31 maí 2007

Jesu broðir besti


KONA OG BER BOSSI!


Sit og hlusta á Sálma með Ellen Kristjáns.
í gær fór Lexi með Sólu og pops til grandpa og grandma G.
H og L fengu gefins sófa sem þær settu í þvottaherbergið og svo átti eitthvað að breyta því. Ég stakk uppá því við Helgu að við kæmum Lexi á óvart og gerðum þetta meðan hún og Sóla væru í burtu. Við keyptum því málningu í gær, máluðum herbergið, þrifum, settum sófann þar sem hann átti að vera, söguðum hillur og festum þær upp. Bárum að sjálfsögðu allt úr hillunum út í stúdíó, og svo allar bækurnar sem í stúdíóinu voru inn í litlu bókastofuna þegar við vorum búnar að setja all upp þar. Helga byrjaði að fara yfir dót sem hún hefur geymt í 100 ár og henti og henti. Á meðan fór ég í herbergið hennar Sólu og raðaði fötum og tók frá það sem ég hélt að væri orðið of lítið. Raðaði dóti og gerði allt fínt þar. Svo í dag fórum við að fella tré hjá Mickey og komum svo heim og ég ryksaug allt húsið og Helga fínpússaði eldhúsið. Lexi var voða glöð þegar hún kom heim úr sveitinni að sjá hvað allt var fínt og frekar hissa að sjá tilbúið herbergi :) þannig að áætlunin tókst hjá okkur frænkunum. Við eigum samt eftir að fara í stúdíóið taka þar til og Helga þarf að fara yfir allt dótið sem að hún hafði geymt í þvottaherberginu. Gamlar filmur, myndir og blöð og svona.

Daven er búinn að vera hjá okkur í nokkra daga og hann er bara yndislegur :) Hann gaf mér ljósmyndabók áður en hann fór, sögu ljósmyndunarinnar. Rosa flott bók. Hann ætlar að koma til Íslands og heimsækja mig. Vona að hann standi við það.

Lexi er frekar stressuð þessa dagana því hún er kannski að fara að skipta um vinnu. 98% líkur á því, hún er eiginlega bara stressuð yfir öllum sköpuðum hlutum þannig að við frænkurnar (stóru) látum bara eins og ekkert sé og erum bara rólegar við hana.

Sóla er farin að færa sig aðeins uppá skaftið og er erfiðari en hún hefur verið hingað til. En það er nú í fínu lagi mín vegna, ég ræð nú við einn pottorm sem er eitthvað að þykjast.

Á morgun er myndataka, innanhúss arkitektúr. Förum að ná í linsur í linsuleiguna á morgun og svo förum við að taka myndir. Ég leigði mér að gamni 100mm macro linsu og ætla ég að leika mér með hana um helgina. Taka myndir af blómum og svona :)
Hlakka til að fara að stússa í því.

Nú mamma er að bíða eftir því að fá staðfestingu á flugi hingað til mín og það verður alveg geggjað ef að hún og Svavar Dór frændi minn koma hingað til mín :)

Svo koma Ásbjörg og Erla Hrönn til mín í júlí og verða samferða mér heim.

Ég er svo heppin að Memo myndlistarkona ætlar að gera skál og staup fyrir mig í staðin fyrir myndirnar sem að ég er að láta hana fá í sambandi við Karnivalið :) Rosalega ánægð með það. Hún gerir svo geggjaða hluti :)

Ég er alveg svakalega ánægð með skómyndina frá karnivalinu og hún hefur fengið mikið lof á flickr og líka í LMK síðunni þegar ég setti hana í gagnrýni þar.

Ég var að panta mér þrífót fyrir myndavélina mína því ég á engan, fékk ráð frá strákunum mínum í bransanum :)

jæja gúdd bæ :)
Harpa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú þarft engin ráð með þrífótinn mjög von að velja góðan "þrífót " ;)
Þetta er geggjuð mynd af konunni og bera bossanum hvað ertu eiginlega að gera.... taka myndir af fólki í gluggum...
heheh fyrirverandi granninn minn hefði þá verið tilvalin fyrirsæta hhún veit allavega um allt og alla sem aka um götuna haha
er að fara að vinna og verð að vinna allan daginn á morgun.
Heyri í þér á sunnudaginn..
Góða helgi og gangi þér vel að taka myndir á þessa linsu
kissi kisss

Nafnlaus sagði...

Vá hvað tíminn líður hratt, í dag ( Sko 31.maí) eru 5 ÁR síðan við fluttum inn í húsið okkar, Og maður er ekki einu sinn búinn að klára !!!!
Geggjað flottar myndirnar þínar og ég hlakka til að sjá myndir helgarinnar :)
Knús

Guðbjörg Harpa sagði...

Jebb nú hef ég ekkert betra að gera en að taka myndir af fólki í gegnum glugga :) hehe
Já Ella tíminn er sko fljótur að líða :)