10 janúar 2007

Innflytjendaeftirlitið og bio

Jæja við Lexi fórum í innflytjendaeftirlitið á þriðjudaginn og vorum með allskyns spurningar í sambandi við að fá vegabréfsárituninni framlengt. Eiginlega það sem kom út úr því var að ég á að geta verið hér bara eins og ég vil. En sjáum nú til með það. Trúi því ekki fyrr en ég er komin með stimpilinn. Þannig að nú þarf ég að fara að fá nýja pappíra til að senda þeim.

Í gær fór ég með Anítu vinkonu minni í bíó. Við fórum á þýska mynd JÁ, þýska. Það er kvikmyndahátið hér í SanFrancisco og við fórum á hana. Myndin var sýnd í eldgömlu bíóhúsi þar sem áður voru sýndar þöglumyndirnar. Fyrir sýningar er oft leikið á orgel og það var gert í gær. Húsið er eins og kastali. Veggirnir eru málaðir,loftið stórkostlegt og útskurður um allt. Alveg rosalega flott.

jæja fleira var það nú ekki

jú annars

ég er byrjuð á verkefni sem heitir mynd á dag (PAD) og ætla ég að stefna á það að gera þetta í eitt ár. Ég þarf sem sagt að taka eina mynd á dag og setja á síðuna mína flickr.com/photos/ghi
Það verður krefjandi, lærdómsríkt og ekki síst fróðlegt að sjá hversu góðar hugmyndir og útfærslur á þeim ég næ.

Knús í krús

Harpa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hó hó Já það verður spennandi ein mynd á dag ....

hannaberglind sagði...

vá hlakka til að fylgjast með því, manstu þegar við vorum að tala um þetta á króknum í haust.
gangi þér vel þetta er ögrandi verkefni, ertu ekki byrjuð - það vantar link hjá þér !!
kossar og obboslega stórt og langt knús