01 apríl 2008

Ljóð!

Fékk ljóð frá manninum sem mér þykir vænst um af öllum. 

Væntingar

Vorið kemur með von í hjarta
og væntingar um litla sál.
Sólálfar með brosið bjarta, 
brosa hlýtt og er létt um mál.
Þeir bíða spenntir eins og allir 
því alltaf færist stundin nær.
En blómálfarnir, brattir snjallir, 
blikka Hörpu sem þeim er kær.


Takk fyrir ljóðið elsku pabbi minn 

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá hvað þetta er nú fallegt hjá honum