
Þessi litla kisa á heima hér fyrir utan hjá okkur. Hún átti einu sinni heima í húsinu við hliðina en þegar fólkið ákvað að flytja í burtu þá skildi það bara kisu eftir. Já skildi hana eftir eins og notað húsgagn sem ekki var lengur þess virði að eiga.
Hún er ósköp gömul og lúin þó að það sjáist ekki á þessari mynd. Hún sannar það sem margir segja að kettir hafi níu líf, því bæði er búið að keyra yfir hana og skjóta hana. Ótrúlegt en satt, en það kom einhverntíma í ljós þegar Helga fór með hana til dýralæknis.
Já Kisa geyspaði svo flott fyrir mig í gær að hún fékk að vera á mynd dagsins :)
6 ummæli:
buhu ég sé ekki myndina af kisu litlu, vona að þú hafir það gott sæta!
Ha skrítið Brynja, kíktu á flickr.com/photos/ghi
elska þess gömlu lífsreyndu kisu, vona að við verðum ekki einar af þessum gömlu konum sem sitja eftir einar og yfirgefnar í ellinni:(
núna sé ég kisuna, hún er æði, mig langar í kisu en fæ ekki að fá mér dýr sem sleikir á sér rassgatið. Veiostu hvort naggrísir sleiki á sér rassgatið? ÆI ég var bara að pæla sko.
Þetta er frábær mynd... og ég kíkti á myndasíðuna og 73 comment ekki slæmt en ég hef ekki séð svona flotta kisumynd áður :)
En ef ég heyri ekki í þer í kvöld þá bara góða helgi og ég heyri frá þér eftir helgi er farin suður á land á djammið með fræga fólkinu hehe
Mundu bara að þú ert frábær og best af öllum
kissi kissi
Brynja mín, Guð hvað ég skil það að þú fáir ekki að eiga dýr sem þú veist, enda æ þetta er svo mikið mál eitthvað og nei veit ekki um rassahreinsanir naggrísa. sorry :)
Já Ása ég er voða ánægð með viðbrögðin sem kisa hefur fengið :) og Hanna Berglind. VIÐ VERÐUM ALDREI EINAR OG YFIRGEFNAR Í ELLINNI ÞVI VIÐ HÖFUM AÐ MINNSTA KOSTI HVORA AÐRA, ÉG ÞÚ OG ÁSA. Ég meina ætlum við ekki að búa í sama húsi og drekka sjerrí og reykja vindla eða???!!!
Skrifa ummæli