07 janúar 2007

Gamlar frettir

Þegar ég var á Austurströndinni bloggaði ég ekkert því við vorum ekki í netsambandi nema í tölvunni hans Abbots og ég vildi ekkert vera að rugla í henni. Ég skrifaði eitthvað rugl niður á blað og hér kemur það:

Það er aldeilis dekrað við mig á Austurströndinni. Flugið gekk vel Sóla svaf í 2 tíma og reyndar ég líka og svo var hún bara brosandi og glöð það sem eftir var flugsins eða 2.5 tíma. Grandma Janet og grandpa Abbott eru auðvitað í skýjunum yfir Sólu og finnst hún yndislegust allra barna alveg eins og ömmu og afa finnst (sem betur fer) oftast.
Það er búið að fara með okkur á allskyns veitingastaði. Ítalskan pitsustað, Filadelfiu ostasteik (er eins og Bæjarinsbestu staður og allir verða að prófa sem koma hingað). Við fórum á Víetnamskan stað og svo er auðvitað búið að elda stórsteikur heima líka. Það er búið að keyra um allt og sýna mér hitt og þetta. Við fórum á sýningu þar sem fiðrildin flugu hjá manni. Eitt settist í hárið á Lexi og annað á myndavélina mína. Sáum þar RISA kónguló (Tarantúlu) og Sóla fékk að klappa kanínu.
Ég hljóp upp Rocky tröppurnar :) eða tröppurnar að Listasafni Filadelfiu þær sem Rocky hleypur upp held ég bara allar myndirnar. Fyrir neðan tröppurnar er búið að setja upp Rocky styttu eins og er í myndunum.
VIð fórum á Ítalíugötuna, sem er svona markaðsgata hrikalega skemmtileg. Hún er lítil, fullt af allskyns búðum með ýmiskonar dóti og matvörum. Mjög gaman að fara þangað og sjá elsk í tunnum og fólk á fleygiferð um allt.
Ég pantaði mér apple tölvu frá Filadelfiu, var búin að skoða mig um og fá ráðleggingar frá sérfróðum mönnum sem ég þekki. Það gekk nú ekki vandræðalaust að fá tölvuna. Ég pantaði á netinu og greiddi með kortinu mínu. En ég gat ekki greitt með erlendu korti. Lexi hringdi og talaði við þá. Þeir sögðu að við gætum farið í næstu apple búð og borgað með kortinu þar. Við fórum og að sjálfsögðu gátum við ekki borgað þar. Hringdum aftur og Lexi borgaði með kortinu sínu. Þeir ætluðu að senda hana strax af stað en það náttúrulega gerðist ekki. Eftir 3 daga var ekki búið að senda hana af stað. Lexi hringdi aftur og þeir lofuðu öllu fögru og sem betur fer kom talvan áður en við komum hingað heim og nú finnst mér hún bara alveg frábær :)

Engin ummæli: