18 janúar 2007

Tru, von og kærleikur



Núna fara vonandi að koma nýjar myndir á harpaingimundar myndasíðuna mína því að ég var svo heppin að vinur minn sendi mér forritin sem mig vantaði fyrir mac tölvuna mína. Þannig að ég ætti að hafa ritvinnsluforrit sem les og skrifar íslenska stafi og líka photoshop sem les hráfælana. Já Björk enga viðkvæmni nú er maður sko komin djúpt. Er búin að vera að taka á öðru formatti til að geta sett inn á netið. Það verður svo sem engin breyting fyrir ykkur sem skoðið myndirnar en vinnsluferlið er pínu öðruvísi. Á eftir að dæla þessu inn í tölvuna. Ætla að gera það í kvöld ef það tekst hjá mér :) Takk takk fyrir sendinguna :)

Liljan mín opnaðist voða lítið í dag og það var mikil spurning hvort ég ætti að taka mynd af henni núna eða bara á morgun.
Ákvað að taka mynd af krossinum mínum sem Amma í Sandgerði gerði handa mér fyrir einhverjum árum.
Núna er ég komin með kross og hjarta og þá vantar mig bara ankerið í trú von og kærleik. :)
,
Hvað er trú? Ég er búin að vera að hugsa um þetta fyrirbæri trú! Sumir trúa á sjálfan sig, aðrir á Guð, Jesú og englana. En hver getur sagt hvað er rétt? Hvernig notar maður trúnna? Af hverju fara sumir alltaf í kirkju en sumir aldrei en trúa samt jafn mikið?
Ég hef séð það með sjálfa mig að ég nota trúnna mína þegar mér líður illa, hef áhyggjur af einhverju eða þegar ég þarf að biðja um eitthvað! Hverskonar aulaskapur er það! Ef að ég tala bara við Guð og Englana þegar mér líður illa eða þarf aðstoð með eitthvað eða þegar ég er að biðja fyrir einhverjum, hlusta þeir þá nokkuð á mig? Hugsa þeir ekki bara: hún talar nú bara við mig ef að hana vantar eitthvað! Ég tildæmis bað á hverjum degi eftir að strákur sem ég þekki slasaðist, bað fyrir honum, að það yrði séð til þess að hann næði sér. Eftir að ég frétti að hann væri komin á ról og allt væri á uppleið hjá honum, hef ég varla talað við blessaða englana. Æ skil þetta ekki. Hvað finnst ykkur? Eruð þið að biðja dagsdaglega eða eruð þið eins og ég biðjið þegar ykkur líður illa. Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör, ég ætla að hugsa þetta mál samt aðeins betur.

kveðja
Harpa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef að ég reyni nú ekki að ræða eitthvað um þetta málefni-væri ég líklega á skjúkrahúsi meðvitundarlaus-sem ég er ekki sem sagt. Trú og trúarbrögð eru tvennt ólíkt. Faith,(á ensku), þýðir í raun traust á íslensku-ekki satt? Í mínum huga-ég hef sannarlega hugleitt þetta mikið sjálfrar mín vegna-er trú eins og trúarbrögðin boða eins og illa blandað djús-alltof mikið vatn sem einhver hefur sett í. Þeir sem hafa skrifað öll þessi trúarrit- hafa viljað stjórna fólki með einum eða öðrum hætti og þess vegna litast trúarlegur texti svo oft af fordómum manna. Ég hef svo oft sagt við fólk sem er gagnrýnið á kirkjuna að muna að það sem menn segja þó að þeir séu kallaðir þjónar guðs eru þeirra orð og geta ekki veriði neitt annað.
Ég hef svo oft farið á námskeið þar sem kennt er á ensku í mínu fagi heiluninni og þá er svo oft sagt"have faith":TREYSTU
Það að hafa þess konar trú að treysta því að almættið hafi stjórn á þessu öllu og það sem gerist sé allt í lagi þó að það sé kannski slæmt eða alveg hræðilegt-það er í mínum huga hin sanna trú að treysta fullkomlega þessu stóra hvað sem það eða hún heitir eða við viljum kalla hann.
Það er líka mesta áskorun lífs okkar að þora að sleppa stjórninni og fljóta með straumi lífsins þó svo að við notum þennan frjálsa vilja okkar til að fleyta okkur þangað sem við viljum vera.
AMEN

Guðbjörg Harpa sagði...

Þú hefðir nú aldeilis ollið mér vonbrigðum ef þú hefðir nú ekki átt eitthvað svar við þessum pistli frænka mín :)