10 febrúar 2007

Rigning rigning rigning


Vá maður það er engin smá rigning búin að vera núna undanfarna daga og núna bara rétt áðan kom þvílík demba að ég fór bara og opnaði hurðina hjá mér til að sjá, því það buldi svo á þakinu. :)

En já mynd dagsins er Sólblóm. Sólblóm er að ég held bara uppáhalds blómið mitt og ég keypti mér eitt stykki í dag. Ég fór nefnilega í smá ferð í dag. Ætlaði að taka einhverjar snilldar myndir en gerði það ekki því það var alveg mígandi rigning.

Hey ég gleymdi að segja ykkur að ég fór í klippingu í gær í kínahverfinu. Það var hrikalega fyndið. Var komin með toppin alveg niður fyrir augu og þegar ég var á vappinu í gær þá sá ég skilti sem á stóð klipping 7 dollara. Haha ég sem sagt labbaði inn og fékk klippingu. Fyndið ég var eina hvíta þarna inni. Allir að tala kínversku, það var kínversk stöð í útvarpinu og svo voru þau líka með sjónvarp. Ha ha hvað haldiði að hafi verið í sjónvarpinu? Já það var svon Gæding light þáttur eða Dænasti þið vitið bara með asíufólki að tala asíutungumál. Já pínu fyndið að skilja ekki orð af því sem fólk sagði. Var heldur ekki viss um að stelpan sem klippti mig myndi ná upp því hún var eitthvað svo lítil greiið.

Nú í dag þá fór ég og lét lita á mér augabrúnirnar, nei ekki í kínahverfinu en ég sá snyrti og hárgreiðslustofu sem ég labbaði inn á. Þar voru bara þeldökkar konur að vinna og kúnnarnir voru allir þeldökkir :) þannig að ég er aldeilis ekki að styrkja hvíta hiskið hehe. Voða notaleg stofa sem ég fór á í dag og litunin kom bara vel út.

Ég talaði við Nönnu, Ómar og Jón Skúla á skype í dag og það var bara geggjað. Mér finnst alveg frábært að geta spjallað svona á tölvunni.Sérstaklega því maður sér liðið. Jón Skúli orðinn svo stór og alltaf jafn sætur já og foreldrarnir náttlega líka :)

Núna ligg ég uppi í rúmi með bókastafla af ljósmyndabókum. Ætla að ath hvort ég fái einhverjar hugmyndir því ég er kannski að fara að taka stúdíómyndir af einni stelpu(konu) á morgun.

Knús í kroppin
Hvernig fynnst ykkur þessi óvenjulega sólblómamynd???

Harpa nýklippta og litaða

1 ummæli:

hannaberglind sagði...

kínversk klipping þú er náttúrulega bara klikkuð! ég verð að fá mynd, takk!!
mér finnst myndin gaggjuð, flott að sjá þetta fallega sterkgula blóm í svart/hvítu og ná samt að grípa mann - flott, flott!!