27 febrúar 2007

Timinn liður hratt ...




Æji vá það er bara allt að verða vitlaust.
Tíminn líður svo hratt að ég hef ekki undan að fara að sofa og vakna svo aftur þegar nýr dagur byrjar.
Ég er búin að setja nýjar myndir inná báðar myndasíðurnar, enn er ég að skoða læknismyndirnar af sólu og á eftir að velja á netið.
Ég fór í kirkju á sunnudagsmorgun með Sigrúnu(frænku Helgu) og Andy. VIð fórum í kirkju sem heitir Glide OG ég er búin að ákveða að allir sem koma til mín verða að upplifa Glide. Þetta er kirkja í San Francisco og hún er opin öllum. Hvernig sem maður er á litinn, kynhneigð skiptir ekki máli, fjárhagur eða hvers trúar maður er. Þetta er kirkja sem hugar að fátækum, fólki með aids, heimilislausum og ýmiskonar öðrum málefnum.
Kirkjan er orðin fræg eftir að predikari þar kom inn. Hann er ótrúlega flottur og skemmtilegur karakter. Já mikið sungið. klappað og halelújað. Þannig að þið getið bara farið að láta ykkur hlakka til. Ég tók videobrot í kirkjunni en einhverra hluta vegna get ég ekki gert eins og aðrir að setja videoklips á bloggið. Ef einhver kann það má hann láta mig vita :)

Við fórum svo eftir kirkjuna að borða og skoða gallerý og bókabúðir með notaðar bækur. Voða voða gaman.

Ég átti eftir að sýna ykkur ég fékk ljóð á afmælisdaginn
frá pabba

Hálfsjötug hún orðin er,
aldurinn vel þó ber.
Oftast kát og yndisleg,
allra gleði hvar sem fer.

... og annað seinna um daginn

Oftast hress og létt í lund
leikur við hvern sinn fingur.
Lifir fyrir líðandi stund
við litlu börnin syngur.
*****
Þér gæfan ætíð gangi með
gegnum lífsins þrautir.
Lánið verði líkt og veð
þig leiði heilla brautir.

Takk fyrir þetta pabbi minn :)
Ég fékk svo sendan pakka í gær með nammi, blöðum og armbandi frá mömmu og pabba :) takk fyrir það
Mundi takk fyrir hálsmenin, mjög falleg, ég á eftir að taka myndir af hlutunum sem Mundi er að gera úr beinum og hornum. Mjög flott hjá honum. Sýni ykkur seinna :)

Takk fyrir öll afmælis kommentin :)

Hey já ég gleymdi að segja ykkur að við Helga fundum rosa jarðskjálfta á föstudaginn. Við vorum hjá Mickey þegar hann reið yfir og fundum við vel fyrir honum. Hann var nú samt ekki nema 4.3 á richter (held að það sé nú bara lítið).

Já ég hef ekki verið mjög dugleg að setja myndir dagsins hér inn. Þær eru samt allar á flickr.com/photos/ghi
Er að verða komin með 2 mánuði af 12 í þessu verkefni. Er rosa stolt af sjálfri mér og vona að þið hafið gaman af sem flestum myndum sem rata inná síðurnar mínar :)

jæja læt þetta duga í bili

knús og bæ
Harpa

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dugleg stelpa bara bloggað strax og maður kvartar ;)
Ef allir væru nú svona duglegir...
Jamm þetta með kirkjuna já takk mig langar að fara í hana þegar ég kem.
Fallegt ljóðið sem hann faðir þinn samdi um og fyrir þig en lýsir þér mjög vel.
Hei ég er hálfnuð með barnavestið þannig að þá er bara þitt næst :)
Knús knús frá Króknum

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan, ég var að fá jólakort og ammmmmliskort frá þér í gærkveldi;-) takk kærlega:-)
Ég bý sko á Goðabraut 21. 620 Dalvík.

Nafnlaus sagði...

Við erum bara í rólegheitunum hjónin á Þórðargötunni..eða þannig. Stebbi er búinn að hlaupa 16 km og ég að heila tvo, þó að það sé laugardagur!! Það er búið að vera mikið að gera hjá mér og hitt og þetta í gangi. Förum á leiksýningu með Ladda í kvöld í tilefni af 60ára afmælinu hans-kíkjum þar á gamla félaga eins og Skúla rafvirkja og Eirík Fjalar. Það verður gaman fyrir Jóhönnu að sjá þá! Hér er vor í lofti og hrafnarnir syngja við hvern sinn fingur,..eða þannig. Sól og bjartsýni í loftinu. Ég er að vona að ég nenni að skrifa þér um helgina almennilegt bréf. Fékkstu ekki hitt sem ég sendi, frétti ekkert af því??
Hafðu það áfram gott og nóg að gera. Bestu kveðjur héðan úr sólinni.

Nafnlaus sagði...

Sæl sæta!
Þú ert bara ansi artí í myndartökunum bara flott hjá þér.
Það er alltaf nóg að gera í vinnunni og bara gaman og fínn mórall. Daði er byrjaður aftur hjá okkur það er voða gott að hafa hann. Vonandi kemur þú til okkar aftur þegar þú kemur heim.
Það gæti vantað verkefnisstjóra.
Fer til Akureyrar 16 mars ætla að reyna að fara á skíði og hitta góða vini.
Hafðu það gott í bili. Kram ÞJJ

Nafnlaus sagði...

bara að kvitta svo þú sjáir að maður kíkir á síðuna þína
Knús og saknaðarkveðjur

Nafnlaus sagði...

hó hó er komin heim frá frankfurt, rosa góð ferð, alltaf gaman að koma inn á siðuna þína kv Stína

Nafnlaus sagði...

hey your blog design is very nice, neat and fresh and with updated content, make people feel peace and I always like browsing your site.

- Norman