
Tók þessa mynd þegar Sóla er að renna sér skelfingu lostin niður eina rennibrautina í nýjum garði sem við fórum í gær. En hún hló þegar hún kom niður þannig að þetta var allt í lagi. Ég fór svo eina bunu með henni í lokin og það hefði nú verið hægt að ná skelfingarsvipnum á mér líka ef einhver hefði reynt :)
Æji Stína minn uppáhalds íþróttafréttakona, ég steingleymdi rússaleiknum í morun, enda var ég með ormana tvo í dag og hafði svo sem nóg að gera :)
Nú svo eru mamma og pabbi komin með skype jíbbíí og pabbi alltaf að gera tilraunir og hringja í lilluna sína. Voða notalegt að heyra í fólkinu sínu. En ef einhver er með góð ráð með að setja upp svona vefmyndavélar má hann hringja í pabba eða koma við á Dílahæðinni og stilla græjurnar svo ég geti nú séð þau líka.
Ég er að fara á námskeiðið í kvöld, sem sagt dokumentary fotography. Ég er bara farin að hlakka til þess en svo finn ég nú að það er einhver feimnis kvíðahnútur líka. En hann leystist vonandi bara í kvöld eða fyrir kvöldið :)
Jæja nú er ég búin að vera í heilan mánuð að taka mynd á dag og hef staðist prófið hingað til. Ein mynd hefur verið tekin dag hvern, sumar fínar aðrar ekki eins góðar. Stundum hef ég verið að gera tilraunir með ljós og svona og þá er myndefnið kannski ekki mjög spennandi en mér finnst bara fínt að ég hafi náð heilum mánuði án áfalla :)
Ég er ekki enn búin að fara á kaffihús í rólegheitunum að skrifa póstkort og bréf en það er á stefnuskránni. Ég vonast til að vera hress og kát og í góðum fýling til skrifta um helgina og þá verður sko tekið á því :)
Æ jæja ég verð að henda mér í sturtu og finna svo einhverjar myndir til að sýna í kvöld á námskeiðinu. VIð eigum að skoða myndir og gagnrýna held ég :)
Hey verð að minna á að þið getið klikkað á myndina með músinn og séð hana stærri, þessi er geggjuð þegar hún er sæmilega stór.
knús Harpa í engum sokkum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli