
Jæja þá er síðasti dagur þrítugasta og fjórða aldursársins að líða undir lok. Vá maður, ég er bara að verða 35 ára á morgun og finnst það bara nokkuð gott. Ég gleðst auðvitað yfir hverjum degi sem ég vakna hress og sofna svo þegar eitthvað gott dagsverk er búið. Æ komm on það er nú ekki alltaf merkilegt sem maður er að gera en það er alltaf gott að lifa einn daginn í viðbót.
Já hvað er ég nú búin að upplifa eða afkasta á þessum árum.
Ég held að vísu að ég sé komin með alsæmer og hef haft áhyggjur af því í nokkurn tíma held ég, það er aðalega vegna þess að ég man ekki nokkurn skapaðan hlut! Ég ætla samt að reyna að týna eitthvað til.
Ég er búin að búa
á Sauðárkróki, Snæfellsnesi,Varmalandi, Kaupmanahöfn, Kleppjárnsreykjum, Borgarnesi, Hallormsstað, Kópavogi, Akureyri, Sauðárkróki, Álaborg, Rödby, Reykjavík og Oaklan USA.
Þegar ég var lítil og var spurð hvað ég ætlaði að gera þegar ég væri stór, var svarið : passa börn og vinna í gróðurhúsunum hjá Bjarna.
Ég er búin að
passa börn frá unga aldri, vinna í gróðurhúsi hjá Maríu í Björk, vinna í Verslun Jóns og Stefáns, Framköllunarþjónustunni, Borgarspítalanum sem aðstoðarmaður sjúkraþjálfara, Hótel Borgarnes, kjötvinnslan, Leikskólarnir eru Furukot, Klettaborg, Geislabaugur og Varmaland. Vírnet sem símadama, Hótel Bifröst, Ferju milli Danmerkur og Þýskalands, Ferjukránni í Tívolíinu í Köben, Kodak prentsmiðju í Köben, veiðihúsinu við Langá. Vá gleymdi Carat, Ég veit það eru fleiri staðir en man ekki meira, fyrir utan það að ég hef tekið að mér allskyns ljósmyndaverkefni.
Skólinn
Byrjaði í Danmörku var sett í bekk með íslenskum strák, var færð upp eða niður um bekk af því að við trufluðum tímana því við töluðum bara íslensku.
Grunnskóli á kleppjárnsreykjum og Borgarnesi
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað
Fjölbrautarskóli á Akranesi
Sumarskóli og fjarnmám við ármúla og Breiðholt
Háskólinn á Akureyri
Iðnskólinn í Reykjavík
Var skotin í
Hjalta, fyrsta ástin, miklu eldri en ég, einu sinni fór ég með hjartalagaðan konfektmola og ástarbréf til hans og rétti honum þetta og sagði þetta er bréf frá pabba og hljóp svo í burtu hehe, svo var það bróðir hans hann hét Kjartan var líka skotin í honum og Gumma, Eyvindi, Grétari, Símoni, Sigfúsi Helga (fyndin saga þar hehe Kristín ætlaði að hjálpa mér að ná í hann en í staðin þá bara giftist hún honum hehe)
Vá hey ég get nú ekkert talið alla strákana upp, man ekki einu sinni hvað hann hét strákurinn á kleppjárnsreykjum sem ég kyssti fyrst. En man bara eftir svekkelsinu og skömminni þegar ég fékk fyrsta sogblettinn (mamma var sko ekki ánægð).
Ýmis afrek
Ég læsti mig inni á baðherbergi og í tauskáp ásamt annari þegar ég var 4-5 ára þannig að pabbi þurfti að láta einhvern pjakk úr Varmalandsskóla innum glugga til að hann gæti opnað fyrir okkur.
Lærði að synda mjög ung
Ég skellti á puttan á mér þannig að lillinn sat fastur í falsinum og beinið stóð út úr eins og banani og þurftir að sauma 10 spor
Ég var einu sinni rasskellt af pabba þegar ég kom ekki heim á réttum tíma í Kaupmannahöfn (búið var að hóta því áður, flott hjá þér pabbi að standa við gefin orð)
Var í skátunum
Æfði frjálsar, sund, eitthvað í körfubolta, man einhver eftir fleiru???
Var alltaf fljótari en Kristín þegar við ætluðum að mætast einvhersstaðar á miðri leið, ég var alltaf komin heim til hennar áður en hún lagði af stað. (sorry Stína varð bara að segja þetta)
Tók einn smók af sígarettu í skurði hjá kleppjárnsreykjum, heyrði í traktor í margra km fjarlægð og varð svo hrædd að ég drap í og hef ekki reykt síðan. Sé ekki eftir því :)
Byrjaði að drekka áfengi 27 ára, mjög sátt við þá ákvörðun eða ekki ákvörðun. Langaði ekki í þetta rusl fyrr en þá. Er sem sagt enn á unglingastiginu, drekk ekki léttvín, drekk ekki með mat, drekk ekki bjór EN mér finnst eplasnafs og breeser voða góður :) Síðan ég kom til usa hef ég ekkert drukkið en það er í lagi ég ætla að fara í partý þegar ég kem heim og vinna það upp.
Ég eignaðist minn fyrsta og eina (hingað til) bíl þegar ég var 28 ára.
Já ég var minnt á það að ég á líka íbúð :) (takk kristna kona)
vá man ekkert í þessum flokki
Ég veit það bara að þrátt fyrir að hafa ekki alltaf verið himinsæl með lífið þá er það bara æði. Ég hef að mestu verið heilsuhraus, átt yndislega fjölskyldu og vini og alltaf að kynnast þeim betur og betur. Læra betur á sjálfa mig, vera sjálfstæðari og ákveðnari í því sem ég vil gera eða ekki gera.
Nú eru það bara þið sem verðið að bæta við :)
Nú hlakka ég bara til að eyða árinu sem er að koma :) árið sem ég er 35 ára.
14 ummæli:
Hæ sæta:o)
Til hamingju með daginn kella mín, eigðu voða góðan dag.
Ótrúlega hvað þú hefur gert margt á þessum "fáu" árum sem þú hefur lifað.......skipuleggur tímann greinilega vel!!
Hafðu það gott gamla mín....
Knús frá öllum mínum :o)
ég
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!!!! Nú fer besti tími lífsins alveg að byrja. Þú ert reyndar þegar orðin mjög lífsreynd (sbr. upptalninguna þína á helstu viðfangsefnum, drykkjusiðum o.fl.), en you ain't bara samt seen nothing yet. (Maður getur sko talað af reynslu, hahaha). Dreymi þig vel í nótt (því nú er nótt í Oakland þó að það sé morgunn í Borgarnesi). Stórt faðm og hlýjar kveðjur!
ég gleymdi nú alveg að minnast á það hvað aldurinn fer vel með þig....samanber myndin hér á undan :o)
ég
Til hamingju með daginn :)
Kveðja, Gerða
Elsku Harpa mín! Til hamingju með daginn.Gaman að lesa bloggið þitt.Ég er ánægð hvað þú hefur gert margt skemmtilegt.Ertu búin að baka kókostertuna?Kveðja Mamma
Hæ hæ krútta, innilega til hamingju með daginn :)
Ég tók eftir því í upptalningu þinni að það að vera stoltur fasteignaeigandi er greinilega ekki það merkilegasta sem á daga þína hefur drifið :)
Ekki það að þú ert greinilega kona með fortíð eins og frændi þinn myndi segja :)
Afmæliskveðjur frá kristnafólkinu
til hamingju með afmælið Harpa mín. kíki regluleg á síðuna og fylgist með lífinu í USA. Panta hér með barnaljósmyndun þegar þú kemur til Íslands :)
kv Guðbjörg Guðm
Til lukku með daginn Harpa mín :)
Kv. Ágústa
Bara svona til að minna þig á þá sendi ég sko ammmmliskveðju fyrstur...
Rugreb said...
Þú ert alltaf bestasta besta elsku Harpa. hjá mér var klukkan akkurat í þessu að slá 00.00.03 þann 20.2.2007 Til hamingju með daginn snúllan.. kv Rugreb
3:59 PM
rugreb said...
hey.... klukkan á netinu vitlaus?? ;-)
4:00 PM
Halló halló krútta:-)
Innilega til hamingju með daginn sæta! Greinilega margt sem á daga þína hefur drifið. Vonandi áttir þú yndislegan dag!
bk úr Hafnafirðinum
Sólveig & co.
Til hamingju með daginn snúllan mín
mikið hlakka ég til að knúsa þig eftir 5 mánuði ;)
Knús knús
til hamingju með daginn sæta mín, mikið ofboðslega ertu búin að eiga skemmtielgt líf, gaman að hafa fengið að vera hluti af því. Hlakka til að safna nýjum minningum með þér kæra vinkona. afmæliskveðja Hanna Berglind
Elsku Harpa!
Til hamingju með daginn,sammála því að nú fer í hönd góður tími verður bara betra.
Öskudagurinn á morgun þú veist hvernig hann er í Geislabaugi brjálað fjör og nóg að gera. Ég ætla að vera svört mús, ostur besta sem ég veit enda er ég svolítið feit..............
Knús og saknaðarkveðjur Þóra og elli
sæl skvisa:)
til hamingju með afmælið... 35 er ekki neitt:)
kv. afmælisamadag
Skrifa ummæli