22 maí 2007

Miðlakirkja


Við systkynin og Helga fórum í miðlakirkju í síðustu viku. Messan (ef hægt er að kalla það svo ) byrjaði á heilun fyrir þá sem vildu. Ég fór í það.
Svo mátti maður skrifa spurningu á miða eða bara nafnið sitt, halda á miðanum í smá stund til að gefa orku í hann. Þá settumst við niður og athöfnin byrjaði. Fyrst kom ung kona (miðill) og hún var með skilaboð til nokkurra þarna. Svo voru miðarnir teknir og ég hafði skrifað spurningu á miðann. Henni var ekki svarað og nú er spurningin bara enþá gáta fyrir mig en það er bara gott því ekki vill maður vita allt fyrirfram. Miðillinn,gamall maður, sko eldgamall tók miðann minn og leit beint í augun á mér og sagði "þú sérð, þú sérð meira en þú heldur, leggðu hjartað í það, mundu það, þú sérð" humm hugsaði ég, já ég sé en ég held ég sjái ekki meira en aðrir. Ég sé bara með augunum, að vísu sáu þau eitthvað meira eftir að ég fór á heilunarnámskeiðið hjá Björk en ég held ég sjái nú ekki neitt :) nema það sem þið sjáið. Kannski er það bara þannig að ég gæti þjálfað upp einhverja sýn!!! Gamli maðurinn sem er kominn yfir nírætt minnti mig á kall úr hrillingsmynd, pínu tekin í andliti, dró fæturnar þegar hann gekk og horfði á mann með öðruvísi augum en maður er vanur. MInnti mig á einhvern sem gengur um með risastóra lykla á stóru hringlyklakyppunni sinni hehe en svo er hann bara alveg súper dúper yndislegur. Nú þegar allir miðarnir voru búnir þá skrifuðum við í gestabókina og á leiðinni út mætti ég þeim gamla, mér til mikillar undrunar horfði hann beint í augun á mér, potaði í nefið á mér og sagði: " mundu þú sérð mundu það" svo brosti hann og við héldum áfram okkar leið.

Helga tók mynd af okkur systkynunum fyrir utan kirkjuna :)
Þannig var nú þessi saga.

Harpa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ já ég vona að þú kafnir ekki úr hita, það er éljagangur öðru hvoru hér bara stemming hahaha, annars allt gott kv Stína