03 mars 2008

Bumbumyndir






Æ veit ekki hvað er að þessu helv... drasli, get ekki sett myndirnar beint inn!!! en ef þið smellið á spurningarmerkin þá sjáið þið myndirnar, eða farið bara beint á myndasíðuna mína :) 

Hún Halla stórbóndi var að biðja um sónarmyndir en ég á eftir að skanna þær inn fyrir hana svo að ég geti skellt einhverju hér inn. En í gær fór ég í stórafmæli hjá vini mínum honum Jóni Skúla. Hann varð 4 ára og hélt stórveislu þar sem borðin svignuðu undan kræsingunum og sykurinn minn fór í hæstu hæðir humm humm. Þegar að veislan var búin bað ég Nönnu mína að taka af mér bumbumyndir því ég nenni ekki að standa í því ein heima :) Hún tók af mér og Jóni Skúla og svo aðra af mér og Ómari, þar sem þeir reyndu að sýna fram á einhverja bumbu en eins og alltaf þá kemst enginn í hálfkvist við mig hehe. ÉG ER EINFALDLEGA ALLTAF BEST!!! Maður verður að vera pínu jákvæður :) 
EN já hér er bumban á rúmlega þrítugustu viku :)

Á morgun þriðjudag fer ég sem sagt í þetta læknavesen og ég segi ykkur nú kannski bara betur frá því á morgun.

Um helgina fórum við mamma suður í Garð að heimsækja Þóru frænku og það var bara indælt hún er svo notaleg hún Þóra. Hún var uppeldissystir ömmu minnar. Var tekin þriggja ára gömul inn á heimilið. Þá var amma orðin 15 ára. Þóra var einmitt að segja okkur að hún hefði nú ekki leitt hugan að því fyrr en nýverið að langamma og langafi voru orðin sextug þegar þau tóku hana að sér þriggja ára gamla. Já það væri í raun eins og mamma og pabbi væru að taka að sér barn núna! En hún átti góða daga hjá þessu indæla fólki. Hafði samband við móður sína og systkin ásamt því að eiga svo ömmu og hennar systur líka. Já það er svo notalegt að vita af því að fólk hugsi vel um aðra án þess að ætlast til einhvers í staðinn. 


1 ummæli:

brynjalilla sagði...

Þú berð þessa glæsilegu bumbu vel, mér finnst þetta svoltið strákaleg bumba *blikkblikk*