07 janúar 2007

meira gamalt

SKóbúðarleiðangur! (saga fyrir pabba :))
Janet fór með okkur á skómarkað. Ég gekk um og skoðaði skó og sá alls ekki neitt. Ætli það hafi ekki verið um 1000 kvenn skópör þarna. Öllum stærðum og gerðumá ótrúlega góðu verði. Sumir voru náttúrulega rosalega bandarískir en aðrir ok. Ég var búin að gefast upp, ákvað bara að rölta um búðina á meðan hinar voru að skoða. Sá þá svarta spariskó sem ég mátaði, þeir voru fínir og þægilegir og ég ákvað að kaupa þá. Ég hélt svo áfram og þegar ég labbaði út úr búðinni var ég með 3 pör í poka og ein á fótum. Já alltaf hægt að kaupa skó
EIna spari, eina hermannagræna gönguskó og eina inniskó

Harpa
í nýjum skóm

Engin ummæli: