23 febrúar 2008

Rauður gemsi :)

Afmælisdagurinn var í rólegri kanntinum svona framanaf. Bara vinna og eitthvað rólegt. Mamma og Pabbi komu færandi hendi seinnipartinn með rauðar rósir og RAUÐAN GSM. Þannig að nú verður fólk að hætta að hlæja af mér þegar ég tek upp þriggja kílóa gemsann minn, sem er örugglega orðinn 10 ára . Já hann fer nú bara ofaní skúffu og bíður þess að koma að gagni ef að hinn rauði skildi nú bila. 
Við fórum svo út að borða á Austur Indíafélagið og fengum geggjað góðan mat og góða þjónustu. Það er voða notalegt að setjast þar niður og bragða á framandi réttum. Ætla þangað bráðum aftur :) Eftir kvöldmatinn fórum við heim og svindluðum svolítið en ég var svo heppin að mamma kom með eplaköku og annað góðgæti sem við gúffuðum í okkur. 

Já góður afmælisdagur eins og við var að búast :) 
Takk mamma og pabbi :) 

Engin ummæli: