06 mars 2008

Pirruð einsetukerling!?!?

Já góðan daginn held að ég sé að verða pínu biluð ... segi nú ekki meira ...

Lagði mig þegar ég kom heim úr vinnunni í dag. Svo var dyrabjöllunni hringt geðveikt lengi og hún er ferlega hávaðasöm hjá mér. Ég snaraðist úr rúmminu og fram og svaraði í kerfið.

Ég:  Halló
hann: hæ þetta er ???

ég setti tólið á og fór inn í herbergi aftur 

aftur hringdi bjallan 

ég: HALLÓ
hann: þetta er ????

ég opnaði með dyrasímanum og opnaði hurðina fram til að athuga hver væri að koma í heimsókn til mín, þá sá ég helv... kallinn sem býr einhversstaðar hérna uppi.

ég:  ÁTTU EKKI LYKIL? (ekki búinn að eiga lykil frá því á síðasta ári)
hann:  nei

ég: Á ÉG BARA AÐ VERA Í FULLRI VINNU AÐ OPNA FYRIR ÞÉR?
hann: nei þú þarft ekkert að svara 
ég: hvernig á ég að geta það þegar þú heldur niðri bjöllunni?


ég:  DRULLASTU TIL AÐ LÁTA GERA LYKIL FYRIR ÞIG ...

Hurð skellt

humm já pirruð pirruð pirruð 

vinsamlegast hringið í símann minn ef svo ólíklegt væri að þið ætluðuð að heimsækja mig því annars gæti ég étið ykkur í gegnum dyrasímann. hehe

6 ummæli:

brynjalilla sagði...

gott bara á þennan kall, ég fer nú líklega ekki að hringja dyrabjölluni í bráð yfir sundið, þú verður bara að koma þér upp kerfi, eitt stutt, eitt langt, tvö stutt

Nafnlaus sagði...

hæhæ langaði að skilja eftir smá kvitt..Halla Jónsdóttir (Jóns Arngríms) hér...til lukku með bumbuna! alltaf gaman þegar fjölgar í ættinni..verður þá meira gaman á næsta ættarmóti!

Nafnlaus sagði...

Ojjj... ég væri líka geðveikt pirruð og myndi örugglega hafa sagt eitthvað töluvert verra......

Kv.

Kiðlingur

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú meiri gribban :)
Æðislegar myndir af þér og gott að gengur vel. Ég er eins og þú veist hætt í þessu barneignastússi en bæti bara við mig hundum í staðinn svo nú eru þau tvö - eins og hin börnin :).
Gat ekki annað en hlegið yfir þessu kommenti þínu varðandi það að krílið væri á hvolfi - leðurblökutendensar !!! svei mér þá en ég hef bara aldrei leitt hugann að þessu. Þarna er kannski komin skýring á magakveisu og öðru slíku og hægt er að benda mæðrum á þetta brilljant ráð að bara að prufa að skella skottinu á hvolf og vita hvort það gerir ekki gæfumuninn. Mér finnst þetta bara snilldin ein :)
Kveðja frá Krók,

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Habba sagði...

HAHAHAHA en fyndin! Ég er nú bara sátt við að búa ekki í sama stigagangi og þú...hehehe...reyndar mundi ég nú láta bjölluna þína í friði. Frábært að heyra að þér og litla kríli líði vel en ég sé ekki myndirnar....svo þú mátt alveg senda mér þær á maili.
XOXOXOX Habba frænka