16 febrúar 2007

Flotta flotta tölvumyndavelin min :)




Talvan mín nýja og fína er svo flott að ég get tekið myndir af sjálfri mér með henni :) og mig langaði svo að sýna ykkur hvað ég er hrikalega sæt og hvað Bandaríkin eru að fara vel með mig.

Er að fara á námskeið á morgun. Plastmyndavél verður notuð eða svokölluð Holga.
Verður gaman að prufa þessa rússnesku græju, sem er það óþétt að maður fær ljós inn á filmuna sem gerir myndirnar allt örðuvísi en það á að vera. Engar myndir eru eins og engar tvær Holgur eru eins. Aníta vinkona mín á einmitt nokkrar Holgur og er engin þeirra eins. Hún notar því mismunandi vél fyrir hvern tilgang. Æ skiljiði þetta rugl eða ???

Gleymdi einu
Takk fyrir kommentin
Viktoría myndirnar koma bráðum
Svavar Dór ertu búinn að kaupa miðann ??? hlakka til að fá þig og ekki GLEYMA DÖNSKU BÓKUNUM :)

knús
Harpan ykkar

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

He he he... hef aldrei fyrr tekið eftir því hvað við værum líkar. Þarna lítur þú út eins og mér líður eftir 70 tíma vinnuviku fyrir framan skrambans tölvuna.

Knús,

Kiðlingur

Nafnlaus sagði...

Hæ alltaf jafn sæt..