13 febrúar 2007

Læknisferð


Mynd dagsins er nú ekkert lystaverk en þetta er þáttur í námskeiðinu mínu um documentary. Finnst þessi mynd bara rosa góð. Við fórum með Sólu til læknis í dag því hún er með svo slæman hósta. Allt var þó í lagi og vonumst við til að hóstinn hætti bara fljótlega. Sóla er komin á þann aldur að vera hrædd við þetta lið á sjúkrahúsinu. Hún kvektist um daginn þegar hún fékk 3 sprautur, skildi engan undra. EN já allt þetta lið í hvítum sloppum er hundleiðinlegt og hún alveg brjálaðist ef einhver ætlaði að koma við hana. Hún var vigtuð og hæðin mæld og svo var hún hlustuð og skoðað í eyrun. En allt tók þetta enda og við vorum glaðar þegar við komumst í bílinn aftur. Við Helga ákváðum að ég myndi gera svona documentary um læknisferðina og það var fín æfing. Nú á ég bara eftir að velja hvaða myndir eiga að vera í sögunni og vinna þær og byrta.

Var að ganga frá bréfi og pakka og póstkortum sem ég ætla að setja í póst á morgun.
Við Helga fórum á ljósmyndasýningu í dag og það var mjög gaman og svo var hún að skoða hjá mér myndir sem ég hef tekið og var að gefa mér gagnrýni á það. Henni fynnst ég standa mig vel, alltaf betur og betur. Gaf mér hrós og sagði að henni fyndist ég vera með gott auga fyrir ljósmynduninni. Ekki hægt að fá betra hrós frá meistaranum sínum eða hvað!

Nú það er vika í afmælisdaginn og við frænkurnar 3 erum alltaf saman á þriðjudögum þannig að við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins. Ætlum að reyna að fá miða á körfuboltaleik fyrir mig og Helgu. Vona að það takist.

Nú svo er húsið hjá okkur að fyllast af gestum, foreldrar Lexiar eru að koma um helgina. Daven, pabbi sólu er að koma í vikunni þegar ég á afmæli og líka Sigrún frænka Helgu og hennar kærasti um svipað leiti. Þannig að það verður fjör á bænum.

Jæja ekki meira í bili.

Knús til ykkar

Harpa

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ þetta er Svavar besti frændi, hvað segist?? var að koma af hestbaki hefði nú verið gaman að hafa gömlu frænku með, en í staðinn tók ég gömluna(mömmu) mína með. jæja hvernig gengur er þig ekki langað að fá besta frændann í heimsókn?. helstu fréttir eru þær að ég er duglegur að ríða út og svoona að læra að öðruhvoru, en þar sem dönsku kennarinn er ekki á landinu mun ég líklega falla í dönsku, hvenar kemur þú heim? á ég einhverja von á því að fá einhverja dösku kennslu. elska þig Gamla sætasta frænka


P.S. flottar myndir og EKKI hætta að bloga

þinn bestasti Svavar Dór

Nafnlaus sagði...

Bara að kvitta og vá hvað verður gaman að fá alla þessa gesti
Góða skemmtun
;)

Nafnlaus sagði...

Verður myndröðin ekki einhversstaðar til að kíkja á? Er á fullu í vinnu og buisness-plan-project pælingum. Skrifa þér bréf um þetta allt mjög bráðlega. Elsk, og allt það!!!

Nafnlaus sagði...

Æ Æ Æ ... ég skil hana Sólu frænku mína vel. Þeir eru óttalegir durtar þessir læknar. Hún verður bara að heimaækja þá oftar án þess að nokkuð sé gert til að jafna sig á þessu.

Hvar er restin af myndunum?

Knús,

Kiðlingur

Nafnlaus sagði...

hæ elskan.. þorði ekki annað en kommenta:-/ ég kíki bara svo sjaldan hingað:-( það er svo brjálað að gera á nýja verkstæðinu:-)
reyni samt að kíkja á þig oftar bestasta besta..