05 febrúar 2007

Frabær dagur


Var að vinna hjá Mickey í dag. Fyrir hádegi var ég að reyta arfa og setja Molch þar sem áður var arfi. Þetta Molch (eða hvernig sem það er nú skrifað) er svona eins og trjá spænir. Rosalega góð lykt þegar maður tekur þetta úr pokunum og svo er þetta bara eitthvað svo snyrtilegt þegar þetta er komið í garðinn. Ég er búin að gera þvílíkar breytingar í garðinum. Búin að tæta upp arfa og gras og setja trjámylsnuna í staðin. Eftir hádegi var ég svo að gera mosaik. Já ekki er öll vitleysan eins. Mickey er sem sagt listamaður og hún er núna (Helga og Ég) að gera mosaikveggi inná bað hjá sér. Já ekki einu sinni halda það! VIð erum ekki með litlar fallegar flísar, hehe heldur veggdúka, allskyns á litinn og allskonar gerðir. Þetta er ég búin að klippa niður í ýmsar stærðir og svo var þessu raðað eftir kúnstarinnar reglum og hafðar voru myndir til hliðsjónar sem Mickey hafði áður gert.

Nú svo var bara farið heim eftir vinnuna og þar beið mín aldeilis óvænt. :) Fékk póstkort frá Magdeburg þar sem pabbi var á HM í handbolta. EN það besta (sorrý pabbi, það var sko líka gaman að fá bréfið frá þér) var bréfið sem er á myndinni hér að ofan. Haldiði ekki að hún Emý Sara mín hafi verið svo dugleg að skrifa mér bréf. Hún er svo mikil dúlla þessi stelpa. skrifaði alveg sjálf utaná umslagið og allt. Fæ nú bara tár í augun þetta er svo flott og yndislegt hjá henni.
Í bréfinu stendur:
Elsku Harpa
Mig langar að skrifa þér bréf.
Núna er ég veik með gubbupest.
Pabbi er í ameríku eins og þú.
Hann er að læra á tölvur.
Markús Orri er duglegur að brosa.
Kossar og knús
Kveðja
Emý Sara

Getur maður beðið um eitthvað fallegra! Rosalega var gaman að fá bréf frá litlu snúllunni sinni.

Ég á enn eftir að taka mynd dagsins. Verð að finna eitthvað til skjóta á.

Knús til ykkar

Harpa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hó hó, sætt bréf frá litlu dúlunni, allt gott héðan, alltaf gaman að skoða bloggið þitt fröken sæta kv Stína