22 júní 2007

Tivoli strönd brunarust

Fórum til Santa Cruise í gær og áttum alveg geggjaðann dag :)
Byrjuðm á Tivolíinu. Fengum okkur ís og við Svavar fórum í eitthvert það hrikalegasta tæki sem að ég hef nokkurntíma farið í. Já fer ekki aftur í það. Það fór alveg himinhátt og sveiflaði manni til og frá þannig að maður endasendist í allar áttir. Mér var nú hálfbumbult þegar ég kom úr tækinu en það lagaðist þegar líða tók á daginn. Svavar hélt svo áfram í tækjunum en við mæðgurnar lögðumst á ströndina. Nú þremur tímum síðar stóðum við upp, því þá var mamma búin að tala um það í c.a. hálftíma að við værum örugglega búin að týna Svavari. Þannig að mamma settist á staðin sem við vorum búin að ákveða að hittast á, en ég fór og rölti um til að tjékka á því hvort að ég sæi hann einhversstaðar. Nú þegar ég kom til baka þá sátu þau bæði á bekknum góða, því að Svavar hafði farið að tjékka á okkur niðri á ströndinni. Við Svavar fórum svo í Laser Tag sem er svona stríðsleikur. Maður fer í vesti fær byssu og er svo lokaður inni í herbergi, þar sem lítið er um ljós, fullt af öðru fólki vopnað sömu tólum og við, og svo á maður að skjóta og passa sig á að vera ekki skotinn. Ég var nú skotin á mínútu fresti en náði líka að skjóta einhverja :) og svona til að geta montað mig aðeins þá rústaði ég Svabba. Ég fékk sem sagt 1350 stig og hann 650. Þannig að nú get ég farið að skrá mig í herinn eða þannig.
Við fórum svo út að borða á rosa góðum pizza stað, með alveg ferlega sætum þökkhærðum þjónum.... æ er ekkert að segja frá matnum. hehe

Lögðum af stað heim og allt gekk vel AAAAALVEG þar til ég tók EINA vitlausa beygju... keyrðum um í litlum bæ og ætluðum aldrei að komast á hraðveginn aftur... það gekk meira segja svo illa að það var komin Gerðarkotssvipur á Röggu Jóns.

Nú Ragga Jóns var eitthvað þreytt þegar við komum heim og voða kalt þannig að hún skreið uppí rúm og kannski var það ekkert skrítið því að hún er svo brunnin á bakinu að ég held svei mér þá að þetta sé bara nálægt því að vera eins mikið og MÝRAR ELDARNIR í fyrra.
Við Svavar horfðum svo á Karade Kid og svo var það bara háttatími :)

Úti er sól og blíða,
veit ekki hvað við erum að bíða,
ætlum eitthvað að gera
annað en okkur að bera
Gúdd bæ

p.s. það gekk vel að negla ömmu og er ég voða fegin því hún verður örugglega fljót að ná sér þessi elska :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló snúllurnar mínar ;)
Ég vona að mamma þín hafi það betur og sé ekki mmeð stór bruna er Guð hvað ég er spennt að sjá þetta allt og ég lofa þér því að þú þarft ekki að fara með mér í þetta tæki hehe
afið það gott og ég hlakka til að vita hvað þið hafið verið að bauka í dag.
Knús og margir kossar

Nafnlaus sagði...

Humm sama hvort ég fer í tölvuna á nóttunni, morgnanna eða á kvöldin ég næ aldrei sambandi en það er góðs viti þið eruð að bralla saman eitthvað skemmtilegt;)
Hamingjukveðja úr Skagafirðinum sem saknar þin alveg rosalega