06 mars 2008

Enn um bumbus :)

Jæja gott fólk þá er ég búin að fara í vaxtarsónarinn og hitta alla mögulega lækna. Það er gott að vel er fylgst með okkur og ég er pínu rólegri en ég var um síðustu helgi. 
Það kom allt vel út í skoðuninni. Bumbus er orðinn 8 merkur svona sirka og er það aðeins yfir meðal stærð. Hjartsláttur er sterkur og góður, legvatn eðlilegt og hreyfingar góðar. Þær voru því mjög ánægðar með þetta bæði ljósmóðirin og Hildur fæðingarlæknir. Ég fór svo til Ástráðs sem er sykursíkislæknir og hann var bara ánægður með árangurinn með sykurinn, segir að ég sé nú bara á einhverjum lúsaskammti af inúlíni. Sem er náttúrulega rétt því að Arna setti mig í byrjun á 6 einingar og sagði að það væri nú voða lítill skammtur en við skyldum byrja smátt. 
Ég fer næst í skoðun hjá ljósu í Grafarvogi þann 15 og svo aftur niður á Lansa þann 25. 
Já niðurstaðan er sem sagt að ég er bara ánægð með allt saman og við virðumst bæði vera hress með eindæmum.
Ég er byrjuð aftur í bumbusundinu og er mjög ánægð með það. Við erum á öllum aldri og á öllum stigum meðgöngunnar. Það er svo fyndið hvað við (fólk) er misjöfn. Sumar konur tala um sjálfan sig og meðgöngukvillana allan tíman meðan aðrar njóta þess að vera í vatninu og gera æfingar. Eftir sundið setjast svo sumar í heitan pott ( æ sem mér finnst nú bara vera hlandvolgur, en sit nú samt í ...) og spjalla um daginn og veginn og óneitanlega kemur upp umræðan um óléttuna. Hvernig gengur, hvenær hver á að eiga, hvort þetta sé fyrsta barn o.s.frv.

jæja ekki meira óléttutal 
sorry en þetta er bara líf mitt í dag :) 

Engin ummæli: