera komin heim þegar mamma verður 60 ára. Pæliði í því mamma sem mér finnst bara vera stelpa er bara að verða pínu oggu gömul híhí. En eins og allt annað þá eldist maður víst líka, humm styttist í 35 sko.

Vá ég man nú pínu eftir því þegar pabbi átti afmæli á Kleppjárnsreykjum. Humm já eins og allt annað hjá mér þá man ég ekki alveg... hann var örugglega 40 eða eitthvað. Nei getur ekki verið 35 ha vá eða ...
Hann fékk man ég íslenska orðabók í brúnu leðri (eða þykjustu leðri) já voðalega er maður muninn

knús og kossar Harpa sem er að fara á pósthúsið á morgun með pakka :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góðan daginn kella mín :o)
Jæja þá getur dagurinn byrjað hjá mér...búin að lesa bloggið og fá mér einn góðan kaffi :o)
Voðalega var gott að heyra í þér í gær....og frábært hvað allt gengur vel. Fjörugur dagur framundan hjá þér í dag......gangi þér vel með stubbalubbana.
Knús og 1000 kossar
ég :o)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ alltaf gaman að lesa bloggið þitt, frábært vorveður hérna í dag og líka í gær, nú er bara verið að nota tíman og ríða út....Hitti þig kanski á msn í kvöld miss you STINA glerfína

hannaberglind sagði...

ohhh ég væri til í að fara í sumarbústað með vinum borða drekka og spila hljómar yndislega!!
jaaa ég ætla nú ekki að lofa því að senda þér ekki afmælisgjöf, er ekkert svo svakalega hlíðin:)við verðum bara að bíða og sjá.
hafðu það sem allra allra best sæta mín
kossar og knús

Nafnlaus sagði...

bara stuð hjá minni í dag???
msn mitt er í rústi en vonandi kemur þetta í lag en þú ert aldrei með kvikt á skype..
prófaðu að hafa samband við mig þar MISS you :9