03 apríl 2008

bloggleti

Ég gæti skrifað um svo margt en ég bara nenni því ekki. Veit ekki hvað er í gangi bara nenni ekki að vera í tölvunni.
Átti yndislega viku með Ásu minni í kringum páskana. Var þar eins og prinsessa, Ása mín stjanaði við mig eins og hún gerir alltaf. Með mat, drykk og vinskap.
Ég er búin að kaupa vagn handa bumbus, búin að fá gjafapúða, vöggu og baðborð lánað. Á morgun fer ég að skoða barnarúm sem verið er að bjóða mér.
Amma og afi (eða sko mamma og pabbi) keyptu fínerí í Danaveldi fyrir bumbus og hann fékk snuddu senda frá Daniel stóra frænda, hún er gömul frá Daniel og hann sagði við ömmu sína að hún þyrfti að muna að þvo hana áður en babýið fengi hana. :) Mamma keypti Mansester galla sem er ferlega sætur en ég sagði henni nú ekki fyrr en við komum heim úr búðinni, að það stæði litle devil á húfunni sem fylgdi með gallanum haha. Hún varð ferlega svekt og sagðist sko ekki hafa keypt gallan ef hún hefði vitað það, kannski við sprettum bara merkinu af ... kannski ekki.
Fór á ferlega flotta BUBBA tónleika í kvöld með Ása. Við fórum fyrst á Ask og fengum okkur að borða og svo á tónleikana. Mjög skemmtilegt og gaman að hitta hann svona í rólegheitunum. :) Langar að fara aftur yfir tónleikamyndirnar mínar síðan Bubba tónleikarnir voru 0.06.06. 

Ekki meira í bili

Engin ummæli: